Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.03.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1994 17 Jákvætt framtak verð- ur að neikvæðri frétt Um lestrarátak í Iðnskólanum í Reykjavík eftir Marinó G. Njálsson Það er oft skrítið að sjá hvemig neikvæðni drekkir jákvæðum atvik- um. Við hjá Iðnskólanum í Reykja- vik fengum að finna fyrir því ný- lega. Helgi Helgason fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu tók saman litla frétt um daginn, þar sem hann ætlaði að fjalla um lestrarkönnun og -átak sem Iðnskólinn hefur stað- ið fyrir meðal nemenda í nokkrum íslenskuáföngum. Þessi litla tilraun okkar í Iðnskólanum hefur gefíst vel og hefur leshraði og lesskilning- ur þeirra nemenda, sem tekið hafa þátt í átakinu, aukist allvemlega á stuttum tíma. Skyldi nú fréttin hafa snúist um þetta? Nei, aldeilis ekki. Hún sner- ist upp í andhverfu sína og fjallaði að mestu um lestregðu Iðnskóla- nema. Nokkrum dögum síðar gafst Ingvari Ásmundssyni, skólameist- ara, tækifæri til að leiðrétta helstu rangfærslurnar, en skaðinn var skeður. Iðnskólinn í Reykjavík hefur starfað í nærri því 90 ár. Hann hefur verið vagga iðnmenntunar í landinu alla þennan tíma og hafa kennarar og starfslið hans lagt sig fram við að tryggja frambærilega menntun handa öllum þeim sem þangað leita. Þetta hefur eins og búast má við gengið misjafnlega, en ég held ég megi fullyrða að út- koman hefur ekki verið lakari en í sambærilegum skólum annars stað- ar í heiminum. Nemendur koma inn í skólann á misjöfnum aldri með ólíkan undir- búning. Skólinn hefur aldrei látið það trufla sig í starfi, heldur tekið á hveiju verkefni eftir bestu getu. Eitt þessara verkefna er fornáms- kennsla í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Þetta eru svo kallað- ir núlláfangar fyrir nemendur sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi með tilskildum árangri. Við erum stolt af því að geta komið til móts við þarfir þessara nemenda, vegna þess að með því erum við að auka hæfni nemendanna til að takast á við síð- ari verkefni í lífi og námi. Ofangreint lestrarátak er liður í að búa nemenda okkar undir að takast á við erfiðara nám, annað- hvort í Iðnskólanum í Reykjavík eða hveijum þeim öðrum skóla sem nemandinn kýs. Það er mjög gaman að sjá þær framfarir sem nemendur hafa náð á stuttum tíma. Að nem- andi taki framförum hefur ekkert Samband sveitarfélaga Fulltrúa- ráðsfundur SAMBAND íslenskra sveitarfé- Iaga heldur árlegan fulltrúaráðs- fund á Hótel Loftleiðum 25. og 26. mars nk. 45 manns úr öllum landshlutum eiga sæti í fulltrúa- ráðinu, en auk þeirra sækja fund- inn forystumenn landshlutasam- taka sveitarfélaga, fulltrúar þingflokka og fleiri. Formaður sambandsins Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, setur fundinn klukkan 10 á föstu- dag. Meðal mála á dagskrá fundar- ins er yfirtaka sveitarfélaga á öllum rekstrarkostnaði grunnskóla 1. ág- úst 1995, breytingar á reglugerð jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, reynslusveitarfélög og atvinnuleys- ið og aðgerðir sveitarfélaga. að gera með getu hans áður. Fram- farir geta falist í því að gera gott betra eða gera sæmilegt viðsættan- legt. Hvert spor framávið er sigur og þau hafa verið mörg hjá lang- flestum. Það er markmið Iðnskólans í Reykjavík að bjóða hvetjandi nám við hæfi nemenda, þeim, atvinnulíf- „Mörg dæmi eru um að nemandi hafi byrjað í fornámi og síðan lokið iðnnámi með framúr- skarandi árangri. Ef ekki hefði verið boðið upp á fornámið, hefðu þessum nemendum verið flestar bjargir bannaðar.“ inu og samfélaginu til hagsbóta. Að geta hjálpað þeim sem minna mega sín er hluti af þessu. Og við erum stolt af því. Mörg dæmi eru um að nemandi hafi byijað í fornámi og síðan lokið iðnnámi með framúrskarandi árangri. Ef ekki hefði verið boðið upp á fornámið, hefðu þessum nem- endum verið flestar bjargir bannað- ar. Ég vona að okkur auðnist sú gæfa áfram að fá að bjóða sem flestum nemendum nám við sitt hæfi. Hjá okkur eru engir „óhrein börn“, bara nemendur sem þurfa tækifæri og stuðning til að ná árangri. Höfundur er kennari og skipulagsstjóri við Iðnskólann í Reykjavík. Marinó G. Njálsson VPS / 'ó v\^ b e\ '6 % VVV ^ rv\0 (í Á0 'P . v-A'nob . ti-öO° v BÍLAHÚSIÐ Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17 sunnudag 14-17 Bílheimar Fosshálsi 1 - Borgarbílasalan Grensásvegi 11 BG bílasalan Keflavík - Betri bílasalan Selfossi - Bílasala Vesturlands Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Akureyri - Lykill Reyðarfirði - Ernir ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.