Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 27

Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 27 AÐSEMPAR GREINAR Vísindin efla alla dáð Um hjúkrunarfræði og mannúð UM ÞAÐ leyti sem vorar og náttúran losn- ar úr vetrarhýðinu ger- ist hið óumflýjanlega, prófin nálgast og ég skríð í mitt prófhýði. Lánasjóðurinn sýnir enga miskunn, nú er annað hvort að duga eða láta víxilinn í bank- anum falla. Frækorn efasemda En einmitt þegar ég er að hefja próflestur- inn er fræjum efa- semda stráð í huga mér. Hef ég virkilega vaðið í villu þau síðustu þrjú ár sem ég hef stundað nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands? Eg, sem hef valið mér það hlutverk í lífinu að efla heilbrigði, sporna við sjúkdómum, bæta heilsu og lina þjáningar meðbræðra minna og systra, eins og siðareglur hjúkrunar- fræðinga gera ráð fyrir. Getur það verið að ég hafi valið mér ranga námsleið? Fimmtudaginn 28. apríl birtist hér á síðum blaðsins grein eftir fulltrúa sjúkraliðastéttarinnar, þeirrar stétt- ar sem ég mun í framtíðnni verða í hvað nánasta samstarfi við. Þar er því gert skóna að í hjúkrunarfræði ráði nú hin „kalda“ vísindahyggja, hjúkrunarfræðingar séu vísinda- menn, sem hættir eru að sinna þörf- um sjúklinganna og jafnvel látið að því liggja að þeir stundi ekki að- hlynningu sjúkra af alúð eða metn- aði. Mannúðarsjónarmið réðu engu. Já, hjúkrunin hafi glatað allri róman- tík!_ Eg grét nú ekki rómantíkina, enda aldrei séð neitt rómantískt við hjúkr- un. Hitt þótti mér skelfileg tilhugs- un, að hjúkrunarfræðin snérist ekki lengur um fólk, heilbrigt eða sjúkt, heldur óskilgreind „köld“ vísindi. Ég hugsaði með mér að ef rétt væri, væri ég greinilega á rangri hillu. Augljóslega myndi námið ekki skila mér því sem ég stefndi að, því að hjúkra. Hjúkrunarfræði - „köld“ vísindahyggja? Ég spurði sjálfa mig: er hjúkrun- arfræði „köld“ vísindi? Til að svara því varð fyrst að leiða hugann að öðrum spurningum: Hvað eru vís- indi, hvernig samræmist hjúkrunar- fræðin þeim, hvað eru þá „köld“ vís- indi og á hjúkrun eitthvað skyit við sllkt? Prófessor Páll Skúlason svarar fyrstu spurningunni á þann hátt að benda á einkenni þeirrar viðleitni sem kennd er við vísindi. Vísindaleg hugsun (vísindahyggja) er gagnrýn- in hugsun, sem vill vita hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru og um leið fá fram rök eða ástæður til að reisa skoðanir sínar á (Pælingar, 1987). Svarið við annarri spurning- unni kemur að sjálfu sér: hjúkrunar- fræði er vísindagrein vegna þess að hún stundar gagnrýna hugsun, þar sem hún veltir stöðugt upp spurning- um um hjúkrunarfræðileg viðfangs- efni og stundar sífellda þekkingar- öflun á sínu fræðasviði. Þriðja spurningin er flóknari, enda „kalt“ lýsingarorð sem greinahöf- undurinn Pála Jakobsdóttir skil- greinir ekki frekar. í daglegu tali er hins vegar stundum talað um raunvísindi sem „köld“ vísindi, þar sem þau vísindi fjalla um fyrirbæri náttúrunnar. Önnur vísindi eru hug- vísindi sem fjalla um manninn, menningu hans, samfélag og sögu. Hvað er hjúkrunarfræði? Raunvís- indi eða hugvísindi? Ég velti því fyrir mér hvað ég hefði í raun og veru verið að lesa þessi síðustu þijú ár í háskólanum. Andaði einhveijum „köldum" gusti af því efAi? 