Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 21 Stöðugt fleiri fyrirtæki láta til sín taka í fiarskiptaheiminum ------Q-------nl-----------------------tl A AT&Tsækir á íEvrópu Hannover. Reuter. AT&T NSI, tækjadeild stærsta fjarskiptafyrirtækis heims í Evrópu, gerir ráð fyrir aukinni fjárfestingu, þar sem gagnaflutningafyrir- tæki muni keppast um að færa símakerfi sín í nýtízkulegra horf. Dan Hesse, forseti AT&T NSI, sagði í samtali við Reuter að hann vildi færa sér væntanlega nútíma- væðingu í nyt til þess að gera AT&T að voldugasta seljanda fjarskipta- búnaðar í Evrópu. „Takmark okkar er að fá um það bil 20% markaðshlutdeild í Evrópu á innan við 10 árum,“ sagði hann. AT&T NSI hefur sem stendur 4% hlutdeild á 24 milljarða dollara markaði Evrópu fyrir fjarskipta- búnað. Hesse sagði að þar sem sam- keppnin ylli samþjöppun í greininni mundu þijú eða fjögur stór fyrir- tæki og ýmis sérhæfð minni félög skipta markaðnum á milli sín. AT&T hefur sett sér það markmið að verða aðalseljandi nýs fjarskipta- búnaðar og sækja í þriðja sætið í Evrópu. AT&T er nú annar mesti seljandi fjarskiptabúnaðar í heiminum, næst á eftir Alcatel í Frakklandi, en Si- emens-fyrirtækið í Þýzkalandi er í þriðja sæti. Siemens og Alcatel eru hníflöfn í baráttunni um .efsta sæt- ið í Evrópu og Ericsson-fyrirtækið kemur næst. Útgjöld munu aukast á næstu 10 árum þegar samkeppni leiðir til þess að nýir markaðir munu opn- ast, meðal annars á sviði farsíma, og stórir seljendur keppast um að bæta netkerfi sín og þjónustu áður en venjuleg símaþjónusta í Evrópu verður færð í fijálsara horf' 1998. í síðustu viku tilkynnti þýzki söluaðilinn Deutsche Bundespost s Telekom að fimm milljarða marka stafrænu símakerfi yrði komið á fót aldamótaárið 2000, sex árum fyrr en áætlað var. Áhugi á tengingu ólíkra fjar- skiptakerfa mun leiða til breytinga á búnaði sem seljendur kaupa. Hesse telur AT&T standa vel að þessu leyti. Mikil breyting muni verða á fjárfestingum um leið og meiri áherzla verði lögð á að þókn- ast viðskiptavinum. FJARSKIPTASKIPAN HEIMSINS Forsvarsmenn helstu fjarskiptastofnana, þar á meðal Al Gore varaforseti Bandaríkjanna, hittust í Argentínu á mánudag til að ræða hvernig megi koma nýjustu fjarskiptatækni til afskektra hluta heims. HVAR ERU SÍMALÍNURNAR?* 10 STÆRSTU SÍMAFYRIRTÆKI HEIMS* ALLS: 575 milljónir Japan 10% Aðrir 34% Rekstraraðili Tekjur i millj. Land dollara Síma- línur millj. NTT“ Japan 51.354 57 AT&T*” Bandaríkin 39.580 - DBPTelekom Þýskaland 34.550 35 BT“ Bretland 23.379 26 France Telecom Frakkland 23.164 30 SIP Ítalía 17.492 24 Bell South Bandaríkin 15.202 19 Nynex Bandaríkin 13.155 16 GTE Bandaríkin 12.644 17 Bell Atlantic Bandaríkin 12.093 18 Alls 242.613 242 'Tölur Irá 1992 "Reikningslok 31. mars 1993 ***Veitir ekki svæðisbundna þjónustu RE REUTER Hemili: ITU, úrársskýrslm lyrirlækja Annað fjarskiptakerfi um gervihnetti ráðgert New York. Reuter. TVEIR úr hópi auðugustu hátæknifrumkvöðla Bandaríkjanna hafa áform á prjónunum um stofnun fyrirtækis til þess að koma á fót níu milljarða dollara fjarskiptakerfi um gervi- hnetti að sögn The New York Times. William Gates, stofnandi og stjórnarformaður Microsoft, sem hann gerði að stærsta tölvuhug-- búnaðarfyrirtæki heims, og Craig McCaw, sem gerði McCaw Cellular Communications að stærsta far- símafyrirtæki Bandaríkjanna, hafa í hyggju að stofna fyrirtækið Teledesic með bækistöð í Kirkland í Washingtonríki. Hugmyndin er að koma upp kerfi 840 lítilla gervihnatta, sem munu mynda tölvuvætt fjarskipta- net að sögn The New York Tim- es. Með gervihnattakerfinu hyggst