Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 38

Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Nokkrar staðreyndir um Hvalfjarðargöng eftir Gylfa Þórðarson Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur umræða í fjölmiðlum um fyrirhuguð Hvalfjarðargöng. Skiljanlegt er að svo nýstárleg framkvæmd veki athygli og um- ræðu og ýmsar skemmtilegar hug- myndir um lausn samgöngumála um utanverðan Hvalfjörð hafa 'komið fram. Þar sem ýmsir hugmyndasmið- anna virðast ekki hafa undir hönd- um allar nauðsynlegar upplýsingar er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram, bæði þeim og öðrum landsmönnum til fróðleiks: 1. Fyrir rösklega 5 árum var enn á ný farið að athygá möguleika á vegtengingu um utanverðan Hval- fjörð. Það lá fyrir í upphafi af hálfu ráðamanna í vegamálum, að engar líkur væru á að þessi fram- kvæmd yrði á vegaáætlun, þ.e. kostuð af ríkinu, a.m.k. næsta ald- arfjórðunginn. Því hefur alltaf ver- ið ljóst og út frá því gengið, að ef í þessa framkvæmd yrði ráðist þyrfti hún að fjármagnast af öðr- um en ríkinu, án ríkisábyrgða og endurgreiðsla kæmi af vegtolli af umferðinni. Rétt er að fram komi að u.þ.b. 5 árum áður hafði íslenska jám- blendifélagið staðið fyrir athugun á rekstri feija yfir Hvalfjörð sem yrðu reknar fram að þeim tíma að vegtenging kæmi, sem menn héldu þá vera mun lengra i en útlit er fyrir í dag. Það er skemmst frá að segja að niðurstöður þessara athugana vöktu engan áhuga hjá samgönguyfirvöldum. 2. Fyrstu athuganir sem áhuga- aðilar létu gera í samstarfi við Vegagerð ríkisins og erlenda aðila með reynslu í áþekkum verkum bentu til að þetta væri áhugavert verkefni og mjög fýsilegt að skoða betur. Þó var strax ljóst að heildar- kostnaður verksins yrði að liggja innan ákveðins hámarks ef fjár- mögnun ætti að vera möguleg miðað við þær tekjur sem vænta mætti af umferð um mannvirkið. Þá þegar virtist sem berggöng væru eini kosturinn sem gæti legið innan þessara kostnaða'rmarka. 3. Frá stofnun Spalar hf. í ársbyij- un 1991 hefur verið unnið sleitu- laust að þessu verkefni og lagt í það verulegt fjármagn og mikil vinna. Félagið hefur kappkostað að ráða til hvers verkþáttar hæf- ustu aðila, innlenda og erlenda, hvort sem það hefur snert tæknileg eða Ijármálaleg viðfangsefni. Mér er til efs að margar ámóta fram- kvæmdir hér á landi hafi fengið jafn mikla skoðun hæfra manna og jiessi. Arið 1991 fóru fram viðamiklar jarðeðlisfræðirannsóknir á hugsan- legum leiðum og jarðfræðikort voru unnin af svæðunum beggja vegna Hvalfjarðar. Niðurstöður voru í stórum dráttum þær, að bergið virtist nokkuð vel fallið til gangagerðar, þó frekari rannsókn- ir þyrfti að gera áður en ráðist yrði í framkvæmdir. Þessar rann- sóknir fóru síðan fram á síðari hluta síðasta árs og fyrstu vikum þessa árs. Þó ekki hafí farið fram jafn mikil skoðun á gerð brúar eða botnstokks fyrir Hvalfjörð voru þó skoðaðar hugmyndir sem einstakir aðilar lögðu fram, einkum að því er varðaði botnstokkinn, enda sýndist sú lausn álitlegri en brú. Fyrirtækin ístak hf. og Phil & Sön unnu greinargóða skýrslu að beiðni félagsins um kostnað við gerð botnstokks, en ljóst var að heildarkostnaður við þá lausn yrði talsvert yfir