Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 2

Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Slysabætur endur- spegla mismun á launum kynjanna ÚTREIKNINGUR skaðabóta vegna líkamstjóns miðast, <að sögn Ingvars Sveinbjörnssonar lögfræðings hjá Vátryggingafélagi Isiands, við þær tekjur sem búast má við að viðkomandi hefði haft. Sé viðkomandi í föstu starfi er reiknað út frá launum viðkomandi eða höfð hliðsjón af launum annarra i sama starfi en sé um að ræða ungt fólk sem ekki hafi valið sér ævistarf er miðað við meðallaun sem ætla mætti að viðkom- andi hefði aflað. Sé um karl að ræða er miðað við meðallaun karla en ella meðallaun kvenna. Að sögn Ingvar Sveinbjörnsonar hafa útreikning- ar í slíkum dæmum leitt til þeirrar niðurstöðu að meðallaun kvenna séu um 70% af meðallaunum karla. Með gildistöku nýrra skaðabótalaga sl. sumar var þessari reikningsaðferð hins vegar breytt þannig að þurrkað- ur var út munur á kynferði. Við uppgjör slysa sem orðið hafa eftir gildistöku laganna mun þvi ekki gæta þess munar eftir kynferði ungra fórnarlamba alvarlegra slysa sem gætt hefur fram af þessu. Ingvar Sigurbjömsson sagði að við útreikning á tjóni þess sem verður fyrir slysi sé miðað við laun viðkom- andi, hafi hann haslað sér völl í ævistarfi og þá jafnframt litið til Kristján Jóhannsson óperusöngvari Samkomulag við Ríkis- óperuna í Vín KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari hefur gert samkomulag um að syngja við Ríkisóperuna í Vín, minnst einu sinni á ári til ársins 2002. Kristján telur þetta samkomulag mikla viðurkenningu fyrir sig sem söngvara, enda Vín- aróperan ein hin virtasta í heimin- um. Kristján sagði í samtali við Morg- unblaðið að samkomulagið væri vilja- yfirlýsing af beggja hálfu um að hann tæki þátt í sýningum í Vín næstu átta ár, en sérstaklega yrði samið um hverja uppfærslu. Þessa dagana er verið að leggja á ráðin um verkefnaval og er rætt um að Kristján syngi dramatísk tenórhlut- verk í ítölskum óperum eftir höfunda á borð við Verdi og Puccini. „I þessu felst að þeir eru að byggja upp fram- tíðartenór á þessu sviði. Staðreyndin er sú að ég er 15 til 20 árum yngri en þær stórstjömur sem nú eru að syngja þessar óperur við Vínaróper- una. Mönnum er ljóst að það þarf að fara að breyta til,“ sagði Kristján. Samkomulaginu fylgir þátttaka í fleiri frumsýningum og almennum sýningum en hingað til. Kristján seg- ir að við Vínarópemna sé mikið mannval og miklar kröfur gerðar. Kristján á að baki fjóra samninga við Vínaróperuna og tók nýlega í fyrsta skipti þátt í frumsýningu og tilheyrandi æfingum. Hann syngur nú í Manon Lescaut eftir Puccini og telur að frammistaða sín í þeirri uppfærslu hafi ráðið úrslitum um samkomulagið sem fyrr um ræðir. „Þeir voru að reyna í mér þolrifín og ég held að frammistaðan mín hafi rekið á þetta smiðshöggið. Við- tökur hafa verið geysilega góðar,“ sagði Kristján Jóhannson. meðallauna viðkomandi stéttar. Fyrir þessu sé löng dómvenja og hafi þess- ar aðferðir verið margstaðfestar af dómstólum. Þar á meðal hafi verið staðfestur útreikningur sem taki mið af því að meðallaun kvenna séu um það bil 70% af meðallaunum karla. „Þetta hlutfall hefur farið hækkandi á undanfömum árum og vonandi þurrkast munurinn út sem fyrst,“ sagði Ingvar. „Þessi dómvenja styðst við þau rök