Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 CHARLES GRODIN Sýnd kl. 5, 7 og 9. BASKIUESK HÁTÍÐ 22. TIL 28. MARS *** Al. MBL *** HH Pressan ***JK Elntak Spennumynd meo Al Pacino og Sean Penn. Leikstj. Brian de Palma Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 9. HASKOLABIO SÍMI 22140 „Engum dylst að það eru tár og blóð bak við myndgerðina, skap, manneskja. Spielberg hefur hér skapað ...eina magn- þrúngnustu mynd síðari áratuga, | kannski í kvikmyndasögunni.“ ★★★★ Ó. H.T. Rás 2. Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. 135 MÍN. DANIEL DAY-LEWI8 EMMA THOMPSON PETE POSTLETHWAITF IN THE NAME 0F THE FATHER Stórmynd sem ýtir hraustlega við fólki og hefur hlotið mikla aðsókn. Guilford fjórmenningarnir sátu 15 ár saklaus í fangelsi og breska réttarkerfið þverskallast enn við að veita þeim uppreisn æru. SÝND KL. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. LISTISCHINDLERS „Að líkindum hefur aldrei áður verið gerð slík mynd né verður gerð ...Spielberg leiðir okkur miskunnarlaust alla leið... lýsing og kvikmyndataka eru sömuleiðis meðal bestu þátta myndarinnar sem hlýtur að teljast sígilt tímamótaverk þegar fram líða stundir... Niðurstaðan ein veigamesta mynd síðari tíma." ★ ★★★ SÆBJÖRN VALDIMARSSON, MBL. / NAFN/ FÖÐURINS *★★★ A.l. MBL ★ ★*★ H.H. PRESSAN ★★★★ Ö.M. TÍMINN ★ A#%J.K. EINTAK Vanrækt vor Óvæntur glaðningur frá ástríðufullri og sjálfstæðri þjóð 195 mín Stórskemmtileg dönsk mynd um endurfundi gamalla skólafélaga. Kr. 350. Sýnd kl. 5 og 7. Ys og þys útaf engu Kr 350. Sýnd kl. 7. Kenneth Branagh og Emma Thompson í ærsialeik Shakespeares. TASIO Leikstjóri: Montxo Armendariz Saga Baskahéraðsins smækkuð í sögu veiðiþjófsins Tasio sem heldur frelsi sínu og sjálfstæði með því að brjóta l0gm Sýnd kl. 9 Leikstjóri Steven Spielberg Stórbrotin saga þýska iðjuhöldsins Oskars Schindler sem bjargaði 1100 gyðingum úr klóm nasista. Fjárhættuspilarinn og kvennaflagarinn Schindler hugðist græða á hermanginu og nýtti sér ódýrt vinnuafl gyðinga úr útrýmingarbúðum nasista. Þeir sem komust á lista Schindlers voru hólpnir, hinna beið dauðinn. Aðalhlutverk Liam Neeson, Ben Kingsley og Ralph Fiennes. Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 600 kr. SÝND KL. 5 OG 9. Fullorðinsfræðsla í vor- og sumarönnum FULLORÐINSFRÆÐSL- AN hefur nú aftur starf af fullum krafti eftir nokkurt hié kringnm ára- Námskeiðið er skipulagt sem kynningamámskeið og gefur það innsýn í grundvöll höfuðbeina- og spjaldhryggs- meðferðar. Þátttakendur geta byrjað að framkvæma einfalda meðferð strax að loknu námskeiðinu, sem veitir þátttökurétt í þremur vikun- ámskeiðum, sem saman gefa mótin. 50% afsláttur verð- ur veittur á allar bókanir gerðar fyrir 1. apríl í námsaðstoð og fullorðins- þátttakendum fullnægjandi undirstöðu til að framkvæma meðferðina. Þátttöku í námskeiðinu ber að tilkynna Gunnari Gunnarssyni sálfræðingi Þernunesi 4, Garðabæ. Nám- skeiðið mun standa frá kl. 9-17 báða dagana og er þátt- tokugjald kr. 15.000. námskeið í tungumálum. Sem fyrr er boðið upp á fullorðinsnámskeiðin „byijun frá byijun“ og eru einmitt að hefjast námseið í ensku, sænsku og þýsku ásamt staf- setningarnámseiðum í ís- lensku og ensku. Námsað- stoð og námskeið fyrir sam- ræmd próf grunnskólanna erú og að hefjast og skráning er þegar hafin í matshæfa prófáfanga Sumarskólans í fornám í kjarnafögum og 102-3 og 202-3 áfanga í ISL, ENS, STÆ, DAN, SÆN, NOR sem og ÞYS og einnig STÆ 603 sem er yfir- lits- og undirbúningsáfangi fyrir háskólanám ásamt há- skólaáfanganum (O ein) Stærðfræði I (091116) fyrir nemendur og verðandi nem- endur í raunvísindum. Skólinn starfar nú aftur í Breiðholti að Hábergi 7 og nýtt símanúmer skólans er 71155. Námskeið í höfuðbeina- og hryggjarmeðferð NÁMSKEIÐ í höfuðbeina- og hryggjarmeðferð, cranio- sacral meðferð, verður haldið dagana 28. og 29. mars næstkomandi að Þernunesi 4 í Garðabæ. