Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.03.1994, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 Helgi Már Jóns- son -Minning Fæddur 15. september 1961 Dáinn 28. febrúar 1994 í dag kveð ég pabba Helga með þeim orðum sem hann sjálfur skrif- aði svo fallega í kort til mín á tveggja ára afmæli mínu. „Það sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp, það verð- ur aldrei á braut borið sem vel er varðveitt. Dyggð er mannleg full- komnun, að vera sjálfs sín herra gagnvart eigin ástríðum og öðrum níönnum, að rækta þá eiginleika sem gera okkur mennsk, þ.e. vits- muni og hæfileika til að lifa í félags- skap við aðra menn af skynsemi. Hin æðsta dyggð er eins og vatnið, á allan hátt er það nytsamt, án baráttu sest það þar að sem auð- veldast þykir.“ Hinsta kveðja, Sindri Hrafn Helgason. Elsku bróðir og vinur. Hvað er hægt að segja á þessari stundu. Við sem vorum á skíðum í glampandi sól á laugardegi, áttum — yíidislegan dag með Ingibjörgu systur. Á sunnudegi er hringt og þú ert hættur að anda. Hjartað fer að vísu aftur af stað en of seint. Þú kemur ekki aftur. Þú ert farinn. Kallið kom allt of snemma en þín hafa beðið ný verkefni. Ég trúi því að þú fáir nú tækifæri til að nýta þína góðu hæfileika til fulls. Þegar ég skrifa þessi orð bíð ég eftir að sjá andlit þitt í síðasta sinn. Ég ætla að geyma í minningunni brosið þitt, gleði þína, dugnað og . vilja til góðra verka. Hversu auð- velt var að passa þig sem barn. Það var nægjanlegt að setja þig niður með blað og liti. Þú gerðir myndir sem Halla frænda þóttu svo mikil listaverk að hann rammaði þær inn og hengdi upp við hliðina á myndum eftir þá stóru. Kortin sem þú send- ir voru alltaf sérstök. Það var lista- maðurinn í þér sem alltaf beið eftir því að fá að blómstra að fullu. Þinn góði hugur og næmi komu snemma í ljós. í sveitinni urðu hund- amir svo hændir að þér að þeir urruðu og geltu á alla þá sem reyndu að ráðast á þig. Það var gaman að fara með þér á hestbak, hestarnir létu vel að vilja þínum. Ég ætla að muna eftir stríðni þinni, og hvemig þú reyndir að ganga fram af fólki, bara til að sjá hvaða viðbrögð þú fengir. Það vom ekki allir sem skildu þinn skemmti- lega húmor og grín, sem þú málað- ir oft abstrakt. Eftir að þú fékkst 8 mm kvik- myndavél, var allt sem sneri að kvikmyndum þér efst í huga. Vin- irnir í Hafnarfirði höfðu líka mikinn áhuga. Það vora gerðar kvikmyndir sem unnu til gullverðlauna áhuga- manna. Þú hafði gaman af heimspekileg- um vangaveltum. Þú vildir að ég reyndi að vinna frekar að „Lífsýn til framtíðar“. Þú hafðir alltaf. að leiðarljósi að „eyða hafti og fyrir- gefa“. En ýmsar hindranir urðu á vegin- um. Þegar mamma dó var Helgi að verða 17 árá. Þá hrandu margar styrkar stoðir í grunni lífsins. Mamma hafði alltaf geta gefið Helga ákveðið rými, þar sem hann fékk að skapa og vinna að sínum hugðarefnum. Við voram fimm systkinin, Helgi í miðið en yngsta systir okkar var aðeins þriggja ára. Helgi var dulur, hann bar ekki á torg sínar dýpstu tilfinningar. Eflaust varð fráfall mömmu þyngst og markaði dýpstu sporin í sálina hjá Helga. Hann hlífði sér aldrei. Þegar hann fékk vinnu við kvik- myndina Hrafninn flýgur, þá var kappið og viljinn til að standa sig takmarkalaus. Hann vildi gera meira en nokkur ætlaðist til af hon- um. Hann ætlaði sér að læra sem mest og komast til náms í kvik- myndagerð. í lok þeirrar vinnu fékk Helgi fyrsta krampakastið. Þau veikindi vora ávallt síðan hans Akkilesarhæll og leiddu hann síðan yfir endimörk þessa lífs. Ég minnist þess þegar Helgi sagði