Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 10

Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 10
MORGUNBLÁðÍð 'SÚNNÚDÁGUR 6. MARZ 1994 Ótrúleg sagn tveggja 16 úra f anga er dæmigeró fyrir feril afkastamestu síbrotaunglinga landsins eftir Pétur Gunnarsson í SÍÐUMÚLAFANGELSI sitja nú tveir 16 ára piltar. Annar er í gæsluvarðhaldi í allt að einn mánuð vegna síbrota en hann er talinn bera ábyrgð á stórum hluta þeirra fjölmörgum inn- brota sem framin hafa verið í sjoppur á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hinn er í annað skipti á stuttri ævi að hefja afplánun refsingar. Frá því að sá varð sakhæfur, 15 ára gam- all, hefur hann hlotið 6 refsidóma með samtals 14 mánaða fangelsi fyrir 39 afbrot, bílþjófnaði, inn- brot og þjófnaði, tékkafals, ölv- unarakstur, réttindaleysi við akstur. Áður eií piltarnir urðu sakhæfir og málefni þeirra kom- ust þannig til kasta réttarkerfis- ins höfðu þeir verið skjólstæð- inga barnaverndaryfirvalda, fé- lagsmálastofnana, komist marg; sinnis í kast við lögreglu og geng- ið í gegnum alla þá meðferð sem þá stóð börnum og unglingum á glapstigum til boða í landinu. Eins og hjá öðrum þeim 10-15 unglingum, sem sumir viðmæl- endur Morgunblaðsins giska á að megi á hverjum tíma telja til uppvaxandi síbrotamanna, bar sú meðferð engan árangur enda fáum virkum þvingunarúrræðum til að dreifa og vilji unglinganna til að undirgangast meðferðina lítill sem enginn. Samnefnari þessa hóps er rofin tengsl við fjölskyldur sínar og heimili, sam- skipti við foreldrana einkennast af deilum og togsteitu og van- mætti til að taka á vandamálun- um. Óregla er algengara fyri- bæri í fjölskyldum þessa hóps en almennt í þjóðfélaginu en alls ekki regla. Viðmælendur Morg- unblaðsins gera sér engar vonir um að með meðferð og stofnun- um verði hægt að koma algjör- lega í veg fyrir að einhveijir þessara unglinga falli utangarðs í samfélaginu en innan kerfisins heyrast gagnrýnisraddir um það að margt megi bæta með sér- hæfðri meðferð og fjölbreyttari réttarfarsúrræðum gagnvart þeim sem orðnir eru sakhæfir og ekki síður með því að koma á virkara og nánara samstarfi þeirra fjölmörgu stofnana hinna ýmsu ráðuneyta sem að málefn- um þessa hóps koma. Afbrotaferill piltanna tveggja sem minnst var á að framan er að sumu leyti einstæður. Sá þeirra sem nú situr í gæsluvarð- haldi í fyrsta skipti, hefur verið hand- tekinn af götulögreglunni í Reykja- vík í um það bil 40 skipti á síðastliðn- um tveimur árum fyrir margs konar sakir, oftast í tengslum við innbrot og þjófnaði, tékkafals, eða bílþjófn- að. Eftir að hann náði 16 ára aldri hefur hann gist í fangaklefum nótt og nótt eftir handtöku en verið látinn laus að morgni og þá jafnan tekið til við fyrri iðju. Upp á síðkastið er talið að hann hafí einkum verið viðr- iðinn innbrot í söluturna, helst þá sem hafa spilakassa frá Rauða krossi íslands. Slík afbrot í borginni skipta tugum undanfamar vikur og er talið að hann beri ábyrgð á stórum hluta þeirra ásamt ýmsum félögum sínum, þar á meðal þeim sem fyrr var nefnd- ur. Til þessa hefur pilturinn hlotið tvo refsidóma, báða skilorðsbundna; samtals 9 mánaða fangelsi fyrir 16 afbrot, framin eftir að hann náði sakhæfisaldri. Auk þeirrar rannsókn- ar sem nú stendur yfir hjá RLR á málum