Morgunblaðið - 30.04.1994, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Menn daðra ekki jafn mikið núna og fyrir 20 árum.
HÖGNI HREKKVISI
HONUM PfNiNST NIEF/E>> t>ÉR LITA VEL ÓT/
*
100 ára minning Arnýj
ar Filippusdóttur
Frá 20. mars sl. voru liðin 100
ár frá fæðingu Árnýjar Ingibjargar
Filippusdóttur, fyrrum skólastjóra
Kvennaskólans á Hverabökkum.
Árný var dugmikil hugsjónakona
sem braust til mennta á þriðja tug
aldarinnar. Síðar stofnaði hún og
rak kvennaskóla, sem þá var sá
eini í Sunnlendingafjórðungi, en
þá hafði verið komi á fót hús-
mæðraskólum í öðrum landsfjórð-
ungum.
I haust mun koma út ævisaga
Árnýjar, en samofin henni er saga
Kvennaskólans á Hverabökkum. í
bókinni verpur nemandatal skólans
og skólaspjöld. Er nemendatalið
að mestu fullgert utan þess að all-
ar upplýsingar vantar um tvo ár-
ganga, þ.e. veturna 1936-1937
og 1937-1938 og fyllri upplýs-
ingar um skólaárið 1935-1936.
Er hér með óskað liðsinnis þeirra
sem upplýsingar gætu veitt um
nemendur á fyrrgreindum námsá-
rum. Einnig hefur komið í ljós að
ekki var byijað að prenta skóla-
spjöld fyrr en árið 1940. Ekki er
þó ólíklegt að teknar hafi verið
myndir af fyrri árgöngum og allar
upplýsingar þar um vel þegnar.
Þær konur sem gætu lagt mál-
inu lið eru vinsamlegast beðnar að
snúa sér til Margrétar Björgvins-
dóttur, Vallarbraut 4, 860 Hvols-
velli. Hs. 98-78189, vs. 98-78121.
Svar við grein Al-
freðs Þorsteinssonar
Frá Halldóri Gunnarssyni: þar sem hann er með allan hugann
Alfreð Þorsteinsson, sem titlar
sig framkvæmdastjóra, en tekur
ekki fram í hvetju sú fram-
kvæmdastjóm er fólgin, ritar litla
grein í Morgunblaðið 26. apríl og
ræðir þar um hversu marga hringi
Ragnar nokkur Reykás getur farið
og fer þar offörum um Árna Sigf-
ússon borgarstjóra í Reykjavík og
talar um að hann skipti hratt um
skoðanir. Svo hratt að umræddur
Alfreð Þorteinsson nái ekki að
fylgjast með?
Engan skal undra að fram-
kvæmdastjóri stríðssölugóss sölu-
nefndar varnarliðsins skuli eiga
erfitt með að fylgjast með hinum
mjúku málum í borginni okkar,
Víkverji
Enn einu sinni eru íslendingar
minntir á einagrun landsins
og hversu viðkvæmir bústofnar
landsins eru fyrir búfjársjúkdóm-
um. Smitsjúkdómurinn í Víðidal
er áminning til allra sem halda
dýr að fara gætilega og sýna í
hvívetna fyllsta hreinlæti í um-
gengni við þau.
Aðgætni í þessum málum er
aldrei nægilega mikil. Fyrir meira
en hálfri öld var flutt inn til lands-
ins búfé á fæti, svonefnt karak-
úlfé, sem bændur landsins ætluðu
að nota til kynbóta. Um þennan
innflutning hafði staðið mikill
styrr árum saman og lögðust dýra-
læknar eindregið gegn innflutn-
ingnum. Svo fór að lokum að
menn hunzuðu ráðleggingar þeirra
og töldu þá standa í vegi fyrir
framförum í landbúnaði og karak-
úlféð kom.
Þessu karakúlfé var dreift um
landið og skömmu síðar kom upp
mæðiveiki í sauðfé, sem tókst ekki
að útrýma úr landinu, nema skera
niður í öllum landsfjórðungum,
nema Vestfjörðum. Þess vegna er
allt sauðfé í landinu í dag af vest-
firzkum stofni.
Einn karakúlhrútur mun þó
hafa farið á Vestfjarðakjálkann.
Hann mun hafa komið þangað
nokkuð seinna og. um það leyti,
sem mæðiveikinnar varð fyrst
vart, að Deildartungu í Borgar-
firði, enda fyrst í stað kölluð Deild-
artunguveikin. En bóndinn, sem
við sorpsölu af Miðnesheiði. Alfreð
reynir síðan að komast aftan að
hinum mjúku málum og fara í
hringi að hætti Ragnars Reykáss
og kemur að eigin sögn fram sem
ferskt afl í stjórnmálum borgar-
innar okkar.
