Morgunblaðið - 30.04.1994, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994
ptnrgwiMaltií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
"Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Kosningar í Suður-
Afríku
Fyrstu lýðræðislegu kosning-
unum í Suður-Afríku lauk í
gærkvöldi, degi síðar en áformað
hafði verið. Vegna erfíðleika við
framkvæmd kosninganna var
ákveðið að framlengja þær um
einn dag í nokkrum héruðum
landsins. Hér og þar hafa komið
upp vandkvæði og í taugatitringi
saka menn hver annan um kosn-
ingasvik. Á heildina litið virðist
samt sem kosningarnar hafi
gengið vel fyrir sig og þó að í
einhverjum tilvikum hefði skipu-
lag eflaust mátt vera betra bend-
ir ekkert til að það muni hafa
minnstu áhrif á heildamiðurstöð-
ur kosninganna.
Ekki er búist við að endanlegar
niðurstöður kosninganna liggi
fyrir fyrr en á sunnudagskvöld
en ganga má út frá því sem vísu
að Afríska þjóðarráðið vinni yfir-
burðasigur og að Nelson Mandela
verði næsti forseti Suður-Afríku.
Þar með lýkur pólitískum yfir-
ráðum hvítra manna í Suður-Afr-
íku, rétt rúmum fjórum árum eft-
ir að de Klerk leyfði starfsemi
Afríska þjóðarráðsins og hleypti
Mandela úr fangelsi. Raunar eru
það enn stærri tímamót sem
þama eru að eiga sér stað. Suður-
Afríka var síðasta arfleifð ný-
lendustefnu Evrópubúa í Afríku
en um 350 ár eru liðin frá því
að Hollendingar námu þar land
og hófu fasta búsetu. Saga Suður-
Afríku undanfamar aldir er um
margt heillandi en hún hefur að
sama skapi verið blóðug á köflum.
í þessu auðuga ríki af náttúmnn-
ar hendi hafa öldum saman tekist
á andstæðir hópar, Búar og Bret-
ar, hvítir og svartir. Nú hillir í
fyrsta skipti undir það að allir
íbúar landsins geti búið saman í
sátt og jafnir fyrir lögum.
Það hafa ótrúlegar breytingar
átt sér stað í Suður-Afríku frá
því að de Klerk flutti hina sögu-
legu ræðu sína í febrúar 1990 þar
sem hann tilkynnti um þessi um-
skipti. Aðskilnaðarstefnan heyrir
sögunni til og þjóðir Suður-Afríku
hafa komið sér saman um hvern-
ig feta beri leiðina að hinni nýju
, Suður-Afríku. Það undraverða er
hversu átakalaust þessi umskipti
hafa þrátt fyrir allt gengið fyrir
sig. Auðvitað hafa menn deilt
hart um jafn ólíka hluti og kosn-
ingafyrirkomulag, kjördæmaskip-
an, nýjan fána og þjóðsöng og
oft virtist sem viðræðumar
myndu fara út um þúfur. Ávallt
náðist þó málamiðlun að lokum
og viðræðurnar héldu áfram. Á
endanum náðist samkomulag um
nýja bráðabirgðastjómarskrá sem
gildir til næstu fimm ára og að
þjóðstjórn allra flokka taki við
völdum að loknum kosningum.
Þetta hefði verið talið óhugs-
andi fyrir einungis rúmum ára-
tug. Þá var aðskilnaðarstefnunni,
sem Þjóðarflokkurinn kom á árið
1948, enn framfylgt af fyllstu
hörku og bilið milli hvítra og
svartra virtist óbrúanlegt. Stjórn
Þjóðarflokksins sýndi lítinn sem
engan vilja til að auka hlut
blökkumanna á einn eða annan
hátt þrátt fyrir alþjóðlegan þrýst-
ing og viðskiptaþvinganir. Sam-
tök blökkumanna virtust að sama
skapi föst í úreltum pólitískum
kreddum og skæruhernaði.
