Morgunblaðið - 06.03.1994, Page 32

Morgunblaðið - 06.03.1994, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 6. MARZ 1994 Þorleifur Ami Reynisson - Minning Góður vinur okkar og bekkjarfé- lagi er fallinn frá. Hann var okkur til mikillar ánægju og gleði. Brand- arar voru oftast á vörum hans. Hann gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur og hjálpaði öllum þeim sem voru í vanda. Þorleifur spilaði oft á harmonikuna sína á stofujólunum fyrir okkur og gerði þessa stund svo hátíðlega. Framundan var björt framtíð. Þorleifur var mjög góður drengur og gerði engum mein en honum var geinilega ætlað annað starf hjá Guði. Þegar við kvöddum bekkjarsystur okkar sem var að fara til London í hjartaaðgerð þá vissum við ekki að við værum að kveðja Þorleif. Við vonum að hon- um líði vel á himnum en við sökn- um hans mjög mikið og munum minnast hans alla ævi. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólðf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Blessuð sé minning Þorleifs Ama Reynissonar. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til foreldra Þorleifs og þökkum ánægjulegar samverustundir sem við höfum átt saman. Hrafnhildur, Viktoría, Emilía Lóa, Sonja og Snorri. Við minnumst þessa dugmikla drengs sem yfírgaf okkur hinn 22. febrúar síðastliðinn. Þorleifur var á þrettánda ári og var mjög traust- ur og góður vinur sem gerði engum mein. Okkur þótti mjög vænt um Þorleif og sárt er að missa hann. Þorleifur æfði skylmingar af full- um krafti og varð íslandsmeistari í flokki 13 ára og yngri. Núna nýlega vorum við að kveðja bekkj- arfélaga okkar sem var að fara í aðgerð til útlanda og meðal okkar var Þorleifur en við vissum ekki að við værum í rauninni að kveðja hann. Við biðjum Drottin um að blessa þessa góðu sál. Við viljum senda foreldrum hans samúðarkveðjur og við kveðjum Þorleif Árna Reynisson með þessu ljóði: Ég elskaði lífið og ljósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar sem voru fieygar, sumar dánar en sumar feigar. (Jóhann Gunnar Sigurðsson) Katrín, Dagbjört, Kjartan, Ármann og Hjalti. Okkur langar að minnast okkar ástkæra bekkjarfélaga og vinar sem lést af slysförum hinn 22. febrúar síðastliðinn. Hann var góð- ur félgi og okkur þótti mjög vænt um hann. Hann var mjög snjall strákur og átti auðvelt með allt nám. Þorleifur æfði skylmingar og varð íslandsmeistari í þeirri íþrótt. Einnig spilaði hann á harmoniku. Við viljum að Þorleifur komi aftur og verði með okkur á ný en við vitum að svo verður ekki. Öllum þykir leitt að missa svona góðan félaga. Bðmin fæðast litlum systkinum sínum eins og ljós sé kveikt, eins og fyrstu blóm vorsins vakni einn morgun. Ef þau deyja hverfa þau til guðs, eins og draumur sem aldrei gleymist. (Jón úr Vðr.) Þorleifur var fyndinn og skemmtilegur drengur. Föstudag- inn 18. febrúar síðastliðinn áttum við öll yndislega kvöldstund saman og Þorleifur var svo hress og kát- ur. Hann kom síðan í skólann á mánudaginn eins og venjulega. Á þiðjudeginum fengum við að vita að hann lægi meðvitundarlaus á Borgarspítalanum. Versta áfallið var á miðvikudeginum en þá feng- um við að vita að hann væri dá- inn. Við áttum góða en erfiða minningarstund með prestinum, kennaranum okkar og skólastjóra. Við eigum öll mjög erfítt með að sætta okkur við að hann sé farinn frá okkur en við vitum að honum líður vel hjá Guði. Góði Guð, gefðu foreldrum Þorleifs, okkur bekkj- arfélögum hans og kennaranum okkar styrk í þessari miklu sorg. