Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
35
Jón Amason frá
Þverá - Minning
Fæddur 23. apríl 1900
Dáinn 25. mars 1994
Hinn 25. mars sl. lést á Sjúkra-
húsinu á Húsavík Jón Árnason frá
Þverá í Reykjahverfi. Jón var fædd-
ur á Þverá 23. apríl árið 1900 og
voru foreldrar hans þau Rebekka
Jónasdóttir og Árni Jónsson. Þau
hjón voru búandi á Þverá og eignuð-
ust níu börn en aðeins fimm þeirra,
ein dóttir og ijórir synir, náðu full-
orðinsaldri. Jón var næstyngstur
en Hrólfur bróðir hans, þremur
árum yngri, lifir nú einn þeirra
systkina. I æsku var hann alinn upp
við venjuleg sveitastörf og lærði
snemma til þeirra verka eins og þá
tíðkaðist. Skólagangan var stutt,
aðeins tveggja mánaða farskóli
hvern vetur frá tíu til þrettán ára
aldurs. Veturinn 1916-17 var Jón
við nám í unglingaskóla sem Bene-
dikt Björnsson hélt á Húsavík um
nokkurt skeið. Hins vegar var Jón
vel menntaður í skóla lífsins, athug-
ull og fróður. Sveitungarnir treystu
honum snemma til trúnaðarstarfa
og þegar Reykjahreppur var stofn-
aður 1933 varð Jón þar hreppstjóri
á sama ári og gegndi því embætti
í 33 ár.
Aldamótakynslóðin horfði mjög
til framfara og mun það snemma
hafa haft áhrif á Jón og þá einkum
nýjungar í samgöngutækni. Fyrsta
bifreiðin kom til Húsavíkur laust
fyrir 1920 og um 1924 fóru vöru-
flutningabifreiðir að berast til Þing-
eyjarsýslu að einhverju marki. 1929
lærði Jón að aka og haustið 1930
keypti hann sína fyrstu bifreið sem
var af Fordgerð og bar eitt og hálft
tonn. Það sem réð úrslitum að Jón
valdi þessa tegund var að hún var
með tvöföldum afturhjólum og
hægt að taka af ytri hjólin. Jón
mun hafa séð af hyggjuviti sínu að
auðveldara væri að komast um
deiga kerruvegi og vegleysur með
þennan umbúnað. Þessi bifreið
reyndist honum vel og á henni fór
hann marga vegleysuna fyrstur.
Bíllinn kostaði fullfrágenginn 4.000
krónur og greiddi Jón hann út í
hönd enda lántökur honum ekki að
skapi. Þess má geta til samanburð-
ar að tímakaup verkamanna mun
hafa verið tæplega ein króna á þess-
um árum. Jón hafði hins vegar rek-
ið búskap í félagi við foreldra sína
og haft sjálfstæðan fjárhag frá
.1916. Hann var því búinn að safna
fyrir bílnum í 14 ár, eða sama tíma
og það tók Jakob að vinna fyrir
Rakel forðum. Sýnir þetta best ráð-
deild Jóns og fyrirhyggju. Með
þessu var lífsbraut Jóns ráðin. Hann
hafði að vísu nokkurn sauðfjárbú-
skap með akstrinum til 1944, er
allt fé var skorið niður á þessum
slóðum vegna mæðiveikinnar, en
eftir það hafði hann sitt lifibrauð
af akstrinum. Þá kenndi Jón einnig
fjölda fólks á bíl.
Jón var á Þverá til ársins 1958
en eftir það var hann lengstum á
Hólmavaði í Aðaldal og síðar á
Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi uns
hann valdi sér bústað á dvalarheim-
ilinu Ási/Ásbyrgi í Hveragerði
snemma á áttunda áratugnum. Þar
dvaldi hann til ársloka 1991 er
hann flutti „heim“ á Húsavík.
Sá er þessar línur ritar man Jón
fyrst 15. júní 1951, þá nýfluttur
með foreldrum sínum í Saltvík í
Reykjahreppi. Þar var Jón mættur
til þess að flytja þá er þar bjuggu
til nýrra heimkynna. Jón var þá
mjólkurbílstjóri í Reykjahverfi og
fylgdi því starfi mikil þjónusta í
útréttingum fyrir sveitina. Var það
alkunna hversu nákvæmur Jón var
í öllum þeim störfum og af hve
mikilli trúmennsku hann sinnti er-
indum, stórum sem smáum. Það var
ekki fyrir neinn aukvisa að sinna
því öllu og sumt sem flytja þurfti
engin léttavara. í huganum skýtur
upp mynd af þessum tággranna
manni með 100 kílóa sekk á baki
sem gjarnan þurfti að bera upp
stiga eða niður kjallaratröppur.
