Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994
Lög koma af færibandi frá Alþingi
Ný lög samþykkt
um vátryggingar
ALÞINGI samþykkti ellefu ný lög á fimmtudag, þar á meðal lög um
vátryggingastarfsemi í tengslum við aðildina að Evrópska efnahags-
svæðinu, um brunatryggingar og lög um sameiningu Landsbókasafns
íslands og Háskólabókasafns Islands innan Þjóðarbókhlöðu.
Ný lög um vátryggingastarfsemi
eru sett í tengslum við aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu en í
raun áttu íslendingar að hafa
breytt tryggingalöggjöf sinni til
samræmis við tilskipanir EES um
síðustu áramót. Lög um bruna-
tryggingar eru af sama meiði, en
þar er kveðið á um að frá næstu
áramótum verði eigendur fasteigna
ekki bundnir af samningum sem
sveitarfélög hafa gert við einstök
tryggingafélög um brunatrygging-
ar fasteigna. Jafnframt voru sam-
þykkt lög um að breyta Brunabóta-
félagi íslands í eignarhaldsfélag en
félagið hætti beinni vátrygginga-
starfsemi.
Nýtt Landsbókasafn
Þá voru í gær samþykkt lög um
að sameina Landsbókasafn íslands
og Háskólabókasafn íslands í eitt
safn innan veggja Þjóðarbókhlöðu.
Einnig voru samþykkt lög um að
framgangskerfi kennara við Há-
skólann á Akureyri verði með svip-
uðum hætti og tíðkast hefur í Há-
skóla íslands og Kennaraháskólan-
um, en í því felst að heimilt er að
flytja lektor í dósentstöðu og dós-
ent í prófessorsstöðu.
Steingrímur Hermannsson afsalaði sér þingmennsku
Þingmennskan er á við
doktorspróf í hagfræði
STEINGRÍMUR Hermannsson
afsalaði sér í gær þingmennsku
á Alþingi frá og með 1. maí en
þá tekur hann við.embætti seðla-
bankastjóra. Hann hefur setið á
Alþingi síðan 1971 en tók fyrst
sæti á þingi sem varamaður 1968.
Steingrímur Hermannsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á
Alþingi í gær og þakkaði þingmönn-
um fyrir samstaifið, en hann hefur
setið á Alþingi í 24 ár. Hann sagði
að sér hefði stundum fundist þing-
menn heldur skilningslitlir á þau
mál sem hann hefði viljað fá af-
greidd, og andstaðan stundum hörð,
en þegar hann liti til baka gerði
hann sér grein fyrir því að sú and-
staða hefði efalaust verið byggð á
jafngóðri sannfæringu og sitt fylgi
við málin.
Þingið kvatt
Morgunblaðið/Svemr
Reykjavíkurlistinn
opnar hverfastöðvar
STEINGRÍMUR Hermannsson ávarpar Alþingi í síðasta sinn.
LAUGARDAGINN 30. apríl opn-
ar Reykjavíkurlistinn hverfamið-
stöðvar á eftirtöldum stöðum í
Reykjavík:
Álfheimum 74, Glæsibæ, kl. 13,
fyrir gamla austurbæinn.
Á opnunarhátíð mun Ingibjörg
Sólrún borgarstjóraefni Reykja-
víkurlistans flytja ávarp, hljómsveit-
in Synir Raspútíns leika, rithöfund-
arnir Einar Már Guðmundsson og
Einar Kárason lesa úr eigin verkum
og Grettir Bjömsson spila á harmo-
nikku. Boðið verður upp á veitingar.
Þönglabakka 1, 3. hæð —
Mjódd, kl. 14, fyrir Grafarvogi og
Árbæjarhverfi.
Á opnunarhátíð mun Sigrún
Magnúsdóttir, efsti maður á Reykja-
víkurlistanum, flytja ávarp. Dag-
skrá verður með söng og hljóm-
sveit. Boðið verður upp á veitingar.
Höfðabakka 1, 1. hæð, kl. 14
fyrir Grafarvog og Árbæjarhverfí.
Á opnunarhátíð mun Sigrún
Magnúsdóttir, efsti maður á Reykja-
víkuriistanum, flytja ávarp. Fjöl-
breytt dagskrá verður með söng og
hljómsveit. Boðið verður upp á
ókeypis gosdrykki og meðlæti.
Á opnunarhátíð allra hverfamið-
stöðvanna verða frambjóðendur
Reykjavíkurlistans til staðar til að
ræða málefni borgarinnar.
