Morgunblaðið - 15.03.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
41
Ingibjörg Ólafs-
dóttír - Minning
Fædd 1. mars 1909
Dáin 5. mars 1994
Tengdamóðir mín, Ingibjörg Ól-
afsdóttir frá Arabæjarhjáleigu í
Gaulveijabæjarhreppi, Skaftahlíð
13, lést á Landspítalanum laugar-
daginn 5. mars sl.
Ingibjörg stóð fyrir og stjórnaði
heimili sínu fram á síðasta dag,
þrátt fyrir að í mörg ár hafí hún
átt við að stríða erfiðleika vegna
asma og fyrir nokkrum árum fór
sjónin að gefa sig þá gekk hún til
verka á sínu heimili og sinnti um
aldraðan lasburða eiginmann og
fatlaðan son.
Ingibjörg Ólafsdóttir var fædd á
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum 1.
mars árið 1909. Hún var næstelst
af fjórum systkinum, dóttir hjón-
anna Sigríðar Ólafsdóttur, f. 27.
maí 1887, og Ólafs Pálssonar, f.
9. apríl 1877, d. 29. desember 1951,
bónda á Þorvaldseyri Austur-Eyja-
fjallahreppi. Hún ólst upp í foreldra-
húsum og lærði þar öll venjuleg
húsmóður- og sveitastörf. Einnig
átti hún tvö uppeldissystkini, sem
hún tók jafnan sem systkini sín.
Fyrstu kynni mín af Ingibjörgu
voru er ég réðst til vinnu á heimili
þeirra hjóna að Arabæjarhjáleigu
sumarið 1969. Um haustið áður
varð bóndi hennar fyrir áfalli og
varð að dvelja um veturinn á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Ég man hvað mér
var vel tekið strax og ég kom, það
var eins og ég væri einn af fjölskyld-
unni, enda varð það með frekari
kynnum að ég varð tengdasonur
hennar.
Ingibjörg giftist eftirlifandi
manni sínum Agústi Loftssýni, f.
14. ágúst 1901, 22. maí 1934. Þau
hófu búskap þá um vorið á hluta
jarðarinnar Steinum undir Eyjafjöll-
um. Bústofninn var ekki stór. Ein
kýr, um 20 ær og þrjú hross. Fljót-
lega varð þröngt um þau þar og
fluttu þau þá upp á Skeið og bjuggu
þar í nokkur ár á Brúnavöllum og
svo Brúnavallakoti. Vorið 1938
kaupa þau Arabæjarhjáleigu í Gaul-
veijabæjarhreppi og þar bjuggu þau
í rúm þijátíu ár, eða þar til' þau
selja jörðina og flytja til Reykjavík-
ur vorið 1971.
Þau hjón eignuðust fimm börn,
sem öll eru á lífi. Elstur er Ólafur,
f. 15. júní 1929. Hann hefur fylgt
foreldrum sínum alla tíð og unnið
með þeim eftir bestu getu. Hann
er fatlaður frá fæðingu og hefur
því ekki getað stundað vinnu á al-
mennum vinnumarkaði. Næstur er
Sigurður, f. 25. janúar 1935, jám-
smiður, nú húsvörður í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands, Selfossi, kvæntur
Erlu Eyjólfsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn saman, en hún átti eina
dóttur fyrir sem hann gekk í föður
stað. Þá Loftur Andri, f. 3. maí
1937, úrsmiður í Reykjavík, kvænt-
ur Kristjönu Petrínu Jensdóttur. Þau
eiga þijú böm. Næst í röðinni er
Ingibjörg, f. 17. desember 1944,
gift undirrituðum og eigum við þijár
dætur. Yngst er Svanhildur, f. 22.
janúar 1951, var gift Guðmundi
Aðalsteinssyni járnsmið,/ þau áttu
tvö börn en hún átti eina dóttur
fyrir. Alls em barnabörnin þrettán
og barnabarnabörnin ellefu. Þetta
er sá auður sem Ingibjörg átti dý-
rastan. Hún lét sér alltaf annt um
börnin sín, tengdabörn og ekki síst
bamabörnin og þeirra börn.
