Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 05.05.1994, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ BORGAR- OG SVEITARSTJÓRNARKOSNINGARNAR 28. MAÍ Þrír framboðs- Kstar í Grindavík Grindavik - ÞRÍR listar eru í framboði í Grindavík. Alþýðuflokkur Listi Alþýðuflokks- manna er skipaður samkvæmt niður- stöðum prófkjörs um efstu 11 sæt- in.: 1. Kristmundur Ásmundsson bæj- arfulltrúi, 2. Hulda Jóhannes- dóttir fóstra, 3. Pálmi Ingólfsson kennari, 4. Sigurður Gunnars- son vélstjóri, 5. Hörður Helga- son rafverktaki, 6. Fanný Erl- ingsdóttir leikskólastarfsmaður, 7. Magnús Andri Hjaltason sölu- maður, 8. Ásgeir Magnússon skipstjóri, 9. Álfheiður Guð- mundsdóttir fískverkakona, 10. Andrea Hauksdóttir sjúkraliði, 11. Grétar Schmidt sjómaður, 12. Jón Gröndal bæjarfulltrúi, 13. Petrína Baldursdóttir alþing- ismaður og 14. Svavar Árnason fyrrv. oddviti. Alþýðuflokksmenn verða með skrifstofu á Víkurbraut 26 og verður opið á hveiju kvöldi frá 9. maí. Þar verður boðið upp á kaffi og hægt að taka frambjóð- endur tali. Framsóknarmenn Listi Framsóknarmanna er í samræmi við niðurstöður próf- kjörs: 1. Hallgrímur Bogason atvinnurekandi, 2. Valdís Inga Kristinsdóttir kennari, 3. Sverrir Vilbergsson vigtarmaður, 4. Kristrún Bragadóttir banka- starfsmaður, 5. Róbert Karl Tómasson slökkviliðsmaður, 6. Anna María Sigurðardóttir verkakona, 7. Símon Alfreðsson starfsmaður íþróttahússins, 8. Svavar Svavarsson bifreiða- stjóri, 9. Þórarinn Ólafsson verkamaður, 10. Sigríður Þórar- insdóttir kaupmaður, 11. Jónas 28.MAI Þórhallsson skrifstofustjóri, 12. Bjarni Ándr- ésson bæjarfull- trúi, 13. Halldór Ingvason bæjar- fulltrúi og 14. Ragnheiður Bergmundsdótt- ir húsmóðir. Framsókn hefur nú tvo bæjarfull- trúa og gefur hvorugur þeirra kost á sér áfram. Þeir skipa nú 12. og 13. sæti listans. Sjálfstæðismenn Á lista Sjálfstæðisanna í Grindavík eru mörg ný andlit. Margrét Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi skipar efsta sæti listans, en hún vann glæsilegan sigur í prófkjöri, sem haldið var í febrúar. Halldór Halldórsson atvinnurekandi skipar annað sætið og Ólafur Guðbjartsson skrifstofustjóri þriðja sætið. Aðrir á listanum eru: 4. Ólöf Þórarinsdóttir sölustjóri, 5. Jón Emil Halldórsson bygginga- tæknifræðingur, 6. Þorgerður Guðmundsdóttir skrifstofumað- ur, 7. Kjartan Adolfsson skrif- stofumaður, 8. Hrafnhildur Björgvinsdóttir húsmóðir, 9. Sæþór Þorláksson sjómaður, 10. Sigurjón Þórhallsson skipstjóri, 11. Jón Guðmundsson smiður, 12. Jóhannes Karlsson útgerðar- maður, 13. Birna Óladóttir hús- móðir og 14. Eðvarð Júlíusson bæjarfulltrúi. Sjálfstæðismenn hafa nýlokið við að gera upp félagsheimili sitt við Víkurbraut, þar sem Kiwanismenn voru áður, og verða með starfsemi þar fram að kosningum. Félagsheimilið nefna þeir Smiðjuna og þar verð- ur hægt að taka frambjóðendur tali á auglýstum tímum og boðið verður upp á veitingar. * * Akall úr Arbæjarhverfi I HRINGIÐU stjórnmálaátaka um hvort næsti _ borgar- stjóri heiti Árni eða Ingibjörg Sólrún hefur komið fram að þið bæði hafið