hans, en þar er um fjölmörg afbrot er að ræða, hefur ríkissak- sóknari á síðustu vikum fengið til meðferðar niðurstöður tveggja rann- sókna á hendur piltinum sem bíða afgreiðslu og dómsmeðferðar. Talið er líklegt að næsti dómur sem piltur- inn fær á sig hljóði upp á óskilorðs- bundið fangelsi, auk þess sem skil- orðsdómamir verði þá dæmdir upp. íslandsmeistari Um félaga piltsins eru þeir við- mælenda Morgunblaðsins sem þekkja feril hans sammála að þar fari íslandsmeistari í sínum aldurs- flokki í afbrotum. Eftir að pilturinn var í síðustu viku handtekinn á leið til Reykjavíkur úr innbrotaleiðangri austur á firði hóf hann að aíplána 12 mánaða fangeisi sem hann átti eftir að standa skil á samkvæmt fimm fangelsisdómum. í fyrrasumar afplánaði hann 2 mánaða fangelsi samkvæmt 6. dóminum. Sú refsing sem pilturinn hefur hlotið tekur til 39 afbrota gegn eigum eða hagsmun- um álíka margra einstaklinga. Oftast er um bílþjófnaði, innbrot, þjófnaði eða ölvunarakstur að ræða. Það er talið einsdæmi að 16 ára piltur hafi verið svo afkastamikill á stuttum afbrotaferli en auk dómanna sem hann hefur hlotið á hann óaf- greidd mál hjá saksóknaraembættinu og RLR. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er stefnt að því að koma þeim málum til dómsmeðferðar á næstunni, meðan pilturinn situr í fangelsi. Búast má við að um það leyti sem hann verður 17 ára hafí pilturinn hlotið dóma fyrir a.m.k. 50 afbrot sem kostað hafa tugi aðila milljónir króna vegna skemmda og eigna- tjóns. í dómum hafa piltamir dæmd- ir til að greiða tugi eða hundruð þúsunda í skaðabætur en enginn sem til þekkir á von á að þær bætur fá- ist greiddar. Óljós tengls milli afbrots og refsingar Frá því að brot var framið og þar til kemur að því að refsingu er út- deilt líða nokkrir mánuðir hið minnsta og í millitíðinni hafa þeir brotið af sér í tugi skipta. „Ég man eftir pilti sem búið var að dæma í fangelsi en hann gat ekki svarað því sjálfur fyrir hvaða brot hann var að fara að afplána refsingu. Hann mundi ekki hvað af öllum málunum var bújð af afgreiða og hvað ekki,“ segir Ómar Smári Ármannsson hjá lögreglunni í Reykjavík. Guðjón Magnússon hjá saksóknaraembætt- inu sagði að þau mál sem fengju forgang í rannsókn og ákæruvaldi væru þau alvarlegustu og einnig mál þeirra sem sætu í gæsluvarðhaldi. Mál unglinga færu ekki í forgangs- flokk sjálfkrafa. Hann sagði rangt sem heyrst hefði haldið fram að mál síbrotaunglinga væru ekki send í gegnum kerfið svo lengi sem þeir héldu áfram að bijóta af sér því að afgreiða þyrfti öll mál í ejnu. Guðjón sagði að biðtími þessara mála hefði styst að undanförnu og lögregla og ákæruvald legðu aukna áherslu á hraðan framgang þeirra. Um mótunaráhrif þess að refsing dragist mánuðum saman eftir að brot er framið segir Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur og kenn- ari við Háskóla íslands að nauðsyn- legt sé að sem skemmstur tími líði frá afbroti til viðurlaga. Skammur biðtími auki á vamaðaráhrif refsinga en hitt sé ekki síður mikilvægt að löng töf hafi sýnt sig að hafa áhrif til verri vegar. Helgi leggur hir.s vegar áherslu á að hefðbundnar refs- ingar komi oft að takmörkuðu gagni gagnvart, þessum hópi. „Þeir hafa svo litlar forsendur til að meðtaka þetta, eiginleikar eins og