Ingibjörg naut ekki skólalærdóms
umfram barnaskóla eins og hann
var í sveitum landsins í æsku henn-
ar. En hún var mjög bókhneigð og
hana langaði til að læra meira í
skóla þegar hún var unglingur. Hún
las mikið af bókum þegar tími gafst
til og hafði mikið yndi af ljóðum.
Hún fylgdist mjög vel með öllu sem
gerðist í þjóðmálum og hafði sínar
skoðanir á þeim. Ingibjörg var
vinnusöm kona, það vom mörg
handtök sem hún lagði fram við
garðræktina í Arabæjarhjáleigu
enda hafði hún yndi af allri ræktun
bæði til nytja úti í garði sem og
blómum til skrauts inni í stofu. Hún
var mjög lagin í höndunum við hann-
yrðir. Eftir að hún var komin á
mölina, eins og sagt er, stundaði
hún prjónaskap, það var henni mik-
ils virði andlega að hafa eitthvað
milli handanna og ætíð fékk hún
hrós fyrir sínar lopapeysur frá kaup-
endum.
Nú þegar kveðjustundin er upp
runnin ríkir bæði söknuður og þakk-
læti í huga mínum. Ég er þakklátur
fyrir allt sem hún var mér og mín-
um. Blessuð sé minning Ingibjargar
Ólafsdottur. Ég sendi innilegar sam-
úðarkveðjur til Ágústs, barna þeirra
og annarra aðstandenda. Guð blessi
ykkur öll.
Árni Sigurjónsson.
Þar sem ég kann ekki að skrifa
minningargrein, hef ég ákveðið að
skrifa frekar bréf, það fyrsta sem-
ég skrifa þér. Mörgum kann að
þykja það heldur seint en ég er viss
um að þér er alveg sama.
Núna þegar ég sit hér í fjarlægri
borg sem þú þekktir aldrei í þessu
lífi, þá hugsa ég um þær alltof fáu
stundir sem ég eyddi í návist ykkar
í Skaftahliðinni. Það ber fyrir vit
mín ilminn af nýáhelltu kaffi, göml-
um Tímum og lopa.
Það er líklega engin tilviljun að
einmitt núna, þegar ég skrifa þessar
línur, er ég klæddur gömlu lopa-
peysunni sem hefur bjargað mér svo
oft frá útlenskum vetrum. Þannig
hefur mér tekist að taka þig með
mér hvert sem ég hef farið. Hversu
oft hef ég ekki svarað með stolti
þegar ég hef verið spurður hvar ég
hafí fundið svona fallega peysu:
„Amma mín pijónaði hana.“
Það er ekki fyrr en núna þegar
þú ert lögð af stað í þetta ferðalag
sem ég geri mér grein fyrir því að
líklega þekkti ég þig ekki mjög vel.
Því miður er það nú svo, að þeir sem
standa manni næst eru oft þeir sem
maður þekkir minnst. Fyrir mér
varstu bara amma og það nægði
mér. Það eina sem ég veit um for-
tíð þína eru sögumar sem þú sagð-
ir mér úr sveitinni, þegar þú fórst
að smala við Gálgaklettinn og þurft-
ir að forða þér undan draugnum.
Þessar sögur em mér miklu dýr-
mætari en þú getur ímyndað þér,
því þannig tengi ég þig við heilan
ævintýraheim þjóðsagna, rammís-
lenskan, sem þér tókst að miðla til
mín á þennan hátt. Ég vona bara
að ég verði þess megnugur að miðla
þessum sögum áfram til minna af-
komenda.
Þá erum við einmitt komin að
málefni sem við ræddum oft um
seinustu ár. Þú kvartaðir oft undan
því að þú hefðir aldrei séð dóttur
mína, Matthildi, og ég veit ekki
hvort ég á að kaila það „tilviljun“
að þið skylduð hittast í fyrsta skipti
viku áður en þú fórst. Ég er í það
minnsta þakklátur fyrir að þið
skylduð ná saman, þó að seint væri.
Það er líka annað sem tengir mig
við þig sterkum böndum og það er
ein af mínum bernskuminningum.
Svo oft hef ég riíjað þetta upp við
mismunandi kringumstæður að
þetta augnablik er greypt í huga
mér:
Ég sit við glugga uppi í sveit og
horfi yfir túnin, fyrir aftan mig
stendur Hrönn systir uppi á stól og
er að hlusta á „sveitasímann". Hvað
er svo merkilegt við þetta? Auðvitað
ekki neitt, nema þetta er eitt af því
fyrsta sem ég man eftir mér og eina
minningin sem ég á um ykkur afa
í sveitinni. Seinna lá leið ykkar eins
og svo margra „á mölina" og í mín-
um huga eruð þið alltaf afi og amma
í Reykjavík.