De Klerk forseti tók mikla póli-
tíska áhættu þegar hann ákvað
að veita blökkumönnum aðild að
stjórn landsins. Hann sýndi mikið
hugrekki en jafnframt raunsætt
stöðumat. Aðskilnaðarstefnan var
gengin sér til húðar. Hún var
orðin byrði ekki einungis á hinum
svarta meirihluta heldur þjóðfé-
laginu í heild. Suður-Afríka var
forsmáð og einangruð á alþjóða-
vettvangi og útilokuð frá viðskipt-
um jafnt sem helstu straumum í
menningu og vísindum. Eitt af-
sprengi aðskilnaðarstefnunnar
var líka miðstýrt reglugerðaveldi
sem kæfði nýjungagimi í við-
skiptalífínu og bar mörg einkenni
áætlunarbúskapar. Til að kúga
hinn svarta meirihluta og vernda
hvíta minnihlutann var byggt upp
mikið öryggiskerfi, sem var að
sliga þjóðina jafnt andlega sem
efnahagslega.
Þessu brenglaða þjóðfélags-
skipulagi tókst að halda gangandi
mun lengur en eðlilegt má teljast
vegna mikillar auðlegðar Suður-
Afríku, annálaðrar þrjósku Búa
og kalda stríðsins. Þegar því lauk
voru hins vegar forsendurnar
brostnar.
Þetta skynjaði de Klerk og tók
hið óhjákvæmilega skref. Auðvit-
að eru enn margar hindranir sem
verður að ryðja úr vegi áður en
Suður-Afríka getur talist frið-
samlegt lýðræðisþjóðfélag. Þó að
samningaviðræður hinna póli-
tísku hreyfinga hafí gengið sæmi-
lega friðsamlega hefur á annan
tug þúsunda manna fallið í inn-
byrðis átökum blökkumanna frá
1990. Þá sniðganga hvítir öfga-
menn kosningarnar og hóta blóðs-
úthellingum. Flest bendir þó til
að þarna sé um einangraða hópa
að ræða og ljóst er að yfirgnæf-
andi meirihluti suður-afrísku
þjóðarinnar, jafnt hvítra sem
svartra, er sáttur við þetta skref
sem nú hefur verið tekið.
Það var stór stund er Nelson
Mandela og meðbræður hans
greiddu atkvæði í fyrsta skipti á
ævinni í þingkosningum. Nú þarf
hann og Afríska þjóðarráðið að
axla ábyrgð á stjórn landsins.
Framtíð Suður-Afríku er í þeirra
höndum. Mandela hefur sýnt fá-
dæma stjórnvisku, yfirsýn og
hógværð frá því að hann öðlaðist
frelsi árið 1990. Ef sú verður
áfram raunin gæti framtíð Suður-
Afríku verið björt.
Það skortir
Viðtal Agnes Bra^adóttir
HALLDOR Asgrímsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins und-
anfarin 13 ár, tók síðdegis í gær
við formennsku í flokknum af
Steingrími Hermannssyni, sem
hefur hætt afskiptum af stjórn-
málum og hefur starf sem seðla-
bankastjóri á mánudag. Halldór
segist, í viðtali við Morgunblaðið
í dag, vera maður stefnufestu,
sem hafi metnað til þess að taka
að sér þau verkefni á sviði stjórn-
málanna, sem honum er trúað
fyrir. Hann segir Framsóknar-
flokkinn munu ganga óbundinn
til næstu alþingiskosninga, eins
og hann hafi ávallt gert og útilok-
ar þannig ekki samstarf við nokk-
urn sljórnmálaflokk, að afloknum
kosningum.
Halldór, þu sem nýr formaður Fram-
sóknarflokksins, hvort munt þú
horfa til hægri eða vinstri, eftir næstu
alþingiskosningar, ef Framsóknarflokkur-
inn á kost á aðild að stjórnarsamstarfí?
„Það er nú aðalatriði á þessu stigi
máls, að Framsóknai-flokkurinn verði sem
sterkastur eftir þær kosningar. Við höfum
alltaf gengið óbundnir til kosninga og ég
tel að við eigum einnig að gera það nú.
Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur,
sem hefur ávallt starfað á miðju íslenskra
stjómmála. Flokkarnir sem voru lengst
til vinstri, hafa verið að færast inn á
miðjuna í íslenskri pólitík. Ég tel á marg-
an hátt, eftir þá reynslu sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft í þessari ríkisstjóm,
vissar líkur á því, að hann sé einnig að
færast inn á miðjuna. Það eru merki þess,
t.d. að því er varðar einkavæðingarmál
og fleira.“
Kenningar um hægri og vinstri
órökstuddar
— Þú hefur um langan tíma verið skil-
greindur sem forystumaður Framsóknar-
flokksinns til hægri, en Steingrímur Her-
mannsson forystumaðurinn til vinstri. Ef
þessi skilgreining er rétt, hver er þá þinn
persónulegi áhugi og vilji til stjórnarsam-
starfs að afloknum kosningum?
