Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 31

Morgunblaðið - 06.03.1994, Side 31
31 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 ur sem hann hafði einsett sér að láta rætast. Þegar hann kom í skól- ann hafði hann aflað sér reynslu af starfi með ungu fólki og þroska- skertum einstaklingum. Samhliða náminu vann hann með bömum með einhverfu. Eitt síðasta verkefni hans var námsefni sem hann skrif- aði til að vekja til umhugsunar um málefni þeirra. Helga fannst tíminn dýrmætur og hann lagði mikið undir. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum og var fulltrúi nemenda í ýmsum nefndum og ráðum. Hann hafði list- ræna hæfileika, fékkst við að yrkja og sendi frá sér tvær ljóðabækur. Hann hafði áhuga á leikstarfsemi og leikrænni tjáningu. Okkur líður seint úr minni frammistaða hans á síðustu árshátíð skólans þegar hann brá sér með eftirminnilegum hætti í gervi kennara og nemenda. Helgi hafði áhuga á öllu sem við- kemur mannlífinu og hefur það án efa ráðið því að hann fór í kennara- nám. Valgreinarnar kristin fræði, félagsfræði og sögu valdi hann í samræmi við þann áhuga. í kennslustundum var Helgi opinn og spurull og hafði margt til mála að leggja. Það er alltaf erfitt að horfast í augu við skyndilegan dauða ungs fólks í blóma lífsins. Sérstæður per- sónuleiki er horfinn langt fýrir ald- ur fram. Við höfum fengið enn eina áminningu um nálægð dauðans í lífinu og lútum höfði í sorg. Ástvin- um Helga Más vottum við dýpstu samúð. F.h. Kennaraháskóla íslands, Erla Kristjánsdóttir, Gunnar J. Gunnarsson, Ingvar Sigurgeirsson, Dóra S. Bjarnason. Okkur setti hljóðar. Helgi er dá- inn. Minningarnar streyma fram í hugann: spurningarnar, athuga- semdimar, húmorinn og hláturinn. Spumingar og athugasemdir Helga urðu oft til þess að líflegar umræður sköpuðust í kristinfræði- tímum. Hann sá oft málin frá öðm sjónarhorni en við og var óhræddur að láta það í ljós. Það var eiginleiki sem okkur þótti vænt um. Það verður tómlegt í kristin- fræðitímunum sem eftir eru, því stórt skarð hefur myndast í litla hópinn okkar. Enginn mun fylla það skarð, en í hugum okkar mun minn- ingin um hann lifa. Við kveðjum Helga með sárum söknuði og vott- um aðstanderidum hans okkar dýpstu samúð. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja." (Jóh. 11. 25-26.) Vinir í kristinfræðivali í KHÍ. Kveðja frá Knattspyrnufé- laginu Haukum Þegar ungur maður fellur frá í blóma lífsins, verður okkur sem eftir stöndum orðfall. Ljúfur og elskulegur drengur og hinn besti félagi hefur lokið sinni lífsgöngu. Þótt hún spannaði ekki nema ríflega þrjá áratugi, þá var hún bæði við- burðarík og eftirminnileg og sökn- uðurinn er sár. Helgi Már Jónsson var einn af þeim ágætu Haukafélögum sem var fæddur og uppalinn á Holtinu, sjálfu höfuðvígi Haukanna. Þar átti hann stóran og góðan vinahóp sem fylgdist að hvort heldur var í leik eða starfi. Helgi Már æfði og keppti í hand- knattleik með öllum yngri flokkum