mér að hann hefði fengið inn- göngu í Kennaraháskólann. Frá þeim granni ætlaði hann að byggja líf sitt. Geta umgengist ungt fólk og unnið að áhugamálum sínum, kvikmyndum. Helgi vann alltaf með skólanum á sambýli fyrir einhverfa. Hann bar mikla virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Helgi var sískrifandi. Mörg kver, „Smá grín og skop“, era til eftir hann. Hugmyndir og handrit fyrir kvikmyndir. Ljóð og prósar. Heim- spekilegar vangaveltur. Frá öllu var gengið á ótrúlega skipulegan hátt. t Elskuleg unnusta mín, móðir, dóttir og systir, JÓHANNA EINARSDÓTTIR, Laugarnesvegi 64, Reykjavík, andaðist í kvennadeild Landspítalans að morgni 3 mars. Leifur Bjarnason, Guðrún Ósk Leifsdóttir, Ólafía Leifsdóttir, Einar Guðmundsson og systkini. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA JÚLfUSDÓTTIR, Hverfisgötu 123, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 8. mars kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en » þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir um að láta Sjálfsbjörgu, félag fatlaðra og lamaðra í Reykjavík og nágrenni, njóta þess. Helgi Hafliðason, Ragnar Hauksson, Josephine Tangolamos, Hafliði Helgason, Barbara Helgason, Júlfus Baldvin Helgason, Hildur Sverrisdóttir, Dagbjört Helgadóttir, Þorkell G. Hjaltason, Helgi Helgason, Anna Kristi'n Hannesdóttir, og barnabörn. Þessi skrif hans Helga era gott veganesti fyrir sjóð minninganna. Helgi eignaðist yndislegan son, Sindra Hrafn, sem nú er aðeins þriggja ára, sem býr við mikla ást hjá mömmu sinni, Berglindi, og stjúpa. Helgi bar djúpar og heitar tilfínningar til Sindra Hrafns. Nú var hann orðinn það gamall að hann naut þess að vera með Helga pabba. Helgi hlakkaði til framtíðarinnar. Nú þegar öll vandamál virtust að baki, kom kallið svo óvænt. Ég bið góðan Guð að vernda Sindra Hrafn og styðja Berglindi og Knút á þeirra lífsins vegi. Ég vil að lokum þakka öllum þeim sem staðið hafa með okkur í þessari miklu sorg. Sérstakar þakk- ir færum við séra Birgi Ásgeirs- syni, sem studdi okkur með sinni hlýju hendi á Borgarspítala. Lífið heldur_ áfram með sínar vonir og þrár. Ég bið allt það góða að fylgja Hönnu í gegnum lífið. Við minnumst þín, Helgi Már, í gleðinni og höfum að leiðarljósi orð óþekkts höfundar. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðu hjarta, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lifið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Elsku Helgi minn, góði bróðir og vinur, faðir, systkini og vinir biðja þess að þú farir í friði og hafðu þökk fýrir allt og allt. Þorvaldur Ingi Jónsson. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mfnu bijósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Það er erfitt að trúa því að Helgi frændi sé dáinn. Það er erfitt að sætta sig við að við sjáum hann ekki aftur. Helga fylgdi ávallt fjör og gleði. Hann kunni að njóta augnabliksins. Hann átti það til að bjóða okkur systrunum mjög óvænt í ferðalag, bæjarferð eða í bíó. Þá lét hann okkur finna að við værum það sem hlutimir snerast um. Hann hafði gaman af því að spá í hvað úr okk- ur yrði í framtíðinni. Hann var að því kominn að ljúka kennaraprófi. Ef til vill bíða hans verkefni á því sviði annars staðar. Skyndilega og óvænt, eins og hann átti oft til, hefur hann brugð- ið sér í sína hinstu ferð. Við sitjum eftir og söknum hans, en björt minning hans lifir í hjörtum okkar. Við huggum okkur við þá tilhugsun að nú sé hann í góðum höndum Helgu ömmu. Við biðjum góðan guð að styrkja alla sem syrgja