Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
37
Minning
Andrés Wendel
Fæddur 6. júní 1907
Dáinn 1. mars 1994
Seinni hluta nítjándu aldar var
við Dýrafjörð selstöðuverslun sem
hét Gramsverslun. Verslun þessi
virtist eiga töluvert undir sér, því
hún hafði útibú í Stykkishólmi og
Ólafsvík. Eigandi hennar mun hafa
verið Niels Chr. Grams. Ekki er ég
viss um hvort hann var danskur eða
þýskur. Faktor hans á Þingeyri var
þýskur maður Friðrik Wendel.
Hann var giftur íslenskri konu
Svanfríði Ólafsdóttur. Á árinu 1893
kom annar þýskur maður í plássið.
Hann hafði komið frá Þýskalandi
tekið land í Reykjavík og farið fót-
gangandi með landpóstum vestur í
Isafjarðardjúp. Þaðan fékk hann
skipsferð til ísafjarðar og gekk
þaðan til Þingeyrar. Var þar kominn
Hermann Wendel — bróðir faktors-
ins. Það stóð mikið til í plássinu og
hann hafði verið ráðinn til bróðurs
síns Friðriks Wendel til að mála
verslunarhúsin að utan og innan.
Staðurinn skyldi verða álitlegur og
snyrtilegur, enda við hæfi þar sem
hann stóð við einn fegursta fjörð
landsins. Þessi þýski málari ílengd-
ist á Þingeyri eftir að hann hafði
lokið verki sínu. Eitthvað fékkst
hann við húsamálun, en hann mun
meira hafa verið að skrautmála
kistur og þóttu þær hið mesta djásn
hússins eftir að handverk Her-
manns hafði notið við. Þessi maður
virðist hafa verið þúsund þjala smið-
ur því hann gerði við úr og klukkur
Dýrfirðinga og nágrannasveita.
Einnig mun hann hafa tekið að sér
útskurð í tré og eitthvað fékkst
hann við gull- og silfursmíði. En
eitt aðalstarf hans var ljósmyndun
og rak hann ljósmyndastofu á Þing-
eyri. Hermann kvæntist fljótlega
eftir komu sína til Þingeyrar mág-
konu bróður síns. Kona hans hét
Ólafía Ólafsdóttir. Fríð og glæsileg
kona, eignuðust þau saman sjö börn
og var Andrés sem hér er minnst
þeirra yngstur fæddur 1907. Þegar
hann var á fimmta ári veiktist Ólaf-
íaa móðir hans og þá skeður hið
undarlega. Hermann fer með konu
sína til Hamborgar til að leita henni
lækningar. Og höfðu þau þijú af
börnum sínum með. Allar lækninga-
tilraunir voru árangurslausar.
Kunnugir menn segja mér að senni-
lega hafi sjúkdómurinn verið
krabbamein, en það er ólæknandi
enn. Hún lést nokkru eftir heim-
komu sína til Þingeyrar. Börnin
þijú sem fóru með foreldrum sínum
þessa ferð urðu eftir í Þýskalandi
hjá föðursystur sinni. Hún bjó í
Slésvík Holtsetalandi og sagt var á
Þingeyri að hún væri auðug kona.
Systkinin sem urðu eftir í Þýska-
landi voru tveir drengir og ein
stúlka. Drengirnir urðu þýskir borg-
arar. En það er um stúlkuna að
segja að hún týndist í umróti fyrri
heimssyijaldar. En hún kom aftur
fram 1922-1923 og kom þá til ís-
lands og bjó hér til æviloka.
Andrés var á sjötta ári er móðir
hans dó. Ráðskona var á heimilinu
í veikindum móðurinnar — Sigríður
Benediktsdóttir frá Dýrafirði. Hún
dvaldist áfram á heimilinu og varð
fósturmóðir Andrésar og reyndist
honum mjög vel. Um fermingu
missti Andrés föður sinn, en var
áfram hjá fósturmóður sinni ýmist
á Þingeyri eða í sveit á ættarslóðum
hennar. Það var kært með þeim og
sem dæmi um það, var að þegar
Sigríður kom um 1940 til Reykja-
víkur, dvaldist hún þá á heimili
Minning
Sigríður Brynja
Pétursdóttir
Fædd 29. janúar 1956
Dáin 18. febrúar 1994
Mér brá mikið þegar vinkona mín
hringdi til mín og tilkynnti mér að
Sigga vinkona mín væri látin. Manni
finnst þetta gerast svo snöggt og svo
allt of fljótt. Hún var aðeins 38 ára
gömul.
