Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
Laugaland í Holtum
Ertu að skipuleggja ættarmótið, ráðstefnuna eða fjöl-
skylduferðina í sumar?
Að Laugalandi í Holtum finnur þú það sem þú leitar að,
ráðstefnusalina, sundlaugina, gufubaðið, leiktækin og
góða gistingu.
Láttu það eftir þér. Pantanir og upplýsingar
í síma 98-76543, fax 98-76620.
Láttu elelzi vanann veráa þér að lieilsutjóni.
Hugleiclclu livort ekki er kominn tími til að endurnýja
gömlu clýnuna Jjína. Lystadún-Snæland framleiðir allt
frá einföldustu dýnum til úrvals rúmdýna sem fullnægja
ströngustu kröfum um útlit, gæði og {jægindi.
'AXUS dýnan er þnskipt. Uist er iag
illctll. mjúkum svampi, í miðjunni
er latex, sem er unnið úr náttúru-
gúmmíi, og neðst er stífur svampur.
Stgr.verð 26.900 kt. (80x200sm)
Hnwym er blædd eggja-
jjaöraayna Lakkaskomum
mjúkum svampi efst og neðst og í
miðjunni er vandaður fjaðrakjarni
Stgr.verð [l 8.500 A(80x200am)
jjaðradyna latexi efst og
neðst, á milli em mjúkar fjaðrir sem
steyptar eru inní stuðpúða úr frauði.
Hver fjaðraeining er klædd í poka og
fjaðrar Jíví sjálfstætt.
Stgr.verð [32.800 ICT. j (80x200sm)
Skútuvogi 11* Sími 68 55 88
Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar verður að Vinnu-
miðlun Reykjavíkurborgar
Ankiii áhersla á vinnu-
miðlun og ráðningar
„ÞETTA er mjög spennandi starf,“ sagði Oddrún Kristjánsdótt-
ir, sem nýlega tók við stöðu framkvæmdastjóra Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar. Oddrún hefur meðal annars starfað sem
framkvæmdasljóri Liðsauka hf. í 12 ár. Það fyrirtæki veitir
alhliða afleysinga- og ráðningarþjónustu en ákveðið hefur ver-
ið að auka áherslu á ráðningar og vinnumiðlun hjá Ráðningar-
stofunpi. A næstunni fara fram ráðningar í 170 störf á vegum
borgarinnar í fyrsta áfanga í átaki borgaryfirvalda gegn at-
vinnuleysi og verður tekin upp sú nýbreytni að auglýsa ákveðn-
ar stöður lausar til umsóknar. Verður eingöngu ráðið fólk af
atvinnuleysisskrá.
„Það er ákveðinn vilji hjá
borgaryfirvöldum að taka at-
vinnumálin til sérstakrar endur-
skoðunar," sagði Oddrún. Borg-
arstjórn hefur samþykkt að ráða
allt að 1.000 manns í sérstök
átaksverkefni og verður ráðið í
170 störf á vegum borgarinnar
í þessum mánuði. Auglýst var í
dagblöðum um helgina og tekið
á móti umsóknum frá og með
mánudegi. Um er að ræða störf
sem henta ófaglærðu fólki, iðn-
aðarmönnum, skrifstofufólki og
háskólamenntuðum. „Það sem
er nýtt er að fólki er gefinn kost-
ur á að sækja um ákveðið starf
allt eftir menntun og áhuga í
stað þess að boðið er ákveðið
starf sem menn verða að taka
en hafa jafnvel engan áhuga
fyrir,“ sagði hún.
Bætt aðstaða
Fyrir dyrum standa flutningar
hjá Ráðningarstofunni inn að
Engjateig 11 í sumar og um leið
verður nafni Ráðningarstofunn-
ar breytt í Vinnumiðlun Reykja-
víkurborgar. Þar verður öll að-
staða mun betri með sérstökum
viðtalsherbergjum, þar sem rætt
verður einslega við hvern og einn
en Ráðningarstofan býr nú við
þröngan húsakost, þar sem ill-
mögulegt er að sinna sem skyldi
þeim sem þangað leita. „Við
ætlum að stór auka áherslu á
vinnumiðlun í framtíðinni auk
þess sem veitt verður mun betri
þjónusta við þá sem eru í at-
vinnuleit og eru atvinnulausir en
það hefur ekki verið hægt sem
skyldi til þessa vegna þrengsla,“
sagði Oddrún. „Við ætlum að
auka alla ráðgjöf og upplýsingar
og stendur til að ráða sérmennt-
að fólk til starfa sem getur kynnt
fólki þann rétt sem það hefur
en hingað kemur fólk í mis góðu
andlegu ástandi og á oft mjög
erfitt. Þá verður ráðinn atvinnur-
áðgjafi til starfa við vinnumiðl-
unina.“
Störf við hæfi
Þessa dagana er verið að full-
komna tölvukerfið sem tekið var
Oddrún Kristjánsdóttir fram-
kvæmdastjóri Ráðningarstofu
Reykjavíkurborgar.