Hauka og var dyggur stuðnings- maður og áhugasamur um vel- gengni félagsins, eftir að hann hætti keppni sjálfur. Góður árangur félagsins á íslandsmótinu í hand- knattleik í vetur yar honum sem fleirum mikið ánægjuefni og hann fylgdist vel með og af miklum áhuga. Við Haukafélagar þökkum sam- fylgdina og samstarfið og sendum ættingjum og vinum hugheilar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Helga Más. Lúðvík Geirsson, formaður Ilauka. í dag kveðjum við Helga Má, skólabróður okkar í Kennaraháskól- anum. Hann tók virkan þátt í fé- lagslífi skólans og var m.a. í nem- endastjórn og starfaði í ýmsum nefndum. Helgi var persónuleiki sem allir tóku eftir. Þrátt fyrir að eflaust hafi skipst á skin og skúrir í lífi hans var hann jákvæður að eðlis- fari og hafði það óneitanlega áhrif á okkur hin. Honum var ekkert mannlegt óviðkomandi og hann hafði velferð allra að leiðarljósi. Hann var alltaf tilbúinn að ræða málin og urðu umræður og pæling- ar oft djúpar, þar sem bijóta þurfti málin til mergjar. Á árshátíð skólans sem nýlega var haldin sló hann eftirminnilega í gegn í söngleik sem þar var settur upp. Atriði hans var lítið, en vakti þó hvað mesta lukku. Við kveðjum Hgela Má með sökn- uði og munum ætíð minnast hans. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) 3. árs nemar í KHÍ. Fleiri minningargreinar um Helga Má Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stóragerði 24 - Opið hús Til sýnis og sölu 4-5 herb. 96 fm íbúð á 1. hæð. Bíl- skúrsréttur. Laus strax. Hús nýviðgert utan. Verð 7,8 m. Verður til sýnis sunnudaginn 6. mars frá kl. 13-16. Húsið -fasteignasala, Skeifunni 19, sími 684070. Eyþór Eðvarðsson, hs. 679945. LAUFÁS ASTEIGNASAL SlÐUMÚLA 17 812744 Lágmúli Leiga - sala Fax: 814419 i ui i i Skrifstofuhúsnæði íboði! Lögfræðingar - Tryggingafélög - Verkfræðingar - Verðbréfafyrirtæki - Arkitektar - Opinberar stofnanir - Læknar - Hugbúnaðarfyrirtæki - Endurskoðendur - Félagastarfsemi - Tannlæknar - Námskeiðahald Rekstrarráðgjafar - Auglýsingstofur - Sálfræðingar Skipulag: Húsnæðið er ca 400 fm og skiptist í 8 skrifstofur, funda- herbergi, afgreiðslu, skrifstofutorg, tvær skjalageymslur. (önnur eldtraust), kaffistofu og snyrtiherbergi. Önnur gæði: Gott ástand, lyfta, áberandi skiltastaðir, friðsæl gata en örskammt í greiðar akstursleiðir í allar áttir, frábært út- sýni, GÓÐ BILASTÆÐI. Hótel á Hvammstanga Til sölu hótel Vertshús á Hvammstanga. Hótelið, sem er vel tækjum búið, er í nýlegu 338 fm timburhúsi. Góður veitingasalur, sex 2ja manna herb. Allur búnaður flygir. Skipti á fasteign á höfuðborgarsv. koma til greina. Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, símar 11540 og21700. iIOLl FASTEIGN ASALA -a* 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð t.v. Franz Jezorski, lögg. fast.sali. Bollagarðar Stórglæsil. 