hann. Vemdi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson.) Fari hann í friði. Helga, Hulda og Harpa Finnsdætur. Kær vinur er genginn svo svip- lega að við viljum ekki trúa. Það er komið á áttunda ár síðan Steinunn dóttir mín sagði við mig að morgni dags: „Ég kynntist æðis- legum strák í gærkvöldi." Nokkru síðar kom þessi piltur heim til okk- ar. Ekki vissi ég þá að þar var kominn tengdasonur. Strax við fyrstu sýn fannst mér maðurinn hinn myndarlegasti, hár og glæsilegur. Þegar við kynntumst betur kom í ljós að ekki var innri gerð síðri en sú ytri. Innan tíðar var okkur öllum farið að þykja vænt um hann. Helgi Már var greindur maður og hafði djúpan skilning á hinum mannlegu þáttum lifsins. Hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur og lét álit annarra sig litlu skipta. Frá þeim áram sem við áttum nána samleið er margs að minnast og margt að þakka. Helgi reyndist fjölskyldunni sem besti sonur, hann var léttur í lund, sannkallaður gleði- gjafi þegar komið var saman, gef- andi og hlýr. Alltaf var hann boðinn og búinn að rétta hjálparhönd enda til hans leitað með hin ýmsu mál, allt frá því að setja saman húsgögn til sál- rænna vandamála. Þó að leiðir skildu að nokkru leyti var Helgi hinn sami, alltaf gott að heyra í honum og hitta hann. Stund- um birtist hann á skrifstofunni hjá mér, þegar hann átti leið um, og bar þá margt á góma. Honum fylgdi ávallt hressileiki og glaðværð og það var mér gleðiefni að sambandið slitnaði ekki. Síðast heyrði ég í honum þegar hann hringdi sl. aðfangadagskvöld, svona rétt til að óska gleðilegra jóla og vita hvemig við hefðum það, eins og hann orðaði það. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég fyrir að hafa fengið að eiga sam- leið með og kynnast Helga Má Jóns- syni. Blessuð sé minning hans. Jafnframt votta ég föður, syni, systkinum og öðrum aðstandendum innilega samúð og bið algóðan guð að veita þeim styrk á erfiðum stund- um. Jóna Lára Pétursdóttir. Helgi Már að deyja, það getur ekki verið, þannig hugsaði ég þegar ég kom heim sl. sunnudagskvöld, þetta var ósanngjamt, ég vildi ekki trúa að þessi vinur minn sem var í blóma lífsins og átti að útskrifast úr Kennaraháskólanum í vor væri á föram. Minningar um okkar fyrstu kynni og aðrar samverastundir þyrptust fram í hugann. Steinunn systir mín var komin með kærasta og fannst mér það nú ekki merkilegt, enda á gelgjuskeiði, en það breyttist fljót- lega, því að Helgi hafði þann góða eiginleika að kunna tökin á öllum aldurshópum, mannleg samskipti voru aldrei vandamál hjá honum. Hvar sem hann kom hélt hann gleði hátt á loft og sjaldan eða aldr- ei var jafn gaman á mannafundum og þegar hann var þar og erfitt verður að fylla það skarð sem myndast við fráfall hans. Þrátt fyr- ir glaðlyndið gat hann fljótt snúið til alvörunnar og var ætíð hægt að leita til hans með vandamálin, hann greiddi auðveldlega úr þeim, fljótur að sjá hvar skórinn kreppti. Stuttu eftir að ég kynntist hon- um, þá 15 ára gömul, hafði ég gert alvarlegt skammarstrik, leið mjög illa og fannst ég vinalaus. Þá kom Helgi eins og frelsandi engill og áttum við langar samræður, þar sem honum tókst að hughreysta mig og veita mér innsýn í hlutina. Að samræðunum loknum tók hann mig með sér á handboltaleik og varð það síðan fastur liður að fara saman á leiki, þrátt fýrir að við héldum ekki með sama liði. Þó að fjölskylduböndin hafi rofn- að höfðum við áfram samband, þó ekki eins mikið og ég hefði kosið. Síðasta skiptið sem ég hitti Helga fórum við saman í tennis og sett- umst að því búnu inn á kaffihús og enn sem fyrr leitaði ég ráða