„Ég hef engan sérstakan persónulegan
áhuga í þeim efnum. Ég hef áhuga á að
starfa með þeim sem ég næ málefnalegri
samstöðu við. Þannig vil ég ganga til
þessara kosninga, sem við munum und-
irbúa okkur mjög vel fyrir. En við munum
ekki, hvorki á þessari stundu né fyrir
kosningar, kveða upp úr með það. Aðalat-
riðið er það að við fáum styrk, mikinn
styrk, í þeim kosningum.
Að því er varðar þessa hægri/vinstri-
skilgreiningu innan Framsóknarflokksins
vil ég halda því fram, að allar slíkar kenn-
ingar séu órökstuddar. Ég held ég muni
það rétt, að Eysteinn Jónsson hafi verið
talinn hægrimaður, þegar hann taldi rétt,
að ísland gengi í NATO. Þó voru margir
sem töldu Eystein Jónsson, á s'ðari árum,
vera vinstrimann. Steingrímur Hermanns-
son var talinn hægrimaður, þegar hann
studdi það að álverið í Straumsvík væri
reist. En hann hefur verið kenndur við
vinstri af mörgum á síðari árum.
Ég hef talað mikið um efnahags- og
atvinnumál, sem ég tel vera forsendur
fyrir framförum. En ég er þeirrar skoðun-
ar, að mikill misskilningur sé í því fólg-
inn, að flokka megi þá sem láta þá mála-
flokka mikið til sín taka, sem einhveija
andstæðinga félagshyggju eða framfara
á sviði félagsmála. Ég tala mikið um efna-
hagsmáí, vegna þess að ég geri mér grein
fyrir því, að án framfara í atvinnumálum
verður enginn félagslegur jöfnuður.
Ég er menntaður sem löggiltur endur-
skoðandi og hef sem slíkur þekkingu á
skattamálum og fjármálum fyrirtækja.
Ég hef kynnst atvinnulífinu og ég held
að því sé þannig farið með alla, sem eru
í pólitík, að þeir tala út frá eigin reynslu,
menntun og þekkingu. Það hef ég gert,
en það skiptir mig engu máli, hvort ég
er kallaður hægrimaður eða vinstrimaður.
Sjálfur tel ég að hógværar stefnur séu
líklegastar til árangurs og hef ávallt að-
hyllst slíkar stefnur. Þess vegna er ég
miðjumaður, samkvæmt eigin skilgrein-
ingu.“
Seðlabankamálið að baki
— Telur þú að pólitískt baktjaldamakk
í kringum það að Steingrímur Hermanns-
son var gerður að seðlabankastjóra eigi
eftir að hafa eftirmála í för með sér. Þar
á ég við, hvort það muni hafa eftirmála
í för með sér, að því er varðar hugsanlegt
stjórnarsamstarf Framsóknarflokks við
Sjálfstæðisflokk, í augum forystu Fram-
sóknarflokksins og þá sérstaklega að for-
ysta Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfír við
ykkur að hún myndi styðja Steingrím
Hermannsson til þess að verða banka-
stjóri Seðlabanka Islands, en efndir urðu
svo engar í bankaráði Seðlabankans?
„Það hefur verið ákveðið að Steingrím-
ur Hermannsson verði seðlabankastjóri.
Það má ýmislegt segja um aðdraganda
þess máls, en það er að baki og ég hef
ekki hugsað mér að ræða það neitt frek-
ar. Það mun að mínu mati engin áhrif
hafa á samstarf Framsóknarflokksins við
þennan flokk eða aðra flokka í framtíð-
inni. Ég tel ekki rétt að blanda því saman.“
— Er þá hægt að líta þannig á, að
þínu mati, að þótt fulltrúar í bankaráði
Seðlabankans séu pólitískt kjörnir fulltrú-
ar, að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i ráð-
inu hafi í þessu tilviki ekki staðið við sam-
komulag flokkanna, en að flokksforysta
Sjálfstæðisflokksins verði ekki gerð ábyrg
fyrir því sem ég hef heyrt framsóknar-
menn nefna vanefndir í þessum efnum? —
Eða á flokksforysta í stjórnmálaflokki
ávallt að vera fær um að segja pólitískt
kjörnum fulltrúum sínum fyrir verkum?
