Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 26

Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 ÞRIÐJA ARAS IRA A HEATHROW-FLUGVOLL írski lýðveldisherinn (IRA) gerði á sunnudag þriðju sprengjuárásina á Heathrow- flugvöllinn í London á innan viö viku. Engin sprengjanna sprakk. ) Excelsior- hóteliö Midvikudaginn 9. mars klukkan 18:05. IRA skýtur fjórum sprengjum að nyrðri flugbrautinni frá bílastæði hótelsins. Stór-London Heathrow- flugvöllur Þriðja sprengjuárás írska lýðveldishersins á Heathrow-flugvelli á tæpri viku Flugumferð í samt lag á ný Flugleiðaþota tafðist vegna lokunar vallarins Lundúnum. Reuter. FLUGUMFERÐ um Lundúnaflugvellina Heathrow og Gatwick komst í samt lag í gærmorgun en báðum völlum var lokað í hálfa þriðju klukkustund í fyrrakvöld vegna sprengjuárása írska lýðveld- ishersins, IRA. Þota Flugleiða var meðal flugvéla sem varð að lenda annars staðar af þessum sökum. Forsætisráðherra bresku og írsku ríkisstjórnanna gagnrýndu IRA harðlega í gær og sögðu aðgerðir þeirra einungis tefja fyrir því að friður komist á í Norður-írlandi. Sömuleiðis var óskum um viðræður við stjórnmálaarm samtak- anna, Sinn Fein, um friðaráætlun fyrir Norður-írland, hafnað. Ein sprengja af fjórum sem skot- Cains Lane Föstudaginn 11. mars klukkan 12:07: Þremur sprengjum varpað í átt að flugbrautinni skammt frá flughöfn 4. ið var að Heathrow-flugvellinum gærmorgun lenti ofan á þaki flug- hafnar númer fjögur en hinar skammt frá flugbrautunum. Þær sprungu ekki frekar en í fyrri sprengjuárásum IRA á flugvöllinn í síðustu viku og engan sakaði. Síð- degis bárust frekari hótanir um aðgerðir á bæði Heathrow og Gatwick og var því báðum flugvöll- um lokað. Talsmenn lögreglunnar sögðu að svo virtist sem tilgangur IRA með árásunum væri að hræða en ekki drepa. Um áróðursbragð væri að ræða og hefði atburðurinn vakið athygli um heim allan. I gærmorgun hvöttu leiðtogar IRA til þess að hafnar yrðu viðræð- ur um friðaráætlun bresku og írsku ríkisstjómanna fyrir Norður-Irland. Er það í fyrsta sinn sem hryðju- verkasamtökin sem slík hvetja til viðræðna og var eftir því tekið að þau höfnuðu ekki áætluninni. Albert Reynolds forsætisráð- hema írlands sagði ekki koma til greina að breyta áætluninni í við- tali við /iBC-sjónvarpið í gær. Tals- maður bresku stjórnarinnar hafnaði sömuleiðis ósk IRA um viðræður. „Viðræður koma ekki til greina fyrr en ofbeldisaðgerðum lýkur. Það er svívirðileg móðgun við almenning á írlandi og í Bretlandi að IRA skuli segjast hafa áhuga á friði á sama tíma og ógnarherferð samtak- anna linnir ekki og þau halda áfram að drepa fólk með köldu blóði,“ sagði talsmaður bresku stjórnarinn- ar. i einum Stýriliöi 12 - 240V AC/DC umc Fjölvirkir stýriliðar einfalda valið = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 Tafir hjá Flugleiðum Flugleiðaþota í áætlunarflugi til Lundúna í fyrrakvöld varð frá að hverfa eftir klukkustundar biðflug yfir London. Lenti hún í Luton en þangað var stefnt mörgum flugvél- um .