Morgunblaðið - 30.04.1994, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
Vill leyfi
fyrir tívolí
JÖRUNDUR Guðmundsson hefur
sótt um leyfi til að reka tívolí á
Akureyri dagana 29. júlí til 1.
ágúst næstkomandi.
Hefur Jörundur óskað eftir að fá
að staðsetja tívolíið á grasfletinum
austan Samkomuhússins. Bæjarráð
hefur falið bæjarverkfræðingi og
umhverfísstjóra að leggja fram til-
lögu um mögulega staðsetningu fyr-
ir tívolíið í samráði við heilbrigðisfull-
trúa. Afgreiðslu þessa erindis var
frestað á fundi bæjarráðs á fimmtu-
dag.
-------------
Tónlistarskólinn
Kynning
í forskóla
FORSKÓLADEILD Tónlistarskól-
ans á Akureyri býður í maí mán-
uði upp á ókeypis fjögurra tima
námskeið til að kynna starfsemi
sína.
í forskólanum hljóta 5-8 ára böm
þjálfun og fræðslu um undirstöðuatr-
iði tónlistariðkunar og hlustunar og
þar er lagður grunnur að ákveðnum
sjálfsaga sem fylgir tonlistamámi.
Fjöldi þátttakenda á námskeiðið er
takmarkaður en skráning stendur
yfir á skrifstofu skólans til 4. maí.
Gleðskapur fyrir prófin
Morgunblaðið/Rúnar Þór
PRÖF eru framundan í Verkmenntaskólanum á Akureyri en áður en nemarnir fara að kúra sig yfír námsbæk-
umar gerðu þeir sér glaðan dag svo sem venja er til. Þeir vom mættir við heimili skólameistara, Bernharðs
Haraldssonar kl. 6 í gærmorgun og þegar hann hafði verið kært kvaddur lá leiðin til kennara skólans.
Formaður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis
Skipuð verði rannsóknar-
nefnd vegna fasteignasölu
Leikfélag Akureyrar
Sýningar-
metsett
SÝNINGARMET var sett
hjá Leikfélagi Akureyrar
um síðustu helgi þegar 124.
sýning leikársins var en
aldrei hafa verið svo marg-
ar sýningar á einu og sama
leikárinu.
Mikil gróska hefur verið í
starfsemi Leikfélags Akur-
eyrar í vetur og hafa oftast
verið tvo leikverk í sýningu
samtímis. Félagið sýnir nú í
tveimur húsum, í gamla Sam-
komuhúsinu er stórsýning
vetrarins, Óperudraugurinn
eftir Ken Hill með söngperlum
eftir mörg þekktustu tónskáld
óperusögunnar og í annexíu
LA, Þorpinu, er enn verið að
sýna Barpar eftir Jim Cartwr-
ight við miklar vinsældir.
Á síðustu sýningu á Bar-
pari var slett sýningarmet hjá
félaginu, þá var 124. sýning
leikársins en sýningar hafa
aldrei verið jafn margar á einu
leikári. Enn á LA eftir að
bæta um betur því nokkrar
sýningar em eftir áður en leik-
árinu lýkur, bæði á Óperu-
draugnum og Barpari.
FRA
GRUNNSKÓLUM
AKUREYRAR
Innritun 6 ára bama (fædd 1988) fer fram í grunnskólum
bæjarins þriðjudaginn 3. maí og miðvikudaginn 4. maí nk.
kl. 10-12 f.h. og 13-15 e.h. Jafnframt verður könnuð þörf
á gæslu yngri bama.
Innrita má með símtali við viðkomandi skóla.
Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli
skólasvæða. Nemendur sem flytjast í Giljahverfi skulu inn-
rita sig í Glerárskóla.
Símanúmer skólanna: Gagnfræðaskóli Akureyrar 24241.
Barnaskóli Akureyrar 24172.
Glerárskóli 12666.
Lundarskóli 24888.
Oddeyrarskóli 22886.
Síðuskóli 22588.
Skólafulltrúi.
HÚSNÆÐISSKRIFSTOFAN Á AKUREYRI
Staða ráðgjafa
Húsnæðisskrifstofan á Akureyri óskar eftir starfs-
krafti til skrifstofustarfa. Æskilegt er að umsækjandi
hafi menntun í viðskiptafræði eða sambærilega
menntun. Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að
umgangast fólk og vera lipur í þjónustu. Viðkomandi
þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt
kjarasamningi Akureyrarbæjar.