Ég kynntist henni í kringum 1980
þegar hún Var nýkomin frá Mexíkó
þegar sem hún hafði búið um tíma.
Ég man að þetta var um sama leyti
og hún kynntist eiginmanni sínum,
Kristgeiri Hákonarsyni. Sigga var
mjög áberandi persóna því hún var
mjög falleg kona með dökkt, þykkt
hár, dökka húð og falleg, brún augu.
Hún var alltaf mjög smekklega til
fara og hélt sér alltaf mjög vel til.
Ég minnist þess til dæmis þegar hún
giftist Kristgeiri og við vorum öll í
Broadway um kvöldið að hún var svo
glæsileg og kjóllinn hennar svo flott-
ur að fólk var að óska henni til ham-
ingju með sigurinn, því það hélt að
hún hefði verið að vinna fegurðars-
amkeppni. Hún gekk um eins og
drottning.
Ekki var heimilið hennar síðra.
Það er eitt fallegasta heimili sem ég
hef komið á, enda var það stolt henn-
ar að hafa það sem fallegast og það
tókst henni svo sannarlega og þar
fékk smekkvísi hennar að njóta sín
til fullnustu. Hún var mjög dugleg
kona og það var áberandi hvað heim-
ilið hennar var alltaf tandurhreint
og augsýnilegt að þar var nostrað
við hlutina.
Sigg^u várð ekki bama auðið í
þessu lífi en það var áberandi í fari
hennar hversu bamgóð hún var.
Augasteinninn hennar var litla bróð-
urdóttir hennar, Brynja, sem heitir
í höfuðið á henni. Og þegar ég gekk
með tvíburana mína, fylgdist Sigga
náið með öllu og lifði sig svo vel inn
i allt, því henni fannst þetta svo
spennandi. Hún var fýrsta manneskj-
an sem heimsótti mig á fæðingar-
deildina eftir að drengimir voru
fæddir. Síðan kom hún oft í heim-
sókn og dáðist að börnunum og lifði
sig inn í að halda á þeim og kela
við þá og færði þeim gjafir. Það var
eitt af því sem henni þótti mjög gam-
an, að gefa bömum gjafir. Og þær
voru alltaf mjög vandlega valdar og
af mestu smekkvísi.
Ég tók líka eftir því að hún kunni
mjög vel að umgangast gamalt fólk
og með mikilli tillitssemi, því ég fór
oft með henni í heimsókn til fóst-
urömmu hennar sem hún kallaði Lóu
ömmu. Sigga var í stöðugu sam-
bandi við hana og var dugleg að
heimsækja hana og sýndi henni mikla
tillitssemi. En hún er nú nýlátin.
Sigga virtist oft vera frekar harð-
ur persónuleiki en innst inni veit ég
að hún átti lítið hjarta, því ég gleymi
því ekki þegar litli kanarífuglinn
hennar dó, þá hringdi hún til mín
og grét eins og lítið barn. Það vom
oft skin og skúrir í sambandi okkar
Siggu og við alls ekki alltaf sam-
mála. Það slettist oft upp á vinskap-
inn en við vorum alltaf fljótar að
fyrirgefa hvor annarri og sættumst
á nýjan leik.
A viðkvæmum unglingsaldri
missti hún skyndilega föður sinn í
slysi og það fannst mér setja mjög
mikið mark sitt á hana og ég hafði
það alltaf á tilfinningunni hversu
mikið hún saknaði hans.
Það er eina huggunin að ég veit
að nú er hún komin yfir í betri og
fullkomnari heim sem bíður okkar
allra, þar sem faðir hennar hefur án
efa tekið vel á móti henni og hún
fær að njóta ástríkrar nærveru hans.
Ég þakka Siggu fyrir allar góðu
Andrésar og til æviloka 1954.
Þegar Andrés var á 18. ári veikt-
ist hann af berklum og fór á Vífils-
staðaspítala. Ótti við berklana var
þá mjög sterkur og áttu fáir aftur-
kvæmt sem veiktust af þeim. Andr-
és náði heilsu en fékk síðar berkla
í fótinn og gekkst undir margar
skurðaðgerðir hjá þeim mikilhæfa
lækni Matthíasi Einarssyni.
