Morgunblaðið - 06.03.1994, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994
-í
TROM
TVSTU
V2
eftir Pál Þórhallsson
FORSÆTISRÁÐHERRA í
ríkisstjórn hveiju sinni hefur
tromp á hendi þar sem er
þingrofsheimildin. Þegar
þingið gerist tregt í taumi
hefur forsætisráðherra getað
rofið þing fyrirvaralaust,
sent þingmenn heim og boðað
til kosninga eins og dæmi eru
um. Fyrir þremur árum var
stjórnarskránni breytt á þann
veg að þingrofsheimildin var
takmörkuð og staða Alþingis
styrkt. Ólafur Hannibalsson
blaðamaður flutti útvarpser-
indi um síðustu helgi þar sem
hann velti upp þeim mögu-
leika að yrði búvörudeilan
ekki leidd til lykta gæti
myndast nýr meirihluti á Al-
þingi sem skákaði forsætis-
ráðherra og kæmi í veg fyrir
að hann gæti rofið þing. Þessi
boðskapur olli allnokkrum
titringi, þingmenn dustuðu
rykið af stjórnarskránni og
veltu því fyrir sér hvað gæti
verið hæft í þessu og sýndist
sitt hveijum.
4 í
«
Forsætisráðherra hefur vald
til að rjúfa þing en hann
þarf atbeina forseta enda
er þingrofsvaldið formlega
í höndum forseta sam-
kvæmt stjómarskránni.
Skýringin er söguleg, þin-
grofsvaldið var upphaflega vald
þjóðhöfðingjans til að senda þing-
ið heim. Heimildin til að ijúfa
þing áður en kjörtímabili er
lokið hefur þróast með ýms-
um hætti og sums staðar
hefur hún verið afnum-
in eins og í Noregi. Þar
er kosið á fjögurra ára
fresti og þess á milli
verða menn að gera
svo vel að stjórna
landinu hvort sem þeim
líkar betur eða verr.
En hvað felst í þingrofs-
heimildinni eins og hún var
fram að stjórnarskrár-
breytingunni 1991? Gera
verður greinarmun á þin-
grofsúrskurði eða
ákvörðun um þingrof og
þingrofi 'sem slíku. I
stjómarskránni var gert
ráð fyrir að þetta færi
hvort tveggja saman, að
þingmenn misstu umboð
sitt þegár við þingrof,
þ.e. þegar þingrofs-
úrskurður væri
birtur. Oftast
var samt
svo mælt
fyrir um í
þingrofs-
úrskurði
að þingrofið skyldi ekki taka gildi
fyrr en síðar, þ.e. á kjördegi. Tvö
kunn dæmi eru þó um að þingrof
forsætisráðherra tæki strax gildi, af
hálfu Tryggva Þórhallssonar 1931
og Ólafs Jóhannessonar 1974. Ekki
leikur vafi á að ákvarðanir þeirra
voru í fullu samræmi við stjórnar-
skrána þótt þær væm pólitískt um-
deildar. Stjórnarskráin bauð upp á
að forsætisráðherra svipti þingmenn
umboði og stjómaði landinu óáreittur
í tvo mánuði fram að kosningum.
Auk þess máttu líða sex mánuðir frá
kosningum þar til þing kæmi saman
á ný.
Með stjórnarskrárbreytingu árið
1991 var þetta vald takmarkað. 24.
gr. stjómarskrárinnar var breytt
þannig að þrátt fyrir þingrofsúrskurð
halda alþingismenn umboði sínu til
kjördags. Jafnframt er fresturinp frá
þingrofsúrskurði' til kosninga styttur
úr tveimur mánuðum í 45 daga auk
þess sem þing verður að koma sam-
an tíu vikum eftir kosningar í síð-
asta lagi. En hvað þýðir þessi breyt-
ing? Lagatextinn sjálfur og greinar-
gerðin veita ekki miklar uplýsingar.
Og segist Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra og formaður Sjálfstæðis-
flokksins líta svo á við fyrstu sýn
að ekki hafi verið um neina efnis-
breytingu á þingrofsréttinum að
ræða, meginatriðið hafi verið að
menn vora að stytta fresti. Sá agnúi
hafí einnig þótt á því að svipta þing-
menn umboði að þá var til dæmis
enginn forseti þings til að gegna
hlutverki handhafa forsetavalds.
