Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
13
)
I
)
>
)
)
í
>
í
I
I
>
I
.
I
$
£
I
I
i
I
I
f
Lögreglu-
messa í
Bústaöa-
kirkju
SÉRSTÖK lögreglumessa verð-
ur haldin Bústaðakirkju sunnu-
daginn 1. maí klukkan 13.30. Að
sögn Jónasar Magnússonar, for-
manns Landssambands lögreglu-
manna, er tilgangurinn með
messuhaldinu sá að reyna að
hlúa að starfsemi sérstakra lög-
reglupresta, en vísir að því hefur
verið til staðar undanfarið þar
sem séra Kjartan Örn Sigur-
björnsson, sjúkrahúsprestur á
Landakoti, hefur jafnframt ver-
ið lögregluprestur í Reykjavík
og Hafnarfirði.
Að sögn Jónasar er hlutverk lög-
reglupresta annars vegar sálgæsla
fyrir lögreglumenn og hins vegar
að sjá til þess að prestar séu tiltæk-
ir til aðstoðar þegar tilkynna þarf
dauðsföll og slysfarir.
í lögreglumessunni á sunnudag
taka þátt séra Pálmi Matthíasson
og séra Sigurður Kr. Sigurðsson,
auk Kjartans Arnar Sigurbjörns-
sonar. Predikun flytur Hans M.
Hafsteinsson, lögreglumaður og
guðfræðinemi.
Lögreglukórinn syngur við guðs-
þjónustuna undir stjórn Guðlaugs
Viktorssonar en organleikari verð-
ur Guðni Þ. Guðmundsson.
Að sögn Jónasar Magnússonar
er búist við að þorri lögreglumanna
á höfuðborgarsvæðinu verði við-
staddur messuna í einkennisbún-
ingi en aðgangur er öllum heimill.
Ljósmynd-
ir barna í
Gerðubergi
LJÓSMYNDASÝNING með
myndum 9-12 ára barna verður
opnuð í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í dag, laugardag,
kl. 14. Börnin tóku myndirnar á
ljósmyndanámskeiði sem Gerðu-
berg stóð að í samvinnu við
Hans Petersen hf.
Námskeið þetta er hluti af
vetrarstarfi Gerðubergs fyrir börn,
sem gengur undir heitinu Lærum
og leikum. í fréttatilkynningu frá
Gerðubergi kemur fram að börn
geti sótt þangað stutt og fjölbreytt
námskeið undir stjórn valinkunnra
leiðbeinenda. „Þetta ljósmynda-
námskeið var hið fyrsta sinnar teg-
undar og er óhætt að segja að þar
hafi vel tekist til. Leiðbeinendur
voru Guðmundur Karl myndlistar-
maður og Inga Sólveig Friðjóns-
dóttir ljósmyndari. Þau önnuðust
jafnframt uppsetningu sýningar-
innar," segir í fréttatilkynningu frá
Gerðubergi.
Sýningin verður opin í dag, laug-
ardag og á morgun, sunnudag frá
kl. 13 til 16.
■ ALÞÝÐUFLOKKURINN og
Alþýðubandalagið í Stykkis-
hólmi hafa komist að samkomu-
lagi um sameiginlegt framboð við
bæjarstjórnarkosningar 28. maí
nk. Er listi þeirra þegar fullgerður
og er boðinn fram á vegum Vett-
vangs og verður H-listi. Listann
skipa eftirfarandi: Davíð Sveins-
son, Kristín Benediktsdóttir, Atli
Edgarsson, Hörður Gunnarsson,
Bylgja Baldursdóttir, Þröstur Ingi
Auðunsson, Guðmundur Bragi
Kristjánsson, Bima Pétursdóttir,
Bryndís Guðbjartsdóttir, Guðrún
Erna Magnúsdóttir, Eiríkur Helga-
son, Páll Helgason, Guðmundur
Lárusson og Einar Karlsson.
Árni.