Morgunblaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D
101. TBL. 82.ÁRG.
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ölokið við að skipa Palestínska þjóðarráðið og 1.000 manna löggæsluliðið ekki tilbúið
„Tæknilegar
ástæður“ tefja
sjálfsstjóm
Kaíró, Kaupmannahöfn. Reuter.
TALSMAÐUR Palestínumanna sagði í gær, að þeir væru tilbúnir
til að taka strax við stjórn í Jeríkó og á Gaza-svæðinu ojg vísaði á
bug þeim ummælum Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra Israels, að
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, hefði
beðið ísraelska herliðið að fara ekki fyrr en palestínsku löggæslu-
mennirnir væru reiðubúnir að taka við. Samkvæmt friðarsamningun-
um hafa þó ísraelar 21 dag til að flytja burt alla hermenn sína.
Marwan Kanafani, ráðgjafi Ar-
afats, sagði, að Arafat hefði aðeins
verið að tala um frestinn, sem ísra-
elar hafa til koma sér burt, en pal-
estínska þjóðarráðið væri tilbúið til
að axla skyldur sínar. Þó kann að
verða einhver dráttur á því þar sem
í gær hafði ekki verið lokið við skip-
an ráðsins en Arafat var þá í Kaíró
til að ganga frá því. Að sögn Palest-
ínumanna hafa einnig tæknileg
vandamál tafið fyrir, að 1.000
manna löggæslulið þeirra geti hafið
störf en búist er við, að það verði
í næstu viku.
Meirihluti telur litlar
líkur á friði
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, sagði í gær, að ísraelar
væru að yfirgefa Gaza fyrir fullt
og allt. „Við munum ekki fara aftur
til Gaza og Gaza mun ekki koma
aftur til okkar. Svo er guði fyrir
að þakka,“ sagði hann en sam-
kvæmt skoðanakönnun í ísrael telur
þó meirihluti landsmanna, að litlar
líkur séu á raunverulegum friði.
Opinbert málgagn sýrlensku
stjórnarinnar fordæmdi í gær frið-
arsamningana og sagði, að þeir yrðu
ekki langlífir vegna þess, að flestir
Palestínumenn styddu þá ekki.
------------»-»■♦------
Átökin
harðna í
Rúanda
Kigali. Reuter.
HÓRÐUSTU átök, sem verið hafa
í Kigali, höfuðborg Rúanda, bloss-
uðu upp í gær er uppreisnarmenn
létu sprengjum rigna yfir borgina.
I allsherjarherkvaðningu voru allir
þeir, sem vettlingi geta valdið,
hvattir til að grípa til vopna og
ganga til liðs við stjórnarherinn í
stað þess að flýja átökin.
Ógnaröldin heldur áfram i land-
inu og telja hjálparstarfsmenn að
um 200.000 manns hafi látið lífið
síðasta mánuðinn.
Morðaldan hefur aðallega komið
niður á tútsum, sem hútúar drepa,
hvat' sem til þeirra næst. Geti menn
ekki fæit sönnur á að þeir séu hútú-
ar eru þeir drepnir.
Kveiktu
slökkviliðs-
menn skóg-
areldana?
Los Angeles. Reuter.
TVEIR slökkviliðsmenn í Los
Angeles voru í gær sakaðir
um að hafa kveikt skógareld-
ana í Malibu í Suður-Kalifor-
níu, sem urðu þremur að bana
auk þess sem um 350 hús
brunnu til kaldra kola.
Lögreglumenn, sem unnið
hafa að rannsókn eldanna,
segja slökkviliðsmennina, sem
þá voru sjálfboðaliðar, hafa
þráð að gerast slökkviliðsmenn
að atvinnu. Hafi mennirnir
kveikt eldana í von um að geta
sýnt fádæma hetjuskap við að
slökkva þá og fá að launum
fasta stöðu í liðinu.
Felipe Gonzalez
Gonzalez
fer hvergi
Madrid. Reuter.
FELIPE Gonzalez, forsætisráð-
herra Spánar, sagði á blaðamanna-
fundi í gær, að hann ætlaði ekki
að verða við áskorunum um að segja
af sér.
Hvert hneykslismálið öðru meira
hefur ekki aðeins rýrt álit stjórnar
hans og sósíalistaflokksins, heldur
einnig þjóðarinnar allrar í augum
umheimsins. „Ég ætla að sitja
áfram og komast til botns í þessum
málum og reyna að girða fyrir, að
önnur komi upp,“ sagði Gonzalez.
■ Skorað á GonzaIez/16
Fyrstu tölur úr sveitarstj órnarkosningunum í Bretlandi
Ihaldsmenn tapa en
Frjálslyndir vinna á
Lesið í framtíð
f orsætisráðherrans
Beðið eftir syninum
ÍSRAELSKUR hermaður skipar palestínskri konu að halda á braut, en hún var í hópi fólks sem
beið ættingja sinna, sem láta átti lausa úr fangelsi í Israel í gærdag.
Lundúnum. Reuter.
BRESKA íhaldsflokknum var spáð miklu fylgistapi í sveitar-
stjórnarkosningunum sem fram fóru í gær. Fyrstu tölur bentu til
þess að flokkurinn tapaði um 6% á landsvísu, Verkamannaflokkur-
inn bætti um 4% við fylgi sitt og Fijálslyndir demókratar um 8%.
5.000 sæti í borgar-, bæjar- og
sveitarstjórnum, sem eru um 60%
kjördæma. Tapaði íhaldsflokkurinn
í nokkrum sterkustu vígjum sínum,
m.a. Tunbridge Wells.
Fylgi íhaidsflokksins hefur dalað
mjög síðasta eitt og hálfa árið og
enginn forvera Johns Majors hefur
mælst með eins lítið fylgi og hann.
Fái flokkurinn slæma útreið í kosn-
ingum til Evrópuþingsins í júní, er
staða Majors í hættu. Hann þótti
’ þó fullur baráttuþreks í fyrirspurn-
artíma þingsins í gær og réðst
óspart að andstæðingum sínum.
Slökkviliðsmennirnir geng-
ust undir próf í lygamæli og
féllu á því en þeir neita engu
að síður öllum sakargiftum.
í leiðara The Times sagði, að
úrslit kosninganna yrðu sem rúnir
sem lesa mætti framtíðarhorfur
forsætisráðherrans í. Fyrir kosn-
ingarnar lagði Sir Norman Fowler,
flokksformaður íhaldsflokksins,
áherslu á að þær væru ekki þjóðar-
atkvæðagreiðsla um John Major,
eins og Verkamannaflokkurinn
fullyrti og kvaðst Fowler bera fulla
ábyrgð á kosningabaráttunni.
Senna jarðsettur
ÚTFÖR kappaksturshetjunnar Ayrton Senna fór fram í Sao
Paulo í Brasilíu í gær. Þúsundir aðdáenda fylgdu kistu Senna
um götur borgarinnar. A myndinni standa foreldrar hans og
systir við kistuna í þinghúsinu í Sao Paulo.