í mínu ungdæmi var til máltæki
sem notað var um persónur upp-
fullar af öfund og illmælgi og sem
komu aftan að flestum hlutum
ásamt því að hagræða sannleikan-
um. Máltæki þetta hljóðaði þannig:
„Ragur er sá er við rassinn glímir."
í grein sinni gefur Alfreð Þor-
steinsson í skyn að þjónustulund
starfsmanna Sórpu sé eitthvað
ábótavant. Alveg hefur það farið
skrífar
eignazt hafði karakúlhrútinn og
bjó norður í Steingrímsfirði, brást
skjótt við um leið og hann frétti
af sjúkdómstilfellunum í Borgar-
firði. Hann tók hrútinn og reri
með hann á bát út á miðjan Stein-
grímsfjörð, skar hann þar og setti
í poka með þungum steini og
sökkti honum á fertugt dýpi. Er
talið að snarræði þessa bónda hafi
bjargað vestfirzkum bændum frá
því að fá þessa bráðsmitandi pest
í fjárstofn sinn og þar með ís-
lenzka ijárstofninum frá þessari
skæðu pest.
xxx
Það er því ánægjulegt að sjá
hvernig íslenzkir hestamenn
bregðast við. Þeir taka þessa við-
vörun mjög alvarlega og vilja
greinilega ekki hætta á neitt, er
fréttir af smitinu í Víðidal komust
á kreik. Mikið er í húfi, því að
einhver mesti kostur íslenzka
hestastofnsins með tilliti til út-
flutnings hefur verið hreinleiki
hans af sjúkdómum. Hestastofn-
inn er og einhver mestu verð-
mæti, sem íslendingar eiga, hest-
urinn eftirsóttur félagi, sem sífellt
fleiri útlendingar hafa ágirnd á að
eignazt.
xxx
Vonandi tekst íslendingum með
varúðarráðstöfunum, auknu
hreinlæti og aðgát að forða ís-
lenzka hestastofninum frá sjúk-
fram hjá mér og ekki hefi ég orð-
ið var við annað en dugnað og
góðan samstarfsvilja við okkur
borgarana sem þurfum að nota
þeirra þjónustu. Kannski hefur það
farið fram hjá mér og lái mér það
enginn í öllum þessum hringsnún-
ingi frá honum Ragnari Reykás,
sem virðist nú vera orðinn sér-
fræðingur í sorpmálum svo ég tali
nú ekki um hin mjúku málin.
Eitthvað var Alfreð Þorsteins-
son að rita um helga bók í grein
sinni og að það góða sem hann
vill gjöra, gjöri hann ekki, en það
illa sem hann vill ekki gjöra,' gjöri
hann. Síðan snýst hann í hringi
eins og Ragnar Reykás gerir að
hans sögn. Eg sel það ekki dýrara
en ég keypti það.
Lifum heil.
Mikill aðdáandi Ragnars Rey-
káss,
HALLDÓR GUNNARSSON,
Iðufelli 6,
Reykjavík.
dómum og að ekki þurfi að grípa
til jafn afdrifaríkra ráðstafana og
gera varð þegar karakúlveikinni
var útrýmt í íslenzku sauðfé.
xxx
Kunningi Víkveija hafði á orði,
hve erfitt væri að skipta um
akrein í umferðinni í Reykjavík.
Hann gæfi stefnuljós um að hann
hygðist skipta, en enginn tæki
mark á þeim stefnuljósaboðum,
sem hann gæfi.
Þetta minnti Víkveija á að fyrir
nokkru var hann að aka í Þýzka-
landi og lenti þar í miklu umferðar-
öngþveiti í Köln. Nokkrum sinnum
þurfti Víkveiji að skipta um ak-
rein fyrirvaralaust eins og gjarnan
kemur fyrir fólk, sem ekki er allt-
of staðkunnugt. Stutt og ákveðin
bending með stefnuljósum varð
undantekningarlaust strax virt og
bifreiðastjórar gáfu Víkverja um-
svifalaust færi á að skipta, og það
jafnvel þótt bílaröðin væri svo
þétt að bíll væri við bíl. Um leið
og hún tók að silast áfram, var
færi gefið á að skipta um akrein.
Þessi tillitssemi við náungann
er einstæð og lofsverð og mættu
íslendingar læra mikið í þessu sem
öðru af Þjóðveijum á sviði umferð-
armenningar. Þeir eru einstæð
prúðmenni í umferðarmálum, enda
er þeim einum þjóða treyst til þess
að aka um þjóðvegi sína án þess
að tilgreindar séu hraðatakmark-
anir.