Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994
Reykjavíkurborg
Atvinnu-
miðlun
iðnnema
styrkt
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
150 þúsund króna styrk til rekst-
urs Atvinnumiðlunar iðnnema.
Stjórn Iðnnemasambands Islands
fór fram á 1,2 millj. króna styrk
til þess að unnt yrði að halda
starfseminni gangandi í allt sum-
ar.
í greinargerð með beiðni Iðn-
nemasambandsins segir að á und-
anförnum þremur árum hafi At-
vinnumiðlun iðnnema eða AMIN
verið rekin. Á síðasta ári hafi rúm-
lega 400 iðnnemar sótt um starf
og tókst að útvega 116 nemum
sumarstarf og starfsþjálfun. Bent
er á að, þar sem ekki hafi tekist
að halda úti starfsmanni allt sumar-
ið hafi ekki reynst unnt að útvega
öllum umsækjendum starf. Að auki
hafí ekki verið fjármagn til að aug-
lýsa eftir störfum eða skrifa bréf
og hringja til atvinnurekenda.
Fjölga atvinnutækifærum
Með rekstri Atvinnumiðlunar iðn-
nema vilji Iðnnemasambandið
fjölga atvinnutækifærum iðnnema
og stuðla að því að fleiri eigi kost
á sumarvinnu við þá iðngrein sem
þeir stund nám í. Þá sé brýnt að
fleiri iðnnemar eigi kost á starfs-
þjálfun. Minnt er á könnun, sem
starfshópur á vegum menntamála-
ráðuneytisins vann, en þar kom
fram að um 30% þeirra sem ljúka
námi í iðnmenntaskólum skili sér
ekki til sveinsprófs.
Landsliðið í hárskurði
ÞETTA er landsliðið í karlaflokki ásamt módelum sínum. F.v.
Björgvin Emilsson, Sigurkarl Aðalsteinsson og Ómar Diðriksson.
Heimsmeistaramótið í hárgreiðslu og hárskurði
íslendingur
sigraði í litun
VIKTORÍA Guðnadóttir, hárskerasveinn, sigraði í litun í einstak-
lingskeppni sem fram fór samhliða heimsmeistaramótinu í hár-
greiðslu og hárskurði, en mótið fór fram í London fyrir skömmu.
Landslið íslands lenti í 18.-19. sæti, en alls sendu 34 þjóðir kepp-
endur á mótið.
Árangur Viktoríu er mjög
glæsilegur, en um 100 keppendur
kepptu um titilinn. Lovísa Jóns-
dóttir, formaður Sambands hár-
greiðslu- og hárskerameistara,
sagði að mikil vinna lægi að baki
þátttöku í móti eins og heims-
meistaramótinu. Hún sagði að ís-
lensku keppendurnir hefðu verið
við æfingar allt frá því í haust.
ísland hefur sent lið á heimsmeist-
aramótið í nokkur ár og alltaf náð
góðum árangri.
Keppnin fer þannig fram að
keppt er í hárgreiðslu og hár-
skurði í herra- og dömuflokki.
Þrír keppendur eru í hvoru liði.
Auk þess er keppt í einstaklings-
flokki í klippingu og litun. ísland
átti þátttakendur í öllum flokkum.
Auk Viktoríu keppti Þuríður Hall-
dórsdóttir í hárgreiðslu og litun.
Landslið Japans sigraði í hár-
greiðslu og lið Bretlands sigraði
í hárskurði á mótinu.
Landsliðið í liárgreiðslu
HÉR er landsliðið í hárgreiðslu ásamt módelum. F.v. Eyvindur
Þorgilsson, Þórdís Helgadóttir og Björg Óskarsdóttir.
Sigurvegari
VIKTORÍA Guðnadóttir sigraði í litun. Hún er hér með módeli
sínu, Snæbirni Steingrímssyni.
RÚV og orkuveitur í samvinnu við Lands- og Búnaðarbanka
Nýtt fyrirkomulag á
greiðslu afnotagjalda
HITAVEITA Reykjavíkur, Rafmagnsveita Reykjavíkur og Rafmagn-
sveitur ríkisins hafa ásamt Ríkisútvarpinu samið við Landsbanka
íslands og Búnaðarbanka íslands um svonefndar beingreiðslur. Um
er að ræða nýtt fyrirkomulag á greiðslu afnotagjalda útvarps og
sjónvarps og greiðslu rafmagns- og hitareikninga.
Beingreiðslukerfíð var kynnt
fréttamönnum á fundi með forystu-
og talsmönnum veitustofnananna,
RÚV og bankanna í gær. Þjón-
ustunýjungin felst í því að viðskipta-
vinir þessara fyrirtækja, sem eiga
reikninga í Búnaðarbanka eða
Landsbanka, geta látið skuldfæra
beint af reikningi sínum í byijun
hvers mánaðar. Þannig sparast við-
skiptavinum og fyrirtækjunum bæði
fé og fyrirhöfn. í stað 6-12 gíró-
seðla munu fyrirtækin að jafnaði
senda viðskiptavinum sínum eitt yfir-
lit á ári, þar sem þeim er gerð grein
fyrir viðskiptum sl. 12 mánuði. Þá
Fuglaskoðun
í Firðinum
FUGLAFRÆÐINGAR verða í
dag, laugardaginn 30. apríl,
með sjónauka og fjarsjár við
Hvaleyrarlón, Hafnarfirði.
Þeir verða við Dráttarbraut-
ina frá kl. 16 til kl. 18.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„Hvaieyrarlón er ákaflega
áhugaverður staður til fugla-
skoðunar og ekki minnst vegna
þess að hann er inni í hjarta
eins stærsta bæjarfélags lands-
ins.“
verða þeir reikningar, sem greiddir
eru annan hvern mánuð, skuldfærðir
í hveijum mánuði, helmingi lægri
upphæð í hvert skipti.
