Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994
2 Vi ár s
amsárás
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær 35 ára gamlan mann,
Thanh Tuong Bui, i 2V4 árs fang-
elsi fyrir að hafa aðfaranótt 21.
nóvember sl, stungið 22 ára gaml-
an mann með hnífi þannig að taug-
ar og slagæð skárust í sundur með
þeim afleiðingum að maðurinn,
sem hafði dottið í götuna á flótta
undan manninum með hnifinn,
hlaut lífshættulega blæðingu.
Atburðurinn varð við Lækjargötu
þegar sá sem fyrir stungunni varð
og fjórir félagar hans settust inn í
bíl hins dæmda og báðu hann að aka
sér í Kópavog sem hann hafði fallist
á að gera gegn 1.000 króna gjaldi.
Einn farþeganna hafði ætlað að
skrifa tékka fyrir farinu en bílstjórinn
vildi einungis taka við greiðslu í
reiðufé og kom til orðaskipta og síðan
átaka með mönnunum sem enduðu á
þann veg að farþeginn hljóp undan
en bílstjórinn elti með hníf á lofti. Á
móts við Menntaskólann í Reykjavík
féll farþeginn í götuna og kom þá
bílstjórinn að og lagði hnífnum í
handlegg mannsins.
Hnífurinn gekk í gegnum upp-
handlegginn og skar í sundur vöðva,
aðalslagæð í handleggnum og eina
af þremur megintaugum í handleggn-
um. Það var mat lækna að slagæða-
blæðingin hefði verið lífshættuleg ef
pilturinn hefði ekki komist strax und-
ir læknishendur. í framburði sínum
fyrir Héraðsdómi sagði ákærði að
þegar hann sá manninn detta á flótta
undan sér hefði hann ákveðið að
stinga hann í handlegginn, ekki til
að drepa hann heldur til að gera eitt-
hvað til að stöðva hann en árásarmað-
urinn kvaðst hafa fundið.mikið til
eftir högg sem hinn hafði veitt honum
fyrr í viðskiptum þeirra. Þá sagði
ákærði að hann hefði hugsað sér að
stinga manninn til þess að lögreglan
kæmi og sæi að hann hefði barið sig.
í niðurstöðum Péturs Guðgeirsson-
ar héraðsdómara segir að manninum
verði ekki refsað fyrir tilraun til
manndráps heldur fyrir meiriháttar
líkamsárás enda hafí hann borið að
hann hafi ætlað að stinga manninn
í handlegg en ekki í bol eins og hann
hafði færi á og að hann hafi ekki
ætlað að ráða manninum bana. Þá
segir að ætla megi að sá sem fyrir
stungunni varð hljóti varanlega ör-
orku vegna atlögunnar en taugin sem
skarst í sundur við lagið starfar ekki
eðlilega. Var refsing mannsins talin
hæfílega fangelsi í 2Vi ár en frá þvf
dregst gæsluvarðhald sem hinn
dæmdi hefur sætt allt frá árásardeg-
inum.
í dag
Sameining felld______________
íbúar Skriðuhrepps felldu tillögu
um sameiningu Skriðuhrepps,
Glæsibæjarhrepps og Öxnadals-
hrepps í eitt sveitarfélag 22
Prófkjör____________________
Prófkjör vegna sveitastjómar-
kosninganna í vor fóru fram víða
um land um síðustu helgi 50-51
Leiðari
Fjölskyldan, atvinnan og vel-
ferðin 26
Pnjunblabib
► Guðmundur Stephensen, 11
ára, Lslandsmeistari í borðtenn-
is - Guðjón Guðmundsson bestur
í fimleikum - Grindavík deildar-
meistari í körfuknattleik
fangelsi
fvrir lík-
Tveir piltar í varðhaldi vegna líkamsárásar og innbrots
GengU í skrokk á manni
sem stóð þá að innbroti
Morgunblaðið/Sverrir
Vatnselgur
MIKILL vatnselgur myndaðist á götum víða á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna hlýinda og mikillar rigning-
ar. Af þeim sökum höfðu starfsmenn gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar í ýmsu að snúast. Á myndinni
sést þegar verið var að hreinsa frá niðurfalli sem stíflast hafði vegna krapa.