„Ég hef alltaf talið að allir eigi að taka
ákvarðanir samkvæmt eigin sannfæringu.
Hitt er svo annað mál, að það verður aldr-
ei hjá því kómist að menn tali saman.
Þannig myndast nú yfirleitt meirihluti í
lýðræðissamfélagi. Það er mjög eðlilegt,
ef fulltrúar eru kosnir á vegum stjórn-
málaflokkanna í landinu, að þeir hinir
sömu ræði við forystumenn flokkanna um
alvarleg og mikilvæg mál. Ef þannig er
ekki staðið að málum, þá er miklu vitur-
legra að einhveijir aðrir skipi í þessar
mikilvægu stöður. Ég er þeirrar skoðunar
að eðlilegt sé, að stjórnmálaflokkarnir
hafi þar ítök. Stjórnmálaflokkarnir eru
nú, þrátt fyrir allt, undirstaða lýðræðis í
þessu landi og eru að mínu mati merkileg-
ustu samtök þjóðfélagsins að því leytinu
til, með fullri virðingu fyrir margvíslegum
öðrum mikilvægum samtökum. En lýð-
ræðisþjóðfélag án stjórnmálaflokka fyrir-
finnst ekki.“
Fórna ekki efnahags-
markmiðum
— Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur
setið upp á dag í þijú ár, hinn 30. apríl.
Hún hefur náð umtalsverðum árangri í
baráttu við verðbólgu, vextir hafa lækkað
og viðskiptajöfnuður við útlönd er okkur
hagstæðari en oftast áður. Dökka hliðin
er atvinnuleysi og aukning þess að undan-
förnu. Værir þú reiðubúinn, sem formaður
Framsóknarflokksins, að fórna einhveij-
um þeirra þátta sem ég nefndi fyrst, til
þess að draga úr atvinnuleysi hér á landi?
„Sem betur fer var nú búið að ná verð-
bólgunni niður áður en þessi ríkisstjórn
komst til valda. Hún var nánast komin
niður á það stig sem hún er nú. Það er
rétt að viðskiptahalli hefur minnkað, sem
ég tel mjög mikilvægt. Ég er þeirrar skoð-
unar, að lág verðbólga og stöðugleiki sé
forsenda framfara og hef alltaf litið þann-
ig á. Ég er því ekki tilbúinn til þess að
fórna þeim markmiðum í efnahagsmálum.
Ég tel að að slíkt myndi eyðileggja svo
margt í efnahagslífínu, þegar til lengri
tíma er litið.
En ríkisvaldið verður að vera með hvetj-
andi aðgerðir til þess að koma atvinnulíf-
inu á skrið. Ég leyni því ekki að ég tel
að þau þijú ár sem það hefur tekið að
ná niðurstöðu, að því er varðar fiskveiði-
stefnuna og starfsskilyrði sjávarútvegs-
ins, hefur skemmt heilmikið fyrir þeirri
atvinnugrein. Sama máli gegnir um land-
búnaðinn, sem miklar deilur hafa verið
um í langan tíma. Það tel ég einnig að
hafi skaðað þann atvinnuveg verulega.
Iðnaðurinn, og þá sérstaklega útflutnings-
iðnaðurinn, hefur ekkert vaxið hér, heldur
dregist saman síðastliðin 20 ár og það
er nú kannski það alvarlegasta af öllu.
Ég ætla ekkert að fara að kenna núver-
andi ríkisstjórn eingöngu um það, en þar
er mikið starf óunnið.“
Hvetjandi aðgerðir
— Þegar þú segir hvetjandi aðgerðir
ríkisvaldsins til þess að koma atvinnulífínu
á skrið, hvað áttu þá við?