hámarksmörkum, sem síðar reyndust lægri en í upphafi var haldið, þegar erlendir fjármála- aðilar fóru að vinna frekar í verk- efninu og varð það til þess að gera þessa lausn enn íjarlægari. Þeir sem til þekkja við Hvalljörð vita að þar eru veður oft mjög hörð og þar fjúka margir bílar út af veginum á hveiju ári. Um allar þær hugmyndir sem settar hafa verið fram að undanförnu, þ.e. brú og fyllingu, botnstokk og fyllingu eða feijusamband gildir, að mikil vandræði gætu skapast vegna veð- urs, bæði á byggingartíma og í rekstri. Þetta atriði hafði stjórn Spalar einnig í huga þegar íjallað var um hina ýmsu kosti. 4. Eins og reyndar oft hefur kom- ið fram í fjölmiðlum er gert ráð fyrir að verktaki sjái alfarið um íjármögnun verksins þar til hann skilar því fullbúnu til verkkaupa eftir þiggja mánaða reynslurekst- ur. í staðinn fær verktaki við undir- skrift samninga greiðsluábyrgðir frá þeim sem fjármagna mannvirk- ið til lengri tíma og er því rétt að ítreka að endanlegir lánveitendur leggja ekkert ljármagn fram né taka á sig nokkrar ábyrgðir fyrr e.n mannvirkjð er afhent fullbúið. Áhætta á framkvæmdatíma liggur því öll hjá verktaka og trygginga- raðilum hans. Gert er ráð fyrir að erlendir bankar leggi fram 62-63% af lang- tímaflármögnuninni, en 37-38% komi frá innlendum aðilum, eink- um lífeyrissjóðum. Reiknað er með að erlend lán verði uppgreidd innan 10 ára frá því rekstur hefst, innlend skulda- bréf innan 14-15 ára og hlutafé innan 17-18 ára en þá fær ríkið mannvirkið afhent án endurgjalds, en þá er gert ráð fyrir að ríkið hafi fengið um 2.000 milljónir króna á núvirði í skatttekjur af göngunum. 5. Arið 1992 fékk félagið Hag- fræðistofnun Háskóla íslands til að gera athugun á þjóðhagslegum ávinningi vegtengingar um utan- verðan Hvalfjörð. Miðað við fyrir- liggjandi upplýsingar áætlaði stofnunin þjóðhagslegan ávinning um 7.100 milljónir króna, þar af væri ávinningur neytenda um Gylfi Þórðarson „Árið 1992 fékk félagið Hagfræðistofnun Há- skóla Islands til að gera athugun á þjóðhagsleg- um ávinningi vegteng- ingar um utanverðan Hvalfjörð. Miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar áætlaði stofnunin þjóðhagslegan ávinning um 7.100 milljónir króna, þar af væri ávinningur neytenda um 4.500 milljónir króna.“ 4.500 milljónir króna. Hver 10% breyting í grunnspá umferðar mundi auka eða minnka þennan ávinning um tæplega 1.200 millj- ónir króna. Jafnframt var bent á að frestaðist opnun vegtengingar- innar um eitt ár töpuðust 335 millj- ónir króna í þjóðhagslegum ávinn- ingi. Þá er rétt að benda á að fram hefur komið í skýrslum Vegagerð- ar ríkisins að stofnunin telur berg- göng um utanverðan Hvalljörð þau arðsömustu sem hægt er að ráðast í hér á landi. 6. Nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi, jafnvel meðal lærðra manna, að hægt væri að nota fjár- magnið sem ætlað er til þessa mannvirkis til ými.