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra og ættingja Þorleifs. Kæri vinur, við munum aldrei gleyma þér. Legg ég nú bæði líf og ðnd, ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H.P.) Kristín Katla, Iris, Katrín Rósa, Hjörtur, Eygló og Svanlaug. Einn af mínum kæru nemendum er látinn. Umsvifalaust breytast dagamir í martröð. Einhver hjúpur liggur umhverfís mig og ég líð áfram eins og í öðrum heimi. Til- fínningar um yndislega ljúfan dreng streyma fram í huga mér. Hvers vegna er svona gullfallegt og fullkomið bam hrifsað frá okk- ur? Ég verð að trúa því að honum hafí verið falið æðra starf. Þvflík vanlíðan og sorg sem lögð er á yndislega foreldra hans. Hann var sólargeislinn í lífi þeira og sam- bandið þar á milli svo sérstakt, enda bar hann mikla virðingu fyrir foreldrum sínum. í minningunni sé ég hann fyrir Fullhoinlega frjáls ! M EÐ Freeway 45D FRÁ SIMQNSEN Síöumúla 37- 108 Reykjavlk S. 91-687570 - Fax.91-687447 Björgvin Sigurðs- son - Minningarorð mér glaðan, áhugasaman og já- kvæðan eins og hann alltaf var. Hann átti gott með að tjá sig og áhuginn á náminu var óþijótandi, sérstaklega voru náttúrufræðin og vísindin honum hugleikin. Fróð- leiksfýsnin var mikil og þörfín fyr- ir að læra og vita meira var alveg einstök. Öll smáatriði vom rædd og stundum vom ekki svör við þeim öllum. Hann hafði svo djúpan skilning á öllu hvort sem það varð- aði námið eða tilfinningar. Nú þeg- ar ég lít yfir minn kæra nemenda- hóp sé ég auðan stól við borðið hans og við sem eftir sitjum styrkj- um hvert annað til að yfirbuga þá sorg sem færð var yfir okkur. Við vitum að enginn kemur í hans stað en við eigum góða og fallega minn- ingu. Elsku Líney og Reynir, mikið þakka ég ykkur fyrir að hafa flutt hingað á Álftanesið og gefíð mér tækifæri til að kynnast heitt elskuðum syni ykkar. Samband okkar fjögurra var náið, hrein- skiptið og fölskvalaust. Allt okkar starf miðaðist að því að auðvelda honum framtíðina og vona ég að það nýtist nú á æðri stöðum. Eða eins og litli sonur minn sagði mér til huggunar: „Mamma mín, hann Þorleifur er órðinn engill með vængi og er hjá Guði.“ Hann er viss um að Þorleifur er í góðum höndum og fullkomnara starf er ekki hægt að hugsa sér en að vera hjá Guði og aðstoða hann. Yndislegum foreldrum Þorleifs votta ég mína dýpstu samúð og bið Drottinn að gefa þeim styrk og kraft í þessari miklu sorg. Kæri vinur, ég kveð þig með söknuði og læt þessar ljóðlínur fylgja með: Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál' með ljóssins ðndum. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Valgerður Júlíusdóttir. Á fögrum sólríkum morgni frétt- um við að hann Þorleifur væri dáinn. Dagurinn missti ljóma sinn og í skólanum okkar ríkti sorg. í litlu samfélagi er hver einstakling- ur svo dýrmætur ogjiú hafði einn af efnilegustu nemendum okkar horfið á braut svo skyndilega og óvænt. Foreldrum hans og öðrum að- standendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þau og styrkja í sorg þeirra. Við kveðjum þig, kæri Þorleifur, með þessum ljóðlínum: Og skín ei ijúfast ævi þeirri yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð liflr. Sem sjáifur Drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson) Kennarar og starfsfólk Álftanesskóla. Skólabróðir minn og vinur, Björg- vin Sigurðsson, er nú allur eftir langt og strangt veikindastríð. Þar er genginn góður drengur og mikill mannkostamaður. Fundum okkar bar fyrst saman í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann kom að norðan úr Skagafirði, ég að vestan af Snæ- fellsnesi. Við vorum því báðir sveita- menn, fundum að ég ætla af þeim sökum til nokkurs skyldieika, þar sem hin bekkjarsystkin okkar voru flest úr Reykjavík. Það kom því eins og af sjálfu sér að við gerðumst sessunautar í skólanum og hélst sú skipan öl! okkar menntaskólaár, fyrst í gagnfræðadeild og síðan í stærð- fræðadeild hans. Að loknu mennta- skólanámi innrituðumst við saman í lagadeild Háskóla íslands og iukum þaðan prófi árið 1946 báðir tveir. Á þessum árum voru samskipti okkar mjög náin, þánnig lásum við saman meira eða minna öll okkar menntaskólaár. Samastaður okkar við þá iðju var ævinlega á Fjólugötu 3, þar sem foreldrar hans, þau Sigur- björg Guðmundsdóttir og Sigurður Bjömsson frá Veðramóti, bjuggu. Þar var gott að dvelja, húsmóðirin ákveðin og stjómsöm í besta lagi, húsbóndinn höfðingi í sjón og reynd en jafnframt einkar hlýr maður og skemmtilegur. Er við félagarnir hófum mennta- skólanám var almennt uppi annað viðhorf til menntunar en nú er ríkj- andi. Landlæg var sú skoðun að brjóstvitið ómengað væri mönnum hollast til brautargengis í lífinu. Til að forðast meint spillingaráhrif menntunar var það í lög sett að að- eins 25 nýliðum var árlega hleypt inn um hið gullna hlið lærða Skólans í Reykjavík. Samt var talið illskárra að vera læs en ólæs þótt enn vefjist fyrir mörgum að ná svo langt á menntabrautinni skv. síðustu upplýs- ingum. í bekkjardeild okkar Björgvins vom saman komnir menn mjög ólíkr- ar gerðar, sumir all fyrirferðarmiklir og óstýrilátir, aðrir prúðir og stiltir vel, sumir bókhneigðir og námsfúsir en aðrir síður. í heild þótti kennumm og þá sérstaklega rektor skólans bekkurinn frekar slakur og erfiður viðureignar enda vom sum uppátæki hans vafasöm í mesta lagi. Þannig kærði meirihluti bekkjarins eitt sinn einn mikilhæfasta kennara sinn, guð- fræðing að mennt, fyrir guðlast, af þeim sökum einum saman að sá að- hylltist trúfrelsi. Varð af því mikið fjaðrafok, hávaðasamir foreldrafund- ir með meim. Flest eða öll bekkja- systkin okkar reyndust þó hið besta og nýtasta fólk er út í lífið kom. Að loknu háskólaprófi hófst Björg- vin fljótt til mannvirðinga og held ég að þar hafí mestu um ráðið, auk góðra gáfna, glæsileiki hans og traustvekjandi framkoma. Þannig varð hann sendiráðsritari í Lundún- um á ámnum 1946-1947. Þar lágu leiðir okkar enn saman en ég var þá við framhaldsnám í höfundarétti þar í borg. Við heimkomu Björgvins til íslands gerðist hann' fulltrúi hjá Vinnuveitendasambandi íslands og síðan framkvæmdastjóri þess árið 1951, og því starfi gegndi hann í 21 ár eða til ársins 1972, er hann hóf rekstur eigin lögmannsstofu. Þótti það mikil upphefð fyrir svo ungan mann að gerast forstjóri svo voldugs sambands sem Vinnuveit- endasambandið var og er. Þó hygg ég að upphefð sú hafí reynst honum tvíbent. Þessu starfi fylgdi