Alls mun Andrés hafa verið að
glíma við þessi veikindi hátt í ára-
tug. Kunningi minn einn sagði við
mig: „Það er ekkert gefið að þetta
hafi verið berklar — það voru sko
engir berklar — Matthías skrifaði
gjarnan berkla á vottorðin vegna
þess að ef fátækt fólk átti í hlut
þá voru vottorð um berkla sem
tryggðu ókeypis læknishjálp og
sjúkrahúsvist." En eitt er víst að
Andrés gekk óhaltur eftir þessar
aðgerðir Matthíasar. Sami kunningi
sagði: „Matthías skar mig og skrif-
aði vottorð upp á berkla — hann
vissi að ég var peningalaus."
Andrés fór í Núpsskóla og var
þar veturinn 1932-33. Eitthvað
mun hann hafa fengist við kennslu
á Þingeyri. Síðan flutti hann til
Reykjavíkur og vann ein tvö versl-
unarstörf sem hann undi illa í.
Hann vann síðan almenn verka-
mannastörf. Hann vann t.d. í Breta-
vinnu, bílaverkstæði og um 30 ár
í Nýju blikksmiðjunni. Síðustu árin
sem hann starfaði var hann hjá
Breiðholti hf. í byggingarvinnu.
Andrés kvæntist árið 1938 Borg-
hild Wendel norskri konu sem vann
hér um þessar mundir, aðallega við
saumaskap hjá L.H. Muller í Aust-
urstræti. Borghild var Andrési
traustur og góður lífsförunautur.
Hún kvaddi sitt föðurland og gerði
hans land að sínu landi. Þetta var
góð kona.
Þau eignuðust tvær dætur, Lindu
meinatækni sem gift er Agnari Ing-
ólfssyni líffræðiprófessor. Þau eiga
tvo syni, Torfa sem er við nám í
Ijósmyndun og kvimyndun í Flórída
og Inga sem er við líffræðinám í
stundirnar sem við áttum saman og
allt sem ég lærði af henni og það
var heilmikið. Svo votta ég eigin-
manni hennar, Kristgeiri, og allri
hennar fjölskyldu dýpstu samúð mína
á þessari sorgarstundu og bið Guð
að gefa ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Hafdís Huld Ómarsdóttir,
Torekov, Svíþjóð.
Mig langar með þessum fátæklegu
orðum að minnast vinkonu minnar,
Siggu, sem lést aðfaranótt 18. febr-
úar síðastliðinn.
Kynni okkar Siggu hófust þegar
ég fluttist ásamt fjölskyldu minni að
Leifsgötu 25 árið 1989. Sigga var
einstaklega barngóð og synir mínir
voru mjög hændir að henni. Samband
okkar rofnaði ekki þrátt fyrir að ég
flytti af Leifsgötunni fyrir einu ári
og var daglegt símasamband á milli
okkar.
Sigga unni blómum og fallegum
hlutum og bar heimili hennar og
Kristgeirs vott um það.
Olga dóttir mín sem er í Svíþjóð
sendir kveðju sína og þykir leitt að
geta ekki fylgt henni.
Ég vil að lokum votta Kristgeiri
og öllum ættingjum og vinum samúð
mina og fjölskyldu minnar. Megi al-
góður Guð styrkja þau og styðja.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er Tiér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Jóhanna.
Látin er Sigríður Brynja Péturs-
dóttir, eða Sigga Pé eins og hún var
ætíð kölluð.
Fréttin um ótímabæra brottför
þína úr þessum heimi var eitthvað
svo óraunveruleg og þú skilur eftir
stórt skarð. Þú áttir einfaldlega svo
mikið eftir.
Háskóla íslands. Yngri dóttirin er
Marianna bókasafnsvörður í Cal-
gary í Kanada. Þar hefur hún búið
í 14 ár, en er nú heima að kveðja
föður sinn.
Andrés gekk í Verkamannafélag-
ið Dagsbrún upp úr 1940. Hann
var kosinn í trúnaðarráð félagsins
strax 1946 og sat í því um 40 ár.
