Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 19 Til vamar hf. Eim- skipafélagi Islands eftir Vilhjálm Bjarnason Dekurdís Morgunblaðsins, Agn- es Bragadóttir, birtir eina afurð af rannsóknarblaðamennsku sinni í Morgunblaðinu þann 12. mars. Þar er íjallað um hf. Eimskipafé- lag íslands. Uppistaðan í greininni er skætingur, útúrsnúningur og ályktanir af því dregnar. Stærsta ályktun dekurdísarinn- ar er sú að 11,5% af hlutafé hf. Eimskipafélags íslands hafi tapast á sl. þremur árum. Nú er það svo að rekstur Eim- skips hefur gengið þokkalega þau ár, sem um er rætt, í tvö ár var hagnaður tæpar 400 milljónir hvort ár en eitt árið var 40 millj- óna tap. Bókfært eigið fé félagsins hefur því vaxið um 800 milljónir á þeim tíma sem um er rætt. Því er vandséð hvernig þessi 11,5% af hlutafé hafa tapast. Útgreiddur arður af hlutabréfum í Eimskip er um 400 milljónir króna. Ekki er ljóst hvort arðgreiðslur eru teknar með í útreikninga dekurdís- arinnar. Þá hafa einnig myndast duldir varasjóðir í skipum félags- ins, varasjóðir sem leysast upp ef og þegar skip verða seld. Sá vara- sjóður nemur nú um 1.500 milljón- um króna. Það er hins vegar rétt, að verð á hlutabréfum í Eimskip hefur lækkað lítillega á þeim tíma, sem rannsókn dekurdísarinnar nær til. Þeir einir hafa tapað, sem hafa selt sín hlutabréf og innleyst tapið. Annar kafli greinarinnar fjallar um viðmiðun við ávöxtun íslenekra ríkisskuldabréfa. Þau skiluðu 6,7 - 8,2% ávöxtun á árunum 1991 - 1993 samanborið við „4% nei- kvæða ársávöxtun" hlutabréfa í Eimskip þrátt fyrir hagnað á tíma- bilinu. Þessi þriggja ára „neikvæða ávöxtun" á Eimskipafélagsbréfum gæti náð því að verða jákvæð með tveggja daga verðsveiflu. Þessi samanburður segir aðeins eitt: Allir fermingarmynda tökutímar eru að verða upppantaðir í öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækkaðar í 13 x 18 cm tilbúnar til að gefa þær, að auki 2 stækkanir 20x25cmog einstækkun 30 x 40 cm í ramma Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Ljósmyndast. Barna og fj.myndir sími: 677 644 Ljósmyndastofa Kópavogs ^ sími: 4 30 20 3 Odýrastir Rekstur ríkissjóðs íslands hlýt- ur að hafa verið svona mikið hag,- stæðari en rekstur Eimskips á þessu tímabili. Nú veit dekurdísin það jafnvel og höfundur þessarar greinar, að á því tímabili, sem um er rætt, var verulegur hallarekstur á ríkis- sjóði. Fjármálaráðherrar geta ákveðið þá vaxtaprósentu, sem þeim sýnist á sín skuldabréf. Þeir hafa ekki áhyggjur af endur- greiðslu spariskírteinanna. Það fellur í hlut eftirmanna þeirra að greiða skuldirnar. Það er athyglis- vert að lesa það í Morgunblaðinu, málsvara einkaframtaks á íslandi, að best rekna fyrirtæki landsins sé svo aumt að það geti ekki einu sinni keppt við ríkisskuldabréf. Hver er meinsemdin? Er afkoma atvinnulífsins svona slæm eða eru vextir á ríkisskulda- bréfum úr takt við það sem er að gerast í landinu? Afkoma atvinnu- lífsins er vissulega ekki góð en ávöxtun á spariskírteinum er út í bláinn. í raun getur aðeins eitur- lyfjasala keppt við vaxtaákvarðan- ir fjármálaráðherra. Grein dekurdísarinnar er einn samfelldur áróður til sparifjáreig- enda um að notfæra sér þann sós- íalíska valkost að kaupa spariskír- teini ríkissjóðs. Mér er spurn: Á þessi þjóð að lifa af spariskírtein- um á komandi árum. Mér er ekki kunnugt um að það sé nokkur verðmætasköpun að baki þeirri ávöxtun sem fjármálaráðherrar bjóða þegnum sínum. Miklu heldur er um sóun að ræða, það er verið að gera útlendinga ríka. Hluti af grein dekurdísarinnar fjallar um hlutabréfakaup Eim- skips/Burðaráss hf. Nú er það svo, að hiutabréf hafa til skamms tíma verið óæðra sparifé