Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
17
harðri baráttu við Framsóknar-
flokkinn um fylgi bænda og hafa
flokkarnir af kappi stundað yfirboð
á tilboðum hins með þeim afleiðing-
um að sóun og ofstjóm eru einu
orðin sem hægt er að nota tl að
lýsa landbúnaðarkerfinu.
Uppákomur Egils Jónssonar em
auðvitað ekkert annað en nýjasti
kaflinn í þessari dapurlegu landbún-
aðarsögu Sjálfstæðisflokksins.
Fortíð og framtíð
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldr-
' ei verið hinn frelsandi engill Atþýðu-
flokksins. Undir lok sjötta áratug-
arins gerði Alþýðuflokkurinn upp
við haftakerfið og krafðist í leiðinni
hagræðingar í landbúnaði. Hér
fýlgdi hann svipaðri þróun og sam-
bærilegir flokkar i Evrópu. A sama
tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn
keppst við að ná meiri fullkomnun
í ríkisstýrðum landbúnaði en sjálfur
Framsóknaflokkurinn. Yfír þessa
óþægilegu staðreynd vill Björn
Bjarnason skauta og tala þess í
stað um 1934. Heldur varð honum
þó hálft á því svellinu.
Deilurnar um landbúnaðarmálin
eiga sér sögulegar rætur sem ekki
er hægt að horfa fram hjá. í við-
reisnarstjórninni 1959-1971 var
hart deilt um landbúnaðarmál, þó
aldrei syði uppúr á sama hátt og
síðustu misserin. Framtíðin skiptir
þó meira máli en fortíðin. Hér skipt-
ir öllu að ná sátt um framkvæmd
GATT-samningsins. Ekki byrjaði
það gæfulega með upphlaupi Egils
Jónssonar. Vonandi verður framtíð
þessa máls átakaminni. GATT er
lykillinn að nýrri sátt um landbún-
aðarstefnuna hér á landi.
Höfundur er aðstoðarmaður
umh verfisráðherra.
Norðurlandanna
• yfirlit yfir fjárfestingaráætlanir
sem unnið er að bæði á norrænum
og innlendum vettvangi
• áherslu á vinnu við að koma í
framkvæmd samvinnu starfsfólks
innan fyrirtækja sem starfa í fleiri
löndum
• tillögur um hvernig hægt er að
tryggja norræna samvinnulíkanið á
vinnumarkaðssviðinu
• tillögur um hvernig Norðurlönd-
in geta viðhaldið hæfu og vel
menntuðu vinnuafli
• tillögur um hvernig Norðurlönd-
in geta tryggt og aukið jafnrétti
karla og kvenna á vinnumarkaði
• tillögur um sameiginlega staðla
á sviði umhverfis- og vinnuum-
hverfismála, þannig að Norðurlönd-
in keppi á grundvelli strangari
krafna um vörur, gæði, nýjungar
og þróun, en ekki á grundvelli launa
og vinnuskilyrða
• tillögur um aukna áherslu á
fjárfestingar bæði í samgöngu- og
samskiptakerfum og í félagslega
geiranum
• tillögur um sameiginlegar um-
hverfisfjárfestingar.
Höfundur er
framhaldsskólakennari.
SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97
Sviptur réttindum fyrir
átta umferðarlagabrot
NÍTJÁN ára piltur var í fyrradag dæmdur til að greiða tíu þúsund
króna sekt og þola ökuleyfissviptingu í þrjá mánuði fyrir átta
smærri umferðarlagabrot, sem voru framin á tímabilinu frá ágúst
1992 til september 1993.
Maðurinn braut af sér með því
að aka fjórurn sinnum of hratt og
fara þrisvar yfir á rauðu ljósi, fyrir
að bijóta beygjubann og aka þrátt
fyrir að hafa verið sviptur ökurétt-
indum.
Hvert um sig hefðu brotin að
jafnaði varðað lágri fjársekt en þar
sem lögreglan hefur undanfarin
misseri haldið ökuferilsskrá þar sem
safnað er upplýsingum um ökuferil
einstaklinga var gefin út ákæra
gegn piltinum og þess krafist að
Silfurhúðun ^
25% afmælisa^filrtur
í tilefni 25 ára afmæli^fi|ljf@r"bjóðum við 25%
afslátt af allri silfmftóðiih, t.d. á könnum, kerta-
stjökum og ská&W*'
Nýttu þ^j^%pWinn. Tilboðið gildir til 10. mars.
^S^rhúðun, Opið:
Framnesvegi 5, Virka daga
sími 19775. frá kl. 4-6 e.h.
hann yrði sviptur ökuréttindum
tímabundið vegna tíðra brota. Við
þeirri kröfu varð Héraðsdómur svo
sem fyrr greinir.
Fleiri ökumenn eru í svipuðum
sporum og pilturinn og hafa margít-
rekað gerst sekir um ýmis minni
umferðarlagabrot. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins hyggst
lögreglan fara sömu leið með mál
þeirra og bjóða þeim jafnvel sáttir
sem fela í sér sviptingu ökuréttinda
um tíma.
Fylgstu mef) á þribjudögum!
Á þriðjudögum er gefið út sérstakt íþróttablab þar sem fjallað er um allt það helsta sem
gerst hefur í íþróttaheiminum innanlands og utan. Úrslit eru birt úr fjölmörgum greinum
íþrótta, t.d. öllum deildum í knattspymu, hand- og körfuknattleik, einnig eru fréttir af
golfi, júdó, blaki, karate, frjálsum íþróttum og kappakstri svo eitthvað sé nefnt. Viðtöl eru
tekin við íþróttafólk, umsagnir um leiki og lífleg umfjöllun um allt sem tengist íþróttum.
PltrgnmWaliilí
- kjarni málsins!