235 fm einbhús é tveimur hæðum á þessum fráb. útsýnisstað á Seltjnesi. Sérlega vandaðar innr. Skipti mögul. á ódýrari eign. Verð 16,9 millj. Austurbrún Góð 48 fm íb. á 5. hæð með alveg dúndur útsýni yfir Viðey og Sundin. Nýtt gler. Gott fyrir einstaklinga. Áhv. húsbr. 2,9 millj. Verð 4,6 millj. Langholtsvegur - bflsk. Rúmg. og björt 92 fm íb. á 1. hæð í góðu steinh. Skiptist m.a. í 3 herb. og stofu. Stór og góður bílskúr fylgir. Áhv. 5,0 millj. Verð 9,0 millj. Opið í dag kl. 14-17 Engihjalli 19, íb. 4D Reynihvammur 27, Kóp. Þessi fína íbúð um 100 fm verður til sýnis í dag kl. 14-17. Heitt á könnunni og Eyja ætlar aö baka pönnukökur fyrir þig og þína. Skipti mögul. á minni eign með bfl. Áhv. 4,5 millj. Verð 6.950 þús. aðeins. Dalbrekka 4, Kóp. Á þessum sótríka stað ( Kóp. býðst þér að kaupa 3ja herb. 70 fm neðri sérh. með bílskúr á aðeins 6,8 millj. Magnús ratvirki tekur á móti gestum og gang- andi kl. 14-17. Gakktu í bæinn. Smárarimi 28, Grafarv. í þessu viröulega einbhúsi í hjarta Kóp. býðst þér 147 fm íb. á tveimur hæðum ásamt þrælgóðum 36 fm bílsk. íb. skipt- ist m.a. í 4 herb. og 2 stofur. Alda sýn- ir þér slotið í dag kl. 14-17. Hikaðu ekki við að ganga í bæinn. Áhv. 5,5 millj. Verð 9,9 millj. (alveg fáránlegt verð á þessari eign). Rauðhamrar 10 Þetta fallega einbhús á einni hæö er til sýnis fyrir alla væntanlega kaupendur í dag milli kl. 14 og 17. Húsið er rúml. fokh. að innan. Áhv. húsbr. 6,1 millj. Verö aðeins 9,7 millj. Álftamýri 54 Hér á þessum frábæra stað bjóðum við þér og þinni fjölsk. að skoða fallega 87 fm 3ja-4ra herb. íb. í dag. Þú heimsæk- ir Aniku milli kl. 14 og 17. Þær stoppa ekki lengi þessar. Tækifærisverö 7,0 millj. Fagrihjalli 86, Kóp. Gullfalleg 110 fm íb. á 3. hæð í þessu fallega húsi í Grafarvogi. Innr. og gólf- efrii í sérfl. Góður bílsk. fylgir. Þú skoð- ar hjó Björgu í dag kl. 14-17. Áhv. 5,3 millj. byggsj. Verð aðeins 10,5 millj. Hrísateigur 17 Hér færðu 223 fm parh. á tveimur hæðum m. innb. bílskúr á þessum skjól- góða stað í Kóp. Húsið er ekki fullb. Skoðaðu hjá Ingólfi í dag milli kl. 14 og 17. Skipti á minni eign. Áhv. 6,5 millj. Verð 11,5 millj. Hér er rótta elgnin fyrir þig. 76 fm íb. á 2. hæð í þessu þríb. Allt endurn. innr. o.fl. Komdu og skoðaðu í dag. María og Sæmundur taka ó móti þér. Áhv. 3.650 þús. húsbr. Gott verð í dag. Furubyggð 26, Mos. Kóngsbakki 6, 3. h. t.h. 89 fm 4ra herb. ib. á 3. hæð. Tengt fyrir þvottav. é baði. Park- et á stofu. Ahv. gott ián frá byggsj. 3,2 millj. Gott umhverfi. Sklpti á ódýrera f sama hverfl. Skoðaðu í dag. Ef þú ert að leita að glæsil. fullb. húsi m. bilsk., garði og öllu tilheyrandi, þá skaltu skoða þetta hús milli kl. 14 og 17 í dag. Þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Verð 13,8 millj. Lokastfgur 20 Hér (þessu vlnaiega húsl I Þing- hottunum höfum við bréðhuggu- lega 3ja herb. íb. sem þú skoöar hjá Þunðí í dag kl. 14-17. Vertu akki feimin(n) við að skoða i dag, á morgun gæti það orðiðof saint. Verðið er prúttað og ktárt 6 Hóli, aðeins S,9 millj. Opiðhús kl. 14-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.