Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 54

Morgunblaðið - 15.03.1994, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1994 Stýrimanna- skólanemar í Eyjum syntu Guðlaugssund V estmannaeyj um. NEMENDUR 2. stigs Stýrimgnnaskólans í Eyjum syntu árlegt Guð- laugssund til að minnast sundafreks Guðlaugs Friðþórssonar, sem bjargaði sér með'því að synda til lands í Eyjum eftir að bátur hans, Hellisey VE, fórst rúmar þrjár sjómílur austur af Eyjum. Arlega hafa Stýrimannaskólanemar synt Guðlaugssund í sundlauginni í Eyjum en nú fóru þeir sömu leið og Guðlaugur fyrir tíu árum og syntu í sjónum austan frá Ledd til Eyja. Tilgangur sundsins er fyrst og fremst að minna á öryggismál sjómanna ásamt því að minnast afreks Guðlaugs. Að kvöldi 11. mars 1984 fórst Hellisey VE á Leddinni, 3,2 sjómíl- ur austur af Eyjum, fímm skipveij- ar voru á bátnum, tveir hurfu strax í hafið en þrír komust á kjöl báts- ins en tókst ekki að ná til björgun- arbáts. Þegar báturinn sökk undan þeim sem á kili voru ákváðu þeir að reyna sund til lands, tveir gáf- ust fljótt upp en Guðlaugi Friðþórs- syni tókst að synda til Eyja, taka þar land á hraunkantinum og ganga til byggða, berfættur yfir úfíð og stórgrýtt hraun. Guðlaugur vann þama afrek sem er nánast talið ofurmannlegt. 12. mars ár hvert, síðan Helliseyjarslysið varð, hafa nemendur Stýrimannaskólans í Eyjum minnst þessa afreks Guð- laugs með því að synda í sex og hálfa klukkustund í lauginni í Eyj- um, en það er sá tími sem álitið er að Guðlaugur hafí verið á sundi. Nú ákváðu þeir hins vegar að breyta til og synda sömu leið og Guðlaugur synti, frá Leddinni til Eyja, og vekja með því athygli á aðaltilgangi sundsins, sem er að minna á öryggismál sjómanna og þá sérstaklega sjálfvirkan sleppi- búnað í skip og báta. Fimm nemendur 2. stigs Stýri- mannaskólans klæddir blautbún- ingum skiptust á að synda, hver í 10 til 15 mínútur í einu. Hófu þeir sundið rúmlega hálftíu á laugar- dagsmorgun og luku því fjórum og hálfum tíma seinna. Talsverður sjór var þegar synt var og straumur á móti í fyrstu en undir hádegi skipti falli og varð sundið þá léttara en þá jókst kaldinn og sjólagið versn- aði en þó tókst að klára sundið. Björgunarbáturinn Þór fylgdi sund- mönnunum og í bátnum voru félag- ar úr Björgunarfélaginu og læknir sem fylgdist með ástandi sund- mannanna. Talsvert af hnísu var á Leddinni þegar sundið hófst og fylgdu þær sundmönnunum fyrsta spölinn en þegar styttast fór til Eyja slóst múkkinn í för með þeim og múkkager flögraði yfir. Viljum minna á skilaboð Guð- laugs um sleppibúnaðinn Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið, að aðaltilgang- urinn með sundinu væri að vekja athygli á öryggismálum sjómanna. „Við viljum aðallega minna á þau skilaboð sem Guðlaugur flutti okk- ur fyrir tíu árum, að skipveijarnir sem komust á kjöl hafí rætt sín á milli að sjálfvirkur sleppibúnaður á björgunarbátunum hefði verið eina tækið sem hefði komið þeim til bjargar, en slíkur búnaður var ekki í ÍTellisey. I dag eru 80-100 skip án slíks búnaðar vegna þess að kerfíð hefur brugðist. Sjálfvirki sleppibúnaðurinn hefur verið fastur í kerfinu frá því árið 1988 vegna tregðu og þvergirðingsháttar þeirra sem stjórna þessum málum. Þess vegna er það þannig enn í dag að ef skip án sleppibúnaðar ferst á sama hátt og Hellisey fyrir tíu árum eiga skipveijarnir sér enga von um björgun nema að geta synt til lands. Árið 1988 tók Siglingamála- stofnun ríkisins úr gildi reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað í bátum meðan Iðntæknistofnun gerði út- tekt á búnaðinum. Þessari úttekt átti að ljúka fljótt en nú er komið á sjötta ár síðan reglugerðin var felld úr gildi og ekkert bólar á henni enn og á meðan er öryggi sjómanna skert verulega. Með sundinu nú viljum við sérstaklega vekja athygli á þessu og endurnýja með því skilaboðin sem Guðlaugur flutti okkur, svo sleppibúnaður geti komið sjómönnum til bjargar á hættustund,“ sagði Friðrik. Hvernig var þetta hægt? Stefán Geir Gunnarsson, einn nemendanna sem þreytti sundið, sagði að sundið hefði reynt veru- lega á þolrifin í þeim. „Við vorum gjörsamlega búnir í restina og það Morgunblaflið/Sigurgeir