„Okkur vantar fjármagn inn í atvinnu-
lífíð, mun meira fjármagn. En nú er til
dæmis búið að ákveða að fljótlega fellur
niður sú heimild að fólk geti lækkað skatta
sína með því að leggja áhættufé í fyrir-
tæki, og ég tel það rangt. Ég er þéirrar
skoðunar að það eigi frekar að auka slík
skattafríðindi, til dæmis með þeim hætti
að einstaklingar sem vinna hjá ákveðnum
fyrirtækjum geti lagt ákveðinn hluta af
launum sínum inn í viðkomandi fyrir-
tæki, skattfijálst. Þá þætti mér eðlilegt
að lífeyrissjóðir þeirra sem slíkt gerðu,
legðu fram ljármagn á móti. Lífeyrissjóð-
irnir eru þeir sem munu skipta mestu
máli hér varðandi uppbyggingu atvinnu-
lífsins í framtíðinni, því þeir hafa mikið
fjármagn. Ég er líka þeirrar skoðunar,
að okkur vanti erlent fjármagn inn í at-
vinnulífið.“
Ekki erlent fjármagn í veiðar og
frumvinnslu
— Ertu tilbúinn til þess að opna fyrir
erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi Is-
lendinga?
„Nei, ég er ekki tilbúinn til þess að
opna fyrir slíkar fjárfestingar að því er
varðar frumvinnsluna eða veiðarnar. Ég
er tilbúinn til þess að hleypa slíku fjár-
magni inn í framhalds- og fullvinnslu sjáv-
arafurða hérlendis. En mér fínnst ríkis-
stjórnin hafi lagt of litla áherslu á að leita
að erlendum fjárfestum og þar hafí hún
einblínt of mikið á stórfyrirtæki. Ég held
að við þurfum að setja fleiri menn í það
að leita að samstarfsaðilum á erlendum
vettvangi og það eigi að vera eitt megin-
verkefni utanríkisþjónustunnar við þessi
skilyrði. Mikilvægasta verkefni stjórn-
málamanna á næstunni er að bæta at-
vinnustigið í landinu. Allar aðgerðir verða
að taka mið af því. Ég tel einnig að ríkis-
útgjöldin eigi í auknum mæli að taka mið
af þessari staðreynd. Sem dæmi nefni ég
að viðhaldsverkefni skapa meiri vinnu en
ýmsar fjárfestingar."
— Væri ekki ríkisfjármálum stefnt í
uppnám, einmitt með slíkum ráðstöfun-
um?
„Nei, við megum alls ekki auka ríkisút-
gjöld, miðað við þau skilyrði sem við nú
búum við. Ég á við það, að ríkisútgjöld,
sem sannanlega auka verðmætasköpun í
þjóðfélaginu, eru réttlætanleg. Ef aukin
skattlagning á ferðaþjónustu, svo dæmi
sé nefnt, verður til þess að draga úr
umsvifum hennar, þá er það til þess fall-
ið að draga úr verðmætasköpun í þjóðfé-
laginu. Við verðum að líta á þessi mál í
samhengi heildarinnar, en ekki eingöngu
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
25
Morgunblaðið/Rax
Formaður Framsóknarflokksins
HALLDÓR Ásgrímsson: „Ég er maður stefnufestu. Það má vel vera að einhveijum finnist það vera galli. Sjálfum finnst mér það
vera kostur. Við þurfum á stefnufestu að halda í íslensku þjóðfélagi."
„Það verdur enginn
félagslegur jöfnuður
án framfara í at-
vinnumálumr<f segir
Halldór Ásgrímsson,
nýr formaður Fram-
sóknarflokksinsy
meðal annars í ítar-
legu samtali við
Morgunblaðið í dag
út frá tölum ríkissjóðs. Við þurfum að
leggja meira fé í nýsköpun og markaðs-
sókn, þótt við verðum að fórna nokkru
til af hálfu ríkisins, því ef rétt er að
málum staðið, munu þeir peningar skila
sér til baka, og vel það. Ég er að sjá það
æ betur, að það vantar fleira fólk hér á
landi sem vill fara út í atvinnurekstur,
og taka áhættuna sem því fylgir að stofna
fyrirtæki.