Svo tók við langur tími sem ég
sá ykkur ekki oft, unglingar hafa
sjaldnast tíma fyrir eldra fólkið. Ég
man því eftir sársaukafullri stund,
þar sem ég ber að dyrum í Skafta-
hlíðinni, þú kemur til dyra og þú
þekkir ekki gestinn. Sem betur fer
tókst mér að vinna þennan aðskilnað
upp að hluta og því get ég í dag
rifjað upp ánægjulegar samveru-
stundir með þér, afa og Óla. Í hvert
skipti kvaddi ég útbelgdur af kaffi,
smákökum og konfekti því eins og
allar ömmur hafði þú áhyggjur af
Anna Eyjólfsdóttir
Busk - Minning
Fædd 20. apríl 1905
Dáin 5. mars 1994
Anna, amma mín, var fædd í
Steinum undir Eyjafjöllum. Hún var
dóttir Eyjólfs Halldórssonar, tré-
smiðs og bónda, sem ættaður var
úr Ámessýslu en uppalinn á Stóra-
Núpi hjá séra Valdimar Briem og
frú Ólöfu, og Torfhildar Guðnadótt-
ur, bónda Magnússonar prests á
Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum.
Anna bjó hjá foreldrum sínum og
ólst upp í stórum systkinahópi á
Hvoltungu. í æsku var henni kapps-
mál að stunda og fylgja sínum skóla,
farandskóla sem í þá tíð var haldinn
til skiptis á hinum ýmsu bæjum í
sveitinni. Oft voru þetta torsótt
ferðalög berbakt á hesti, ósjaldan í
vondu veðri um djúpar ár. Ung að
aldri fluttist hún til Reykjavíkur á
heimili systur sinnar, Ástu Jónsdótt-
ur, og læknanemans, síðar héraðs-
læknisins, Lúðvíks Norðdals, og
gerðist hjá þeim það sem maður
myndi í dag kalla, „au pair“. Þegar
Lúðvík tók við læknisembættinu á
Eyrarbakka fluttist hún með þeim
hjónum þangað. Hafði hún mikinn
áhuga á læknisfræðinni og gat
stundum aðstoðað lækninn við
skurðaðgerðir sem sökum plássleysis
voru gerðar á stofuborðinu. Má segja
að sögur ömmu frá þessum tímum
hafi seinna kynnt undir áhugann hjá
mér á læknisstarfinu.
Anna vann síðar önnur störf í
Reykjavík, t.d. sinnti hún sjúkum á
gamla Kleppsspítalanum, var sölu-
kona í fataverslun og í Bernhöfts-
bakaríinu og á sumrin var farið í
heyskap undir Eyjafjöll. Á Selfossi
kynntist hún myndarlegum dönskum
mjólkurfræðingi, Henning Busk,
sem hafði komið hingað gagngert
frá Jótlandi til að vinna við uppbygg-
ingu Mjólkurbús Flóamanna. Lágu
leiðir þeirra um síðir saman til Vest-
mannaeyja þar sem þau giftust árið
1935. Höfðu þau fylgt systur Önnu,
Þóru Einarsdóttur, og manni henn-
ar, Einari Sigurðssyni, þangað til
að liðsinna þeim við stofnun fyrir-
tækja Einars. Henning sá fyrst um
smjörlíkisgerð, en síðar um „vélarn-
ar“ í Hraðfrystistöðinni í Vest-
mannaeyjum og Anna vann í versl-
uninni í Vöruhúsinu af miklum dugn-
aði. Og þótt Anna væri góð og ná-
kvæm verslunarkona eru orð henn-
ar: „Ég get verslað fyrir aðra, en
ekki fyrir sjálfa mig,“ sannmæli, þvi
ófáum gaf hún aur eða annað um
ævina án þess að fá það endurgreitt.