Hverfamiðstöðvarnar verða opn-
ar fram til kosninga á virkum dög-
um frá kl. 16-22 og um helgar frá
FULLTRÚAR úr verkfallsstjórn
Meinatæknafélags Islands hafa
tilkynnt yfirlækni hjartadeildar
Landspítala að aðeins verði hægt
Mikill drengskapur
„Reyndar er það ákaflega mikil-
vægt, hér á hinu háa Alþingi, að
hér speglist sem flest þau viðhorf
sem eru í þjóðfélaginu og þegar ég
lít yfir þessi ár finnst mér að af
miklum drengskap hafi verið staðið
að málfærslu hér, hvort sem menn
hafa verið mér fylgjandi eða and-
snúnir, og fyrir það er ég ákaflega
þakklátur," sagði Steingrímur.
Hann sagði að þingmannsstarf
væri eitt það mest krefjandi starf
í þessu þjóðfélagi og þingmenn sem
sinntu sínum störfum vel væru fróð-
ari en aðrir um ástand atvinnu-
vega, þarfir fólksins og það sem
að framkvæma sex aðgerðir á
deildinni í næstu viku. Að þeim
tíma liðnum verði hjartasjúkling-
ar á biðlista að leita sér lækninga
úr þyrfti að bæta. „Ég hef stundum
sagt að ég tel að það sé á við mörg
háskólapróf, meira að segja á við
doktorspróf í hagfræði," sagði
Steingrímur.
Pólitískur riddari
Davíð Oddsson forsætisráðherra
færði Steingrími og fjölskyldu hans
heillaóskir fyrir hönd ríkisstjómar-
innar. „Það stendur nú yfir viðgerð
á Ráðherrabústaðnum og það fund-
ust við viðgerðina nokkrir tindátar.
Þeim hefur verið komið til skila til
háttvirts þingmanns. Þar á meðal
erlendis, því ekki verði öðrum
sinnt en þeim sem ekki þola flutn-
ing. Að sögn Grétars Olafssonar
yfirlæknis hefur verið tekinn
eru nokkrir riddarar, en þingmað-
urinn hefur einmitt verið heilmikill
riddari í hinu pólitíska lífi á ís-
landi,“ sagði Davíð, en Steingrímur
ólst upp í Ráðherrabústaðnum með-
an faðir hans, Hermann Jónasson,
gegndi embætti forsætisráðherra.
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis færði Steingrími, fyrir hönd
Alþingis og alþingismanna, þakkir
fyrir þau störf sem hann hefur unn-
ið á vettvangi Alþingis. „Verka
hans sér víða stað og hann hefur
sett sterkan svip á störf Alþingis á
þingferli sínum,“ sagði Salome.
saman svokallaður flýtilisti yfir
sjúklinga sem eru í mestri hættu
og er líklega um 12 manns að
ræða.
Grétar segir að verkfallsstjórn
félagsins hafi óskað eftir fundi með
sér og Jónasi Magnússyni yfirlækni.
Á honum hafi þeim verið tilkynnt
að leyfi fengist fyrir sex aðgerðir í
næstu viku, síðan yrðu sjúklingar á
biðlista að leita sér lækninga erlend-
is, ekki yrði öðrum sinnt en þeim
sem ekki þola flutning. En meina-
tæknar hafa meðal annars þann
starfa að rannsaka sýni úr sjúkling-
um fyrir skurðaðgerð til þess að
aðgæta hvort þeir séu skurðtækir,
eins og það er nefnt. „Við erum með
90 manns á biðlista og síðan höfum
við tekið saman í samráði við hjarta-
og lyflækna þá sem við teljum vera
í mestri hættu og sett á svokallaðan
flýtilista. I fyrradag voru tíu manns
á honum og í gær komu tveir til
viðbótar, þannig að þetta eru að
minnsta kosti 12 manns,“ segir Grét-
ar.
Þola illa bið
Suma sjúklinga þarf að undirbúa
betur, til dæmis með lyfjagjöf, og
segir Grétar að eftir því sem aðgerð
dragist meira á langinn séu þeir
verr í stakk búnir til þess að þola
uppskurð. Aðspurður hvert eigi að
senda þá sem ekki er hægt að skera
hér dragist verkfall meinatækna á
Ianginn segir Grétar að til greina
komi að senda þá til Noregs. „Haft
var samband við heilbrigðisráðu-
neytið frá sjúkrahúsi í Noregi til
þess að stytta biðlistana hjá okkur
en það er ekki víst að þeir séu tilbún-
ir að taka við sjúklingum án fyrir-
vara,“ segir hann. Aðspurður hvort
margir sjúklinganna séu í bráðri lífs-
hættu segir Grétar: „Allir sjúklingar
sem bíða eftir hjartaaðgerð eru mik-
ið veikir."
14-17 ára unglingar hafa stað-
ið að alvarlegustu árásunum
FJÓRTÁN til sautján ára
gamlir unglingar hafa staðið
að flestum tilefnislausum, al-
varlegum líkamsárásunum í
Reykjavík undanfarin misseri.