Mjólkurbrúsum þurfti að lyfta á
pall, stundum af jörðu, og vetrar-
færðin í Þingeyjarsýslu á niður-
gröfnum vegslóðum þreytti marg-
an. Það fór líka svo að bakið gaf
sig og Jón varð að hætta vöruflutn-
ingum fyrr en hann hefði eflaust
viljað.
Haustið 1974 flutti ég til Hvera-
gerðis og tókust þá fljótlega kynni
við Jón að nýju. Hér á heimilinu
var hann aufúsugestur, tillitssamur,
prúður og ávallt að miðla fréttum
að norðan. Sundlaug staðarins sótti
hann nær daglega þrátt fyrir að
sjónin gerði honum það erfítt í lok-
in. Þannig var komið árið 1974 að
sjónin var orðin svo slæm að hann
gat ekki ekið bíl lengur og þótti
honum það mjög miður eftir nær
hálfrar aldar setu undir stýri. Því
má segja að það hafi verið honum
sem nýtt líf er hann snemma árs
1980 fékk með læknisaðgerðum
það mikla bót að hann gat endurnýj-
að ökuréttindin, hélt þeim og ók
áfallalaust í áratug. Hann var þá
ekki höndum seinni að kaupa sér
fólksbíl. Hann kom til okkar á hlað-
ið til þess að fá aðstoð við að lag-
færa eitthvert smáræði og sagðist
hyggja á norðurferð um miðjan júní.
Þannig hittist á að við fjölskyldan
ætluðum norður um sama leyti og
var honum boðin samfylgd. Nei, það
hentaði ekki þar sem hann ætlaði
austur um land, enda aldrei farið
þá leið áður.
Nokkrum dögum síðar vorum við
stödd við þjóðveginn í Reykjadal í
S-Þing. Þá hittist svo á að Jón ók
þar fram hjá síðasta áfangann til
æskuslóða. Það var greinilega stolt-
ur maður sem þar fór, hélt fast um
stýri og horfði einbeittur fram á
veginn. Þannig vil ég muna Jón
Ámason frá Þverá. Hafí hann þökk
fyrir samfylgdina. Hrólfí bróður
hans og ættingjum öllum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Björn Pálsson.
Guðlaugur Svanur
Kristinsson - Minning
Fæddur 27. febrúar 1963
Dáinn 10. april 1994
Laugardaginn 16. apríl var kvadd-
ur í hinsta sinn elskulegur tengda-
sonur minn Guðlaugur Kristinsson,
eða Gulli eins og hann hét meðal
vina. Það kom sem reiðarslag og
mikill sársauki er fréttist um lát
hans. Erfitt er að átta sig á því að
eiga ekki eftir að fá að sjá hann
oftar. Hann var mikill dugnaðarmað-
ur og góður drengur. Enda ber heim-
ili hans vott um það. Alltaf var hann
að bæta og breyta úti sem inni.
Gulli og Klara voru mjög samhent
í daglegu starfi. Oft unnu þau langt
fram á kvöld í garðinum sínum og
var hann mesta augnayndi. Gulli og
Klara eignuðust tvö yndisleg börn,
Guðlaugu Láru og Ándra Heiðar.
Auk þess gekk Gulli dóttur Klöru,
Sigrúnu Yiju, í föðurstað. Hann
sinnti föðurhlutverkinu af hugar-
prýði og alúð. Það sýndi hann glöggt
er Klara lenti út af í hálku í nóvem-
ber 1991 með bömin sín þijú þegar
kviknaði í bílnum og hún þurfti að
vera í gifsi í margar vikur og gat
ekki stigið í fæturna. Gulli hætti þá
að vinna til að geta verið heima og
sinnt börnunum og heimilinu. Það
var einkennandi að hvar sem Gulli
var þá voru börnin alltaf nálægt.
Þau sakna hans því sárt.