Hvers vegna er ég að minnast
þessa manns? Vegna þess að Dags-
brún stendur í ómældri þakkarskuld
við þennan látna verkamann. Hann
var einn þeirra sem mynduðu kjarn-
ann í þessu öfluga félagi. Á öllum
fundum mátti treysta því að hann
mætti. í erfiðum verkföllum stóð
hann oft vakt nótt og dag og taldi
engin störf eftir sér. Hann var oft-
ast settur á þær vígstöðvar sem
þurfti að hafa verulega trausta og
ábyggilega menn. I hörðum Dags-
brúnarkosningum gekk hann hús
úr húsi þó það væri ekki við skap-
lyndi hans að fara bónarveg til
manna — hann var maður stoltur
í hógværð sinni. Þeir eru óteljandi
samningafundir, ráðstefnur og þing
Við áttum margar góðar stundir
saman. Sigga Pé var ætíð svo glöð
og kát og í góðra vina hópi naut hún
sín best. Henni þótti afar vænt um
börn, þótt þeim hjónunum yrði ekki
bama auðið.
Sigga var mjög ákveðin kona.
Þessa stundina er mér efst í huga
ferðin okkar á Snæfellsnes. Við fór-
um í beijamó, en það var frekar lítið
um ber. Þegar allir höfðu gefist upp
við tínsluna áttuðum við okkur á því
að Sigga Pé V'ár horfin! En viti menn,
stuttu síðar birtist hún með bros á
vör og fulla fötu af beijum.
Það er erfitt að trúa því að við
eigum ekki eftir að hittast aftur í
þessu jarðlífi.
Elsku Sigga mín, með þessu Ijóði
viljum við kveðja þig og þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman í gegnum árin.
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum.
Döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir.
Aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Við vottum þér, Kristgeir, og öll-
um öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð að
styrkja ykkur.
Sigríður, Grétar og fjölskylda.
sem hann sat sem fulltrúi Dags-
brúnar.
Kynni okkar voru persónuleg um
margra ára skeið og samstarf okk-
ar hjá Dagsbrún varð að vináttu.
Mér fannst það sómi að eiga þenn-
an greinda og trausta mann að vini.
Hann trúði ekki fyrst og fremst á
foringja, hann átti hugsjónir og var
þeim trúr. Atvinnuöryggi, launa-
jöfnun og betra og réttlátara mann-
líf fyrir verkafólk. En hann var
ekki prédikari, það var aðeins í örfá
skipti sem hann talaði á fundum.
En hann fylgdi fast þeim sem boð-
uðu lífsskoðanir hans. Aldrei held
ég að Andrés hafi fengið neinar
greiðslur fyrir félagsstörf, enda
voru þau unnin af öðrum hvötum.
Það vill brenna við — ærið oft —
að einstökum mönnum séu þökkuð
stórverk. Atvinnuleysisstryggingar,
sjúkra- og orlofssjóðir, greiðslur í
veikindum, lífeyrissjóðir, gjörbreytt
tryggingalöggjöf o.s.frv. sem öllum
fínnst sjálfsagt í dag voru baráttu-
mál þeirra nafnlausu — þeir áttu
stærstan þáttinn í sigrunum. Andr-
és var einn af þessum sterku nafn-
lausu.
í dag berst félag hans harðri
baráttu gegn miklu atvinnuleysi —
það væri styrkur í þeirri baráttu
að hafa Andrés Wendel.
Andrés var gæsilegur maður og
fríður sýnum — svipfastur. Hann
var ör í skapi og oft styggur í til-
svörum og ekki hvers manns við-
hlæjandi. Ef til vill hafa veikindi
æskuáranna sem honum tókst þó
að sigrast á mótað hann á þann
veg. Hann bjó alla tíð í leiguhús-
næði í Reykjavík og hafði ekki mik-
ið umleikis. Lengst af bjó hann í
Kleppsholtinu þar til fyrir einum
15 árum að hann eignaðist íbúð í
byggingum Framkvæmdanefndar-
innar í Breiðholti og þar bjó hann
til æviloka.
Ég bið ástvinum hans öllum
blessunar. En við skulum ekki gráta
á útfarardegi hans. 19. janúar sl.
lést Borghild kona hans og heilsa
hans var orðin þannig að hann naut
ekki unaðsdaga.
Dagsbrúnarmenn kveðja Andrés
Wendel með þökk og virðingu.
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar.
ísl.mdskosim
l n íidiA kkjiir
Vorö frá 750 kr. á mann
<>1 48 49
FnÖfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiö öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
m
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
SKEMMUVEGl 48 • SÍMI 91-76677
IIS. HELGAS0N HF
ISTEINSMIO JA