Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 36

Morgunblaðið - 30.04.1994, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRIL 1994 Morgunblaðið/Sverrir Hópurinn sem vann til verðlauna í ljósmyndakeppninni. Með þeim á myndinni eru Ámi Sigfússon borg- arstjóri sem afhenti verðlaunin, Gísli Gestsson hjá Ljósmyndavörum og Baldvin Einarsson hjá BECO. Dagmar Atladóttir úr Austurbæjarskóla sigraði ásamt öðrum í flokknum íslenskt auk þess sem hún hlaut 2. og 3. verðlaun fyrir bestu svart/hvítu myndir unnar í vetur á námskeiðum ITR. Mikael Jón Jónsson, Haukur Þór Jóhannsson og Sigurður Anton Ólafsson úr Langholtsskóla hlutu 1. verðlaun fyrir bestu myndaröðina. Auk þess sem Mikael hlaut verðlaun fyrir bestu svart/hvítu myndimar sem unnar vora í vetur á námskeiðum ÍTR. 1944 1994 HÓVfl B0RC r Lýðveldi Islands 50 ára Það kemurfram í Morgunblaðinu 13. júní 1944 að þann 12. júní hafi verið lagt fram frumvaip á Alþingi af þeimÁsgeiri Ásgerissyni (síðarforseta), Ólafi Thors, Eysteini Jónssyni og Einari Olgeirssyni, þess efnis að taka Hótel Borg ieigunámi í eitt kvöld, þann 18. júní, til þess að fagna stofnun lýðveldis íslands. Þetta var gert vegna verkfalla og deilna sem hótelið átti í á þeim tíma Frumvarpið var samþykkt í báðum deildum samdægurs og afgreitt sem lög frá Alþingi og veislan haldin með pompi og prakt. Á þessu ári 1994 eru liðin 50 ár síðan þetta átti sér stað. Við á Hótel Borg bjóðum í tilefni 50 ára afmælis íslensks lýðveldis upp á sérstakan afmælis- malseðil, þar sem tveggja rétta máltíð kostar aðeins 1944 kr. (forréttur og aðalréttur) ogeftirréttur 50 kr. Það er matreiðslumeistarinn okkar, Sæmundur Kristjánsson, sem sér um eldamennskuna af sinni alkunnu snilld. Opið öll kvöld í GylltasalogPálmasai. I.vðvcldisinulscðill kr. 1.944 Forréttir: H.B. fiskisúpa með fínnt skomu grænmeti Ferskmarineraður lax með kryddjurtasósu og salati Salat með súrsætu graskeri, sveppum og stökkri svartrót Kjúklinga- og ostapasta með parmesan og ratatouille Aðalréttir: Grilluð sinnepskjúklingabringa með hrísgrjónum og hunangssoya Ofnbakaður lax með gljáðu grænmeti og tómatestragonsósu Grillaður nautavöðvi með sveppum, sellerírót og shallottulauk Steikt lambafilé með röstikartöflum og snjóbaunum Kr. 1.944 Eftirréttir: Súkkulaðimousseterrine með ferskri vanillusósu og jarðarberjum Heit heimabökuð eplakaka með vanilluís og karamellusósu » Myntuís með berjasósu og ávöxtum Kr. 50 Ath. Eflirrcttur á 50 kr. adeitut með tilboiii IíIImm) |m“U;» <iildir öll kviild vikuniiar lil jiiní Borðað í Cyllla sal - slappað af í Pálmasal Opið til kl. 01 virka daga og kl. 03 um helgar. Njótið lífsins á Borginni - það er aðeins ein Hótel Borg s í iii a r 114 4 0 o g 112 4 7 LJOSMYNDAKEPPNI Þrír nemendur úr Langholtsskóla sigruðu Um 150 unglingar úr grunnskól- um Reykjavíkur tóku þátt í Ijósmyndasamkeppni, sem fram fór nýlega á vejgum íþrótta- og tóm- stundaráðs (ITR), Fuji-umboðsins og Ljósmyndavara hf. Voru ellefu verk- efni verðlaunuð í Ráðhúsinu sl. föstu- dag og hlutu þrír piltar úr Langholts- skóla, Haukur Jóhannsson, Mikael Jón Jónsson og Sigurður Anton Ólafsson, fyrstu verðlaun fyrir bestu myndaröðina, sem er 60 þúsund króna úttekt hjá Ljósmyndavörum. Einnig fengu þeir verðlaun fyrir ljós- myndaverkefnin „Svo blátt" og „Ryðgað“. Að sögn Gísla Gestssonar hjá Ljós- myndavörum voru ljósmyndaklúbbar grunnskólanna að lognast út af fyrir nokkrum árum, en fyrir dugnað ITR tókst að vekja áhuga nemenda á ný með þessari keppni, sem fram fer nú annað árið í röð. Myndir nemendanna verða til sýn- is í ráðhúsinu í dag, laugardag. Sam- hliða Ljósmyndaspretti '94 verða til sýnis svart/hvítar myndir sem nem- endur hafa unnið á námskeiðum ÍTR í vetur. Fyrir bestu svart/hvítu myndimar hlaut Dagmar Atladóttir úr Austurbæjarskóla EOS 500- myndavél frá BECO. LEIKLIST Lék fyrst á móti nú- verandi eiginkonu Fjöllistamaðurinn Sigurður Hallmarsson á Húsavík á um þessar mundir 50 ára leiklistarafmæli. Var þess sérstaklega minnst við frumsýningu sjónleiksins Alte Heidelberg, sem Sigurður hefur nú síðast sviðsett af mikilli snilld. Þó lífsstarf Sigurðar hafi verið kennsla og skólastjóm hefur hann gefíð listagáfum sínum tíma, sér og öðmm til ómetanlegrar ánægju. Auk íjölþætts starfs á sviði leiklistar, sem leikari, leikstjóri, leiktjaldahönnuður og -málari og smiður er hann þjóðþekktur myndlistarmál- ari. Einnig hefur hann helgað tónlistinni nokkum tíma með stjóm kóra og lúðrasveita. Fyrsta viðfangsefni hans sem leikstjóri var Galdra- Loftur árið 1949 og lék hann sjálfur Loft, en Dísu lék þá Herdís Birgisdóttir, sem síðar varð kona hans. Hefur hún leikið mörg hlutverk um dagana sem vakið hafa sérstaka eftirtekt. Morgunblaðið/Sigurður P. Bjömsson Fjöilistainaðurinn Sigurður Hallmarsson var heiðr- aður fyrir skömmu, en hann á 50 ára leiklistaraf- mæli um þessar mundir. Húsvíkingar hafa Sigurði Hallmarssyni margt að þakka fyrir hlut hans í menningarmálum staðarins. Morgunblaðið/Emilía Dimmittendur Flensborgarskóla heimsækja Morgunblaðið Flestir nemendur framhaldsskólanna em um þessar mundir að búa sig undir próflestur. Hjá stúd- entsefnum hefur skapast sú hefð að skreppa í bæinn í ýmiss konar búningum þegar upplestrarfriið er að hefjast eins og þessir nemendur Flensaborgarskólans gerðu síðastliðinn fimmtudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.