Morgunblaðið - 30.04.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
19
Tölvur
*
Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn og Þróunarfélag Islands tóku þátt í hlutafj áraukningu
Nýir hluthafar
gengnir tíl liðs
við Tæknival hf.
EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. og Þróunarfélag ís-
lands hf. eru nýir hluthafar í tölvufyrirtækinu Tæknival hf. eftir
samninga sem undirritaðir voru á aðalfundi félagsins síðastliðinn
fimmtudag. Samtals nemur hlutafjáraukning félagsins 23 milljónum
króna þar sem eignarhaldsfélagið kemur inn með 15 milljónir og
Þróunarfélagið með 8 milljónir. Heildarhlutafé Tæknivals er nú
samtals 78 milljónir en að sögn Rúnars Sigurðssonar, framkvæmda-
sljóra félagsins, er stefnt að því að það verði allt að 100 milljónir.
Þannig verði til dæmis boðin til sölu strax í næstu viku hlutabréf
að nafnvirði tíu milljónir króna.
Flugfélög
Fjöldaupp-
sagnirhjá
Deltafélaginu
Atlanta. Reuter.
DELTA-flugfélagið hyggst
segja 12-15.000 manns upp
störfum og er það liður í tilraun
til að minnka árlegan kostnað
um 2 milljarða dollara fyrir
mitt ár 1997.
Alls munu um 16 til 20% starfs-
manna hætta störfum. Félagið tel-
ur að uppsagnir verði nauðsynleg-
ar, en leggur áherzlu á að fá starfs-
menn til þess að hætta af fúsum
vilja, fara á eftirlaun fyrr en ella
eða í langt leyfi o.sv.frv.
Jafnframt tilkynnti Delta að lágt
eldsneytisverð og áframhaldandi
niðurskurður útgjalda hefði leitt
til þess að dregið hefði úr rekst-
artapi á þriðja fjórðungi fjárhags-
árs félagsins.
Nettótap fyrstu þijá mánuði árs-
ins nam 77,9 milljónum dollara
samanborið við 152,3 milljónir á
sama tíma í fyrra.
Tæknival skilaði á síðasta ári
hagnaði upp á 13,7 milljónir og
áætlanir gera ráð fyrir 26 milljóna
hagnaði í ár. Að sögn Rúnars er
hagnaður af rekstrinum fyrstu þrjá
mánuði þessa árs 13,3 milljónir
samkvæmt milliuppgjöri. „Þetta er
yfir áætlun því aðaltekjutímabil
okkar er frá september til og með
desember en sumarið er hins vegar
alltaf dauft,“ sagði Rúnar.
í kjölfar hlutafjáraukningarinn-
ar var skipuð ný stjórn hjá Tækniv-
ali. Formaður er Eysteinn Helga-
son, framkvæmdastjóri Plast-
prents, og aðrir stjórnarmenn eru
Páll Jensson frá Háskóla íslands,
Sigrún Edda Jónsdóttir frá Þróun-
arfélaginu og Gunnar Ólafsson og
Ómar Órn Ólafsson frá Tæknivali.
„Takmarkið var að fá þarna inn
faglega stjórn sem er ekki ein-
göngu mynduð af starfsmönnum
Tæknivals eins og hingað til,“
sagði Rúnar. „Við lítum á það sem
f þmi mp <*& S
Cí, m 11 ^tJS Æn&m
NY STJORN — Talið frá vinstri: Ómar Örn Ólafsson,
Rúnar Sigurðsson, Sigríður Edda Jónsdóttir, Gunnar Ólafsson og
Eysteinn Helgason.
Bankar
Chrístiania
hagnast
wn 80%
Ósló. Reuter.
Nettóhagnaður Christiania
Bank, annars stærsta banka
Noregs, jókst um 80% á fyrsta
ársfjórðungi vegna minna taps
á lánum og traustra rekstrar-
tekna.
Nettótekjur bankans jukust í
375 milljónir norskra króna úr 209
milljónum á sama tíma í fyrra.
Ríkið á 69% hlut í bankanum,
sem lýsti sig tæknilega gjaldþrota
1991. Hagur hans fór að batna
eftir geysimikla björgunaraðgerð
ríkisins 1992.
Stjórn Verkamannaflokksins
sagði nýlega að hún vildi að ríkið
ætti að minnsta kosti 50% í tveim-
ur stærstu bönkum Noregs, Christ-
ania og Den norske Bank, til 1997.
mikla traustsyfirlýsingu að fá
þessa nýju aðila inn og teljum að
það styrki áætlanir okkar mikið. Á
sama hátt bindum við miklar vonir
við aukið samstarf við HP á ís-
landi til lengri tíma litið.“
Samið við Skífuna
Tæknival hefur að sögn Rúnars
lagt áherslu á að bjóða fyrirtækjum
heildarlausnir varðandi tölvuvæð-
ingu, allt frá lögnum upp í kennslu,
þjónustu og ráðgjöf við gangsetn-
ingu. Fyrirtækið hefur nýlega
gengið til samninga við Skífuna
um sölu og uppsetningu á upplýs-
ingakerfi í allar búðir þeirra, upp-
setningu netkerfis, verslunarkerf-
is, tölvubúnaðar og Concorde við-
skiptahugbúnaðar.
Tjaldvagninn
sem kemur á óvart
Verð aðeins 299.000 kr.
--285--1
Hefur marga
IIII;
kosti sem aðrir
vagnar hafa ekki
OLIUFYRIRTÆKI
í TEXAS
leitar að einstaklingi eða fyrir-
tæki til að kynna hágæða bygg-
ingaviðgerðarefni. Miklirtekju-
og markaðsmöguleikar. Engrar
reynslu krafist. Við erum fag-
menn á okkar sviði með 60 ára
reynslu og bjóðum uppá full-
komna þjálfun. Nútíma evrópsk
verksmiðja. Vinsamlegast skrif-
ið á ensku til: B.H. Dickerson,
Southwestern Petroleum, P.O.
box 961005, Ft. Worth, Texas
76161 U.S.A.Telex 163222,
Fax 90 1 817 877-4047.
ÁSÞÉTTI
VEIARhf.
Eigum margar
geröir á lager
og getum
útvegað
flestar gerðir
með stuttum
fyrirvara.
Vatnagörðum 16,
s. 686625 og 686120.
1
Auðveldur í
uppsetningu,
hlýr, notalegur
og hlaðinn
aukahlutum
INESCA tjaldvagninn sá ódýrasti - Gerið verðsamanburð
DRÁTTARBEISLI - KERRUR
ÍSLENSKT, JÁ TAKK!
Allir hlutir til
kerrusmíða.
Allar gerðir
af kerrum
og vögnum.
Dráttarbeisli
á allar gerðir
bíla.
Gerið
verðsamanburð.
Póstsendum.
Opið alla
laugardaga
Víkur Vagnar
KERRUSALURINN
Síðumúia 18-108 Reykjavík
Sími 684911 -Fax 684916
í dag frá kl. 10-18
Sýnum beltagröfur, hjólaskóflur, beltavagna, jarðvegsþjöppur,
trjákurlara, loftpressur, dælur, rafstöðvar og bátavélar.
Ennfremur vökvahamra frá INDECO. John Jackson, fulltrúi
þeirra, er á staðnum og veitir ráðgjöf.
ATH.: HYUNDAI og AMMANN YANMAR beltagröfur og
hjólaskóflur eru á frábæru verði!
Kynnum einnig varahluta- og viðgerðarþjónustu okkar.
ðDGDECO
ÍM
Skútuvogi 12A, 104 Reykjavík
Sínii 812530