Það vantar meiri hvatningu og bjart-
sýni, ekki endilega frá ríkisstjórn á hveij-
um tíma. Mér finnst það vera sjálfsagt í
framhaldsskólum landsins, að mönnum
sé kennt meira um atvinnulífið en gert
er og hvernig ungt fólk eigi að fara að
því að hasla sér þar völl. Þegar ég skoða
valgreinar unglinganna í framhaldsskól-
um, þá verð ég ekki var við að áherslan
liggi þar. Mér sýnist sem það sé miklu
meira um það, að unga fólkið ætli sér að
komast til starfa í margvíslegri opinberri
þjónustu. Þetta er ákveðin meinsemd, sem
við verðum að taka á.“
Kvótakerfid sannað gildi sitt
— Halldór, þú ert einn helsti höfundur
kvótakerfisins og aðalstuðningsmaður
þess, allar götur frá því að kvótalögin
tóku gildi 1984. Telur þú að við séum á
réttri leið, með því stöðugt að reyna að
bæta þetta fiskveiðistjórnunarkerfi og
breyta, tjasla í göt og þétta í sprungur —
eða er jafnvel komið að þeim tímapunkti,
að stokka beri algjörlega upp stjórnkerfí
okkar á fiskveiðum?
„Ég tel að kvótakerfið hafí sannað gildi
sitt, og ég er þeirrar skoðunar að íslensk-
ur sjávarútvegur hafi þrátt fyrir allt þann
mátt sem hann hefur í dag, vegna þess
að við skipulögðum fískveiðarnar með
þessum hætti. Ef það hefði ekki verið
gert, þá værum við enn verr stödd en við
erum í dag. Þetta viðurkenna flestir sem
eru í forsvari fyrir sjávarútvegsfyrirtæki
í landinu.
Auðvitað þarf alltaf að endurskoða
allar stefnur, sem miklu máli skipta, eins
og fiskiveiðistefnan, en það hefur enginn
komið með neina aðra lausn, sem er mark-
tæk í þessu máli. Þeir sem eru að tala
um að rétt sé að breyta þessu algjörlega
og hamra á því dag eftir dag, meðal ann-
ars í þínum fjölmiðli, verða að geta sagt
eitthvað um það hvernig þeir vilja hafa
það.“
Verður að setja leikreglur
— Það hefur nú ýmislegt verið sagt
um það í Morgunblaðinu. Hver er til að
mynda skoðun þín á þeirri hugmynd sem
reifuð var í Reykjavíkurbréfí fyrir nokkr-
um vikum, í þá veru að sjávarútveginum
verði sniðinn almennur rammi starfsskil-
yrða, sem mótist af því annars vegar að
útgerðin fari að ákvörðunum stjórnvalda
um hámarksafla, sem byggist á mati físki-
fræðinga á því hversu mikinn afla sé
óhætt að sækja í hvern stofn, og hins
vegar af því að útgerðin greiði þjóðinni
afgjald fyrir að fá að nýta þessa sameigin-
legu auðlind íslendinga, fiskimiðin. Að
öðru leyti verði það á valdi atvinnugreinar-
innar sjálfrar að ákveða með hvaða hætti
veiðunum verður háttað, en ekki stjórn-
valda?
„Ég tel þetta ekki framkvæmanlegt,
vegna þess að einhver verður að setja
leikreglur. í þessu tilviki er sagt, að at-
vinnugreinin sjálf eigi að setja leikreglur.
Það eru ólíkir aðilar og ólíkir hagsmunir
innan þessarar atvinnugreinar. Þetta eru
hagsmunir meira og minna allra þjóðfé-
lagsþegna. Það verður að setja þessar
leikreglur með löggjöf og þær verða að
vera þannig að menn geti starfað eftir
þeim.“
— Er það ekki m.a. hlutverk Iöggjafans
að búa þannig í haginn fyrir atvinnulífið,
með rammalöggjöf, að almenn starfsskil-
yrði séu fyrir hendi, en útfærslan og
smáatriðin geti síðan verið á valdi þeirra
sem stunda atvinnugreinina?
„Þeir sem halda að hægt sé að breyta
í grundvallaratriðum, með því að láta at-
vinnugreinina borga skatt til ríkisins, þeir
hafa ekki útskýrt sitt mál. Þessi atvinnu-
grein er rekin með verulegu tapi. Við
erum nýlega búin að ákveða að leggja
niður aðstöðugjald, sem lagt var á, án
tillits til hagnaðar. Mér sýnist að þær
hugmyndir sem eru uppi, um nýja skatt-
heimtu í sjávarútvegi, séu með svipuðum
hætti, að það eigi að leggja nýtt aðstöðu-
gjald á atvinnugreinina. Ég hef aldrei
getað skilið það, hvernig atvinnugrein,
sem þannig er statt fýrir, eigi að borga
þennan skatt. Ef það verður eitthvað
vandamál í framtíðinni, að almennur
hagnaður í sjávarútveginum er orðinn
mikill, þá skulum við skoða það vanda-
mál, þegar það kemur upp. Það verður
mjög skemmtilegt að takast á við það og
ég vona að sá dagur komi.
