Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 36

Morgunblaðið - 05.05.1994, Page 36
36 FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SPURT OG SVARAÐ UM BORGARMÁL LESENDAÞJÓNUSTA MORGUNBLAÐSINS Arni Sigfússon borgarstjóri svarar spurningum iesenda Árni Sigfússon borgarstóri í Reykjavík og efsti maður á framboðs- lista sjálfstæðis- fólks í borgar- stjórnarkosningum, sem fram fara 28. mai næstkomandi, svarar spurningum í Morgunblaðinu um borgarmál í til- efni kosninganna. Lesendur Morgun- blaðsins getíi hringt til ritstjórnar blaðs- insísíma 691100 á milli kl. 11 og 12 árdegis, frá að nafn og heimilisfang spyrj mánudegi til föstudags, og lagt anda komi fram. spurningar fyrir borgarstjóra sem blaðið kemur á framfæri við hann. Svörin birtast síðan í þættinum Spurt og svarað um borgar- mál. Einnig má senda spumingar í bréfí til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svar- að um borgarmál, ritstjórn Morgun- blaðsins, pósthólf 3040,103 Reykja- vík. Nauðsynlegt er Samgöngur í Grafarvogi Gunnar Bjarnason, Hlaðhöm- rum 38,112 Reykjavík, spyr: „Þarsem hefur verið hætt við byggingu Ósabrautar og tvöföld- un Gullinbrúar, hvað hefur borg- arstjórinn hugsað sér aðgera fyr- ir Grafarvogsbúa í samgöngumál- um ístað þessara framkvæmda?“ Svar: Ekki hefur verið hætt við bygg- ingu Ósabrautar heldur fram- kvæmdum frestað og breikkun Vesturlandsvegar látin ganga fyr- ir. Vonast er til að framkvæmdir við breikkun Vesturlandsvegar hefjist á næsta ári en það er verk vegasjóðs (ríkisins). Stefnt er að því að breikka Gullinbrú/Strand- veg út að Hallsvegi á næsta kjör- tímabili. Sandfok Kristinn Magnússon, Keilu- granda 2, 107 Reykjavík, spyr: „Eru engar framkvæmdir á döfinni til að fyrirbyggja sandfok á strandlengjunni við Eiðs- granda?“ Svar: Til þess að hefta sandfok var gerð tilraun með að gera lágan vamargarð úr jarðvegi samsíða götunni. Árangur varð ekki mikill og skiptar skoðanir um fram- kvæmdina svo ákveðið var að íjar- lægja garðinn. Á næstunni er fyr- irhugað að leggja stórt safnræsi með Eiðsgranda og Ægisíðu og samhliða því verður fyllt lengra út frá götunni, grjótvörn lagfærð, göngustígur lagður og svæðið Skjólbelti Gísli Tryggvason, Eggertsgötu 16, íbúð 302, 101 Reykjavík, spyr: „1. Viltu vinna aðþvíaðgróð- ursetja skjóibelti vestan Hring- brautar austan Háskólasvæðis til skjóls fyrir Vatnsmýrina og byggð á svæðinu og til fegrunar um- hverfis? 2. Verður ferðum strætisvagna SVR (hf.)fjöigað úr3 (á daginn) og 2 (á öðrum tímum) í 6 eða 4 (á daginn) og 4 eða 3 (á öðrum tímum)?“ 3. „Er lengri afgreiðslutími sundstaða þitt verk og varanleg ráðstöfun?" Svör: 1. Samkvæmt samningi við rík- ið á Hringbrautin að færast til vesturs á mestöllu þessu svæði. Því hefur ekki verið farið í fegrun- ar- og gróðursetningarfram- kvæmdir meðfram götunni. Það hefur hins vegar dregist að Al- þingi veitti fé til að efna þennan samning. Um svæðið milli Hring- brautar og Háskólasvæðisins skal tekið fram að þar verður farið mjög varlega í allar framkvæmd- ir, þar með taldar gróðursetning- arframkvæmdir, vegna fuglalífs- ins í Vatnsmýrinni. 