Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Arskort og fjölskyldu- gjald í hús- dýragarð BORGARRÁÐ hefur samþykkt gjaldskrá fyrir Fjölskyldugarðinn sem tók gildi í gær. Sérstakt gjald er að Húsdýragarðinum yfir vetrar- tímann en að sumri er eitt gjald fyrir báða garðana. Boðið er uppá sérstakt fjölskyldugjald yfir sumar- ið og árskort. Frítt er í Húsdýragarðinn yfir vetrartímann fyrir böm að fimm ára aldri. Böm sex til sextán ára greiða 100 krónur og fullorðnir 200 krónur. Ellilífeyrisþegar 67 ára og eldri greiða ekki aðgangseyri. Ókeypis fyrir yngri en 5 ára Yfir sumarið er frítt fyrir böm að fimm ára aldri í báða garðana en börn á aldrinum sex til sextán ára greiða 200 kr. og fullorðnir 300 kr. Ellilífeyrisþegar 67 ára og eldri greiða ekki aðgangseyri. í sumar er boðið upp á sérstakt fjölskyldugjald. Tveir fullorðnir með 1 bam greiða 700 krónur og síðan 100 krónur að auki fyrir hvert bam sem bætist við. Þá er boðið uppá árskort, og greiða böm sex til sextán ára 1.800 krónur fyrir kortið, fullorðnir greiða 2.700 fyrir kortið og hópar 20.000 krónur. ------♦-------- Eldur í Suðursveit ELDUR kom upp í mannlausri vél- argeymslu á bænum Lækjarhúsum í Suðursveit um klukkan 19 í gær- kvöldi, en hesthús er samfast því. Eldurinn kviknaði þegar vinnu- lampi bræddi plastefni sem í geymslunni voru, og komst síðan í olíubrúsa. Bærinn stendur um 50 kílómetra vestur af Höfn í Homa- firði og var slökkvilið þar kallað út. Bændur á nærliggjandi bæjum þyrptust á vettvang með slökkvi- tæki og tókst að slökkva eldinn áður en hann breiddist út, og var slökkviliðið afturkallað. Á húsinu urðu töluverðar sót- og reyk- skemmdir. Forsætisráðherra á Alþingi um aðild EFTA-rikja að ESB Breytir ekki stefnu Islands Frystigámar skoðaðir í Helgafelli Þór Sævaldsson, annar vélstjóri á ms. Helgafelli, skoðar frystig- ám í lest skipsins þar sem það var á leiðinni til Hull með fryst- an fisk. Frystigámum er raðað í lestina hlið við hlið og allt að fjórum hveijum upp á annan en hver þeirra er tæpir þrír metrar á hæð. Gámarnir þurfa að vera í sambandi við rafmagn og vélstjórar athuga reglulega hvort hitastig í þeim sé rétt og hvort þeir starfi eðlilega, og gera við það sem þarf. Til þess að þeir komist að stjómtækjum gámanna er innan við eins metra rými haft á milli þeirra til endanna. Þar klifra þeir upp, allt upp í 10 metra hæð, án nokkurra hjálpartækja. Morgunblaðið/Golli DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, að aðildarsamningar annarra EFTA-ríkja að ESB breyttu ekki þeirri stefnu sem þegar hefur verið mótuð hérlendis gagnvart Evrópu- sambandinu. Hann vitnaði i ræðu sína frá því í mars 1992 um viðbrögð við hugsanlegri inngöngu annarra EFTA-ríkja í ESB og sagði: „Menn komu því ekki af fjöllum fyrir nokkrum vikum þegar samningar tókust um aðild annarra EFTA-ríkja að Evrópusambandinu. Þvert á móti hefur legið fyrir skýr stefna um viðbrögð við slíkri þróun mála.“ Davíð sagði að mikil andstaða við aðildarsamninginn í þeim hlut- um Noregs sem háðir eru sjávarút- vegi og svipar til íslenskra að- stæðna, stafaði af því að varanleg undanþága hafí ekki fengist frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB í norskri lögsögu. Við þyrftum miklu meira og sjávarútvegsþáttur- inn í aðildarsamningum Norðmanna breyti því ekki forsendum íslenskrar stefnu gagnvart ESB, sagði hann. „Evrópustefna íslendinga snýst um íslenska hagsmuni og íslenskan vilja, en ekki um að vera með í lest- arferð eins og stundum er haldið fram. Enginn flokkur og engin hagsmunasamtök eða fyrirtæki hafa mælt með því að íslendingar færu á lestarstöðina, enn síður út á lestarpallinn — hvað þá að við stigum um borð,“ sagði Davíð. Olafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði að með orðum forsætisráðherra um menn sem kæmu af fjöllum og menn sem vildu villast upp í lestir, væri hann að senda utanríkisráð- herra beisk skeyti. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að samskiptin við Evrópusambandið, Norðurlönd og Norður-Ameríku væru á tímamótum, og íslendingar þyrftu að ræða þau öfgalaust og án þess að útiloka eða neita að ræða ákveðna kosti. íslendingar ættu að leita að samningum sem gæfu möguleika til áhrifa í mikil- vægum nefndum og ráðum ESB. Gunnlaugur Stefánsson, þing- maður Alþýðuflokksins, sagði að væntanleg aðild annarra EFTA- þjóða að ESB gæfí ekki tilefni nú fyrir íslendinga að sækja um aðild. Þvert á móti ætti það að geta styrkt stöðu íslands í samfélagi þjóðanna að standa utan við ESB. Bandarískur listamaður á Keflavíkurflugvelli og varnarliðið Stytta af Hrafna-Flóka við gömlu flugstöðina Keflavík. Morgunblaðið. „ÞETTA er að verða kapphlaup við tímann því það á að afhenda og afhjúpa verkið við hátíðlega athöfn 11. júní,“ sagði Bandaríkja- maðurinn Mark J. Ebbert, sem að undanförnu hefur unnið að högg- mynd af landnámsmanninum Hrafna-Flóka á bílaverkstæði á Kefla- víkurflugvelli. Ætlun varnarliðsins og Ebberts er að gefa íslending- um styttuna á þjóðhátíðarári og verður hún afhjúpuð 11. júní næstkomandi fyrir framan gömlu flugstöðina. Morgunblaðið/Björn Blöndal MARK J. Ebbert myndlistar- maður við verk sitt Hrafna- Flóka, sem verður afhjúpað við hátiðlega athöfn 11. júní. Mark J. Ebbert er sjálfmenntað- ur listamaður, hann málar, skrifar og býr til höggmyndir. Eiginkona hans er sjóliðsforingi og hafa þau dvalið á Islandi síðan 1992. Mark sagðist strax hafa heillast af landi og þjóð, hann væri þegar búinn að ferðast mikið um landið og eignast góða vini. „Hugmyndinni laust niður þegar ég sá stóran marmarastein í Stein- smiðjunni í Kópavogi. Ég fór með hugmyndina til yfírmanns vamar- liðsins og hann féllst á að aðstoða mig við að kaupa steininn. Mark gerði síðan frummynd af Hrafna- Flóka úr leir sem hann vinnur nú eftir. Steinnlnn var í upphafí 8 tonn og sagðist Mark reikna með 1.800- 2.000 tíma vinnu við verkið og þá hefði hann höggvið um helminginn af steininum í burtu. í MORGUNBLAÐINU þessa dagana taka lesendur eftir nokkr- um breytingum á niðurrööun efnis blaðsins. Markmiöið er að færa saman tengda efnisþætti, þannig að þeir verði aðgengilegri Breytt efnisskipan í Morgunblaðinu fyrir lesendur. Á myndinni hér að neðan er sýnt hvar helstu efnis- þætti er að finna. Dagskrá ljós- vakamiðlanna er nú á öftustu opnu blaösins ásamt dagbók og veðurkorti. íþróttaopnan færist Innlendar fréttir Auglýsingar Forsiða, erlendar fréttir WW- fram um eina opnu. Teikning Sigmunds verður á sama stað og áður — á blaðsíðu 8 — innan um innlendar fréttir. Staksteinar verða aftarlega í blaðinu í grennd við Bréf til blaðsins, Velvakanda og Víkverja og ýmsa þjónustu- tengda þætti. a! —J 11 j\ Baksíða,J Dagbók innlendar Veður fréttir Krossgáta Utvarp/ Sjónvarp Iþróttir Akureyri/Landið Daglegt lif, neytendur Sigmund Erlendar frettir Leiðan Minmngargremar Kvikmynda- auglýsingar Fólkí fréttum Velvakandi Stjörnuspá Víkverji Bréf til blaðsins Mynda- sögur Staksteinar Þjónusta Borgarstjóri Aðsendar- svararfyrirspurnum greinar Peningamarkaður Miðopna- Sérblóð dagsins eru Viðskipti/Atvinnulíf og Dagskrá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.