hjá honum varðandi framtíðina og fór ríkari af hans fundi. Ég mun sakna þess sárt að geta ekki hringt til hans til að spjalla um daginn og veginn og fá ráðleggingar. í okkar sambandi var hann gefandinn, ég var sú sem þáði og í huga mínum mun minningin um Helga Má ætíð tengjast virðingu og þökk fyrir allt sem hann gerði fyrir mig en því er ver að ég hef ekki lengur tækifæri til að segja honum hversu mikils virði hann var mér. Föður, syni, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég innilega samúð. Lilja Margrét. Með fáeinum orðum langar mig til að kveðja hann Helga Má sem lést eftir sólarhringslegu á gjör- gæsludeild Borgarsjúkrahússins hinn 28. febrúar síðastliðinn. Það var fyrir um það bil 11 áram að systir mín hún Berglind kom með hann inn á heimili foreldra okkar og kynnti hann fyrir okkur. Það þurfti ekki löng kynni til að sjá og finna að Helgi Már var með afbrigðum kurteis, elskulegur og ljúfur. Þessi brosmildi og fallegi ungi maður bræddi hjörtu þeirra sem honum kynntust. Hann var afar sérstakur. Listrænn var hann fram í fingurgóma og eftir hann liggur mikið af ljóðum og öðru skrif- uðu máli. Hann upplifði fegurð nátt- úrunnar af djúpri virðingu og hrifn- ingu. Veraldargæði skiptu Helga Má litlu máli, af andlegum verð- mætum átti hann nóg. Hann var snillingur í að sjá skoplegu hliðar lífsins og hlátur hans var svo sann- arlega smitandi. Helgi Már átti við alvarleg veik- indi að stríða frá unglingsaldri. Um þessi veikindi sín fékkst hann ekki til að tala. Hann kvartaði aldrei þrátt fyrir að hann ætti erfiða daga. I amstri dagsins held ég að enginn hafi gert sér grein fyrir hvílíkar hömlur þessi sjúkdómur lagði á líf hans. Hann gerði alltaf þær kröfur til sjálfs sín að hann væri fullheil- brigður. Hann þráði að vera heil- brigður. Helgi Már varð fyrir þeirri sára lífsreynslu á unglingsaldri að missa móður sína. Hann komst aldrei yfir það. Hann talaði um hana af djúp- um söknuði og virðingu. Það er huggun harmi gegn að nú hafa þau fallist í faðma á ný. Þó svo að leiðir Berglindar og Helga Más hafði skilið bar það af sér ávöxt. Saman eignuðust þau lítinn sólargeisla, hann Sindra Hrafn, sem nú er á fjórða aldurs- ári. Hann hefur alist upp í miklu ástríki hjá móður sinni og fósturföð- ur. Það er sárt til þess að hugsa að nú í vor hefði Helgi Már útskrifast úr Kennaraháskóla íslands og með því náð langþráðum áfanga. Hann hefði orðið afbragðs kennari. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja kæran vin. Föður hans, systkinum og öllum hans aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar allra. Anna Jóna Víðisdóttir. Mig langar til þess að kveðja með örfáum orðum heillandi vininn minn með rauðu krullurnar, sem tók mér svo vel þegar ég kom óörugg og hikandi inn í þessa undarlegu en stórskemmtilegu samleigu sem í Miðtúninu var. Ég bjóst í raun aldrei við því að samleiga með blá- ókunnugu fólki yrði auðveld, en hún varð það nú samt, líklegast vegna þess hversu stutt var hægt að kalla þessa sambýlinga mína bláókunn- uga. Mér var einstaklega vel tekið og fyrr en varði vorum við þríeykið farin að lifa heimilislífi, þó svo að í undarlegri mynd væri. Það var auðvelt að láta sér líka vel við Helga Má, eins þægilegt skap og hann hafði. Það var gott að koma til hans og ræða málin, þær voru ófáar stundirnar sem við sátum og ræddum um lífið og tilver- una, ástina og tilganginn með þessu öllu saman, notalegar og gefandi stundir þar sem flestir fletir tilver- unnar voru teknir fyrir. Til þessara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.