á leið til Heathrow og Gatwick. Þangað var ekið með farþega sem biðu heimferðar í London og vegna örtraðar í Luton seinkaði heimferð- inni. Komst Flugleiðaþotan ekki til landsins fyrr en í gærmorgun. Allar sprengju- vörpurnar sem notaöar voru I árásunum þremur voru sömu geröar - limm á járngrind. ^Suövesturjaðarinn Sunnudaginn 13. marskl. 08:00: Fjórum sprengjum skotið af óræktarsvæöi sunnan vallargirðingarinnar. Ein kemur ofan á þak flughafnar-4 sem tæmd hafði veriö af fólki skömmu áður vegna viðvarana IRA. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræðast við Lofa nánu samstarfi þrátt fyrir ágreining Vladívostok. Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Bandaríkjanna og Rússlands Iof- uðu í gær samstarfi við að koma á friði á átakasvæðum heimsins þrátt fyrir ágreining í ýmsum málum. Ráðherrarnir ræddust við í þijár klukkustundir í borginni Vladívo- stok í austurhluta Rússlands þegar Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hafði þar skamma viðdvöl á leið sinni til Was- hington frá Kína. Ráðherramir ræddu einkum friðarumleitanirnar í Bosníu og Miðausturlöndum. „Við viðurkennum að sem tvær stórþjóðir með mikla hágsmuni hljótum við að hafa mismunandi sjónarmið . .. En við lofum að reyna að leysa ágreiningsmál okkar á op- inskáan hátt,“ sagði Christopher eftir fundinn. Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, sagði að „hveiti- brauðsdögum" Bandaríkjamanna og Rússa í alþjóðamálum væri lokið en ekki „hjónabandinu“. Hann lagði áherslu á að Rússland væri stór- veldi og að Rússar kæmu til sam- starfsins við Bandaríkjamenn sem jafningjar. Rússar hafa undanfarin tvö ár lagt sig fram um að hafa gott sam- starf við Bandaríkjamenn en að undanförnu hafa þeir verið að móta utanríkisstefnu sem tekur meira mið af eigin hagsmunum þeirra. Ágreiningur hefur komið upp í ýms- um málum, svo sem varðandi stríðið bandalagsins í Bosníu og stefnu Atlantshafs- Evrópu. í málefnum Austur- Reuter Erfitt slökkvistarf MÁVUR flýgur framhjá olíuskipinu Nassia, sem lenti í árekstri við flutningaskip í Hellusundi á sunnudagskvöld. Eldur breiddist út í olíuskipinu og talið er að slökkvistarfið taki tíu daga. Sjóslys í Hellusundi á sunnudagskvöld Eldur í olíuskipi eftir mannskæðan árekstur Istanbul. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 15 manns fór- ust og 28 slösuðust í hörðum árekstri olíuskipsins Nassia og flutningaskips í Hellusundi á sunnudagskvöld. Sextán skipveija var enn saknað í gær. Lestu betur Námskeið fyrir fullorðna sem vilja bæta sig í lestri og stafsetningu. Námskeiðið er á vegum Lestrarmiðstöðvar Kennaraháskóla íslands og Félagsmálaskóla alþýðu. Kennsla fer fram í Lestrarmiðstöð kl. 20-22 mánudaga og miðvikudaga frá 23. mars (8 skipti). Kennari er Guðni Kolbeinsson. A KENNARA ÍSLANDS Nánari upplýsingar eru veittar hjá . ( MFA í síma FÉLAGSMÁLASKÓLI % sima 814233 Þetta er versta sjóslys í Hellu- sundi, einu af ij'ölfamasta sundi heims, frá árinu 1979 þegar spreng- ing varð í olíuskipi með þeim afleið- ingum að 43 skipveijar létu lífið. Eldur blossaði upp í Nassia og talið er að slökkvistarfið taki tíu daga. Siglingar um sundið verða bannaðar þar til hættan vegna slyssins er liðin. Olíuskipið sigldi undir fána Kýpur og var með 98.500 tonna hráolíufarm frá Rússlandi. Það lenti í árekstri við flutningaskipið Ship Broker, sem er einnig skráð á Kýpur. Bæði skipin strönduðu Evrópumegin sundsins en Nassia rak á Asíuströndina. Olíuskip- ið var síðan dregið út á Svartahaf svo skip slökkviliðsins kæmust að því. Bæði skipin voru án hafnsögu- manna. 