Uti í Eyjum kunnu þau bæði vel
við sig og þar fæddist þeim 1937
sonur, Eyjólfur Þór Busk. Árið 1941
fylgdu þau aftur Einari og Þóru, nú
til Reykjavíkur, til að koma á fót
Hraðfrystistöðinni í Reykjavík;
Henning sem verkstjóri og Anna á
háannatímum í fiskvinnslu. Þau
fluttu nokkru sinnum í vesturbænum
og komu sér ávallt upp smekklegu
heimili. Sá Anna um að allt væri til
fyrirmyndar. Var alls staðar svo
þrifalegt hjá henni að það mátti til
að mynda spegla sig í elhúsgólfinu.
Gestrisni þeirra hjóna var með ein-
dæmum og urðu margir hennar að-
njótandi því gestagangur var mikill
hjá þeim. Bjuggu sumir í lengri eða
skemmri tíma á þeirra heimili eins
og ekkert væri sjálfsagðaðra. Við
Þorvaldur, Friðrik, Ingibjörg,
Ragna, Eyjólfur Halldórs, Sigrún
o.fl. erum þeim hjónum þakklát fyr-
ir það. Þeim var mikill akkur í því
að mennta föður minn og gerðu þau
honum kleift að stunda nám í Þýska-
landi. Eftir heimkomuna studdu þau
foreldra mína af kappi með ráðum
og dáð við að koma sér fyrir og
þýskri móður minni til að aðlagast
íslenskum þjóðháttum.
Sem litlum snáða þótti mér og
bræðrum mínum ávallt gott að koma
til ömmu, því okkar biðu alltaf heit-
ar pönnukökur, kleinur og annað
góðgæti, fyrir utan þær ótal sögur
sem hún og afi sögðu okkur. Að
vera heila helgi hjá þeim var draum-
ur, því þau dekruðu okkur mikið.
Við spiluðum „maraþon marías“ eða
amma spáði í spil fyrir okkur. Það
var nú spennandi að fá að vita hvern-
ig tilvonandi kærasta myndi líta út
eða hve mörg börn maður myndi
eignast. Og svo mátti maður vera
úti í fótbolta til rökkurs á laugar-
dagskvöldum. Amma pijónaði föt á
okkur og alla bangsana okkar af
mikilli kostgæfni. Þennan hæfileika
hennar notfærði ég mér síðar í skóla.
í heimavinnu var eitt verkefnið að
pijóna trefil, sem mér þótti gífurlega
leiðinlegt. Auðvitað gat ég platað
ömmu til að klára trefilinn, en hart
þótti mér að hún spretti upp öllu
því sem ég hafði pijónað. „Þetta var
svo ómyndarlegt hjá þér og það
kemst upp um allt saman ef ég hefði
látið þitt eftir standa, væni minn.“
1977 fluttu foreldrar mínir til
Þýskalands. Ég vildi vera eftir og
klára gagnfræða- og menntaskólann
hér á Islandi, auk þess sem ég vissi
að með ömmu og afa ætti ég góða
að. Til marks um það fluttu þau út
á Seltjarnarnes gagngert til að leyfa
mér að vera áfram í mínu um-
hverfi. Þessi fimm ár sem ég bjó
með þeim voru fyrir mig mjög góð
og dýrmæt reynsla. Nám mitt gekk
í augum ömmu fyrir öllu. Hugsaði
hún vel um allar mínar veraldlegu
þarfir og þar sem hún var mjög
guðhrædd og trúuð kona bað hún á
hveiju kvöldi fyrir mér. Auk þess
reyndi hún eftir fremsta megni að
koma í veg fyrir „að menn væru að
tefja mig frá náminu". Oft var þetta
nú erfitt hjá henni, því stundum vildi
maður láta tefja sig og trufla, t.d.
ef sætar stúlkur voru í heimsókn.
Vinir mínir höfðu gaman að því að
koma í heimsókn og kankast á við
gömlu hjónin. Amma var auðvitað
alltaf fljót að bjóða öllum í mat og
hita „brauð í ofni“. Afí var stundum
því að ég borðaði ekki nógu vel.
Jæja, amma mín, þá er ég að
hugsa um að ljúka þessu fyrsta og
síðasta bréfí til þín. Ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna.
Bless, bless.
Þinn Eyjólfur, París.
Elsku amma.