Fulltrúaþing KÍ
á skólatíma
Tímasetn-
inginer
gagnrýnd
KENNARASAMBAND íslands
heldur fulltrúaþing sitt í fyrsta
sinn á starfstima skóla í vor. Þing-
ið verður haldið þrjá fyrstu
kennsludagana eftir páska og er
tímasetningin harðlega gagnrýnd
af Landssamtökunum Heimili og
skóla. Svanhildur Kaaber, for-
maður Kennarasambandsins, seg-
ir að nemendum verði tryggð
kennsla á meðan ráðstefnan
stendur yfir.
Unnur Halldórsdóttir, formaður
samtakanna, varpar m.a. fram þeirri
spumingu í bréfí til fjölmiðla og
Kennarasambandsins hvort samtökin
telji þessa ráðstöfun líklega til að
auka virðingu almennings á kennara-
starfmu og skorar á fræðsluyfírvöld
að tryggja að nemendur fulltrúa á
þinginu fái lögboðna fræðslu á með-
an á því standi. Svanhildur Kaaber,
formaður Kennarasambandsins, seg-
ir að farið verði að samþykkt full-
trúaþings 1991, og að dæmi ýmissa
annarra heildarsamtaka, og þingið
haldið á starfstíma skóla enda hafí
fulltrúum nú verið fækkað um helm-
ing og séu aðeins 119, t.d. séu að-
eins 27 þátttakendur úr Reykjavík.
Heppilegast hefði verið að halda ráð-
stefnuna í apríl, svo hún ylli sem
minnstri röskun m.a. vegna þess að
þingfulltrúar úti á landi gætu ferðast
á síðasta degi páskafrísins.
hlaut alvarlega innvortis áverka og
þurfti að gangast undir aðgerð
ÞRÍTUGUR maður hlaut alvarlega innvortis áverka þegar
tveir tæplega tvítugir innbrotsþjófar sem hann hafði staðið
að verki gengu í skrokk á honum. Maðurinn rifbrotnaði og
skaddaðist á nýrum og milta.
Morgunblaðið/Júlíus
Eins og myndin ber með sér var versta veður þegar slysið varð á
mótum Bústaðavegar og Litluhlíðar.
Fernt flutt á slysadeild
Maðurinn var á gangi um Vest-
urberg á fjórða tímanum aðfara-
nótt sunnudags þegar hann veitti
athygli mannaferðum í söluturnin-
um Straumnesi. Þegar hann sá
skömmu síðar tvo pilta hlaupa út
úr sölutuminum veitti hann þeim
eftirför en þeir snerust til varnar,
slógu hann niður, spörkuðu í kvið
hans, slógu hann í höfuð og hlupu
síðar á brott.
Maðurinn komst heim til sín og
gerði lögreglu viðvart. Hann var
fluttur á sjúkrahús þar sem hann
gekkst undir aðgerð og lá enn á
sjúkrahúsi í gær. Líðan hans var
sögð eftir atvikum.
verði áfrýjað eða ekki.
í málinu var deilt um það hvort
akstur Aðals hf. fyrir Ríkisspítal-
ana á þvotti gæti fallist undir það
að vera leiguakstur eða ekki. Því
var m.a. haldið fram í málinu af
hálfu stefnanda að enginn hefði
heimild til leiguaksturs á því
starfssvæði er um ræðir aðrir en
félagar í Trausta. Þá er einnig
bent á skyldu sendibifreiðastjóra
til að vera í stéttarfélagi skv. lög-
um um leigubifreiðar. Hvorki for-
svarsmenn né bílstjórar Aðals hf.
eru félagar í Trausta, félagi sendi-
bifreiðastjóra. í 2. mgr. 5. gr. lag-
anna sé einnig skýrt kveðið á um
að þeir sendibifreiðastjórar sem
Skömmu eftir atburðinn sá lög-
regla til piltanna, sem þekktust
af lýsingu mannsins, þar sem þeir
voru á hlaupum um Breiðholtið.