-.sa verkefna á vegum ríkisins, s.s. þyrlukaupa. Eins og áður hefur komið fram stendur ríkið algjörlega fyrir utan fjármögnun Hvalijarðarganganna og því hefur það verkefni engin áhrif á hvort eða hvenær verður ráðist í einstakar fjárfestingar á vegum ríkisins. Þeir aðilar sem koma til með að standa undir fjár- mögnun ganganna gera það út frá arðsemissjónarmiðum og engu öðru. Ef ekkert verður af fram- kvæmdum, t.d. vegna þess að öll tilboð reynast of há, er Ijóst að möguleikar annarra fjárfestinga sem menn láta sig dreyma um aukast ekkert. Að lokum vildi ég varpa fram þeirri spurningu hvort ekki væri skynsamlegt að skoða botnstokks- hugmyndina í sambandi við fyrir- hugaða vegarstyttingu frá Reykja- vík og upp á Kjalarnes. Þessi út- færsla skapar mikla vinnu og það hlýtur að vera miklu skynsamlegra að þreyta frumraunina í grunnum sundum og fjörðum heldur en í djúpum Hvalfirðinum, þar sem veðurlag er ákaflega óhagstætt fyrir svona framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar hf. og stjórnarformaður Spalar hf. --------»-»'■■♦.-..— ■ Nuddstofa Reykjavíkur hef- ur hafið starfsemi í Sundlauginni í Laugardal í samvinnu við leirb- öðin þar. Boðið verður upp á ýmiss konar nudd svo sem slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd, svæðameðferð, höfuðnudd, and- litsnudd og heildrænt nudd, á vægu verði. Kristján Jóhannsson sjúkranuddari mun hafa umsjón með starfseminni. Leirböðin við Laugardalslaug hafa starfað í einn mánuð. Á þeim tíma hafa um 100 manns komið í böðin. Flestir hafa látið mjög vel af þeim. Gerðar hafa verið ræktunartilraunir á leirnum og reyndist ekkert rækt- ast í honum. Leirbaðsmeðferðin tekur um eina klst. og nuddmeð- ferðin frá 25. mín. upp í 55 mínút- um. vann stórsigur í Linares Karpov Skák Margeir Pétursson ANATÓLÍ Karpov, heims- meistari FIDE, hefur þegar tryggt sér einn glæsilegasta mótasigur skáksögunnar á stórmótinu í Linares á Spáni, sem lýkur í dag. Fyrir síðustu umferðina var Karpov með 10 vinninga af 12 mögulegum en Gary Kasparov, heimsmeistari eigin atvinnumannasambands, í öðru sæti með 8V2 v. Þetta er fyrsta mótið sem þeir taka báðir þátt í eftir að Kasparov og Short klufu sig frá FIDE í fyrra. Karpov getur nú með nokkrum rétti haldið því fram að hann hafi sannað sig sem heimsmeistari og ljóst er að þetta kemur á allra versta tíma fyrir Kasparov. Hann er ekki einu sinni örugg- ur með annað sætið, því Lettinn Aleksei Shirov er aðeins hálfum vinningi á eftir honum. Það sem skipti sköpum var tap Kasparovs fyrir Kramnik í 10. umferð. I umferðinni á eftir vann Karpov síðan dæmigerðan og sannfær- andi sigur á hinum 18 ára gamla Kramnik. Staðan fyrir síðustu umferð 1. Karpov 10 v. 2. Kasparov 8V2 v. 3. Shirov 8 v. 4. Barejev 7 v. 5. Kramnik 6 '/2 v. 6. Lautier 6 v. og biðskák 7-8. Anand og Kamsky 6 v. 9.-10. Gelfand og Topalov 5'/2 v. 11. Illescas 4 V2 v. 12. ívantsjúk 4 v. og biðskák 13. Júdit Polgar 3'/2 v. 14. Beljavskí 2 v. í síðustu umferð mætast m.a. Beljavskí og Karpov, Kasparov og Lautier og Shirov og Anand. Hvítt: Anatólí Karpov Svart: Vladímir Kramnik Slavnesk vörn I. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. e3 - Rbd7, 6. Bd3 Uppáhald Karpovs í stöðunni er hið rólega 6. Dc2, en hann hefur undirbúið glaðning fyrir Kramnik. 6. - dxc4, 7. Bxc4 - b5, 8. Bd3 - a6, 9. e4 - c5, 10. d5 - c4, II. dxe6 - fxe6, 12. Bc2 - Bb7, 13. 0-0 - Dc7, 14. Rg5 - Rc5, 15. e5! Þetta virðist vera nýr leikur í þessari þekktu stöðu. Iíarpov sneiðir framhjá flækjunum sem koma upp eftir 15. De2 eða 15. Df3. 