Að sögn Gunnars G. Schrams pró-
fessors í stjómskipunarrétti er helstu
heimildina um skýringu á stjórnar-
skrárgreininni eftir breytingu að
finna í umræðum á Alþingi, nánar
tiltekið framsöguræðu Ólafs G. Ein-
arssonar en að framvarpinu stóðu
formenn allra þingflokka. Ólafur G.
sagði meðal annars að tilgangurinn
væri að treysta stöðu Alþingis og
koma í veg fyrir að hægt væri að
svipta þingmenn umboði fyrirvara-
laust. Ef breytingin næði fram að
ganga tæki þingrof aldrei gildi fyrr
en á kjördegi. „Samkvæmt frum-
varpinu ber því þingrof að með þeim
hætti að Alþingi er rofið þegar for-
seti íslands, í reynd forsætisráð-
herra, tekur ákvörðun um slíkt og
gerir það kunnugt með forsetabréfi,
en síðan þarf að fresta þinginu til
þingloka, þ.e. fram að kjördegi. Þing-
inu verður auðvitað ekki frestað fyrr
en samþykki þess liggur fyrir, en í
raun mun þó aldrei geta liðið langur
tími frá því að þingrof er kunngert
og þar til þingið lýkur störfum því
frestir era það stuttir fram að kosn-
ingum að þingmenn eru auðvitað
knúnir til þess að ljúka þingstörfum
mjög fljótlega eftir tilkynningu um
þingrof," sagði í framsöguræðunni.
Framvegis ekki stórdeilur
um þingrof
Um þýðingu þessarar breytingar
í sögulegu samhengi sagði Ólafur
G. Einarsson: „Hér er auðvitað um
mjög mikilsverða breytingu að ræða
og Ijóst að framvegis verða ekki slík-
ar stórdeilur um þingrof og verið
hafa a.m.k. tvisvar, þ.e. 1931 og
1974, þegar Alþingi var rofið frá og
með þeim degi þegar kunngert var
um þingrofið. Við eram vissulega
ekki að Ieggja neinn dóm á þá at-
burði er þá
gerðust, síður
en svo, en með
þessu frumvarpi er ver-
ið að leggja til að þó að Alþingi
sé rofið, þá verði þingmenn ekki
umsvifalaust sviptir umboði. Forsæt-
isráðherra hefur áfram þingrofsrétt-
inn en hann getur ekki tekið umboð-
ið af alþingismönnum og heldur ekki
bundið enda á þingstörf fyrr en
meiri hluti Alþingis veitir samþykki
sitt til þess að þingstörfum verði
hætt eftir þingrofsákvörðunina fram
að kjördegi þegar nýtt umboð er
veitt.“
Þingið getur því starfað frá þing-
rofsúrskurði fram að kosningum.
Hve langur er sá tími? Eins og áður
segir mega ekki líða meira en 45
dagar og í raun er örðugt að halda
þingkosningar með öllu styttri fyrir-
vara en mánaðar. Til dæmis segir í
26. gr. kosningalaga að öll framboð
til alþingiskosninga skuli tilkynnt
yfirkjörstjórn skriflega eigi síðar en
2 vikum fyrir kjördag og í 19. gr.
sömu laga segir að 24 dögum fyrir
kjördag skuli leggja kjörskrá fram
til sýnis.
Forsætisráðherra með atbeina for-
seta getur þó klipið framan af þeim
tíma sem þingið hefur til ráðstöfunar
fram að kosningum. Samkvæmt 23.
gr. stjórnarskrárinnar getur forseti
frestað fundum Alþingis í allt að
tvær vikur einu sinni á ári. En hann
verður samkvæmt sömu grein að
kveðja Alþingi saman til funda ef
ósk berst um það frá meirihluta al-
þingismanna.
Þingið getur auðvitað sinnt öllum
venjulegum störfum frá þingrofsúr-
skurði til kjördags. Það getur meðal
annars samþykkt vantraust á ríkis-
stjórnina og myndað nýja stjóm. En
það getur ekki frestað kosningunum
sem boðaðar voru um leið og þingrof-
ið.