í notkun á síðasta ári og hefur
reynst ágætlega við skráningu
dagpeninga og vikulega stimplun
þeirra 3.500 sem eru á atvinnu-
leysisskrá. „Við erum að þróa
þann hluta sem snýr að vinnum-
iðluninni og þegar því er lokið
verður mun auðveldara að bjóða
atvinnulausum störf við hæfi,“
sagði Oddrún. „Það er sérstak-
lega gaman að fá tækifæri til
að taka þátt í þessari uppbygg-
ingu en hér búa menn að mikilli
reynslu."
Bæjarstjórnir í Ólafsvík og Njarðvík
Atvinnulíf treyst á sama
hátt og á Vestfjörðum
BÆJARRÁÐ Ólafsvíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem þeim
tilmælum er beint til ríkisstjórnar, að sérstaklega verði skoðað
með hvaða hætti hægt er að treysta atvinnulífið í hinu sameinaða
sveitarfélagi sem Ólafsvík er hluti af, ásamt Breiðuvíkurhreppi
og Neshreppi utan Ennis, enda „er vandi þessa svæðis síst minni
en á Vestfjörðum", eins og segir í ályktuninni.
í ályktuninni kveðst bæjarráð
Ólafsvíkur fagna tilraunum ríkis-
stjórnarinnar við að aðstoða at-
vinnulífið á Vestfjörðum, og að
veita fé til skuldajöfnunar sveitar-
félaga vegna sameiningar þeirra.
Síðan segir: „Bæjarráð Ólafsvíkur
bendir á að Ólafsvíkurkaupstaður
hefur staðið frammi fyrir miklum
erfíðleikum í atvinnumálum á und-
anförnum árum sem rekja má að
miklu leyti til mikillar skerðingar
á þorskkvóta, en Ólafsvíkingar
hafa nær eingöngu byggt sína
afkomu á þorskveiðum og er fyrir-
sjáanlegt að svo verði áfram.“
Hagsmunir Suðurnesja
Á fundi bæjarráðs Njarðvíkur á
miðvikudag var eftirfarandi bókun
lögð fram og samþykkt samhljóða:
„Bæjarráð Njarðvíkur vill í fram-
haldi af úthlutun ríkisstjórnar ís-
lands á fjármunum til að treysta
atvinnulífið og sveitasjóði á Vest-
fjörðum minna ríkisstjórnina á að
á Suðurnesjum hefur mikið at-
vinnuleysi verið viðvarandi sl. tvö
ár. Þetta mikla atvinnuleysi hefur
skapað sveitarsjóðunum á Suður-
nesjum ómæld peningaútlát og þó
tekist hafi að halda í horfinu varð-
andi atvinnuleysið þá eru erfiðleik-
arnir miklir á öllum sviðum at-
vihriulífsins 'dg'atvfrihuléysíð ál-
varlegt eins og opinberar tölur um
atvinnuleysi sýna. Bæjarráðið fer
fram á það við ríkisstjórn íslands
að Suðurnesjamenn verði látnir
sitja við sama borð og aðrir lands-
menn þegar kemur að því að út-
hluta fjármunum ríkisins til at-
vinnuuppbyggingar út um landið
og til að styrkja sveitarsjóðina.
Bæjarráðið vill beina þeim ein-
dregnu tilmælum til alþingis-
manna Reykjaneskjördæmis að
þeir gæti hagsmuna kjördæmisins
í þessu máli.“
Komst einn yfir heiði
ÁRMANN Leifsson í Bolungarvík er nú með sex stóra flutningabíla í
förum. Til að tryggja betri þjónustu var hann að fá þennan nýja Volvo-
bíl, sem er með drif á öllum hjólum og nokkuð hærri en venjulegir flutn-
ingabílar. Bjarni Gunnarsson reyndi hann á Steingrímsfjarðarheiði fyr-
ir fáum dögum. Þótt ekki væri mokað og eins og hálfs metra jafnfall-
inn snjór væri á heiðinni komst hann yfir. Engir aðrir flutningabílar
réyndu við heiðina þann daginn.