Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 11 Til heiðurs Jóni Gunnari Myndlist Bragi Asgeirsson Félagar, nemendur og spor- göngumenn hins framsækna myndlistarmanns Jóns Gunnars Árnasonar hafa opnað sýningu honum til heiðurs í salarkynnum Nýlistasafnsins. Húsakynnin voru að hluta til aðsetur SÚM-lista- hópsins meðan hann var og hét frá síðustu árum sjöunda áratug- arins til upphafsára þess áttunda. Má segja, að þetta sé eins konar upphitun fýrir hina stóru yfirlits- sýningu verka hans í Listasafni íslands er verður opnuð nú um helgina. Jón Gunnar var einn af stofn- endum listhópsins og mjög áber- andi í þeim félagsskap alla tíð, og brimbtjótur nýrra viðhorfa í rýmislist. Hann og félagar komu fram á miklum umbrotaárum í íslenzkri myndlist, er farið var að gæta íhaldssemi og stöðnunar hjá brautryðjendum óhlutlægra viðhorfa, og þörf var uppstokk- unar listgilda, og valdadreifingar í félagsmálum. Allt gerðist þetta á þessum árum, jafnt utan sem innan samtaka myndlistarmanna (FÍM), og þegar slíkt gerist verð- ur ekki komist hjá nokkrum árekstrum og pústrum. Þessir tímar eru mér minnis- stæðir, því að þetta var í upphafi ferils míns sem listrýnis, auk þess sem ég hafði á þessum árum drjúg afskipti af félagsmálum myndlistarmanna. Kom það í minn hlut að skrifa um nokkrar árlegar samsýningar SÚM, m.a. þá þriðju í október 1969, sem jafnframt var hin fyrsta í nýjum húsakynnum, en með þeim þátta- skilum rótfesti hinn lausformaði listhópur sig. Það er 21 listamað- ur sem á verk á sýningunni og er hver með eitt verk samkvæmt lögmálum lýðræðisins, en hins vegar eru sum rúmfrek en önnur varla meira en lófastór, sem und- irstrikar að lýðræðið er afstætt í heimi hér. Sýningin hefst á málverki eftir Tryggva Ólafsson í Kaupmanna- höfn og er það málað í minningu Jóns Gunnars: „Til Jóns Gunnars 1991“. Er hér um sígild efnistök að ræða í málverki, en annars kennir margra grasa á sýning- unni því listamennirnir hafa þró- ast hver í sína áttina að segja má, þó hið hugmyndafræðilega sé iðulega grunntónninn. Þama eru og einnig verk eftir þau Jó- hann og Kristínu Eyfells, sem ekki tengdust listhópnum hér heima svo ég viti til, en hafa seinna tekið þátt í sýningum með meðlimum hans ytra. Jóhann, sem var ásamt fleirum á kafi í nýjum viðhorfum á undan list- hópnum, á eitt athyglisverðasta verkið á sýningunni, „Stólpi" 1994, sem er það formrænt mýkra og fjölþættara en það sem hann hefur verið að fást til þessa. Kristín er með stóra portrettmynd sömuleiðis frá 1994, sem er mjög einkennandi fyrir hana, og setja myndir þessara þriggja lista- manna hlýlegri svip á heildina fyrir það að sækja meira til fortíð- arinnar og erfðavenjunnar. Þá kemur verk Björgvins Gylfa Snorrasonar í miðrými á óvart „Blönduð tækni“ 1994, en það er frábrugðið flestu sem frá hon- um hefur komið til þessa og ólíkt áhugaverðara. Kristján Guð- mundsson hefur gripið til ritblýs- ins og gert mjög myndræna línu- mynd „Lárétt/lóðrétt“ (1993), og Sigurður bróðir hans vísar til smiðju Jóns Gunnars í verki sem hann nefnir „Skúlptur" (1994). Athyglisverðasta verkið og með sterkustu vísuninni er senni- lega „Minningardýr um hnífa- Jón“ (1994) eftir Magnús Tómas- son, hið frumlegasta og mest ögrandi sennilega sjálfsmynd Rósku frá 1990 „Ef þú ætlar að fara að selja þig Róska mín, þá mundu það — að selja þig dýrt“ (J.G.Á), og mesti brandarinn í anda núlista verk Ólafs Sveins Gíslasonar „Skál“ (1994), sem er hvítur flatur kassi á vegg og sá sem vill forvitnast um innihald hans dregur upp vískípela. En húmor er þó vissulega nauðsyn- legur inn á milli. Eins og sjá má af upptalning- unni eru langflest myndverkin frá 1994, en einnig eru á sýningunni tvö bréf frá útlendum vinum Jóns, eitt hljóðbréf frá Magnúsi Páls- syni, ein bók og hljómplata frá Einari Guðmundssyni í Múnchen auk margra annarra verka. Dreg- ið saman í hnotskurn er sannferð- ugur SÚM-bragur á sýningunni og sem slík er hún verð allrar athygli. Hefur umsjónarmaður sýningarinnar Kristinn E. Hrafnsson unnið hér gott verk, en að ósekju hefði sýningarskráin mátt vera efnismeiri. '................ ' 4ra herb. íbúð í Hafnarf irði Nýkomin til sölu falleg 4ra herb. íbúð um 90 fm á efri hæð í steinhúsi við Álfaskeið. Allt sér. Mikið geymslu- pláss. Eignin er í ágætu ástandi. Verð 8,2 millj. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. V * I • Hverafold - 3ja — glæsilegt útsýni Glæsileg nýleg 90 fm íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýli. Þvottahús í íbúð. Parket. Flísar. Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar. Gervihnattaloftnet. Eign í sérflokki. Áhvíl- andi byggingasjóður 3,5 millj. Verð 8,3 millj. Fasteignasalan KjörBýli Nýbýlavegi 14, Kópavogi, sími 641400. Hjallabraut - Hafnarf. Til sölu falleg 3ja-4ra herb. íb. á 1. hæð. Húsið er nýklætt að utan á varanlegan hátt. Gott innra skipulag. Nýslípað parket. Yfirbyggðar svalir. Eignin er laus nú þegar. Verð aðeins 6,4-6,7 millj. Upplýsingar í síma 696572 og hjá Valhús, fasteignasölu, sími 651122. Fiskbúð Vantar þig góða örugga fyrirvinnu? Til sölu er þekkt fiskbúð með mikil viðskipti og marga fasta viðskiptavini. Góð vinnsluaðstaða á staðnum. Stöðug aukning. Laus strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAIM SUDURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Sumarfargjöld SAS til Norðurlanda 15. april - 30. september 26.900 27.900 30.900 31.900 Kaupmannahöfn Stokkhólmur Stavanger Heisinki Osló Gautaborg Bergen Malmö Norrköping Mnri Jönköplng Kalmar Váxjö Vásterás Örebro wsr-Æ Sumaráætlun SAS 27. mars - 30. september. Frá ísiandi þriöjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 16:20. Frá Kaupmannahöfn þriöjudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 14:30. Hjúgðu með SAS og skelltu þér í sólina og sumarið. Frá Kaupmannahöfn er þægilegt tengiflug til borga um öll Norðurlöndin. Hafðu samband viö söluskrifstofu SAS eöa feröaskrifstofuna þína. Sölutímabil fargjaldanna nær tll 30. apríl. Bókunarfyrirvari 21 dagur. Lágmarksdvöl 7 dagar, hámarksdvöl 1 mánuöur. Börn og unglingar frá 2ja til 12 ára fá 33% afslátt. fslenskur flugvallarskattur 1.340 kr., danskur 720 kr., norskur 600 kr. og sænskur 130 kr. SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 172 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.