Ég tel nauðsynlegt að starfrækja sterk-
an verðjöfnunarsjóð, því það mun ávallt
verða þannig að það munu koma slæm ár
í sjávarútveginum og góð ár og þessar
sveiflur á að jafna.“
Andvígur aðild að ESB
— Hvað segir hinn nýi formaður Fram-
sóknarflokksins um umræðuna um Evr-
ópusambandið hér á landi og hugsanlega
aðild íslands að ESB?
„Ég er andvígur aðild að ESB. Ég átti
þátt í því í síðustu ríkisstjórn að undirbúa
samningana um Evrópska efnahagssvæð-
ið og vann að því í mínu ráðuneyti. Ég
var þeirrar skoðunar þá, að nauðsynlegt
væri fyrir okkur að taka þátt i því sam-
starfí og ég hef ekki skipt um skoðun í
þeim efnum. Auðvitað breytast aðstæður
þegar og ef hin Norðurlöndin og Austur-
ríki ganga inn í ESB og framhjá því verð-
ur ekki horft. í því felst að mínu mati
tækifæri fyrir ísland til þess að ná hag-
stæðum samningum við ESB, sem byggi
á samningnum um EES. Þar þurfum við
að ná fram meiri aðgangi að mörkuðum
fyrir okkar vörur, bæði sjávarafurðir og
landbúnaðarafurðir.
Því þurfum við að skilgreina samnings-
markmið okkar í þeim efnum, sem mér
fínnst skorta á að gert hafí verið, og
stjórnmálamenn verða að gera það upp
við sig, að hveiju skuli stefnt. Ég tel að
við eigum að leita leiða til þess að hafa
áhrif innan Evrópusambandsins, án aðild-
ar. Þar á ég við að við fáum aðgang að
ESB sem áheyrnarfulltrúar og með mál-
frelsi í mikilvægum ráðum og nefndum.
Ég hef enga ástæðu til þess að ætla að
þetta geti ekki gengið, því það ríkir mik-
ill velvilji í okkar garð, meðal þjóða Evr-
ópu, Norðurlandanna og annarra. Ég
minni á að ekki er ólíklegt að ýmislegt
komi til með að breytast innan Evrópu-
sambandsins, í kjölfar ríkjaráðstefnunnar
1996.
Það er staðreynd að okkar helsta auð-
lind er fískurinn og því megum við aldrei
gleyma. Samningur Norðmanna gefur
mér ekkert tilefni til að skipta um skoð-
un. Þeirra fiskveiðar munu falla undir
sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB.
Jafnvel þótt Norðmenn muni þar hafa
veruleg áhrif og þeirra sérstaða að sumu
leyti viðurkennd, þá verður ekki framhjá
því horft, að það er Evrópusambandið sem
hefur síðasta orðið, að því er varðar mörg
mál Norðmanna á sviði sjávarútvegsmála.
Þá niðurstöðu get ég ekki sætt mig við,
fyrir íslands hönd.“
Ekki gallalaus maður
— Hvernig leggst það í þig að taka
við formennsku í Framsóknarflokknum,
eftir 13 ára varaformennsku? Hefur vara-
formennska í öll þessi ár kannski reynt á
lolrif þín og var þig farið að lengja eftir
formannsstólnum?
„Það leggst vel í mig á margan hátt,
en ég get ekkert neitað því að ég er kvíð-
inn. Það eru mjög mörg erfið viðfangs-
efni, sem bíða úrlausnar á sviði stjórnmál-
anna á næstunni. Þar nefni ég málefni
eins og atvinnumálin og samningana við
Evrópusambandið.
Varaformannstíð mín hefur ekki reynt
á mín þolrif, eins og þú orðar það. Ég
er búinn að vera alllengi í stjórnmálum.