1.400.000 gíróseðlar gætu
sparast
Að sögn Þórsteins Ragnarssonar
í kynningamefnd um beingreiðslur
yrði sparnaður af því að fækka gíró-
seðlum, sem veitustofnanir og RÚV
senda út árlega, um 30% eða um
420.000 gíróseðla, um 21 milljón
króna. Ef allir gíróseðlamir, sem
sendir eru út árlega og eru um
1.400.000 talsins, hyrfu úr umferð
og allir viðskiptavinir nýttu sér bein-
greiðslukerfíð segir Þórsteinn að
áætla mætti að sparnaður næmi um
70 milljónum króna árlega. Aðal-
steinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri
segir forsvarsmenn veitustofnana og
RUV hafa hug á að ívilna þeim við-
skiptavinum sínum sem notfæri sér
beingreiðslufyrirkomulagið með því
að láta þá greiða Iægra gjald en
aðra. Til að byrja með verði þó að
fá reynslu á kerfið. Hann sagðist
jafnframt vona að önnur fyrirtæki
og orkuveitur fylgdu í kjölfar þeirra
sem nú taka fyrstu skrefin í átt til
pappírslausra viðskipta.
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins, sagði að við
undirbúning beingreiðslna hefði verið
rætt við forsvarsmenn íslandsbanka
og Samband sparisjóða. Sagðist hann
vonast til að þessar bankastofnanir
myndu ganga inn í beingreiðslukerf-
ið áður en langt um liði.
Ódýrasti kosturinn
Ekkert færslugjald verður tekið
af viðskiptavinum veitustofnana og
RÚV til að byija með. Að sögn tals-
manna bankanna tveggja, Lands-
banka og Búnaðarbanka, er nú verið
að taka upp gjöld fyrir ýmsa banka-
þjónustu og því kæmi til greina að
taka gjald af beingreiðslufærslum
einnig. Talsmennimir voru þó sam-
mála um að beingreiðslur yrðu ódýr-
asti valkosturinn fyrir viðskiptavini
til að greiða áðurnefnda reikninga.
Eyðublað inn á öll heimili
Ríkisútvarpið sendir á næstu dög-
um út 55.000 A-gíróseðla til útvarp-
snotenda. Með gíróseðlunum verða
send eyðublöð sem viðskiptavinir
Landsbanka og Búnaðarbanka geta
fyllt út og beðið um að afnotagjöldin
og rafmagns- og hitareikningar verði
gjaldfærð út af reikningum þeirra. í
júlí verða eyðublöðin send út með
gíróseðlum Hitaveitu Reykjavíkur og
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og síðla
sumars með gíróseðlum Rafmagn-
sveitna ríkisins. Þannig er fyrirhugað
að eyðublöðin fari þrisvar inn á hvert
heimili í landinu. Auk þess er fyrir-
hugað að auglýsa beingreiðslurnar í
dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Talsmenn bankanna, fyrirtækj-
anna og RÚV voru sammála um að
þeir myndu hvetja viðskiptavini sína
til að íhuga vel að notfæra sér bein-
greiðslurnar, enda væru þær til mik-
ils hagræðis og sparnaðar fyrir alla
aðila.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Bergsteinn Gunnarsson, bóndi í Kasthvammi, hefur unnið mikið við
hleðslu í S-Þing. á undanförnum árum, meðal annars á gamla bænum
á Þverá.
Búnaðarsamband S-Þingeyjarsýslu
Búkollusjóður styrk-
ir endurbyggingu
á gömlum fjarhúsum
Laxamýri, S-Þing.
SAMÞYKKT var á aðalfundi Búnaðarsambands S-Þing., sem nýlega
var haldinn að Breiðumýri, að veita fjárstyrk úr svokölluðum Búkollu-
sjóði sem er atvinnu- og þróunarsjóður til endurbyggingar gamalla
fjárhúsa á Þverá í Laxárdal, allt að 700.000 kr.
Forsaga málsins er sú að áhuga-
mannahópur í héraðinu hefur lýst
áhuga sínum á endurgerð gamalla
peningshúsa enda fer þeim ört fækk-
andi sem heilleg eru.
Búskaparminjar glatist ekki
Tilgangurinn er einkum sá að
byggingaraðferðir og búskaparminj-
ar glatist ekki og það menningar-
landslag sem einn er til á nokkrurn
sveitarhæjum fái að halda sér. Með
þetta í huga einkum verið litið til
jarðanna Halldórsstaða og Þverár í
Laxárdal, en þar er mikið af gömlum
húsum og er endurbygging margra
þeirra þegar hafin.
Gamli bærinn Þverá hefur þegar
verið byggður upp að hluta og í sum-
ar verður ráðist í endurgerð fjóssii
og brunnhússins sem standa áfö:
við bæinn. Þá er vonast til að byrjí
verði á fjárhúsunum sem eru frá þ
um 1850.
Á Halldórsstöðum er verið að gei
upp gömlu íbúðarhúsin og unnið i
að því að fá Náttúruvemdarráð, se
er eigandi gamallar skemmu c
stórra fjárhúsa, til að endurreisa þa
byggingar.
Vonast er til að jarðir þessar, se:
eru samliggjandi, geti verið tengdi
minjasafninu á Grenjaðarstað c
Safnhúsi Þingeyinga, með það ;
markmiði að lífga upp á gamla tín
þannig að bæði ferðamenn og hé
aðsbúar hafi ánægju af.
- Atli. V.