Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 35

Morgunblaðið - 15.03.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 35 „Fagmannleg- ur“ þjófur á ferð í Víðidalnum Skilaði hluta þýfísins eftir auglýsingu Hestar Valdimar Kristinsson HESTAMENN verða fyrir barðinu á þjófum eins og aðrir réttlátir menn. Það sannaðist fyrir skemmstu þegar farið var inn í að minnsta kosti fimm hesthús í hesthúsahverfinu í Víðidal í Reykjavík og stolið ýmiskonar reiðtygjum úr fjór- um þeirra. Hann virtist gefa sér góðan tíma við verknaðinn því í nokkrum húsanna fékk hann sér öl sem var þar til staðar meðan hann dundaði sér við verknaðinn. Að sögn Gísla B. Björnssonar hesthúseiganda var farið inn í húsið hjá honum og stolið þaðan beislismélum ýmiskonar og þar á meðal vel merktu stangarbeisli og sagði hann greinilegt að þarna hafí verið á ferðinni þaulvanur hestamaður því aðeins var tekið það sem eitthvert verðmæti var í. Sneitt var hjá öllu ódýru og gömlu en aðeins tekið það sem var nýtt og verðmætt. Beislimél voru tekin af gömlum höfuðleð- rum, nýjar gjarðir af gömlum hnökkum. Úr einu hesthúsinu var tekinn nýr „Ástund Special" hnakkur en hann kostar strípaður í kring- um 70 þúsund krónur en verð- mæti þýfisins var á bilinu 80 til 100 þúsund í hverju húsi. Gísli kvaðst að sjálfsögðu ekki hafa verið ánægður með þessa heim- sókn og því hengt upp auglýsingu í hesthúsahverfinu þar sem fram kom að brotist hafi verið inn í nokkur hesthús og allar upplýs- ingar sem stuðlað gætu að því að þýfíð kæmi í leitirnar væru vel þegnar. Einnig lét hann það fljóta með að þjófinum væri vel- komið að skila þýfínu í húsið því margt af því sem hann hafí tekið sé merkt og því erfitt að koma því í verð og stórvarasamt að nýta í eigin þágu. Varð þjófurinn við þessum tilmælum og henti dótinu inn um glugga aðfaranótt laugardagsins. Skilaði hann þó eingöngu því sem merkt var. Sagði Gísli þetta gefa vísbend- ingu um að þjófurinn væri líklega með hesta þarna í hverfinu eða alltjent eitthvað á ferð þar fyrst hann sá auglýsinguna og fannst honum það heldur dapurlegt að mitt á meðal hestamanna skuli fínnast menn á svona lágu plani. Er nú vonandi að misindis- maðurinn sjái nú að sér og skili því sem hann tók ófrjálsri hendi og reyni að feta gæfulegri braut- ir framvegis. Alþjóðleg gæð- ingakeppni hald- in í Svíþjóð í vor ÍSLENSK gæðingakeppni nýtur vaxandi vinsælda á megin- landi Evrópu og á Norðurlöndum og virðist sífellt meiri áhersla lögð á að keppnin fari nákvæmlega fram eftir ís- lenskum reglum. í nýútkomnum Eiðfaxa er heilsíðuauglýs- ing frá sænskum aðilum þar sem boðað er til fyrstu alþjóð- legu gæðingakeppninnar sem haldin er í Svíþjóð. í auglýsingunni eru nokkuð góðar upplýsingar um hvernig staðið skuli að keppninni og skráningu og ýmsu öðru. Mótið verður haldið dagana 28. apríl til 1. maí á stað sem heitir Haringe Slott Stuteri og af mynd af staðnum að dæma virð- ist hann mjög glæsilegur. Keppnisgreinar verða A- og B-flokkur gæðinga, tvennskon- ar töltkeppni (tölt T1 og tölt T2), 250 metra skeið og gæð- ingaskeið. Svo virðist sem boðið sé upp á góða aðstöðu fyrir hrossin og tekið er fram að styrktaraðili mótsins muni greiða kostnað af hesthúsplássi fyrir hesta sem koma frá ís- landi. Hér virðist um að ræða nokk- uð spennandi mót þar sem greinilega er vonast eftir þátt- töku frá íslandi enda kannski ekki annað við hæfi þar sem keppt verður í ratnmíslenskri keppnisgrein. En það er svo aftur spurning hvort einhvetjir séu tilbúnir að fórna hestum héðan á mótið svona rétt fyrir landsmót. Síðast er svo dagskrá mótsins sem virðist nokkuð furðuleg miðað við annað sem kemur fram í auglýsingunni því hún er svohljóðandi: 28. apríl. Móttaka/fundur með knöpum og dómurum. 29. apríl. Bjór- kvöld. 