að sá sem ábyrgð ber á slysi eigi að bæta það tjón sem hann veldur." Ingvar sagði að samkvæmt nýju skaðabótalögunum væri ailur kynja- munur þurrkaður út þannig að ungl- ingar fengju sömu bætur án tillits til kynferðis og bætur vegna alvar- legri slysa hefðu verið stórlega hækkaðar. Þessi breyting hefði m.a. verið gerð vegna gagnrýni á þann mun sem verið hefði á bótafjárhæð eftir kynferði en sá munur hefði eins og fyrr sagði miðast við útreikning út frá raunverulegum tekjum við- komandi hópa í þjóðfélaginu. Morgunblaðið/Arnór INGVAR Jónsson við spilaborðið. Andstæðingurinn er gamla kempan Hjaiti Elíasson, en hann leiddi sveit sina í úrslitakeppn- ina með ævintýralegum lokaspretti. Ekkert kynslóöabil í bridsíþróttinni INGVAR Jónsson heitir hann og er aðeins 13 ára. Hann var meðal þátttakenda í undan- keppni Islandsmótsins i brids sem fram fór á Hótel Loftleið- um um helgina. „Þetta er ekkert erfitt og búið að vera gaman. Ég er búinn að fá 2 gullstig, held ég. Ég spila mikið - mest við Birki bróður, en stundum við Kristján Blöndal. Við Kristján unnum innanfélagsmót á Króknum í vetur og svo urðum við þriðju á Norðurlandsmótinu," sagði hinn ungi spilari þegar hann var spurður um þátttökuna. Ingvar er sonur Jóns Sigur- björnssonar, en Jón og kona hans, Björk Jónsdóttir, áttu fjóra syni sem tóku þátt í undan- keppninni. „Við spilum einu sinni í viku hjá bridsfélaginu en svo spilum við líka í Fljótunum. Svo er spil- að heima. Stundum er sveita- keppni og þá eru Jón Kort afi og Guðlaug amma líka með en þau spila ekki hjá bridsfélag- inu,“ sagði Ingvar Jónsson í ör- stuttu spjalli í mótslok. Sjá umfjöllun um undan- keppni íslandsmótsins á bls. 35. Fundu 220 grömm af kókaíni FÍKNIEFNALÖGREGLAN lagði hald á 220 grömm af kókaíni hjá þremur mönnum sem handteknir voru um helgina og er talið að einn þeirra hafi flutt efnið inn til landsins frá Mið-Ameríku í byijun mánaðarins. Mennirnir sem eru 26-32 ára gamlir, voru handteknir um helgina, einn er talinn hafa flutt efnið inn til landsins um Keflavíkurflugvöll þegar hann kom til landsins frá Mið-Amer- íku í byijun mánaðarins og hinir eru taldir hafa átt þátt í að dreifa efninu innanlands. Ekki lá fyrir í gær sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hve mikið kókaín mennirnir hefðu flutt inn til landsins eða hve stórum hluta þess hefði verið dreift hér áður en þeir voru handteknir. Þetta er fjórða stærsta kókaínmál sem komið hefur upp hérlendis. Ein- ungis einn þremenninganna hefur áður komið við sögu fíkniefnamála. ---------♦ »--♦-- Reykjanes- braut lokuð SLÆMT veður var og léleg færð á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Mikii ofankoma var með skaf- renningi og blindu. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var vitað um nokkra tugi bíla sem ýmist höfðu verið skildir eftir utan vegar eða voru fastir á veginum þegar líða tók á kvöldið. Ekki var búist við að brautin yrði rudd fyrr en veður gengi niður. Mest ankning krabbameins á íslandi vegna fólksfjölgunar Krabbaineiiistilfellum fjölg- ar um 76% til ársins 2010 Ekki tekið tillit tii forvamarstarfs í nýrri norrænni skýrlsu Krabbameinstilfellum mun fjölga hér á landi úr 800 á ári nú í 1.400 árið 2010 eða um 76%. Tilfellum á Norðurlöndunum fjölgar úr um 90 þúsund í um 125 þúsund á sama tíma eða um 37%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Norræna framkvæmdanefndin gegn krabbameini hefur látið gera um tíðni krabbameins fram til ársins 2010. Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, segir að spá þessi sé líklega of svartsýn, því í henni er ekki gert ráð fyrir forvarnar- starfi sem þjóðimar vinna. Þessi mikla aukning á íslandi er að hluta skýrð með mikilli fólks- fjölgun hér á landi, en ísland er yngst Norðurlandanna og þjóðimar séu að eldast. Annað atriði sem hefur áhrif á fjölgun tilfellanna er aukning áhættu eða nýgengi sjúk- dómsins sem segir hve mörg til- felli greinast árlega á hvetja 100 þúsund íbúa, miðað við óbreytt ástand. Hér á landi er búist við að aukn- ing verði á öllum krabbameinum nema á magakrabbameini. Skýrslan byggir á skráningu krabbameinstilfella á íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi síðastliðin 40 ár. Laufey segir að slíkar skrár séu hvergi til í heiminum nema á Norðurlöndun- um, hjá krabbameinsskrám land- anna. Skýrslan vekur ugg Guðmundur Ámi Stefánsson, heilbrigðisráðherra, segir að skýrsl- an veki ugg en ekki megi gleyma því að mun fleiri sem fá krabba- mein nú læknist. Jón Þorgils Hallgrímsson, læknir og formaður Krabbameinsfélags íslands, segir að á árunum 1956-60 hafi um 20% þeirra sem greindust með krabbamein lifað lengur en fimm ár. Á árunum 1976-80 hafi hlutfallið hins vegar verið komið upp í 40%. Þessar tölur sýni að meðferð krabbameinssjúkra hafi batnað og auk þess greinist krabba- mein fyrr _en áður. Sjá: „íslenskir karlmenn...“ bls. 20 Námskynning í skólum Ahugi & nýjum námsgreinum 18 Viðskipti/'Atvinnulíf Hagnaður Olís 92 milljónir 22 Jafnaðarmenn i Neðra-Sax- landi Fokkamir styrkja stöðu sína 27 Guðlaugssund 10 ára Árlegt sund nemenda Stýrimanna- skólans 54 Leiðari_______________________ Ný forysta í borgarstjóm 28 jOjgrauiiblaftib ^ OdklCBt Helgl Skjurðsson undlr smá- sjánni hjá Stuttgart og Dresdcn SvamjrísJfltuswti Iþróttir ► Þýsk lið sýna Helga Sig- urðssyni knattspyrnumanni áhuga. - Kristinn og Ásta á verðlaunapall í Svíþjóð. - Svan- ur sjötti í Lillehammer. Interrail kort í járnbrautarlestir Munu verða áfram til sölu hér á landi LESTARKORTIN Interrail verða seld á íslandi eftir 1. apríl sem áður. Til greina kom að meina sölu þeirra hérlendis eftir þann tíma vegna samræmingar sölureglna milli ESB-landanna. Greint var frá því í Morgunblaðinu um miðjan febrúar að Ferðaskrif- stofu stúdenta hefði borist bréf frá dönsku ríkisjámbrautunum þar sem greint var frá því að sala Interrail korta yrði hugsanlega ekki leyfð á íslandi eftir 1. apríl. Var skýrt frá því að söluaðili yrði annaðhvort að vera hluti af Interrail jámbrautakerf- inu eða í eigu jámbrautafélags sem væri hluti af því. Inga Engilberts rekstrarstjóri ferðaskrifstofunnar segir að sú niðurstaða að skrifstofan mætti selja kortin hafi fengist fyrir skömmu. „Ég veit ekki hvernig þetta var leyst nákvæmlega en ég býst við að það hafi verið látið gott heita að skrifstofan skuli vera hluti af um- boðsmannaneti dönsku ríkisjám- brautanna," segir Inga. \ W- §3 j|! M í Wmml Nvjiir vjii'ur á útsöMeröi :B«P. eins jicssa ijora daga KRfNGWN W gatan min Kringlukast Með blaðinu í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Kringlunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.