Gulli stundaði ýmis störf, hann
var við löggæslustörf á Fáskrúðs-
fírði um tíma. Svo lærði hann köfun
og var oft kallaður út til að aðstoða
skip og báta. Vegna bakmeiðsla
varð hann að hætta köfun, og þótti
honum það sárt. Öllum störfum sín-
um sinnti hann með miklum sóma.
Síðast vann hann fyrir sveitarfélagið
sem vélamaður.
Hugur minn og fyrirbænir eru hjá
Klöru og börnunum, svo og öldr-
uðum föður hans og öðrum ástvin-
um.
Góður Guð huggi ykkur í sorg
ykkar.
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S.Egilsson)
Sigrún.
Elsku Gulli, ekki hvarflaði það að
okkur er fjölskylda okkar kom sam-
an um páskana til að eiga góða
stund, að þetta yrði síðasta sinn sem
við kæmum öll saman.
Á kveðjustund kemur fyrst upp í
huga okkar þegar Klara systir og
mágkona kynnti þig fyrir okkur fyr-
ir sex árum. Þú féllst strax inn í
hópinn og varðst einn af fjölskyld-
unni. I gegnum tíðina hefur svo
komið betur og betur í ljós hvern
mann þú hafðir að geyma. Að sjá
hve náinn og góður þú varst börnum
þínum, og hve samhent og samstiga
þið Klara voruð jafnt í blíðu sem
stríðu. Það kom sérstaklega í ljós
þegar Klara og börnin lentu í alvar-
legu slysi, hversu vel þú annaðist
þau og heimilið.
Minningabrot koma upp í hugann.
Gulli og Klara að stússa í garðinum,
vinna að endurbótum heimilisins
jafnt að utan sem innan, Gulli að
smíða í bílskúrnum o.m.fl. Einnig
minnumst við ferðalanganna sem við
fórum í saman og þegar við heim-
sóttum Gulla og Klöru á Fáskrúðs-
fjörð var okkur alltaf jafnvel tekið.
Þótt húsið væri stundum að springa
utan af okkur og fyrirgangur í börn-
unum var alltaf kvatt með þeim orð-
um að við yrðum að hittast fljótt
aftur. Svo var einnig þegar við
kvöddum þig, Klöru og börnin þegar
þið hélduð aftur austur eftir páska-
helgina. Viku síðar varst þú allur
og við eigum ekki eftir að hittast
aftur í þessu lífí. Við eigum mjög
erfítt með að skilja það, en þú ert
farinn og við eigum þessar minning-
ar og munum geyma þær í hjörtum
okkar svo lengi sem við lifum.
Blessuð sé minning þín.
Elsku Klara, Sigrún, Guðlaug
Lára og Andri Heiðar, Kristinn,
Snjólaug, Guðrún og Linda og aðrir
ástvinir, við biðjum Guð að styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Því hvað er það að deyja annað
en að standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið? Og hvað er
að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og ófjötraður leit-
að á fund guðs síns?
(Kahil Gibran)
Sunna, Rannveig,
Einar Karl, Friðrik,
Kristinn, Guðlaug, Skafti,
Anette og Sigurður.
Ellert Finnbogason
kennan -
Fæddur 31. desember 1911
Dáinn 20. apríl 1994
í dag verður elskulegur tengda-
faðir okkar, Ellert Finnbogason,
jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju í
Skagafírði. Hann andaðist á Hjúkr-
unarheimilinu Sunnuhlíð 20. þessa
mánaðar eftir stutta dvöl þar og
var hann á 83. aldursári.
Ellert var fæddur á Svínhóli í
Miðdölum, sonur hjónanna Mar-
grétar Pálmadóttur og Finnboga
Finnssonar sem bæði voru ættuð
úr Dölum. Sjö ára gamall fluttist
hann með foreldrum sínum og
systkinum að Sauðafelli í Miðdölum.
Ellert var yngstur systkina sinna,
en átta þeirra komust til fullorðins-
ára og eru þrjú þeirra enn á lífí,
þau Herdís, Albert og Finndís.