Það eru 20 ár í vor, síðan ég var fyrst
kosinn á þing. Yfirleitt hef ég tekið því
sem að höndum ber í þessu. Ég reiknaði
ekki með því, þegar við vorum að mynda
ríkisstjórn árið 1983, að ég færi í sjávarút-
vegsráðuneytið. Það vildi nú svo til að
enginn vildi fara þangað og það kom í
minn hlut. Það var reiknað með því, einum
til tveimur dögum áður en stjórnin var
mynduð, að ég færi í fjármálaráðuneytið
og mér var sagt að þeir væntu mín þar,
en annar birtist.
Þannig er það oft í stjómmálum, að
maður verður að takast á við starfíð, eft-
ir því hvernig vindamir blása. Ég hef
ekki sett mér nein markmið fyrirfram í
þessum efnum, en hef verið tilbúinn til
þess að takast á við verkefni, ef mér
hafa verið falin þau. Hitt er svo ljóst, að
ég hef metnað til að takast á við þau og
gefa kost á mér til slíkra starfa.“
— Því hefur iðulega verið haldið fram
að þú sért mjög þtjóskur maður, jafnvel
þver og þér verði aldrei hvikað, hafír þú
á annað borð myndað þér skoðun. Er
þetta ekki skapgerðareiginleiki, sem getur
reynst stjórnmálaforingja, sem á að leiða
stjórnmálaflokk og jafnvel að vinna í sam-
vinnu með öðrum stjórnmálaflokkum í
ríkisstjóm, viss þröskuldur?
„Ég get alveg viðurkennt, að ég er
maður stefnufestu. Það má vel vera að
einhveijum finnist það vera galli. Sjálfum
finnst mér það vera kostur. Við þurfum
á stefnufestu að halda í íslensku þjóðfé-
lagi. Það er í hæsta máta eðlilegt, að ein-
hveijir hafí efasemdir um mína persónu
og hæfileika. Ég er ekki gallalaus frekar
aðrir, en það er nú stundum þannig að
gallar manna eru líka kostir þeirra, og
það hlýtur að eiga við um mig sem aðra.
Tíminn verður svo að leiða í ljós, hvernig
mér tekst til við að leiða Framsóknar-
flokkinn.“
Ekki breyta breytinganna vegna
„Það sem okkur skortir er á margan
hátt framtíðarsýn. Það fer óskaplega mik-
ill tími, oft og tíðum, í að rífast um tiltölu-
lega lítilvæg mál, sem einungis hafa þýð-
ingu til skamms tíma. Fyrir jólin vorum
við að rífast um virðisaukaskatt, sem er
stórmál, en í þeirri umræðu skorti að
mínu viti framtíðarsýn, og því voru hags-
munir til skamms tíma látnir ráða úrslit-
um. Þennan skort á framtíðarsýn sé ég
líka í umræðu og stefnumótun á sviði
atvinnumála. Ég er þeirrar skoðunar að
í þeirri fiskveiðistefnu, sem byggð var upp
fyrir rúmum áratug, hafi framtíðarsýn
verið fyrir hendi, þ.e.a.s. að öllu máli
hafi skipt að byggja upp stofna og nýta
þá á sem hagkvæmastan hátt. Sumum
finnst sem það sé þijóska af minni hálfu
og þvermóðska að vilja halda í þessa
stefnu. Svo er ekki, en ég er ekki tilbúinn
til þess að breyta um stefnu, breyting- I
anna vegna. Ég vil fá að vita hvert menn 1
ætla að fara. *
Að öðru leyti ætla ég nú ekki að lýsa (
eiginleikum sjálfs mín. Þó get ég sagt að
mér hefur nú yfirleitt gengið þokkalega '
vel að starfa með öðru fólki, líka úr öðrum
stjórnmálaflokkum. Ég er ekkert hikandi
við að semja um mál, sem ég tel að þurfi
að leysa. Eg vona að menn álíti almennt
að ég standi við mína samninga. Ég tel
það vera grundvallaratriði í samskiptum
í stjórnmálum. Ég hef ávallt verið tilbúinn
til þess að taka rökum og standa að
málamiðlunum á þeim grundvelli, en ég
er ekki tilbúinn til þess að fórna mikilvæg-
um hagsmunum, bara til þess að ná mála-
miðlun. Menn mega ekki víkja út af
stefnu, ef það verður til þess að eyði-
leggja árangur. Það er mjög slæmt ef
menn reyna að halda völdum sem lengst,
bara valdanna vegna. Frekar ber mönnum
að víkja og hleypa öðrum að, sem geta
tekist á við viðfangsefnin."