Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 21

Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 21 Greind tilfelli allra tegunda krabbameins í körlum frá 1958 og spá um fjölda þeirra til 2012, á hverja 100.000 íbúa á ári. - 350 Tölurnar eru leiðréttar með tilliti til ólíkrar ■■■■!■-...-i----------1---------\---------1---------\---------1---------1---------1—........1.........i-150 58-62 63-67 68-72 73-77 78-82 83-87 88-92 93-97 98-02 03-07 08-12 upplýsingar fyrir þá sem bera ábyrgð á þróun og mótun heil- brigðiskerfisins,“ segir Snorri. Nið- urstöðurnar sýni svo hvernig við stöndum í samanburði við önnur lönd og þannig geti íslendingar til dæmis litið til þeirra landa sem standa sig best og sjá hvað er öðruvísi þar. Snorri segir að við þurfum að skoða það sem Finnar geri rétt í sínu heilbrigðiskerfi. Hann segir að íslendingar vinni mikið starf í for- vörnum, það dugi ekki til því samt sem áður aukist tíðni krabbameins hér á landi. „Við verðum að reyna að snúa þessari þróun við,“ segir hann. Finnar vinna gott starf í að skipu- leggja sín heilbrigðismál, segir Snorri, og þeir taki ákvarðanir á grunni staðreynda og rannsókna. Eins nákvæm spá og hægt er að gera Hann segir að spáhluti skýrsl- unnar sé eins nákvæmur og hægt sé að gera í heiminum í dag. Á Norðuriöndunum séu til vandaðar þjóðskrár og þar hafi þau mikla sérstöðu miðað við aðrar þjóðir. Einnig séu til mjög ítarlegar upplýs- ingar um krabbamein á Norður- löndunum sem krabbameinsskrár landanna hafa safnað og vel mennt- að fólk til að vinna úr þessum upp- lýsingum. í raun sé þessi skýrslu- gerð verk sem aðrar þjóðir séu hreinlega ekki færar um að vinna en geti jafnframt haft gagn af. Nú sé verið að kortleggja ástandið í þessum málum og athuga hver þró- unin verði í framtíðinni. Önnur skýrslan kemur út í haust og eru þar gefnar tölur um algengi krabbameins, eða hversu margir ei-u á ljfí með sjúkdóminn, þ.e. læknað- ir. í þeirri skýrslu koma fram upplýs- ingar um dauðsföll af völdum krabbameins síðastliðin 40 ár og spá um þróunina fram til ársins 2010. Þriðja skýrslan fjallar um mis- munandi leitarstarf sem unnið er í löndunum, til dæmis í ristli, bijóst- um og leghálsi kvenna. Sú skýrsla veki enn sem komið er upp fleiri spurningar en hún svari og sé hvatning til frekari rannsókna. Í fjórðu skýrslunni verður borið saman hvernig tekist hefur að lækna krabbamein á Norðurlöndun- um og hvar ástandið sé best i þeim efnum og í fimmtu skýrslunni verð- ur fjallað um tillögur að efldu for- varnastafi, bættri meðferð sjúk- dómsins, bættu leitarstarfi og hvernig hægt sé að hlúa_ betur að þeim sem ekki læknast. í henni er að finna bein tilmæli til þeirra sem vinna að mótun heilbrigðismála. Á undanförnum árum hafa þeir sem ekki læknast af sjúkdómnum lifað lengur en áður þekktist og segir Snorri að þetta fólk og að- standendur þeirra þurfi að fá úr- lausn og aðstoð heilbrigðiskerfis- ins. Breyttar áherslur í samstarfi Norðurlanda Hann segir að breyttar áherslur í norrænu samstarfi hafi haft áhrif á verkefnið, því með auknum áhuga á Evrópusamstarfi hafi Norðurlönd- in ákveðið að auka samskipti sín á milli á menningarsviðinu og því hafi fjárveitingar til þessa verkefnis verið lækkaðar um helming í fyrra. „Loks þegar Norðurlandaþjóðirn- ar sjá fram á að geta borið sig saman innbyrðis og bent á leiðir til framfara þá verða engir peningar eftir,“ segir Snorri. Hann segir að fján'eitingin dugi til þess að klára skýrslugerðina en síðan séu engir peningar til að fylgja þeim eftir. „Þegar búið er að skila af sér skýrsl- unum þá strandar á framkvæmd- inni,“ segir hann. Niðurgreiðslur á raforku til húshitunar auknar 10.000 heimili fá 5.400 kr.