40 sjóslys hafa orðið í Hellu- sundi frá árinu 1960 og tyrkneska stjómin hefur sett nýjar siglingaregl- ur sem taka gildi 1. júlí og eiga að draga úr hættunni á umhverfisslys- um vegna tíðra siglinga olíuskipa um sundið. Milljarður dollara til Euro-Disney EIGENDUR franska skemmti- garðsins Euro-Disney tilkynntu í gær um áætlun til bjargar fjár- hag fyrirtækisins. Ekki var búist við að svo skjótum aðgerðum til bjargar fyrirtækinu en þær urðu til þess að verð á hlutabréf- um í því hækkaði töluvert. Rúm- um milljarði dala verður veitt til fyrirtækisins, þar af greiðir móðurfyrirtækið, Walt Disney Co„ 49%. Hillary játar á sig mistök HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, viður- kennir að sér hafi orðið á mistök í Whitewater-málinu í viðtölum í vikuritunum Newsweek og Time. „Okkur urðu augljóslega á mörg mistök í málinu. Eg yrði fyrst til að viðurkenna það - og auðvitað óska ég þess að svona hafi þetta ekki farið vegna þess að menn hafa gert miklu meira úr þessu máli en tilefni er til,“ sagði forsetafrúin m.a. Alsírskra fanga leitað ALSÍRSKAR öryggissveitir drápu að minnsta kosti 24 heit- trúarmenn sem flýðu rammgirt fangelsi í fjallahéruðum landins í síðustu viku og náðu 79 manns til viðbótar. Fangelsið hýsti marga hættulegustu fanga landsins en heittrúarmenn réð- ust á það í síðustu viku og kom- ust um 900 menn undan, þar af 280 sem dæmdir höfðu verið til dauða. Mafíósi hand- tekinn ÍTALSKA lögreglan handtók í gær einn af höfuðpaurum sikil- eysku mafíunnar í árás á bú- garð austur af Palermó. Sagði í frétt ítalska útvarpsins að maðurinn, Benedetto Capizzi, ætti sæti í æðsta ráði mafíunnar á Sikiley. Hann hefur verið á flótta í tvö ár. Jeltsín í frí BORÍS Jeltsín, Rússlandsfor- seti, hélt í gær í frí til Sochi við Svartahaf. Forsetinn kveðst ekki enn náð sér af tveimur slæmum flensum og hyggist safna kröftum í tvær vikur. Haft var eftir forsetanum að hann væri þess fullviss um að allt væri með kyrrum kjörum í Rússlandi og því væri honum óhætt að bregða sér í frí. Ungmennin vilja hvaða starf sem er NÆRRI 75% franskra ung- menna er svo umhugað um að fá vinnu, að þau myndu taka hvaða starfi sem byðist. í könn- un sem gerð var meðal fólks á aldrinum 18-24 ára, kom í ljós að 66% aðspurðra lögðu mesta áherslu á atvinnuöryggi en síðan komu gþð laun og framavon. Fjórði hver Frakki undir 26 ára aldri er nú án vinnu. Einsleitar krár BARÁTTU SAMTÖK fyrir dökkum bjór í Bretlandi hafa lýst áhyggjum sínum yfir þeirri þróun sem orðið hefur í hönnun kráa. Segja samtökin að krárnar séu smátt og smátt að tapa ein- kennum sínum þegar þeim sé breytt í átt til hins „uppruna- lega“ með innréttinum úr harð- viði, messingi, lituðu gleri og blúndugardínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.