15. - Dxe5, 16. Hel - Dd6, 17. Dxd6 - Bxd6, 18. Be3! - 0-0, 19. Hadl - Be7, 20. Bxc5 - Bxc5, 21. R$e6 - Hfc8, 22. h3! Undirbýr peðaframrás á kóngsvæng til að stugga við svarta riddaranum á f6. Kramnik tekst ekki að leysa vandamál sín. 22. - Bf8, 23. g4 - h6, 24. f4 - Bf3, 25. Hd2 - Bc6, 26. g5 - hxg5, 27. fxg5 - Rd7, 28. Rxf8 - Rxf8, 29. Hd6 - b4, 30. Re4 - Be8, Kramnik óttast g5-g6 en í kjöl- farið hefði mátt reyna virkari vörn. 31. Rg3 - Hd8, 32. Rf5 - Hxd6, 33. Rxd6 - Bg6? Tapar peði. Það varð að reyna 33. - Bd7. 34. Bxg6 - Rxg6, 35. Rxc4 - Hd8, 36. He4 - b3, 37. axb3 - Hd3, 38. Kg2 - Hxb3, 39. h4 - Rf8, 40. He8 og svartur gafst upp. Yfirburðir TR í deildakeppninni A-sveit Taflfélags Reykjavík- ur jók forskot sitt í seinni hluta Deildakeppni Skáksambands ís- lands, sem fram fór um helgina. Sveitin sigraði með miklum yfír- burðum og B-sveit TR skaust óvænt upp í annað sætið. Það var ekki síst að þakka Davíð Bronstein sem tefldi á fyrsta borði fyrir B-sveitina um helgina og vann allar þijár skákir sínar. Úrslit deildakeppninnar urðu þessi: 1. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur 42 v. af 56 mögulegum. 2. TR, B-sveit 32*/2 v. 3. Skákfélag Akureyrar, 31 v. 4. Skáksamb. Vestfjarða 29‘/2 v. 5. Hellir 28‘/2 v. 6. Skákfélag Hafnarfjarðar 25 v. 7. Taflfélag Garðabæjar 24 'h v. 8. Ungmennasamb. A-Húnvetn- inga 11 v. 2. deild: 1. Taflfélag Kópavogs 26 v. af 42 2. Skákfélag Akureyrar, B-sveit 25'/2 v. 3. Taflfélag Reykjavíkur, D-sveit 24‘/2 v. 4. Taflfélag Reykjavíkur, C-sveit 22 v. 5. Skáksamband Vestíjarða, B- sveit 21 v. 6. Ungmennasamb. Eyjaijarðar 20‘/2 v. 7. Taflfélag Akraness 17/2 v. 8. Taflfélag Kópavogs, B-sveit 11 v. 3. deild: 1. Taflfélag Reykjavíkur, G-sveit 2. Taflfélag Vestmannaeyja 3. Hellir, B-sveit 4. Skákfélag Akureyrar, C-sveit 5. Skákfélag Keflavíkur 6. Taflfélag Reykjavíkur, F-sveit 7. Ungmennasamb. Eyjafj. B- sveit 8. Taflfélag Reykjavíkur, E-sveit Teflt var til úrslita um öll sætin í þriðju deild, en fyrst fór fram undankeppni. Taflfélag Vestmannaeyja flyst upp í aðra deild, þrátt fyrir naumt tap, 2R- 3R, fyrir G-sveit TR í úrslitum. Sama félagi er aðeins heimilt að hafa tvær sveitir í annarri deild og TR hefur tvær fyrir. 4. deild: 1. Skákfélag Selfoss og nágrenn- is 2. Taflfélag Akraness, B-sveit 3. Skáksamband Austurlands 4. Skákfélag Hafnarfjarðar, B- sveit Teflt var til úrslita um ijögur efstu sætin, en hin félögin í deild- inni voru Skákfélag heyrnar- daufra, Skákfélag Keflavíkur, B-sveit, Taflfélag Húsavíkur og Taflfélag Garðabæjar, B-sveit. Á fjórða hundrað manns úr öllum landshlutum tefldu í Deildakeppni SÍ. Jóhann hraðskákmeistari Jóhann Hjartarson sigraði með yfirburðum á hraðskákmóti Is- lands á sunnudaginn, tapaði að- eins einum og hálfum vinningi í 18 skákum. Úrslit urðu þessi: 1. Jóhann Hjartarson I6V2 v. 2. Margeir Pétursson 13 v. 3. Hannes H. Stefánsson 12/2 v. 4. Helgi Ólafsson 12 v. 5. -6. Jón Garðar Viðarsson og Sigurður Daði Sigfússon 11‘/2 v. 7.-9. Rúnar Sigurpálsson, Jón Viktor Gunnarsson og Ólafur B. Þórsson 11 v. 10.-11. Bragi Halldórsson og Unnsteinn Siguijónsson IOV2 v. o.s.frv. Skákstjóri var Haraldur Bald- ursson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.