30 apríl. Hin árlega „Hallarskemmtun". Það er ekki ólíklegt að einhver spyrji hvað þetta hafi nú með hesta að gera. --------»■ ---- Sting til Islands? SVO gæti farið að stórpoppar- inn Sting stigi fæti sínum á Is- land á þessu ári sem reyndar stóð til að yrði á síðasta ári en ekkert varð af vegna anna söngvarans. Flestir reikna sjálfsagt með að erindi hans verði að skemmta landanum með söng og spili en svo er nú ekki, því tilgangur ferðarinnar verður að heimsækja íslenska hesta og reyna þá eitthvað í útreiðartúrum. Poppstjarnan á nú þegar einn íslenskan gæðing, sem að sögn Eiðfaxa, sem birti þessá frétt, heitir Hrímnir og er fæddur að Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Nýtur hann mikilla vinsælda hjá Sting og fjölskyldu hans og nú er það spurningin hvort þau fái sér ekki fleiri íslenska gæðinga eftir heimsókn hingað. Konukvöld Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni Sveit Hjólbarðahallarinn- ar í úrslit á einum punkti ___________Brids______________ Arnór G. Ragnarsson Sveitir VÍB, DV, Magnúsar Magnússonar, Hjólbarðahallarinn- ar, Tryggingamiðstöðvarinnar, Metró, Bíóbarsins, S. Ármanns Magnússonar, Landsbréfa og Spari- sjóðs Siglufjarðar tryggðu sér rétt til að spila um íslandsmeistaratitil- inn í sveitakeppni en 40 sveita und- ankeppni fór fram á Hótel Loftleið- um um helgina. Spilað var í fimm riðlum og voru úrslitin mikið til „eftir bókinni" nema í B-riðlinum. Sterkustu sveit- irnar í þessum riðli voru Glitnir og Hjólbarðahöllin en strax í fyrstu umferðunum varð ljóst að tíðinda var að vænta. Sveit Sparisjóðs Keflavíkur vann Glitni í fyrstu umferðinni 20-10 og sveit Magnús- ar Magnússonar vann Hjólbarða- höllina 19-11. í þriðju umferðinni vann Sparisjóðurinn Hjólbarðahöl- lina 20-10 en sveit Magnúsar Magnússonar vann alla sína leiki og stefndi örugglega á fyrsta sætið í riðlinum. Endirinn á riðlinum var drama- tískur. Sveit Magnúsar spilaði við yngstu sveitina í undankeppninni og þurfti að ná jöfnu til að vera örugg en sveit Hjólbarðahallarinn- ar varð að vinna sinn leik a.m.k. 18-12 til að komast í úrslitin. Hjól- barðahöllin með Hjalta Elíasson í fararbroddi vann leik sinn 19-11 á kæru en var sektaður um R vinn- ingsstig fyrir að fara yfir tíma- mörk. Leikurinn fór því 18R gegn 10R og fór því sveit Hjalta inn í úrslitin á einum punkti (IMP). Sveit Magnúsar hlaut 139 stig, Hjólbarðahöllin 129,5 stig, sveit Glitnis 129 stig og sveit Sparisjóðs Keflavíkur varð í fjórða sæti tap- laus með 125 stig. Ekki er hægt að skilja við um- fjöllun í þessum riðli án þess að minnast á sveitarformanninn, Magnús Magnússon, sem leiddi sveit sína til sigurs í riðlinum. Magnús kom með sveit á íslands- mót yngri spilara fyrir nokkrum dögum og varð íslandsmeistari. Hann varð íslandsmeistari í ein- menningi í fyrra og í öðru sæti í ár. Magnús var skráður í meistara- stigaskrá hjá Bridsfélagi Húsavík- ur. Um áramótin 1990/1991 var Magnús skráður í 44. sæti (neðsta) með eitt bronsstig. Hann er nú skráður hjá BA með 111 meistara- stig. Sem sagt ungur maður á upp- leið sem vert er að fylgjast með. í A-riðli sigraði Tryggingamið- stöðin, hlaut 136 stig, og sveit Metró varð önnur með 123 stig og L.A. Café varð í þriðja sæti með 114 stig. í C-riðli sigraði VÍB með 138 stig, DV varð í öðru sæti með 129 stig og sveit Birgis Arnar Stein- grímssonar varð þriðja eftir hörku- keppni með 120 stig. I D-riðli sigraði sveit Landsbréfa með yfirburðum, hlaut 154 stig og vann alla sína leiki. íslandsmeistar- amir frá í fyrra, sveit Sparisjóðs Siglufjarðar, varð í öðru sæti með 128 stig en þeirra helzti keppinaut- ur var sveit Icemac sem fékk 119 stig en Icemac missti af lestinni í þriðju umferð með tapi fyrir Lands- bréfum 25-2. Bíóbarinn vann E-riðilinn, hlaut 144 stig, og S. Ármann Magnússon var taplaus í öðru sæti með 142 stig. Sveit Hlyns Magnússanar varð þriðja með 105 stig. Keppnisstjórar voru Kristján Hauksson og Einar Jónsson. ís- landsbanki styrkti mótshaldið. AMERICAN MALE á Hótel íslandi 17. mars Húsið opnað kl. 19.00 Matseðill Gratineraðir sjávarréttir með hvítlauksbrauði. Verð með mat kr. 2.400,- Verð án matar kr. 1.200,- Tískusýning o.fl. Diskótek. Kvennaklúbbur íslands HÓTEL ÍBd Miða- og borðapantanir í slma 687111. Sýningar American male: Sjallinn, Akureyri, 18. mars. Þotan, Kfeflavík, 19. mars. Kántrýbær, Skagaströnd, 22. mars. Gjáin, Selfossi, 23. mars. Krúsin, (safirði. Kútter Haraldur, Akranesi, 25. mars. Höfðinn, Vestmannaeyjum, 26. mars. Morgunblaðið/Arnór Norðlendingarnir sigruðu örugglega í sínum riðli - óvænt en verðskulduð úrslit. Talið frá vinstri: Anton Haraldsson, Grettir Frímannsson, Pétur Guðjónsson, Magnús Magnússon og Stefán Ragnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.