Fimmtán ára piltur, einn
þriggja sem réðust á og slösuðu
menn í miðborg Reykjavíkur um
síðustu helgi og beittu i átökun-
um meitli, rörbútum og barefl-
um, með þeim afleiðingum m.a.
að 13 tennur brotnuðu í manni,
var í hópi þriggja pilta sem réð-
ust að manni sem stóð þá að
innbroti í söluturn í Breiðholti
fyrr í vetur. Sá maður hlaut tals-
verða innvortis áverka og þurfti
m.a. að gangast undir aðgerð á
sjúkrahúsi. Pilturinn sem beitti
bareflum í miðbænum um helg-
ina mun lítt hafa haft sig í
frammi við þá árás en félagar
hans tveir sem báðir hafa komið
margsinnis við sögu lögreglu
gengu í skrokk manninum.
Þjófnaðir og innbrot sem
atvinna
Við árásina í miðbænum um
síðustu helgi var fyrrgreindur
piltur í félagsskap tveggja 16
ára pilta, sem margsinnis hafa
komið við sögu lögreglu, aðal-
lega vegna þjófnaða og innbrota.
Annar þeirra hlaut í síðustu viku
sinn þriðja refsidóm, á því rúma
ári sem hann hefur verið sakhæf-
ur. Nú var hann dæmdur í 12
mánaða fangelsi fyrir um 30 inn-
brot og segir í dóminum að hann
hafi nánast stundað innbrot og
þjófnaði sem atvinnu og valdið
tjóni og skemmdum fyrir hundr-
uð þúsunda eða milljónir króna.
Hann hefur þó ekki komið við
sögu alvarlegra árásarmála
áður, að því er Morgunblaðið
fékk upplýst.
Þriðji pilturinn er 16 ára gam-
all og hefur komið við sögu lög-
reglu margsinnis, einkum í
tengslum við innbrot og þjófn-
aði, bæði í Reykjavík og úti á
landi þar sem hann var búsettur
um tíma.
Þannig stakk 17 ára piltur
jafnaidra sinn sex sinnum með
hnífi í bak og bijóst að tilefnis-
lausu í miðbæ Reykjavíkur í júlí
í fyrra en sá sem fyrir árásinni
varð og hlaut við hana lífshættu-
lega áverka sem gert var að með
bráðaaðgerð hafði reynt að af-
stýra átökum árásarmannsins
við annan. Hæstiréttur dæmdi
nýlega árásarmanninn í tveggja
ára fangelsi.
Sautján ára piltur var einnig
að verki í september í fyrra þeg-
ar 27 ára gamall maður var
stunginn í kviðarhol að tilefnis-
þausu að fjölda manna ásjáandi.
Árásarþolinn beið ekki varanlegt
heilsutjón en tilviljun var talin
ráða að hann hafi ekki orðið fyr-
ir hættulégum áverkum. Héraðs-
dómur hefur dæmt árásarmann-
inn, sem bar að hafa verið undir
áhrifum áfengis og ofskynjunar-
sveppa þegar hann vann verkið,
í 15 mánaða fangelsi.
Ungar stúlkur veita áverka
2. október síðastliðinn réðust
tvær stúlkur, önnur 14 og hin
16 ára á 15 ára stúlku í miðborg
Reykjavíkur að hundruðum
manna ásjáandi, hröktu hana um
miðbæinn og létu dynja á henni
högg og spörk, m.a. í höfuð og
kvið. Stúlkan missti meðvitund
skömmu eftir árásina, var með-
vitundarlaus í öndunarvél vikum
saman og beið mikið og varan-
legt heilsutjón af völdum árásar-
innar vegna höfuðmeiðsla og lö-
munar. Yngri stúlkan sem stóð
að árásinni var ósakhæf vegna
aldurs en hún var 14 ára eins
og fyrr sagði, en sú 16 ára var
nýlega dæmd í fjögurra ára
fangelsi í Hæstarétti vegna
árásarinnar.
Loks má nefna að í mars 1991
réðust 15 ára stúlka og 17 ára
piltur á mann í Bankastræti,
slógu hann í höfuðið svo hann
missti meðvitund og rændu
hann. Maðurinn lést af áverkun-
um. Sömu nótt frömdu ung-
mennin annað rán, en fyrir þeim
vakti að ná í peninga fyrir leigu-
bíl. Þau höfðu samtals um 2.000
krónur upp úr ránunum. Piltur-
inn var dæmdur í sex ára og
fimm mánaða fangelsi vegna
málsins en stúlkan, sem ekki
hlaut refsingu fyrir manndráp
heldur aðeins rán, var dæmd í 3
mánaða varðhald og 21 mánaðar
skilorðsbundið fangelsi.
kl. 13-20.
0 ^
Akvörðun fulltrúa verkfallsstjórnar Meinatæknafélags Islands
Hj artasj úklingar á biðlistum
leiti sér lækninga erlendis