í þessu landi. Er það á annan veg en í þeim löndum, sem hafa byggt upp mesta hagsæld fyrir þegna sína. Eimskip/Burðarás hf., Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Líf- eyrissjóður verslunarmanna hafa sýnt lofsvert frumkvæði við að byggja upp hlutabréfamarkað hér á landi. Frumkvæði þeirra hefur fært sparifjáreigendum þá trú, að hlutabréfaeign sé sparifé en ekki safngripur. Það að verð á hluta- bréfum hefur lækkað á undanförn- um árum ætti að vera Morgun- blaðinu, málsvara einkaframtaks, áhyggjuefni á allt öðrum forsend- um en dekurdísin skrifar. Þær for- sendur eru fyrst og fremst slæm afkoma atvinnulífs á liðnum árum. Ekki er fjallað um það í grein dekurdísarinnar. Stærstur hluti af hlutabréfaeign Eimskips/Burðaráss hf. er í Flug- leiðum hf. Afkoma Flugleiða hf. er vissulega óviðunandi fyrir hlut- hafana. Afkoman er þó ekki verri en svo, að 5 prósentustiga betri nýting á flugvélum og hótelum félagsins leiðir til ásættanlegrar afkomu og góðrar afkomu miðað við það sem gerist í flugheiminum í dag. Við slíka breytingu eru for- Vilhjálmur Bjarnason „Það að verð á hlutabréf- um hefur lækkað á und- anf örnum árum ætti að vera Morgunblaðinu, mál- svara einkaframtaks, áhyggjuefni á allt öðrum forsendum en dekurdísin skrifar. Þær forsendur eru fyrst og fremst slæm afkoma atvinnulífs á liðn- um árum.“ sendur fyrir því að gengi hluta- bréfa í Flugleiðum hf. gæti tvö- faldast til þrefaldast. Það er huggun fyrir smærri hluthafa í Flugleiðum hf. að einn stór hluthafi skuli eiga svo mikla hagsmuni í félaginu, því þeir vita þá að hinn stóri mun gæta hags- muna þeirra í þeirri baráttu, sem fram fer til að bæta afkomu Flug- leiða hf. Eitt er víst að skætingur bætir ekki afkomuna. En það er þó athyglisvert við hlutabréfamarkaðinn, að þau sjáv- arútvegsfyrirtæki, sem þar eru skráð, hafa náð athyglisverðum árangri í þeim aflasamdrætti sem nú gengur yfír. Það gefur hluthöf- um þeirra von ef fiskur veiðist þá á annað borð við ísland. En ef fisk- ur veiðist ekki, þá veit ég ekki á hvern hátt spariskírteini og hús- bréf verða endurgreidd, þrátt 'fyrir „góða ávöxtun" slíkra þréfa. Stjórn og forstjóri hf. Eimskipa- félags íslands eru ekki hafnir yfir gagnrýni. Ég vil til dæmis nefna hér, að ég tel að arðgreiðslur fé- lagsins miðað við eigið fé séu of lágar. Heimildir til útgáfu jöfnun- arhlutabréfa á að nýta betur. Þá tel ég einnig að fyrirkomulag við stjórnarkjör í Eimskip og Flug- leiðum hf. sé ekki veijandi. Á ég við það fyrirkomulag að kjósa helming stjórnar annað hvort ár ■ og þá til tveggja ára. Að sjálf- sögðu á afl atkvæða að ráða á hveiju ári. Það má vel vera að niðurstaðan verði sú sama. Ég vil eindregið hvetja Morgun- blaðið til að hefja baráttu fyrir því, að sparnaðarform sem leiða af sér aukna hagsæld fyrir íbúa landsins, sparnaðarform sem treysta atvinnulíf, búi við sömu skilyrði og sósíalísk sparnaðar- form fjármálaráðherra. Ég vil benda á greinar mínar um skatt- lagningu hlutabréfa og hluthafa- stefnu í tímaritinu Vísbendingu. Efni annarrar greinarinnar, um skattlagninguna, var endurprent- að í Staksteinum en hinnar var að engu getið í Morgunblaðinu. Þau sjónarmið, sem fram komu í greinum þessum, tel ég að séu í samræmi við þann málstað, sem Morgunblaðið hefur hingað til tal- ið sig standa vörð um. Höfundur er viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari. Heimsending á fs Keyptu 15" pizzuog fáðu frían llftra af sukkulaði eða vanillu rjdmafs Dominos Pizza kynnir nýjung á fslandi SENDUM FRITT UM ALLA, REYKJAVIK SÍMI 8*12 345 :■ t i 1^:1:1)1111; '■■■: 1 II I ': HÓNNUN: PREf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.