Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
19
-ojy * * I.
Hnsgagnahiimn
U/lll
RISK VERSl
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Biskupsfrúin stígur i stólinn
BISKUPSFRÚIN, Ebba Sigurðardóttir, sté í stólinn í Dómkirjunni
um helgina og flutti ræðu við messu þar. Samkvæmt heimildum
Morg-unblaðsins mun þetta vera í annað sinn í 994 ára sögu kristni
á íslandi að biskupsfrú predikar við messu/en áður gerði það
Sólveig Ásgeirsdóttir, eiginkona Péturs Sigurgeirssonar biskups.
BÍLDSHÖFÐA
REYKJAVIK
SÍMI
20
112
681199
„Ríkí Palestínumanna
mun ógna heimsfriði“
VERÐI Palestínuaröbum leyft að stofna sjálfstætt ríki á Vesturbakka
Jórdan, mun þróast stórt palestínskt ríki sem hrekur Hussein Jórdaníu-
konung frá völdum og ryður Jórdaniu úr vegi með aðstoð frá Teher-
an. Stofnun slíks ríkis yrði ekki gerð með þáttöku Arafats, leiðtoga
PLO, heldur myndu ofstækismenn samtakanna stýra henni. Stofnun
riksins myndi ekki aðeins ógna ísrael heldur öllu svæðinu fyrir botni
Miðjarðarhafs, Egyptalandi, Evrópu og Bandaríkjunum og stefna þann-
ig heimsfriði i voða. Þennan boðskap bar Benjamin Netanyahu, leið-
togi Likud-flokksins, stærsta hægriflokks í ísrael, nefnd innan Evópur-
áðsins sem fyrir skemmstu var á ferð í landinu. „Hann málaði vægast
sagt dökka mynd af afleiðingum slíks ríkis fyrir okkur,“ segir Lára
Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður og varaformaður nefndarinnar
sem sér um tengsl milli þjóðþinga og tengsl við almenning gagnvart
ráðinu, ásamt því að leggja mikla áherslu á umræðu um framkvæmd
lýðræðis í löndum sem ráðinu tengjast.
Lára Margrét er nýkomin úr heim-
sókn til ísrael ásamt þijátíu þing-
mönnum nefndarinnar sem hitti
helstu stjómmálamenn landsins,
meðai annars Yitzhak Rabin, forsæt-
isráðherra, Shimon Peres, utanríkis-
ráðherra, Ezer Weizmann, forseta
ísraels, Weiss, forseta Knesset, ísra-
elska þjóðþingsins, Faisal Husseini,
einn helsta talsmann PLO í landinu,
og fyrrnefndan Netanyahu.
Sammála andstæðingar
„Okkur fannst Netanyahu fara
offari þegar hann lýsti þessu. Hann
spáði því að ef þessari þróun yrði
ekki afstýrt myndi heimsmyndin
breytast á þann hátt að til yrðu þijú
til fjögur risaveldi í framtíðinni. En
það sem kom okkur mest á óvart var
að málflutningur leiðtoga Likud-
fiokksins fékk óvæntan stuðning frá
Faisal Husseini, talsmanni PLO, sem
við hittum í Jerúsalem, og sagði það
sama um samvinnu á svæðinu og
hvernig heimurinn muni þróast.
Hann orðaði það svo að „heimurinn
gæti ekki samþykkt að hafa lítil ríki
í framtíðinni". Meira að segja „lítil
ríki eins og England og Þýskaland“,
eins og hann orðaði það, hefðu verið
„þvinguð inn í Evrópusambandið".
Heimurinn stefni í að vera skipaður
fáum, stórum ríkjum. Husseini und-
irstrikaði mikilvægi nýsvæðissam-
vinnu í Mið-Austurlöndum, sem væri
nauðsynleg. Núverandi stjórnir væru
þar ekki til frambúðar og vinna þyrfti
að breytingum að pólitísku umhverfi
og lögum til að af samvinnu gæti
orðið,“ segir Lára Margrét. Husseini
varaði við því að ef núverandi ástandi
linnti ekki brátt, myndi það ýta und-
ir öra fjölgun heittrúarmanna. Lára
spurði hann hvort samvinna palest-
ínuaraba við lönd heittrúa múslima
myndi ekki að endingu leiða til þess
að ísrael yrði hornreka á svæðinu
og loks mulið undir fæti. „Hann vék
sér undan spurningunni og fannst
hún greinilega ekki mjög þægileg,
sagði bara að það væru líka heittrú-
armenn í ísrael,“ segir Lára Margrét.