En hvaða máli skiptir þessi breyt-
ing? „Það liggur auðvitað fyrir að
það var gerð sú breyting á stjórnar-
skránni að þingið situr áfram og þar
með er búið að taka af forsætisráð-
herra þann rétt að svipta þingið
umboði. Þetta styrkir almennt stöðu
þingsins og meirihluta þess gagnvart
þingrofsvaldi forsætisráðherra," seg-
ir Olafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins. „Ut af fyrir
sig sé ég ekki að þingrofsréttur for-
sætisráðherra hafi breyst mikið,“
segir Steingrímur Hermannsson for-
maður Framsóknarflokksins.
En er það til dæmis raunhæfur
möguleiki að þingið taki sig til og
myndi nýja ríkisstjórn eftir þingrofs-
úrskurð? „Þingrofsheimildin var tak-
mörkuð mjög og þingið hefur nokkuð
sjálfstæða stöðu,“ segir Sigurður
Líndal prófessor í almennri lögfræði.
„Forsætisráðherra getur fræðilega
notað heimild 23. gr. stjórnarskrár-
innar til að senda þingið heim. En
það gildir einungis í tvær vikur. Þing-
ið hefði því frítt spil eftir það og
fram að kosningum. En tíminn væri
auðvitað mjög stuttur og lítið svig-
rúm til dæmis fyrir nýja stjórn ef
því væri að skipta. Þó má auðvitað
segja að það sé styrkur í kosningum
að geta haft valdið í landinu en bera
þó í raun enga ábyrgð.“
Bryndís býður í mat
í útvarpspistli sínum leggur Ólafur
Hannibalsson út af því að forsætis-
ráðherra fer ekki einn með þingrofs-
valdið heldur verður forseti að stað-
festa gjörninginn með undirskrift
sin.ni. „Setjum sem svo að í staðinn ,
fyrir lifur hafi Bryndís kjúklinga-
bringur, kalkúnalappir og skinku í
matinn á Vesturgötunni nún_a um
helgina [þ.e. síðustu helgi] og Ólafur
Ragnar og Steingrímur ákveði að
kíkja inn og endurnýja gamlan kunn-
ingsskap. Þegar þeir hafa kyngt
þessu lostæti í rólegheitum kemur
þar tali þeirra að þeir telja að fiokk-
ar sínir í Reykjavík hafi sýnt gott
fordæmi með því að sameinast um
einn lista og rétt sé að láta þessa
nýju stöðu endurspeglast í lands-
stjórninni. Þeir láta forseta Islands
vita að meirihluti sé brostinn fyrir
núverandi ríkisstjóm, en nýr meiri-
hluti reiðubúinn að taka við og sitja
út kjörtímabilið. Að loknum fundi
landbúnaðamefndar á þriðjudag
kemur svo Davíð að máli við forseta
og biður hana að heimila sér að ijúfa
þing. Hvað gerir forsetinn þá? Hvor-
um aðilanum á hann að veita fullt-
ingi sitt, forsætisráðherranum eða
þingmeirihlutanum?" sagði Ólafur í
pistli sínum.
En hvað segja stjórnmálaforingj-
arnir um þessar vangaveltur? „Menn
vora farnir að velta því fyrir sér
hvort forsætisráðherra hygðist ijúfa
þing,“ segir Steingrímur Hermanns-
son. „Menn voru farnir að hugsa sem
svo, hann hlýtur að ætla að rjúfa
þing fyrst hann gerir ekki harðari
tilraun til að ná sáttum." Steingrím-
ur segir að hann hefði fagnað slíkri
ákvörðun. „Ég vil gjarnan að það
yrði kosið fyrr en seinna.“ Þegar
Steingrímur er spurður um vanga-
veltur Ólafs Hannibalssonar um að
stjórnarskrárbreytingin leiði til þess
að nýr meirihluti þingmanna gæti
við þessar aðstæður tekið ráðin af
forsætisráðherra segir hann: „Ég var
dálítið undrandi að heyra þetta en
mér er tjáð að sumir virtir lögfræð-
ingar telji að svo sé. Ef að forseti
hefur fyrir framan sig vilja meiri-
hluta Alþingis til að mynda aðra rík-
isstjórn þá beri honum ekki að sam-
þykkja þingrofstillöguna."