ómennskt vinnuálag á stundum. Vinnudeilur voru þá mjög tíðar, eigi síður en nú, og það verklag í tísku við lausn þeirra að samningamönnum var háldið van- svefta sólarhringum saman í þeim tilgangi að knýja fram samninga. Var það nánast trúaratriði að ekki næðust samningar fyrr en menn væru nánast örvita af svefnleysi og þreytu. Var þetta háttarlag eigi óá- þekkt þeirri venju og skoðun manna hér áður fyrr að ekki fiskaðist nema menn færu matarlausir á sjó. Hygg ég að hið mikla álag sem starfí þessu fylgdi hafí er á leið, m.a. af ofan- greindum ástæðum, bitnað á heilsu og þreki vinar míns Björgvins. Við bættist að slík störf eru sjaldnast þökkuð sem skyldi og er hvimleitt við slíkt að búa þegar til lengdar lætur. Ef ég ætti í örfáum orðum að skilgreina helstu eðliskosti Björgvins myndi ég nefna hversu heilsteyptur og traustur hann vár og ekki síður hversu þekkiiegur hann var í allri framkomu. Eitt er það sem ég að lokum vil ekki láta hjá líða að minnast á en það er kvonfang þessa félaga míns. Ungur kvæntist hann Steinunni Vil- hjálmsdóttur frá Eiríksstöðum á Jök- uldal, fágætri konu að allri gerð. Hún var glaðvær og skemmtileg og yfir henni hvíldi sérstök heiðríkja sem erfitt er að skilgreina. Hún lést á besta aldri en meðan hennar naut við lagði hún sig fram um að við- halda sambandi okkar Björgvins og konu minnar, en það er eðlilegur lífs- ins gangur að menn sem takast á við ólík verkefni fjarlægist er á ævina líður þótt óaðskiljanlegir hafi verið í æsku. Blessuð veri minning þessara heið- urshjóna. Sigurður Reynir Pétursson. Þegar einn af þessum björtu og heiðskíru dögum var liðinn að kvöldi, þá kom kallið og Björgvin Sigurðsson átti sín ævilok. Hann hafði þá lifað fram á sjö- tugasta og fimmta aldursár, og var fregnin um lát hans nokkuð óvænt, því hans nánustu höfðu verið hjá honum skömmu áður, og þó hann væri lasinn, benti ekkert sérstak- lega til þess sem í vændum var. Björgvin var maður búinn kost- um og göllum sem hver annar, en sterkur persónuleiki og áhrifamik- ill. Hann var myndarlegur, bar sig vel, virðulegur og fágaður, og bjó yfir mikilli orku og andlegu at- gervi. Þar fór saman einstök greind og góður tjáningarmáti. Hann var víðsýnn maður með góða skipulags- og stjórnunarhæfileika, eins og öll hans störf báru vott um. Sú hlið er sneri að okkur sem næst honum stóðu, var faðirinn sem bar gæfu til að vera samstíga syni sínum og dóttur í gagnkvæmri ást og virðingu, tengdafaðirinn sem ávann sér vináttu og hlýju, og af- inn, já afínn svo ástsæll meðal sinna - barnabarna og átti hug þeirra og hjörtu. Söknuðurinn er mikill, en mildast af þeirri góðu minningu, sem fjöl- skylda hans geymir um ókomna tíð. Öll biðjum við honum blessunar og fararheilla, en á móti honum taka eiginkonan, skyldmennin og vinirnir sem á undan eru gengnir. Þeim sem önnuðust hann í Skjóli síðustu árin og öllum öðrum sem sýndu honum alúð og umhyggju, kunnum við bestu þakkir. Þótt kveðjan sé stutt er vináttan löng, og ég veit að er við hittumst aftur, þá horfa á mig þessi skíru grábláu augu, oft glettin, og ég heyri þig segja sem fyrrum: „Komdu sæll vinur.“ Þangað til það gerist: „Vertu sæll vinur.“ Tengdasonur. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins I Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.