2. Miðað við farþegafjölda eins og hann er nú, er ekki tilefni til þeirrar fjölgunar ferða sem spurt er um. Leiðakerfi SVR er hins vegar alltaf í endurskoðun og mun ferðum fjölgað ef aðstæður breyt- ast þannig að þörf verði á því. 3. Tillögur um afgreiðslutíma sundstaða eru gerðar af íþrótta- og tómstundaráði og voru sam- þykktar í ráðinu 14. mars sl. og staðfestar af borgarráði. Gert er ráð fyrir að núverandi afgreiðslu- tími haldist áfram jafnt sumar sem vetur. Gufunes Örn Valdimarsson, Neshömrum 12, 112 Reykjavík, spyr: „Hvað á að gera við gamla öskuhaugasvæðið í Gufunesi og hvenær á að byrja á framkvæmd- um við golfvöli þar?“ Svar: Vegna tæknilegra örðugleika á að gera golfvöll hratt á gamla sorphaugasvæðinu, var horfið að því ráði að gera 18 holu golfvöll í Korpúlfsstaðalandi í tengslum við svokallað Staðahverfi, sem þar hefur verið skipulagt. Gamla sorp- haugastæðið verður grætt upp, þar verður grænt svæði eða garð- ur. Hugmyndir eru uppi um að gera á hluta svæðisins léttan golfæfingavöll og hafa þar ókeyp- is æfingastað fyrir unglinga hverfisins. Áætlað er að gera átak í sumar í því að græða svæð- ið upp. Lóð Æfinga- skólans Margrét Þórarinsdóttir, Flóka- götu 51, 105 Reykjavík, spyr: „Hvað hyggst borgarstjórn gera varðandi lóð Æfmgaskóla Kenn- araháskóia Islands sem er í eigu ríkisins? Hyggst Árni Sigfússon beita sér fyrir að borgin gangi frá lóðinni?“ Svar: Eins og fram kemur í spurning- unni er hér um að ræða ríkislóð. Borgin hefur ekki enn farið út á þá braut að ganga frá öðrum lóð- um en sínum eigin þó að stundum hafi þótt vera ástæða til. Þeim tilmælum verður beint til mennta- málaráðuneytisins að það beiti sér fyrir því að gengið verði endan- lega frá umræddri lóð. Eignarlóðir Erna Rut Konráðsdóttir, Reyk- ási 37,110 Reykjavík, spyr: „1. Er mikið af íbúðarhúsa- byggð í iögsagnarumdæmi Reykjavíkur á eignarlóðum? 2. Hvers vegna keypti Reykja- víkurborg ekki Seláslandareignina áður en hér var leyfð skipulögð íbúðarhúsabyggð? 3. Keypti Reykjavíkurborg landið þar sem vatnsmiðlunart- ankurinn er reistur hér ímiðju Reykáss? 4. Eru þetta ekki þeir„fjórir hektarar lands á háhæðinni“ sem hin íslenska þjóðkirkja átti aðfá til að byggja sjómannakirkju, en um þetta er skjai hjá bæjarfógeta skv. eignaskiptapappír, 29.7. ’59? 5. Hafa íbúar á eignarlóðum aðrar skyldur eða réttindi en þeir sem búa á ieigulóðum? 6. Er möguiegt aðselja borg- inni eignarlóðarétt sinn? 7. „Eru ekki lóðaleigugjöld lýð- ræðisiegri heldur en að reikna sumum íbúum borgarinnar iand til eignar sem þeir hafa engan hag af?“ Svör: 1. Langmestur hluti byggðar í Reykjavík er á landi í eigu borgar- innar. Eignarlóðir eru helst í gamla bænum, Kvosinni og ná- lægð hennar, í Skeijafirði og í Selási. 2. Landeigendur vildu sjálfir hafa ráðstöfunarrétt á lóðunum. 3. Reykjavíkurborg keypti 1. apríl 1953 land það, er gamall vatnstankur stóð á og þar er hinn nýi vatnsmiðlunartankur reistur. 4. Þjóðkirkjunni hafði verið veitt fyrirheit um lóð, allt að 4 ha til að reisa þar kirkju, en hún afsalaði sér því fyrirheiti. Hvort sú lóð hefði orðið, þar sem hinn nýi vatnsmiðlunartankur stendur nú, liggur ekki fyrir. 5. Lóðareigendur greiða ekki lóðarleigu. 6. Ef hagsmunir borgarinnar krefjast þess, t.d. vegna fram- kvæmda á skipulagi. 