Þeir höfðu sprengt upp spilakassa
í söluturninum og tekið tóbak úr
hillum en ekki haft það á brott
með sér þar sem styggð kom að
þeim. Annar piltanna, sem er 18
ára gamall, hefur margsinnis kom-
ið við sögu lögreglunnar. Þeir voru
handteknir og færðir í fanga-
geymslur og síðar í yfirheyrslur
til RLR.
í gær voru piltamir úrskurðaðir
í gæsluvarðhald vegna rannsóknar
málsins.
ekki séu í stéttarfélögum sendibif-
reiðastjóra á umræddu svæði, þar
sem takmörkunin á fjölda er í gildi,
sé óheimilt að stunda leiguakstur.
Stefndi mótmælti því m.a. að
um leiguakstur sé að ræða í skiln-
ingi laganna um leiguakstur og
benti á að bifreiðir Aðals séu ekki
hugsaðar til notkunar fyrir al-
menning heldur eingöngu í fyrir-
fram ákveðið verkefni, þ.e. að
flytja þvott. Þá taldi stefndi að
túlka verði 73. gr. stjórnarskrár-
innar í samræmi við.ll. gr. Mann-
réttindasáttmála Evrópu sem
vemdi rétt manna til að standa
utan félaga.
FERNT var flutt á slysadeild með
sjúkrabílum eftir árekstur þriggja
bíla á mótum Litluhlíðar og Bú-
staðavegar á tíunda tímanum i
fyrrakvöld. Meiðsl fólksins voru
talin mikil en ekki lífshættuleg.
Dómsorð
Dómurinn kemst að þeirri niður-
stöðu að ekki sé um að ræða leigu-
þifreiðaakstur í skilningi laga um
leigubifreiðaakstur. Einungis sé
greitt fyrir ákveðnar klukkustund-
ir en ekki hveija ferð og miðist
reikningarnir við það. Verkið er
unnið fyrir einn aðila samkvæmt
samningi að undangengnu al-
mennu útboði, en ekki eftir gjald-
mæli.Starfsmönnum Aðals hf. ber
því ekki að lúta þeim takmörkun-
um á atvinnufrelsi sem lögin um
leigubifreiðaakstur gera ráð fyrir.
Ber því að sýkna stefndu af öllum
kröfum í málinu. Stefnanda var
ennfremur gert að greiða stefndu
160 þúsund hvoru fyrirtæki um
sig í málskostnað. Dóminn kvað
upp Ólafur Börkur Þorvaldsson
héraðsdómari. Q
Areksturinn varð í ofankomu, hvass-
viðri og lélegu skyggni þegar bíl sem
ekið hafði verið austur Bústaðaveg
var beygt áleiðis norður Litluhlíð, í
veg fyrir tvo fólksbíla á leið vestur
Bústaðaveg. Áreksturinn var mjög
harður og slasaðist fólk í öllum bílun-
um þremur og var flutt á slysadeild
með sjúkrabílum. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu varð fólk fyrir tals-
verðum meiðslum en ekki lífshættu-
legum. Fólksbílamir tveir vom óöku-
færir eftir áreksturinn.
Skoðuðu
Brennu-
Flosa
Öraefum.
SVEITARSTJÓRNARMENN,
allt frá Borgamesi í vestri og að
Jökuldal, voru staddir hér í því
augnamiði að skoða sorp-
brennslustöðina í Svínafelli, sem
hlotið hefur nafnið Brennu-Flosi.
Þetta voru um 50 manns, þeir,
sem lengst að voru komnir, komu
frá Borgamesi. Með sveitar-
stjórnamönnunum var fulltrúi frá
Hollustuvernd ríkisins og fram-
leiðanda vélarinnar. Heldur
hrepptu menn leiðinlegt veður,
sem þó aftraði mönnum ekki frá
því að skoða sorpbrennsluna.
Sigurður
Félag sendibifreiðastjóra
tapar máli um félagaaðild
Egilsstöðum
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands sýknaði í gær fyrirtækið Aðal hf.
og Ríkisspítalana af kröfu Trausta, félags sendibílstjóra, um ógild-
ingu á samningi er gerður var á milli Ríkisspítalanna og Aðals
um akstur á þvotti. Guðlaugur B. Gíslason, formaður Trausta,
segir að ákveðið verði á stjórnarfundi á miðvikudag hvort málinu