Teledesic flytja hvers konar mynd- ir og merki milli staða hvar sem er á jörðinni. Sagt er að Gates og McCaw hafi unnið að áætluninni á laun í þijú ár. „Tilgangurinn með þessu kerfi er að veita íbúum sveita og af- skekktra svæða í heiminum að- gang að heilbrigðis- og fræðslu- Þýskaland Daimler-Benz samsteypan fær nýjan yfirmann 1995 Bonn. Reuter. STÆRSTA iðnfyrirtæki Þýzkalands, Daimler-Benz AG, er fá- mált um þrálátar fréttir um að Jiirgen Schrempp muni taka við stöðu stjórnarformanns af Edzard Reuter þegar hann læt- ur af störfum fyrir aldurs sakir á næsta ári. þjónustu, sem hægt er að fá í þéttbýli,“ sagði forseti Teledesics, Russel Daggatt, í samtali við blað- ið, Ljósleiðarakerfi, sem mörg sím- fyrirtæki hafa komið sér upp, standa hinu nýja gervihnattakerfi á sporði, en nýja kerfið á að geta náð til vanþróaðra og einangraðra svæða í heiminum. I ráði er að koma kerfinu upp og hefja starfrækslu á því árið 2001, en fjáröflun er ekki hafin. Áætlunin krefst samvinnu við stórfyrirtæki um allan heim og verður háð leyfi stjórnvalda í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Gates og McCaw munu eiga um 30% hvor í nýja fyrirtækinu og McCaw verður stjórnarformaður. McCaw reynir um þessar mundir að selja farsímafyrirtæki sitt síma- félaginu AT&T fyrir 12,6 milljarða dollara. Fyrirhugað netkerfi minnir nokkuð á 3,3 milljarða dollara sím- kerfi um gervihnetti í eigu fyrir- tækisins Motorola, sem nefnist Iridium, en verður afkastameira. Schrempp er yfirmaður dóttur- fyrirtækis Daimlers, Deutsche Aerospace AG (DASA). Að sögn vikuritsins Der Spiegel hefur Reuter komizt að óformlegu sam- komulagi við aðalframkvæmda- stjóra Deutsche Bank, Hilmar Kopper — sem er einnig yfirmaður eftirlitsdeildar Daimlers — um að skipa Schrempp í stöðu æðsta manns fyrirtækisins í Stuttgart. Deutsche Bank er stærsti banki Þýzkalands og stærsti hluthafinn í Daimler. Talsmaður Daimlers segir að engin opinber ákvörðun verði tekin um eftirmann Reuters fyrr en eft- ir ársfund fyrirtækisins 18. maí. Hvorki Daimler né DASA neita því afdráttarlaust að Schrempp hafi verið valinn eftirmaður með óformlegum hætti. Schrempp er dugandi kaup- sýslumaður, sem hefur stjórnað DASA á umbrotasömu tímabili síðan fyrirtækið var stofnað 1989, með samruna nokkurra fyrirtækja, og hann hefur lengi verið talinn hugsanlegur eftirmaður Reuters. Verkefnum hefur fækkað hjá DASA síðan kalda stríðinu lauk og Schrempp hefur knúið fram endurskipulagningu, sem mun alls kosta um 16.000 manns atvinnuna fyrir árslok 1996. Der Spiegel segir að helzti keppinautur Schrempps sé stjórn- arformaður Mercedes-Benz AG, Helmut Werner, hafi fallið í ónáð hjá Reuter með því að draga stjórnunaraðferðir hans í efa. Werner vill að aðgreindar deildir Daimlers fái aukið sjálfstæði, en Schrempp er á sama máli og Reut- er, sem vill að völdin hvíli hjá eign- arhaldsfyrirtækinu að sögn Der Spiegels. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! VELADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAN SACHS HÖGGDEYFAR 1FARAR- 8RODDI SACHS verksmiðjumar eru leiðandi framleiðendur á höggdeyfum og kúplingum í evrópska og japanska bíla. ÓSKALÍNAN FRÁ SACHS TRYGGIR ÖRYGGIOG AKSTURSEIGINLEIKA 1904 viö1994 90 ÁRN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 Raftækin renna út Hrœrivél Straujárn Gerð: BA 3243. Gerð: AT 2580. K a fm a g n s h n ífa r Gerð: EM 3961 K affi k ii n n u r Gerð: KA5380. Kr. 1.795,- F á s t n m la n d allt Öll verð mirfPfo stgrafsl. EINAR FARESTVEIT &C0 hf Borgartúni 28, sími 622900 VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.