7. Eignarréttur einstaklinga á lóðum innan borgarmarkanna byggist á gömlum eignarheimild- um, sem borgaryfírvöld hafa engu ráðið um. Eignarrétturinn er frið- helgur samkvæmt stjórnarskránni — og hefur verið talinn einn af hornsteinum lýðræðis. Nýsköpunar- styrkir Þórarinn Þórhallsson, Bræðra- borgarstíg 5, 101 Reykjavík, spyr: „1. Megum viðgeta búist við þvíað fá einhvers konar athafna- eða nýsköpunarstyrk frá Reykja- víkurborg (óveruiegar upphæðir) að þvígefnu að við leggjum fram fullnægjandi gögn og að Reykja- víkurborgsé okkur sammáia um ágæti hugmyndarinnar? 2. Efsvarið erjá hvernig berum við okkur að, og hvernær mætti búast við niðurstöðu?“ Svör: 1. Já, svo fremi að hugmyndin leiði ekki til mismununar í sam- keppni. 2. Senda þarf skriflega umsókn til Atvinnumálanefndar Reykja- víkur, Ráðhúsinu, Reykjavík, lýsa þar hugmyndinni í meginatriðum og greina frá áætluðum kostnaði við að hrinda henni í framkvæmd. Reglulegir fundir nefndarinnar eru 1. og 3. fimmtudag í mánuði og hún er að jafnaði komin að niðurstöðu innan mánaðar frá því að erindið berst. AÐSEIMPAR GREINAR Baháítrú - kerfið sem virkar HVERS vegna er siðferðið svona rotið í heiminum núna? Til að við getum svarað þessari spurningu held ég að við verðum að gera okkur ljós tengslin milli trúar og siðferðis. Á síðustu öld komu fram tveir spámenn Guðs, sem uppfylltu spá- dóma trúarbóka fortíðarinnar, þar á meðal Biblíunnar. Fyrirrennarinn Báb- inn fæddist 1819 og var leiddur fyrir af- tökusveit 1850. Árið 1844 stofnaði hann þá trú sem síðar hlaut heitið baháítrú. Siðari spámaðurinn Bahá’uTláh, sem Bábinn hafði rutt brautina fyrir, fædd- ist árið 1817, fékk vitrun um köllun sína árið 1852 en hélt henni leyndri til 1863 þegar hann kunngjörði stöðu sína. Svo segir í íslensku kynningar- riti um bahá’ítrúna: „Sönn trú er uppspretta ástar og samlyndis meðal manna ... en fólk heldur sig við eftirlíkingar og stælingar, skeytir ekki um raun- veruna sem sameinar ... það er svipt ljóma trúarinnar og hann er frá því tekinn ... Af þeim sökum hefur ríki trúaðra manna smátt og smátt þrengst og myrkvast, en svæði efnishyggjumanna víkkað og græðst út, enda hafa trúaðir menn haldið sig við eftirlíkingar og stælingar, en vanrækt og hafn- að heilagleika og hinni helgu raun- veru trúarinnar," (Úrval úr ritum Bahá’u’lláh, ’Abdu’l-Bahá og Shoghi Effendi, bls. 57). Bahá’ítrúin hefur breiðst miklu hraðar út en öll fyrri trúarbrögð, og eru nú samkvæmt Encyclopedia Brittannica næst útbreiddustu trú- arbrögð heimsins, næst á eftir kristinni trú. Mannkyni hefur staðið til boða á að fá bót meina sinna í meira en 100 ár, en það hefur hafnað hinum alvitra lækni og verið upp- tekið og hugfangið af alls konar skottulæknum. Kerfi skottulækn- anna hafa hrunið hvert af öðru og mannkyni hefur elnað sóttin. Þessi kerfi eru hin ýmsu kerfí heimspek- inga og stjórnmálamanna efnis- hyggjunnar. En víkjum loks að siðferðinu. Samkvæmt bahá’ítrú er tilgangur lífsins að þekkja Guð og tilbiðja hann. En tilbeiðsla er ekki einung- is það bænahald sem menn hafa vanist fram að þessu, heldur líka öll heiðarleg vinna, sem skoðast þjónusta við mannkynið. Sameinuðu þjóðirnar hafa út- nefnt þetta ár ár fjölskyldunnar. Þess vegna tel ég rétt, af því til- efni, að minnast á siðferði ástalífs- ins. Aldarandinn virðist kreíjast sem fijálsastra ásta. Tilkoma eyðni- sjúkdómsins og baráttan við hann hefur lítið beinst í þá átt að vara við lauslæti, heldur hefur baráttan mest falist í því að hvetja fólk til að nota smokka. í ijölmiðlaumræð- unni um þessi mál hafa siðaboðorð trúarbragðanna jafnvel verið for- dæmd sem