sérstakan áhuga á íjölskyldu- málum og dagheimil- um fyrir börn. Er þetta mjög gott málefni og kemur mörgum að góðum notum. En í umræðunni gleymist oft að börnin vaxa úr grasi og verða að yfirgefa dagheimil- in eftir að ákveðnum aldri er náð. Hvað verður þá um þau sem ennþá er börn og ungling- ar. Sum læra á fiðlu og önnur verða skátar en langstærsti hópur- inn fer í íþróttafélögin. Eitt þessara félaga er í Árbæj- arhverfi með fjöldann allan af börnum í hand- og fótbolta, fim- leikum o.fl. Aðstöðuleysi hefur í 30 ára sögu hverfísins verið til skammar og enn þann dag í dag er ekki kennd lögboðin íþrótta- kennsla í Árbæjarhverfi vegna húsnæðisskorts. Stefna borgarstjórnar virðist önnur í Breiðholti og Grafarvogi þar sem stór glæsileg íþróttahús standa þótt hverfín séu yngri byggingarlega séð. í mínum huga er þetta mismunun af hálfu borg- arinnar. Nú er hafín bygging íþróttahúss Fylkis og stendur steypt tóftin til vitnis um aðstöðuleysi barna Ár- bæjarhverfis andspænis glæsi- byggingu sundlaugarinnar við Fylkisveg. Fjárveiting sú er borgin veitir til íþróttahússins er dregin árum saman og skorin svo við nögl fyrstu árin að framkvæmdir liggja niðri að mestu leyti. Á fundi fyrr- verandi borgarstjóra komu þessi sjónarmið fram og vegna þess þrýstings sem sá fundur olli þá var leitað leiða til að flýta fram- kvæmdum við húsið. Lausnin varð sú að Iána íþróttafélaginu 25 millj- ónir á 2 árum sem fyrirfram- greidda húsaleigu sem dregin Theódór Óskarsson verður í A-, B- og C-riðlum, j verður dömuriðill frá 8- ára aldri. Einnig verður keppt í riðlum frjálsri aðferð. Verð, 1 dagur: Börn kr. 400,- Fullorðnir kr. 600,- Sæti við borð kr. 1.000,- Ath., afsláttur ef mætt er báða dagana. Miðasala hefst kl. 9.30 báða dagana. Húsið opnað kl. 10. Keppnin hefst kl. 11. Setningarathöfn verður kl. 14 iaugardag. Allir velkomnir. Dansráð íslands. verði af húsaleigu fé- lagsins á næstu 10 árum. Þó þannig að hálf húsaleiga greið- ist. Fé þetta er hugsað til vaxtagreiðslna á bankalánum til að brúa bilið þar til fram- lag þorgarinnar kem- ur. í mínum huga eru þetta aum viðbrögð og til þess eins fallin að stefna íþróttafé- laginu í gjaldþrot og gera að engu þá miklu vinnu sem hefur verið lögð í uppbyggingu á þessu rúmlega 25 ára gamla fé- lagi. Nýlega voru tveir litlir leikfimi- salir teknir í notkun, annar við Ártúnsskóla og hinn við Selás- skóla og er það af hinu jgóða en leysir alls ekki þarfir Arbæjar- hverfis. Enn þá fara börn í svart- asta skammdeginu í önnu hverfi og yfir hættulegar umferðargötur til æfinga. Ég sem faðir þriggja barna sem fengu aldrei lögboðna kennslu í íþróttum í skólanum og nú sem afi þriggja barnabarna hér í Ár- Hálfbyggt íþróttahús Fylkis er til vitnis um aðstöðuleysi bama Ár- bæjarhverfís, segir Theódór Óskarsson, og væntir svara um úr- bætur frá frambjóðend- um til borgarstjóraemb- ættisins. bænum sem ennþá fá ekki lög- boðna kennslu í íþróttum í Árbæj- arskóla er búinn að fá mig fullsaddan af þessu aðgerðarleysi borgaryfirvalda og mótmæli fyrir mína hönd því sinnuleysi sem enn- þá