Ellert dvaldi í föðurhúsum til 17
ára aldurs er hann fór til náms í
Héraðsskólanum á Laugarvatni en
þaðan lá leiðin í íþróttaskóla Bjöms
Jakobssonar á Laugarvatpi og lauk
hann þaðan íþróttakennaraprófi
árið 1934. Sama ár réðst hann sem
kennari að Reykjaskóla og þar
kynntist hann eftirlifandi eiginkonu
sinni, Hólmfríði Jóhannesdóttur,
ættaðri úr Skagafirði. Þau gengu i
hjónaband 8. júní 1940. Böm þeirra
hjóna eru Jóhannes Þór, kvæntur
Margréti Guðmundsdóttur, búsett í
Borgamesi; Margrét, gift Danelíusi
Sigurðssyni, búsett í Reykjavík; og
Málfríður, gift Sveini Guðmunds-
syni, einnig búsett í Reykjavík.
Barnabörnin eru ellefu og eitt
bamabarnabam.
Þau Hólmfríður og Ellert stofn-
uðu heimili á Akureyri haustið 1941
og þar starfaði Ellert hjá Bifreiða-
stöð Akureyrar. Haustið 1944
fluttu þau að Hvanneyri þar sem
Ellert réðst sem kennari við Bænda-
skólann og starfaði hann samfellt
þar til ársins 1970 og bjuggu þau
lengst af á Bárustöðum, þar sem
þau gátu sér til ánægju verið með
svolítinn búskap. Kennslustörfin
áttu vel við Ellert og undu þau hjón-
in hag sínum vel í Borgarfirði. Þeg-
ar Borgarfjarðardvölinni lauk sett-
ust þau að í Kastalagerði 9 í Kópa-
vogi þar sem þau hafa búið síðan
og átt mjög góð ár saman. Ellert
starfaði við Sundhöll Reykjavíkur
næstu tíu árin og síðan sem þing-
vörður við Alþingi í níu ár og þá
átti hann góð frí á sumrin sem þau
gátu notað til að ferðast saman og
dvelja í sumarbústað sínum í
Skorradal og í gamla íbúðarhúsinu
þar sem Hólmfríður ólst upp á Þor-
leifsstöðum í Skagafirði. Þar höfðu
foreldrar Hólmfríðar jafnan sumar-
dvöl á meðan þau höfðu heilsu til
og voru hjá Hólmfríði og Ellert að
vetrinum og var Ellert ávallt mjög
annt um velferð þeirra og var hann
þeim á allan hátt góður tengdasonur.
Ellert var einstakt snyrtimenni
og sá ávallt um að allir hlutir væru
í lagi og á vísum stað og að allt
væri fágað og snyrtilegt í kringum
þau og var það þeim hjónum sam-
eiginlegt. Iþróttir voru mikið
áhugamál Ellerts sem og tengdust
hans starfí og fór hann meðal ann-
ars á Olympíuleikana í London árið
1948, sem ætla má að hafi ekki
verið algengt í þá daga. Tónlist og
söngur voru einnig mikið áhugamál
hans og var hann t.d. einn af stofn-
endum kirkjukórs Hvanneyrarsókn-
ar og starfaði í honum þar til hann
Minnmg
flutti úr héraðinu. Jafnframt störf-
um sínum gat Ellert stundað eitt
af áhugamálum sínum, sem voru
smíðar og var hann einstaklega
hagur í höndunum. Bera margir
smíðisgripir hans, sem enn eru til,
vott um það.
Við minnumst margra ánægju-
legra ferða sem við fórum með þeim
hjónum um landið, þar sem Ellert
gat ausið af viskubrunni sínum um
land og þjóð. Naut hann sín þá vel
þar sem hann var einstaklega vel
heima í örnefnum, bæjarnöfnum og
jafnvel nöfnum ábúenda.
Nú er ágætur tengdafaðir okkar
farinn í sína síðustu ferð með sínu
alkunna æðruleysi og hógværð sem
alltaf einkenndi hann og viljum við
að leiðarlokum þakka honum fyrir
góða samfylgd og hve ávallt var
gott til hans að leita og hve hann
reyndist okkur og fjölskyldum okk-
ar ætíð vel.
Blessuð sé minning hans.
Tengdabörn.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Minningin um afa mun lifa í
hjörtum okkar alla tíð. Hann var
ljúfur og góður við okkur krakk-
ana, sama á hveiju gekk. Hann var
gamansamur og kom oft með
hnittnar og skemmtilegar athuga-
semdir sem féllu í góðan jarðveg.
Við viljum þakka elsku afa okkar
fyrir ánægjulegar samverustundir.
Elsku amma, algóður Guð styrki
þig og blessi á þessari erfiðu stundu.
Berglind, Rut, Ellert
og Almar.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu
blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.