fordómar. Ekki er að undra að hið gamaldags gagnkyn- hneigða hjónaband eigi nú í vök að veijast við þessar aðstæður. Þótt bráðnauðsynlegt sé að fólk hafi sem mest yndi og nautn af sínu ástalífi virðist samfélagið hafa misst sjónar á því hlutverki ástalífs- ins að mannkynið endurnýist á eðli- legan hátt. Heillavænlegast hlýtur samt að vera, að þessi gamaldags stofnun, sem hjónabandið er, sé efld, bæði til þes að fólk geti sótt sér þangað þá nautn og það yndi sem kynlífið veitir á hættulausan hátt, og eins til að börnin sem fæð- ast eignist þann bakhjarl sem einn getur tryggt að þau nái eðlilegum þroska líkamlega, tilfinningalega, andlega og félagslega. Bahá’ítrúin krefst skírlifis. Skír- lífi táknar í þessu sambandi ekki meinlætalifnað, klausturlíf eða bælingu kynhvatarinnar heldur táknar það að fólk hafi ekki kynmök við neinn nema lögmætan maka sinn innan vébanda hjónabandsins. Öll kynmök utan hjóna- bands eru óleyfileg. Fólk er hvatt til að gift- ast, þótt það sé samt ekki skyldað til þess. Ég gæti vel trúað að færa mætti giftingar- aldurinn niður, vegna þess að ungt fólk er nú líkamlega bráðþrosk- aðra en áður fyrr, og getnaðarvamir gera skólafólki kleift að fresta bameignum þar til námi er lokið. Bahá’u’lláh segir prestum og munkum að koma út úr kirkjum sínum og klaustrum og taka sér það fyrir hendur sem jafn- framt leyfi til að ganga í hjóna- band (sbr. Áttundu gleðifréttina á Bahá’ítrúin hefur breiðst miklu hraðar út en öll fyrri trúarbrögð, segir Baldur Braga- son, og segir aðeins kristna trú útbreiddari. bls. 104 í bókinni Lind lifandi vatna). Bahá’u’lláh segir að hið sanna frelsi felist í undirgefni mannsins við boðorð Guðs (sbr. kafli CLIX í bókinni Gleanings from the Writ- ings of Bahá’u’lláh). Hér koma svo nokkrar frekari tilvitnanir í bahá’í- rit. Svo segir í bæn sem sögð er við giftingarathöfn bahá’ía: „Og þegar hann (þ.e. Guð) þráði að birta mönnum náð og velgjörðir og koma skipulagi á veröldina, opinberaði hann siði og skapaði lög, þar á meðal stofnsetti hann lögin um hjónaband og gerði það að virki velferðar og frelsunar og bauð oss það í því sem sent niður frá himni heilagleikans í helgastri bók hans: „Giftist, ó fólk, svo að út af yður birtist sá sem mun minnast mín meðal þjóna minna; þetta er eitt boðorða minna yður til handa, virð- ið það sem aðstoð við yður sjálf.““ Ennfremur: „Allir menn hafa verið skapaðir til að bera áfram siðmenn- ingu, sem er í stöðugri framþróun. Hinn almáttugi ber mér vitni: Að hegða sér eins og dýr merkurinnar er manninum ósamboðið." (Ba- há’u’lláh). (Lausleg þýðing af bls. 214 í Gleanings from the Writings of Bahá’u’lláh.) „Engu máli skiptir hversu trygg og fín ást milli fólks af sama kyni kann að vera, að láta hana fá útrás í kynmökum er rangt... Hvers kon- ar siðleysi er í raun bannað af Bahá’u’lláh og hann lítur á samkyn- hneigð sambönd sem slík, auk þess sem þau eru andstæð náttúrunni. Að vera hijáður á þennan hátt er mikil byrði fyrir sál sem er meðvit- andi um það. En með ráðleggingum og hjálp lækna, með sterku og ein- beittu átaki og með bæn, getur sál sigrast á þessari fötlun.“ (Tilvitnun í bréf frá Shoghi Effendi til ein- staklings.) (Lausleg þýðing af bls. 223 í Kitáb-i-Aqdas.) Höfundur er tannlæknir á Sauðdrkróki. Baldur B. Bragason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.