Morgunblaðið - 15.03.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994
43
Minning
Guðmundur
Kristinsson
Okkur var illa brugðið þegar við
fréttum það hingað til Bandaríkj-
anna að Gummi vinur okkar hefði
látist af slysförum. Það er sárt að
kveðja góðan vin sem manni þykir
vænt um en næsta ómögulegt að
sætta sig við að lífi þessa indæla
drengs sé lokið svona snemma.
Frá því Linda frænka kynnti
okkur fyrst fyrir Gumma sínum
höfum við verið í óslitnu sambandi
við þau og hefur góð vinátta hald-
ist þrátt fyrir vegalengdirnar sem
gjaman hafa skilið okkur að. Við
hittumst þó alltaf þegar tækifæri
gafst og voru farnar ófáar ferðir í
foreldrahús Lindu, þar sem þau
Gummi dvöldu þegar þau heimsóttu
ísland í fríum frá námi sínu í Banda-
ríkjunum. Þá var kátt á hjalla því
Gummi var sérstaklega skemmti-
legur og lífsglaður maður, og um-
fram allt fróður á flestum sviðum.
Hann hafði líka þann einstaka hæfi-
leika að draga það skemmtilegasta
fram í fólki og láta því finnast það
alls megnugt í lífsins ólgu og sjó.
Góðvild og fómfýsi Gumma var
best lýst þegar hann stóð fyrir því
að við drifum okkur til Bandaríkj-
anna í nám í desember 1990. Þau
jólin fór Linda ein heim til íslands
í jólafrí en Gummi varð eftir til
þess að koma okkur inn í alla hluti
í þessu framandi landi. Hann taldi
heldur ekki eftir sér að keyra á
undan okkur í 16 tíma í grenjandi
rigningu til þess að koma okkur á
áfangastað. Ekki lét hann staðar
numið þar heldur fylgdi okkur í
skólann þar sem við áttum fund
með ráðgjafa okkar, því Gummi
vildi vera viss um að það yrði séð
vel fyrir okkur áður en hann sleppti
af okkur hendinni. í Bandaríkjunum
emm við búin að vera síðan hin
ánægðustu enda gengið vel og liðið
yndislega. Má segja að Gummi hafí
verið stór örlagavaldur í lífi okkar
og verðum við honum ævinlega
þakklát fyrir að hafa leitt okkur inn
á þessa braut.
Við þökkum guði fyrir að hafa
fengið að njóta samvista við
Gumma þessi ár. Hann mun eiga
sinn stað í hjörtum okkar og verður
minningin um Gumma, vin okkar,
ávallt nálæg.
Elsku Linda, Jóhann Kristinn og
aðrir ástvinir, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur, megi
góður guð gefa ykkur styrk til að
takast á við þennan mikla missi.
Stefán Antonsson og
Ólöf Jónsdóttir.
------♦ ♦ ♦----
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsklúbbur Félags eldri
borgara, Kópavogi
Föstudaginn 4. mars var spilaður
tvímenningur og mættu 16 pör. Úrslit:
Eysteinn Einarsson - Þorleifur Þórarinsson 275
Ingiríður Jónsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 262
Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 245
Júlíus lngibergsson—Jósef Sigurðsson 241
Þriðjudaginn 8. mars var spilaður
tvímenningur og mættu 22 pör, spilað
var í tveim riðlum, A, 10 pör, B, 12
pör, og urðu úrslit í A-riðli:
Gunnþórunn Erlingsd. — Þorleifur Þórarinss. 136
Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Ámason 127
Karl Adolfsson - Eggert Einarsson 122
Mcðalskor 108
B-riðill:
Heiga Guðbrandsd. - Ásbjöm Magnússon 132
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 125
Ásthildur Sigurgíslad. — Lárus Amórsson 121
Jóna Halldórsd. - Hannes Ingibergsson 117
Meðalskor 110
Næst verður spilað þriðjudaginn 15.
mars í Fannborg 8 (Gjábakka), kl. 19.
Bridsfélag Breiðholts
Að loknum 8 umferðum í Butler-tví-
menningr er staða efstu para þessi:
UnaAmadóttir-KristjánJónasson 101
Baldur Bjartmarsson — Helgi Skúlason 98
Lilja Guðnadóttir—Magnús Oddsson 97
ValdimarSveinsson-ÞorsteinnBerg 91
Jens Jensson - Lúðvík Ólafsson 86
Keppninni lýkur næsta þriðjudag.
Þá verða spilaðar 5 umferðir og að
þessu sinni hefst spilamennska kl.
19.10.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR ÁRMANNSSON,
Ásvallagötu 63,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni,
fimmtudaginn 17. mars kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlegast bent á Hlifarsjóð SÍBS.
Guðríður Málfríður Helgadóttir,
Guðný Gunnarsdóttir, Jóhann Einvarðsson,
Gunnar Jóhannsson, Einvarður Jóhannsson,
Vigdi's Jóhannsdóttir, Ari Kristinn Gunnarsson.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KJARTAN ÞORLEIFSSON,
Fannborg 7,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. mars
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag ís-
lands.