Evrópskt ísrael
Forseti þingsins, Weiss, viðraði þá
skoðun við nefndina að Ísraelsríki
væri nokkurs konar „kleyfhugi" sem
gæti ekki gert upp við sig hvort það
ætti að tilheyra heimi Mið-Aust'-
urlanda eða Evrópu. Sjálfur áliti
hann ríkið vestrænt þrátt fyrir að
„vera rökréttasta framlenging þess
sem hér stóð til forna, fyrir utan
Egyptaland" því „minningar okkar
eru vestrænar", hefur Lára Margrét
eftir honum og segir hún að fleiri
Iraelsmenn sem nefndin hitti hafi
slegið á sama streng, sumir jafnvel
talið æskilegt að Israel gengi í Evr-
ópusambandið. „Þingforsetinn
kvaðst líta á ísrael sem pólítíska
töfralausn, þar sem íbúar þess hafi
flutt þangað í trúarlegum tilgangi
en verið gjörólíkir með tilliti til siða,
hegðunar og menningar," segir Lára
Margrét. Oft væri erfitt að sætta
trúna og stjórnmálin og í raun spurn-
ing hvort hægt væri að skapa trú-
verðugt lýðræðisríki úr þessum ólíku
eigindum sem ná aðeins yfir þijár
kynslóðir. Aherslur eru þó aðrar en
í flestum lýðræðisríkjum, eða eins
og hann sagði; „tilvist ísraels kemur
á undan velferð þess“.“
Fjöldamorðin hvíla þungt
Lára segir að þrátt fyrir að tölu-
vert bæri á milli þeirra manna sem
nefndin hitti, bæði hvað varðar
áherslur og skoðanir, hafi þrjú atriði
verið þeim öllum hugleikin; friðarvið-
ræður ísraels og PLO, þáttur Banda-.
ríkjamanna við milligöngu um frið
og fjöldamorðin í bænahúsi múslima
í Hebron, sem stefnt hafa friðarum-
leitunum í tvísýnu. ísraelsmenn hafi
verið sammála um að kaldrifjað morð
væri að ræða, án þess að pólítískt
ráðabrugg byggi þar að baki. Shimon
Peres sagði að fyrir fjöldamorðin
hefði ástandið í Israel verið það besta
sem ríkt hafði í langan tíma, en
morðin hefðu verið harmleikur fyrir
alla þjóðina og kölluðu á gagngera
endurskoðun á allri stefnumótun.
Rabin, forsætisráðherra, sagði
nefndinni að ekki hefði verið nema
um mánuður eftir af samningavið-
ræðum við PLO þegar atburðirnir í
Hebron áttu sér stað og skaðinn sem
þeir yllu væri óbætanlegur. „Rabin
talaði um að hryðjuverk hefðu tvö-
faldast í landinu eftir samkomulag
ísraels og PLO, en eftir Hebron hefði
ástandið versnað svo mjög að nú
þegar væri búið að myrða á fjórða
tug gyðinga í hefndarskyni," segir
Lára Margrét.
Friðarviðræðum framhaldið
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu á
föstudag, í kjölfar þess að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fjöld-
armorðin í Hebron, að Sýrlendingar,
Jórdanir og Líbapir myndu hefja frið-
arviðræður við ísraela í apríl næst-
komandi. Einnig var tilkynnt um för
nefndar háttsettra, ísraelska emb-
ættismanna á fund PLO í Túnis á
sunnudag til að halda áfram samn-
ingaviðræðum um sjálfstjórn Palest-
ínumanna á Gaza-svæðinu og Jeríkó
á Vesturbakkanum. ísraelar hafa
einnig tekið líklega í að alþjóðlegar
eftirlitssveitir fari til starfa á þessum
svæðum. Bæði ísraelarnir sem þing-
mennirnir ræddu við og fulltrúi PLO
minntust á þátt Bandaríkjamanna í
friðarumleitunum og töldu hann mik-
ilvægan. Weizmann forseti nefndi
m.a. til skýringar að þrátt fyrir að
frumkvæðið að friðarsamningum
milli Israela og Egypta fyrir um hálf-
um öðrum áratug hefði komið_ frá
Begin, fyrrum forsætisráðherra ísra-
els, og Sadat, fyrrum forseta Egypta-
lands, hefði aldrei tekist að ljúka
þeim án þáttöku þáverandi Banda-
ríkjaforseta, Jimmys Carters. „Weiz-
man lýsti yfir ánægju sinni með
valdasetu Mubaraks í Egyptalandi
og sagði að ef samningar við PLO
tækjust sem skyldi, yrði næsta verk-
efni að semja við Sýrlendinga um
frið. Okkur varð einkar ljóst að ísra-
el stendur mikil ógn af þeim, enda
stórt og vel búið sovéskum vopnum.
Hann taldi ekki heldur að Rússland
myndi halda sig til hlés í framtíðinni
og spáði að fyrr en varir yrði það
veigamikill aðili að þessu flókna spiii
fyrir botni Miðjarðahafs,“ segir Lára
Margrét.
*
Þingað í Israel
LÁRA Margrét Ragnarsdóttir ásamt Shimon Peres, utanríkisráð-
herra ísrael, og Vittorio Colombo, þingmaður Kristilegra demókrata
frá Italíu, en hann er formaður Þings- og almenningstengslanefndar
Evrópuráðsins.
Með alvæpni í Hebron
UNGIR ísraelskir landnemar með alvæpni ganga um markað araba
í miðbæ Hebron. Palestínumenn krefjast þess nú að landnemar verði
afvopnaðir til að auka líkur á langþráðum frið.
Hjá okkur sérðu það fallegasta sem kemur frá Ameríku.
Sófasett og alls konar sófaborð, borðstofuhúsgögn, skápa
og skenka, hægindastóla og staka sófa, svefnherbergis-
húsgögn, dýnur, svefnsófa og margt margt fleira.
Komdu og sjáðu þessi fallegu húsgögn -verðið kemur á óvart.