áári RÁÐHERRA hefur ákveðið að auka niðurgreiðslur á raforku til hitun- ar íbúðarhúsnæðis frá og með 1. mars um 15% eða 4.200 krónur á meðalíbúð á ári. Niðurgreiðslur til meðalnotanda hækka úr 33.600 krónum í 37.800 krónur á ári. Aðgerðirnar munu kosta ríkissjóð um 50 milljónir á ári, en alls verður 397 milljónum króna varið í ár til niðurgreiðslna á raforku til húshitunar. Jafnframt hefur stjórn Lands- virkjunar ákveðið að auka afslátt á raforku til þessara nota um 1.200 krónur miðað við heilt ár. Samanlagt jafngilda aðgerðirnar 5,6% lækk- un til notenda eða að jafnaði um 5.400 krónum í auknum niðurgreiðsl- um á ári. Niðurgreiðslur á raforku til hit- unar á sveitabýlum og niðurgreiðslur til Orkubús Vestfjarða og rafkyntra hitaveita muna hækka til samræmis. Alls munu aðgerðirnar koma um 10 þúsund heimilum í landinu til góða. Á blaðamannafundi sem Sig- hvatur Björgvinsson iðnaðarráðherra hélt til að kynna hinar auknu niður- greiðslur kom fram að eftir þessar aðgerðir væri raforka til húshitunar komin niður í sama verð og gilti í desember 1992, áður en virðisauka- skattur lagðist á orkuverðið og fyrir 3% hækkun á raforku frá Landvirkj- un um sl. áramót, sem leiddi til 1,7% almennrar hækkunar. Meðalkostnaður við rafhitun íbúð- arhúsnæðis er um 150 þúsund krón- ur á ári en eftir þessar aðgerðir er hlutur meðalgjaldanda á þeim svæð- um kominn undir níutíu þúsund krón- ur. Auk afsláttar Landsvirkjunar og niðurgreiðslu ríkissjóðs er vsk. af raforku til húshitunar endurgreiddur að svo miklu leyti sem hann fer umfram viðmiðun sem miðast við greiddan vsk. á svæði Hitaveitu Reykjavíkur. Fram kom í máli ráð- herra að á síðasta ári var kynding íbúðarhúsnæðis með raforku, fyrir þær aðgerðir sem nú taka gildi, 2,14 sinnum dýrari en sambærileg notkun orku frá Hitaveitu Reykjavíkur og hefur það hlutfall farið stiglækkandi á kjörtímabilinu, en það var 2,4 árið 1990. ÞJONUSTU- Við tökum við ábendingum og tillögum sem varða þjónustu SVR í símsvara 814626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf Mazda 323 4 dyra á 1.098.000.- kr.* *staðgr. nieð ryðvöm og skráningu. Ámm saman hefur MAZDA staðið sig frábærlega í evrópskum könnunum á bilanatíðni og rekstrarkostnaði fólks- bifreiða en kostir MAZDA koma einnig fram í aksturseiginleikum og þægindum. Hagstætt kaupverð MAZDA kemur sér vel nú. Lág bilanatíðni og lítill rekstrar- kostnaður nýtist þér til frambúðar. Hafðu samband við sölu- og umboðs- menn okkar sem veita þér allar nánari upplýsingar. óbilandi traust S0LUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. (safjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaöir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaöir bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöföa 5, sími 91-674949.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.