Kristín María Kristinsdóttir,
Bryndís Kjartansdóttir, Karl Arason,
Ágústa Kjartansdóttir, Ólafur F. Ólafsson,
Svanhvft Kjartansdóttir, Einar S. Sigurðsson,
Halldór Kjartansson, Helgi Kjartansson,
Guðbjartur Kjartansson, Bára Kjartansdóttir,
Guðbjörg J. Jakobsdóttir, Þórður Jakobsson,
Jón Kristinn Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær fósturfaðir okkar og afi,
AÐALSTEINN ANDRÉSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
miðvikudaginn 16. mars kl. 15.00.
Brynhildur Sigtryggsdóttir,
Kolbrún Pálmadóttir,
Jón Pálmi Pálmason,
Aðalsteinn Leví Pálmason,
Helga Pálmadóttir,
Hjördís Baldursdóttir,
Selma Jónsdóttir,
Björg Jónsdóttir,
Aðalsteinn Bragi Jónsson,
Helen Agnarsdóttir,
Sigurlaug Agnarsdóttir,
Þórður Agnarsson,
Jóhann Gunnar Scheving.
Alúðarþakkirfyrirauðsýnda samúð, vin-
áttu og hlýhug við andlát og útför fóst-
urföður okkar, afa og langafa,
GÍSLA GÍSLASONAR
fyrrverandi verkstjóra,
Flókagötu 23.
Þórunn Sigurðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
við andlát föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
GUÐJÓNS JÓNSSONAR,
Heiðarvegi 25,
sem lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja
hinn 4. mars.
Jón Valgarð Guöjónsson, Guðlaug Gunnarsdóttir,
Addý Jóna Guðjónsdóttir, Kristmundur Sörensen,
Hafþór Guðjónsson, Þorgerður Hlööversdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁGÚSTU SVEINSDÓTTUR,
Dalalandi 14,
Reykjavík.
Sigríður Gústafsdóttir, Skúli Guðmundsson,
Ólafur Gústafsson, Kristfn Sigurðardóttir,
Gústaf Gústafsson, Björg Hauksdóttir
og barnabörn
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR SVANLAUGSDÓTTUR,
Hörðalandi 4.
Anna Kristófersdóttir, Ómar Arason,
Harald Kristófersson, Anna Pétursdóttir,
Hjalti Kristófersson
og barnabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður,
MAGNÚSAR JÓNSSONAR,
Suðurgötu 12,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkur.
Helga Jónsdóttir,
börn og tengdabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför
SIGURÐAR SIGURÐSSONAR,
Espigerði 2.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 1 -A, Landakotsspítala.
Bogey Dagbjartsdóttir,
Margrét Guðlaug Sigurðardóttir,
Sigurður Kr. Sigurösson, Erla Möller
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengadaðir og afi,
GARÐAR EYJÓLFSSON,
Bjarmalandi 6,
Sandgerði,
er látinn. Útförin hefur farið fram.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug.
Sigrún Þorgrfmsdóttir,
Björk Garðarsdóttir, Pétur Brynjarsson,
Eyjólfur Gisli Garðarsson, Valgerður Hrefna Birkisdóttir,
Birna Helga Garðarsdóttir,
Magnús Garðarsson
og barnabörn.
+
Einlægt þakklæti til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og vinarþel vegna
andláts móður okkar, tengdamóöur,
ömmu og langömmu,
ÞORBJARGAR ÞÓRARINSDÓTTUR
BENDER.
Rós Bender, Erlendur Á. Garðarsson,
Fjóla Ósk Bender,
Sóley S. Bender, Friðrik Kr. Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, fósturmóður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
STEFANÍU GUÐRÚNAR
ÁSKELSDÓTTUR,
Grenimel 4.
Sérstakar þakkir færum við öllu starfs-
fólki deildar 3-B, Landakotsspítala.
Óskar Eyjólfsson,
Sæmundur Bjarkar Árelfusson, Hildur Jónsdóttir,
Ása Laufey Sæmundsdóttir, Sigríður Ó. Sæmundsdóttir,
Jón Óskar Sæmundsson, Ingibjörg Þ. Sæmundsdóttir,
Stefanfa Guðrún Sæmundsdóttir, Bragi Vilhjálmsson,
Kristín Jóna Bragadóttir.
+
Innilegar og hugheilar þakkir til allra,
sem sýndu okkur samúð og vináttu með
heimsóknum, blómum og minningar-
gjöfum við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
MÓSES AÐALSTEINSSONAR.
Sérstakar þakkir fyrir einstaka um-
hyggju, alúð og aöstoð færum við
starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítal-
ans, prestinum okkar, séra Gísla Jónas-
syni, sóknarnefnd og kirkjukór Breiðholtskirkju, Kvenfélagi Breið-
holts, vinnufélögum, bekkjarfélögum hans - M.A-45 - og Lúðra-
sveit Reykjavíkur, sem heiðraði minningu hans viö útförina.
„Drottinn er minn hiröir, mig mun ekkert bresta" Davíðss. 23.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, Ragnheiður Mósesdóttir,
Matthew James Driscoll, Kári og Katrín Þórdís Driscoll.