'v) •"'bsuiYólr Þegar ég leit yfir fyrirlestra sem ég hef sótt 'kenndi ýmissa grasa: _ Sjúklingshlut- verkið, Ahrif sjúkdóma á kynlífshegðan, Sorg og sorgarviðbrögð, Tónlist sem meðferðar- form í hjúkrun, Slökun sem verkjameðferð, Stjórnun blóðþrýstings, Siðfræði heilbrigðis- stétta.Vanliðan kvenna eftir fæðingu, Lyfja- fræði miðtaugakerfis- ins, Blóð og blóðhlutar, Efnasmíði alkana, Streptococcar, Sjúk- dómar í æðakerfi, Hjartasjúkdómar, Viðtalstækni, Samskiptatækni, Upplifun af veik- indum ... „Ég grét nú ekki róm- antíkina, enda aldrei séð neitt rómantískt við hjúkrun,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, sem fínnst það skelfileg tilhugsun, að hjúkrun- arfræðin snúist ekki lengur um fólk. Hvað er þetta? Kalt eða heitt? Nei, hvorugt. Vissulega hafa áhersl- ur í hjúkrunarfræði breyst eftir að í Háskóla íslands kom. Til að svara kalli tímans hefur meiri þungi flust á sálræna og félagslega þætti hjúkr- unarstarfsins og er ekki minni en á hinn líffræðilega. Því segir m.a. í hugmyndafræði Námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands: „Hjúkrunarstarfið byggir á þekk- ingu og skilningi á eðli mannsins. ... Hjúkrun er veitt með samskiptum og umönnun og grundvallast á gagn- kvæmu trausti hjúkrunarfræðings og skjólstæðings." Mannúðarsjón- armiðin í helstum heiðri höfð. Hjúkrun - þekking í þína þágu Florence Nightingale, sem líklega er eini feministinn sem minnst er í rósrauðum rómantískum bjarma, var frumkvöðuli hjúkrunarfræðinnar. Hugmyndafræði hennar um hjúkrun byggðist á hreinlæti og hleypti heil- brigðisvísindum í nýjan farveg. I gegnum árin hafa hjúkrunar- fræðingar fetað í fótspor hennar, stundað vísindalegar rannsóknir sem hafa haft gífurleg áhrif á heilbrigðis- þjónustuna og framkvæmd hennar. Nærtækt dæmi er nýleg rannsókn hjúkrunarfræðinga á Landakoti, Frá konum til kvenna, þar sem líðan kvenna með bijóstakrabbamein og aðferðir þeirra til að takaast á við sjúkdóminn voru skoðaðar. Nú eru hjúkrunarfræðingar að vinna heild- ræðna hjúkrunarmeðferð til að styðja sjúklinga sem ganga í gegn- um þá erfiðleika sem greining krabbameins hefur á líf þeirra. Vísindin og ég Þegar ég hafði velt þessu öllu fyrir mér, varð mér ljóst að áhyggj- urnar voru óþarfar. Byggðar á mis- skilningi einhvers annars en mín. Mér varð til mikillar gleði ljóst að frækorn efsemdanna bæru engan ávöxt. Ég helli mér í próflesturinn og horfí til framtíðarinnar með já- kvæðum huga, fullviss um heillaríkt samstarf við allar þær stéttir sem hafa sömu markmið og hjúkrunar- fræðin. Höfundur er stúdcnt á 3. ári í hjúkruimifnrói vió Háskóla Islands. Anna Sigrún Baldursdóttir Sumarhlaðborð S ■ - 15 rétta gimilegt austurlenskt sumarhlac borð Súpa dagsins Steiktar núðlur með grœnmeti Vermicelli baunir tau-sec Anshau rúllur RœkjufLögur Svínarif með Pekingsósu Szechuan fiskur Fragrant kjúklingur Steikt grænmeti Yu-sidng skelfiskur Svínakjöt með yang-chai Lambakjöt með ostrusósu Karrýkjúklingur að hœtti Malasíubúa Luo nautakjót Sœt hrísgrjón Salat Súrsatsósa, karrýsósa barbecuesósa, sataysósa Eftirréttur dagsins Ming-court kokteill veitingahúsið á íslandi Laugavegi 28b Sími 16513 - 23535 - Fax 624762 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.