Jónasson Nemendur 2. stigs Stýrimannaskólans í Eyjum sem syntu Guðlaugssund á Iaugardaginn. Einar Björn Tómasson, Eiríkur Bragason, Óskar Matthíasson, Siguijón Ingvarsson og Stefán Geir Gunnarsson. Einn sundmannanna á leiðinni frá Leddinni til Eyja. Á myndinni má vel sjá hversu langt Guðlaugur synti en hann tók land á hraun- kantinum austast á Heimaey. Guðlaugur Friðþórsson er nú nemandi í Stýrimannaskólanum í Eyjum. Hann var á sjó á laugardaginn með Gæfu VE meðan skólafélagar hans syntu og var myndin tekin af honum er þeir voru að landa góðum afla í Eyjum á laugardag. má segja að við höfum bara klárað þetta á þvermóðsku," sagði Stefán. Hann sagði að þeir hefðu verið orðnir dálítið kaldir undir lokin og hafí líkamshiti þeirra verið kominn niður fyrir 36 gráður. „Þetta var erfítt í byijun þar sem mikill mót- straumur var og því gekk sundið hægt en eftir fallaskiptin gekk þetta betur. Undir lokin var síðan kominn talsverður kaldi og aldan gerði okkur erfítt fyrir og vildi færa okkur í kaf. Við vorum orðn- ir ansi lúnir í lokin og að því komn- ir að gefast upp en vildum ekki hætta þar sem stutt var eftir og höfðum að klára þessar 3,2 mílur sem við ætluðum að fara. Eftir að hafa reynt þetta gerir maður sér enn betur grein fyrir hversu ofurmannlegt afrek þetta sund Guðlaugs er. Eg var að hugsa það þegar ég var kominn í sjóinn til að synda fyrsta spölinn hvernig í ósköpunum þetta var hægt. Mér fannst ég svo ógnar smár og Eyj- arnar svo langt í burtu að maður hugleiddi hvernig í ósköpunum hann fór að þessu. Þetta er hreint óútskýranlegt. Við vorum fimm sem skiptumst á að synda í 10 til 15 mínútur hver, íklæddir blaut- búningum, og við ætluðum varla að hafa það.“ Stefán lagði áherslu á að til- gangur sundsins hefði verið að vekja athygli á reglugerð um sjálf- virkan sleppibúnað. „Við syntum þetta til að leggja áherslu á skila- boð Guðlaugs um sjálfvirka sleppi- búnaðinn og vonum að þetta sund okkar nú verði til þess að kerfið rumski og reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað í öll skip verði sett í gildi á ný. Það er kominn tími til og þó fyrr hefði verið," sagði Stef- án Geir. - Grímur Vorið er framundan Nú er rétti tíminn að kynna sér einstakt tilboð Komatsu til íslenskra verktaka og framkvæmdaraðila. Tilboðið á sér enga hliðstæðu á markaðinum, og það greiðir götíT þeirra sem hafa áhuga á nýjum traustum vinnuvélum - stórum sem smáum. Hafðu samband strax! 'í. aflC^ ötu KOMAllSU I Vorið er framundan KRAFTVÉLAR HF - FUNAHÖFÐA 6-112 REYKJA VÍK - SÍMI (91) 634500 - FAX (91) 634501 .< i i t'.íi Almennir fyrirlestrar um tímavélar og hulduefni „DAGANA 16. til 23. mars 1994 mun Igor D. Novikov, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, dvelja hér á landi í boði Norrænu stofnun- arinnar í kennilegri eðlisfræði (NORDITA), Stjarnvísindafélags Is- lands, Eðlisfræðifélags Islands og eðlisfræðiskorar Raunvísindadeild- ar Háskóla Islands. Prófessor Novikov mun halda hér tvo almenna fyrirlestra um áhuga- verð efni í nútíma vísindum. Fyrir- lestrarnir, sem eru opnir öllum er áhugá hafa, verða fluttir á ensku í stofu 101 í Odda og hefjast í báðum tilfellum kl. 17.15. Hinn fyrri, sem fjallar um það hvort hægt sé að ferð- ast aftur á bak í tíma og breyta fortíðinni, verður haldinn fímmtu- daginn 17. mars og ber hann heitið Can We Change the Past? (Modern Physics and Time Machines). Seinni fyrirlesturinn verður hald- inn mánudaginn 21. mars og íjallar hann um hið dularfulla hulduefni (e. dark matter) sem veldur stjarnvís- indamönnum miklum heilabrotum um þessar mundir. Heiti erindisins er The Nature oí Dark Mntter in the Universe. Igor D. Novikov er einn af fremstu stjarneðlisfræðingum samtímans, segir í fréttatilkynningu. Hann er prófessor við stjörnufræðideild Kaupmannahafnarháskóla og for- stöðumaður Stofnunarinnar í kenni- legri stjarneðlisfræði (TAC) í Kaup- mannahöfn. Þá er hann einnig tengdur prófessor í stjarneðlisfræði við NORDITA. Áður en hann fluttist til Kaupmannahafnar var Novikov prófessor í stjarneðlisfræði við Moskvuháskóla og yfirmaður stjarn- eðlisfræðideildar Lebedev-stofnun- arinnar í Moskvu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.