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Heike Pfaff frá Þýskalandi, en hún hefur stundað nám við Upledger Institute í Bandaríkjun- um og stundar höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðfer með samþykki þýskra heilbrigðisyfirvalda og hefur mikla reynslu á því sviði. Af kmverskum kjamakonum Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Saga bíó: Leikur hlæjandi láns - The Joy Luck Club Leikstjóri Wayne Wang. Handrit Ronald Bass, byggt á samnefndri skáldsögu Amy Tan. Aðalleikendur Tamlyn Tomita, Rosalind Chao, Lisa Lu, Lauren Tom, Tsai Chin, France Nuy- en, Kieu Chinh, Ming Na Wen, Diane Baker, Andrew McCarthy. Bandarísk. Hollywood Pictures 1993. Góðar mæðgur og held- ur slæmir eiginmenn koma við sögu í Leik hlæj- andi láns, sem gerð er eft- ir kunnri metsölubók Amy Tan. Hún fjallar um einar 12 konur, þrjá ættliði sem segja söguna. Fjórar kon- ur af kínverskum ættum stofnuðu með sér klúbb eftir að þær fluttust til Bandaríkjanna. Þegar myndin hefst er ein þeirra, Suyuan (Kieu Chinh), látin og verið er að taka June (Ming-Na Wen) dóttir hennar, inní félagsskap- inn. Hinar eru Lindo (Tsai Chin), An Mei (Lisa Lu) og Ying Ying (France Nuyen). Sem aðrar mæður þrá þær ástir og virðingu dætra sinna sem nú standa allar á eigin fótum í nýja landinu í misjöfnum hjónaböndum, nema June sem er á förum til Kína að hitta systur sínar tvær sem taldar hafa verið af til þessa. Konurnar minn- ast eigin mæðra og rifja upp þær örlagasögur sem tengjast þeim og urðu þess valdandi að þær fluttu búferlum yfir hafið. Dæturnar eiga sömu drauma og þrár, framar öllu sækjast þær eftir viðurkenningu mæðra sinna og móðurástinni. Þessar sögur geta að vissu leyti gerst hvar sem er, eru alþjóðlegar í eðli sínu og samnefnari þeirra sá gamli góði vísdómur, „mamma skilur allt“. Þessar lífsreyndu kjarna-- konur, mæður þeirra og dætur eru leiknar af úr- valsleikkonum sem fæstir kannast við - enda verið lítið um bitastæð hlutverk til handa bandarískum leikkonum af austurlensk- um ættum til þessa, en nú er að verða heldur bet- ur breyting á. Aðeins France Nuyen, sem fyrir margt löngu heillaði Will- am Holden í The World of Suzie Wong, kemur kunnuglega fyrir sjónir. Hún er jafn glæsileg sem fyrr og gott dæmi um þennan hlutverkaskort sem haldið hefur jafn ágætum leikkonum og Nuyen úti í kuldanum alla þeirra tíð. Það er ekki síst þessum afbragðsleikkonum að þakka hversu sterk og áhrifarík Leikur hlæjandi láns í rauninni er. Hvergi veikan punkt að finna í leikhópnum, sem við ís- lendingar erum kannski nokkurn tíma að átta okk- ur á. Og vissulega nýtur hann framúrskarandi vel mótaðra persóna. Ekki síðri þáttur hið safaríka og hádramatíska handrit Tan og Ronalds Bass, sem m.a. skrifaði Óskarsverð- launahandrit myndarinnar Rain Man. Það segir fjölda hrífandi og átakanlegra sagna þriggja kynslóða sem höfðu vonina um betra líf að leiðarljósi og létu aldrei bugast. Leikur hlæjandi láns er full af áhrifamiklum atriðum sem svo sannarlega koma við tilfínningar áhorfand- ans. Hún höfðar því kannske ekki til hörðustu spennumyndaaðdáenda, þó ættu þeir að geta notið hennar sem aðrir. Leik- stjórinn Wayne Wang, sem á að baki nokkrar góðar myndir einsog Dim Sum og Eat a Bowl of Tea, hefur tekist vel að flytja þessa orðmörgu bók á tjaldið og væri ánægju- legt ef hann héldi áfram að fjalla um samruna hinna ólíku menningar- strauma austurs og vest- urs. Hann vék eitt sinn frá þeim, í myndinni Slamd- ance, með slæmum afleið- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.