Húsnæðisskrifstofan á Akureyri er reyklaus vinnu-
staður.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri
störf, sendist Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri,
Skipagötu 12, sími 96-26311, fyrir 6. maí.
VILIIJÁLMIJR Ingi Ámason
formaður Neytendafélags Ak-
ureyrar og nágrennis ætlar að
fara fram á það við Þorstein
Pálsson dómsmálaráðherra að
skipuð verði sérstök rannsókn-
arnefnd til að fara í saumana á
samskiptum ungmenna við fast-
eignasala á Akureyri.
Beiðnin kemur í kjölfar ályktun-
ar frá Samskiptanefnd Félags
fasteignasala, en Vilhjálmur Ingi
sendi málið þangað til umfjöllun-
ar. í greinargerð Samskiptanefnd-
arinnar kemur fram að málið sé
afar viðamikið og flókið. Nefndin
bendir á að augljós atriði sem
koma fram í gögnum sem fyrir
liggja verði að teljast ámælisverð.
Vinnubrögð hefðu mátt vera betri
við umrædda sölu fasteignarinnar
og nokkur atriði nefnd í því sam-
bandi.
Graðfolinn
Forsaga málsins er að tvö ung-
menni festu kaup á íbúðarhúsi sem
þau síðan misstu og telur formað-
ur Neytendafélagsins að þau hafí
vísvitandi verið blekkt og öryggis
þeirra ekki gætt af hálfu fast-
eignasalans. Þau hafi verið ginnt
til að falsa pappíra til að fá hærra
greiðslumat og hafí graðfoli í
þeirra eigu verið notaður í því
skyni að mynda þá eignastöðu sem
nauðsynleg var til að fá nógu hátt
lán til húsnæðiskaupa. Mál þetta
kom upp á síðasta ári og í kjölfar-
ið ritaði Vilhjálmur Ingi nokkar
greinar um málið.
■ BLASARASVEITIR og sam-
spilshópar blásara koma fram á
tónleikum sem haldnir verða á veg-
um Tónlistarskólans á Akureyri
næstkomandi mánudag, 2. maí, í
Akureyrarkirkju kl. 19.00. Blás-
arasveitirnar koma allar fram,
grunnsveit sem Jacqueline F.
Simm stjómar, yngri blásarasveit
undir stjórn Sveins Sigurbjörns-
sonar og eldri blásarasveit sem Jón
Halldór Finnsson stjórnar.
MESSUR
■AKUREYRARPRESTAKALL:
Messað verður í Akureyrar-
kirkju kl. 14. á morgun, 1. maí.
Kór Akureyrarkirkju syngur.
Tónleikar og kaffisala kórsins
eftir messu í Safnaðarheimilinu.
■GLERÁRKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. sunnudaginn 1.
maí. Prestur séra Hannes Örn
Blandon.
■ HJÁLPRÆÐISHERINN: Al-
menn samkoma kl. 14.00.
Heimilasamband kl. 16.00 á
mánudag, Krakkaklúbbur kl. 17
á miðvikudag fyrir 7-12. ára.
■ HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Samkoma í umsjá ungs fólks
kl. 20.30 í kvöld. Vakningsam-
koma kl. 20.00 sunnudaginn 1.
maí. Konur af kvennamóti sjá
um samkomuna. Æskulýðs-
fundur fyrir 9-12 ára miðviku-
dag kl. 17.30. og grunnfræðsla
fyrir nýja sama daga kl. 20.30.
■KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Messa kl. 18.00 í dag, laugar-
dag, og kl. 11.00 á morgun, 1.
maí.
Islenskir hvolpar
Fallegir og vel ættaðir
íslenskir hvolpar eru til
sölu.
Ættbókarfærðir.
Hvolparnir eru skoð-
aðir og bólusettir af
dýralækni.
Upplýsingarísíma
96-26996.
Hjartasjúklingar á Eyjafjarðarsvæðinu
Ráðherra beiti sér
fyrir fjölgun aðgerða
Á aðalfundi Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu sem hald-
inn var nýlega var samþykkt einróma eftirfarandi ályktun af á ann-
að hundrað fundarmönnum:
„Aðalfundur Félags hjartasjúkl-
inga á Eyjafjarðarsvæðinu skorar á
heilbrigðisráðherra að beita sér fyr-
ir fjölgun aðgerða á Landspítalan-
um a.m.k. tímabundið til að fækka
sjúlingum á biðlista."