ríkir í þessum málum. Með ósk um skjót alvöruviðbrögð af ykkar hálfu sem sækist nú eftir borgar- stjórastólnum. Megi gæfan fylgja ykkur í störf- um. Höfundur er áhugamaður um æskulýðsmál. Kostnaður við afbrot um 800 milljónir kr. á ári KOSTNAÐUR við afbrot sem framin eru á einstaklingum og fyrirtækjum á íslandi er um 800 milljónir á ári. 19% líkur eru á því að fjölskylda eða fyrirtæki í Reykjavík hafi orðið fyrir skaða vegna afbrota árið 1992 og er áætlað að 75% afbrota séu fram- in á höfuðborgarsvæð- inu, sem þýðir að af- brot kosta meðalfjöl- skyldu eða fyrirtæki á svæðinu um 20.000 krónur árlega. Áætl- aður kostnaður vegna manns, sem á 25 ára afbrotaferil að baki, er um 35 til 40 milljónir. Þetta kemur fram í mjög at- hyglisverðri skýrslu Þórs Sigfús- sonar, Hagfræðileg athugun á af- brotum og gagnsemi aðgerða gegn þeim, sem hann vann nýlega fyrir dómsmálaráðuneytið. Þetta eru ískyggilegar tölur, en í skýrslunni kemur einnig fram að samkvæmt mati sérfræðinga eru íslendingar aðeins nokkrum árum á eftir nágrannaþjóðunum í sambandi við afbrot. Standist það er ætlað að ránum með vopnum, ofbeldi og manndrápum íjölgi á næstu árum. Forvarnir I skýrslunni kemur m.a. fram að sumir afbrotamenn skoði líkleg- ar tekjur og kostnað við að fremja tiltekin afbrot. í því sambandi er sett upp dæmi um ólöglega brugg- un á 2.000 lítrum og er m.a. stuðst við upplýsingar frá Lögreglunni í Reykjavík. Hagnaður vegna sölu þessa ólögmæta varnings er áætl- aður 1.150.000 krónur og hefur þá kostnaður, m.a. vegna sektar og upptöku hráefnis og tækja, verið dreginn frá, en sektir vegna bruggunar hafa numið 150.000 krónum samkvæmt skýrslunni. Afbrot eru kostnaðarsöm fyrir íbúa Reykjavíkur. Undirritaður er ekki hlynntur hertri löggæslu Þorbergur Aðal- steinsson ur er haft það þau heldur áherslubreyt- ingum. í því sambandi er nærtækt að benda á reynsluna úr Breið- holtshverfí, sem hefur sýnt að hverfalög- regla fækkar afbrot- um verulega. Til að bæta þjónustuna við íbúa borgarhverfanna óska sjálfstæðismenn eftir því við dóms- málayfírvöld að Reykjavíkurborg taki þátt í afbrotavörnum og löggæslu. Enginn er afbrota- maður í eðli sínu held- umhverfíð, sem getur áhrif að einstakligur missir fótanna og fer út af spor- íþróttir hafa mikið að segja, segir Þorbergur Aðalsteinsson, sem fyrirbyggjandi þáttur gegn fíkniefnaneyslu og aðra óreglu. inu. Til að lækka tíðni afbrota er nauðsynlegt að auka forvarnir. Í könnun Þórólfs Þórlindssonar á viðhorfum og þátttöku ungs fólks í íþróttum kemur fram að íþróttir hafa mikið að segja sem fyrir- byggjandi þáttur varðandi fíkni- efnaneyslu og aðra óreglu. Forvarnir eru kostnaðarsamar, en uppbygging íþrótta- og tóm- stundamála skilar sér margfalt og sjálfstæðismenn munu halda áfram að vinna markvisst að upp- byggingu almennings- og keppnis- íþrótta í Reykjavík, ekki síst vegna þess hve íþróttir eru mikilvægur þáttur í forvarnarstarfi barna og unglinga. Höfundur er landsliðsþjálfari og skipar 8. sætið á D-lista í Rcykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.