félags- þroski, siðferðismat og samskipta- hæfni er meira og minna í molum," segir hann. „Þetta ytra taumhald sem réttarkerfið veitir dugar á venju- legt fólk en ekki á þessa krakka,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Langur aðdragandi Eins og fyrr sagði geyma saka- skrár ekki upplýsingar um feril þess- ara pilta fyrir 15 ára aldur og fyrir „bernskubrek" er ekki refsað. Það breytir ekki því að löngu fyrir þann aldur var fjölmörgum aðilum sem starfa á vegum skóla, barnaverndar- yfírvalda, félagsmálastofnana, ungl- ingaheimilis ríkisins og lögreglu ljóst hvaða stefnu líf þessara pilta var að taka. Þeir flosnuðu upp úr skóla, voru margsinnis í höndum lögregl- unnar. Félagsmálastofnun og barna- vemdarnefnd var gert viðvart og gripu til tiltækra úrræða til að sker- ast í leikinn, greina vanda piltanna og veita þeim þá meðferð sem í boði var til að finna leið út úr erfiðleikum þeirra. Báðir hafa gengið alla þá leið á enda án nokkurs árangurs. „Þessir krakkar skera sig snemma úr. Ég man eftir einum þar sem fyrir lágu sálfræðiúttektir sem gerðar voru þegar hann var 6-7 ára. Allar spár sem þar komu fram um framtíð hans rættust næstu 6-7 árin án þess að nokkuð semj reynt var að gera kæmi að gagni,“ segir Helgi Daníelsson yfirlögregluþjónn hjá RLR sem árum saman hefur unnið að- málefnum barna og unglinga. Hann segir að oft séu aðstæður í Jjölskyldum barn- anna og viðhorf þeirra helsta vanda- málið í veginum. Dæmigerð tilfelli Ferill piltanna tveggja sem fyrr voru nefndir er nokkuð svipaður og um leið dæmigerður fyrir þá ungl- inga, sem fyrr og síðar hafa lent á svipaðri braut; sumir tala um að nú séu þetta 10—15 ungiinga, aðrirtelja þá tölu of háa. Áskell Orn Kárason, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins, var beðinn að lýsa bakgrunni upp- rennandi síbrotaunglings og þeirri meðferð sem slíkur einstaklingur hefði hlotið fyrir 16 ára aldur, en þá verður hann sjálfráða, meðferð á Unglingaheimili og annars staðar er hætt og dóms- og síðan fangelsis- kerfið taka við. „Það er mjög sjaldgæft að þessir unglingar séu með veruleg geðsýki- einkenni en yfirleitt eru vandamálin margþætt. Þetta eru krakkar sem hafa orðið fyrir skaða í uppvexti sín- um og vandamálin eru tilfinningalegs eðlis; vanlíðan, reiði, kvíði, sjálfsfyr- irlitning og inn í blandast oft fíkn í vímuefni og tilhneiging til andfélags- legs atferlis. Fólk sér gjarnan fyrir sér foreldra sem snúið hafa baki við börnunum og eru í óreglu en ef eitthvað er dæmigert þá held ég að það sé það að tengsl milli foreldra og bams hafa rofnað. Það ríkir ekki traust á milli þeirra heldur togstreita sem ber keim af valdabaráttu og foreldrar og unglingur geta ekki sest niður sem samheijar og rætt málin. Oft koma líka til deilur milli foreldra sem eru ósammála um aðgerðir jafnvel þannig að annað grefur undan til- raunum hins til að nálgast barnið. Af einhveijum ástæðum sem geta verið margvíslegar þá fínnst ungl- ingnum hann ekki eiga skjól í for- eldrahúsum. Það getur verið um að ræða fjölskyldu sem er eðlileg að öðru leyti. Áfengisvandamál og of- drykkja hafa vissulega verið algeng- ari í fjölskyldum þessara krakka en almennt í þjóðfélaginu og það er þáttur sem vegur oft mjög þungt en

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.