Nú ertu horfin yfir móðuna miklu
og við sem söknum þín höfum misst
einn af okkar föstu punktum í tilver-
unni, vitandi að við eigum aldrei
oftar eftir að hitta þig í Skaftahlíð-
inni og þiggja hjá þér kaffi og
pönnukökur, kannski konfektmola
og alltaf nóg af hlýju viðmóti.
Minningamar hrannast upp þeg-
ar litið er til baka. Ég minnist æsku-
áranna í sveitinni, þar sem alltaf
var sólskin, fjósaferðanna með þér,
þar sem kýmar áttu hver sitt nafn
og voru handmjólkaðar.
Ég minnist hve gaman var að
fylgjast með störfum þínum, er þú
sýslaðir í eldhúsinu og fá að taka
þátt í þeim með þér af mætti, langt
umfram kunnáttu. Aldrei varstu
óþolinmóð en leyfðir stelpuhnátunni
að snúast með þér og þá talaðir þú
við mig eins og fullorðna stúlku.
Ég minnist hve gott var að koma
inn til þín eftir að hafa verið úti að
leika og fá hjá þér kökur og spen-
volga mjólk, sem mér þéttbýlisbam-
inu féll reyndar ekki mjög vel og
fannst alltaf búðarmjólkin betri en
beljumjólkin.
Eg minnist tregans er þið þurftuð
að bregða búi og flytja til Reykjavík-
ur, vitandi að þessir hlýju dagar í
sveitinni kæmu aldrei aftur.
En þú hélst áfram að vera amma
í sveitinni, þótt þú flyttir til Reykja-
víkur, gluggarnir skreyttir blómstr-
andi plöntum, pijónarnir á sínum
stað og pönnukökuilmur í lofti.
Þú hafðir ákveðnar skoðanir og
lást ekkert á þeim en ekki vár nú
hávaðanum fyrir að fara hjá þér.
Þú hafðir rólegan talanda og allt
þitt fas einkenndist að hinni miklu
greind og raunsæi sem þú bjóst yfír.
Elsku amma, ég veit að þér líður
vel núna og er það huggun harmi
gegn.
Elsku afí, sorg þín er átakanleg
og sár en hún amma lifír í minning-
um okkar og við hittum hana aftur
þegar okkar tími kemur, þar sem
hún bíður okkar með hlýjan faðminn
sinn opinn.
Margrét Sigurðardóttir.
dálítið tregur að lána manni bílinn,
sérstaklega þegar stutt var frá því
að maður hafði „klesst" bílinn, sem
kom nú ekki svo sjaldan fyrir. Amma
reddaði þessu nú ávallt: „Pilturinn •
verður bara að fá bílinn, það er
ómögulegt fyrir hann að vera bil-
lausan.“ Ömmu var ekkert sérstak-
lega um það gefið að maður væri
að fara á böll, en samt mátti nú
ekki sjást krumpa á skyrtunni, þá
var hún rokin í að strauja hana og
alltaf varð hún að laga bindishnút-
inn, sem auðvitað var ætíð skakkur.
Ég á ótal minningar frá þessum tíma
og vil ég þakka gömlu hjónunum
fyrir þær mörgu stundir sem við
áttum þá saman.
Eftir stúdentspróf fluttist ég utan
til frekara náms og áfram sáu gömlu
hjónin um sinn mann. „Neyðarpakk-
ar með kúlum, Opali, Prins pólo,
lýsi og Moggum" komu með reglu-
legu millibili og síminn var óspart
notaður til að heyra hvort ekki vant-
aði eitthvað og ávallt var heitið á
Strandarkirkju ef erfíð próf voru
framundan.
Eftir fráfall afa varð ansi tómlegt
hjá ömmu. Síðustu árin voru henni
oft löng og erfið, langt frá sínum
nánustu. En nú var amma samt
heppin. Á þessum erfiðu tímum átti
hún marga góða að, vini og vanda-
menn sem hlupu undir bagga með
henni þegar þurfti. Fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar vil ég þakka öllum
sem sýndu Önnu hlýhug og þakka
fyrir veitta aðstoð og nefni fáa:
Marta, Ragna, Friðrik, Ingibjörg,
Sigríður, Olöf, Jóhanna, svo að
nokkur nöfn séu nefnd.
Að lokum langar mig að nota
hennar bænarlok: Elsku amma, góði
guð styrki þig og styðji í Jesú nafni,
amen.
Henning Busk og fjölskylda.