Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Beint áfram núl
Morgunblaðið/Júlíus
SLIPPURINN í Reykjavík er mikið athafnasvæði. Hér er Freyr
tekinn í dráttarbrautina til botnhreinsunar.
Stjómarlið ekki einhuga um leigubætur
Þrír þingmeim andvígir
ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins lýstu í gærkvöldi yfir andstöðu
við frumvarp félagsmálaráðherra
um húsaleigubætur.
Björn Bjamason og Sturla Böð-
varsson lýstu stuðningi við mark-
mið frumvarpsins, en sögðu að þeim
væri stefnt í hættu með afgreiðslu
frumvarpsins í núverandi mynd í
andstöðu við stjórn Sambands'ís-
lenskra sveitarfélaga og sveitarfé-
lög. Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði, að fulltrúi
Sambands íslenskra sveitarfélaga
hefði setið í nefnd, sem lagði til að
framkvæmd húsaleigubótanna yrði
hjá sveitarfélögunum.
Vilhjálmur Egilsson lýsti yfir
andstöðu við málið á meðan húsa-
leigutekjur væru skattlagðar að
fullu og sagði að húsaleigubætur
myndu annars óhjákvæmilega leiða
til þess að húsaleiga hækki.
Meirihluti félagsmálanefndar af-
greiddi málið i gærkvöldi með smá-
vægilegum breytingum.
FRÉTTIR____________________
Samgönguráðherra um arðsemi vegaframkvæmda
Höfuðborgin verði
næsta stórverkefni
FULL ÁSTÆÐA er til að vegaframkvæmdir á höfuðborgar-
svæðinu verði næsta stórverkefni í nýrri vegaáætlun að mati
Halldórs Blöndals samgönguráðherra. Hann lagði, á ráðstefnu
Tæknifræðingafélags Islands og Verkfræðingafélags íslands,
áherslu á mikilvægi þess að ört vaxandi borg fylgdu viðeigandi
endurbætur á vegakerfi.
Með veð
i veiði-
stjóraun
ERLENDIR lánardrottnar íslend-
inga virðast líta á skynsamlega
fiskveiðistjórnun hér við land sem
eins konar veð eða tryggingu fyrir
því að skuldirnar verði greiddar.
„Við höfum orðið varir við að
erlendir bankamenn sem koma til
landsins koma gjarnan í sjávarút-
vegsráðuneytið til að fullvissa sig
um að það sé alvara hér á bak við
fiskveiðistjórnun og nýtingu auð-
lindarinnar," sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra við
Morgunblaðið.
Hann sagði greinilegt að erlend-
ir bankar litu á skynsamlega fisk-
veiðistjórnun sem undirstöðu láns-
trausts íslendinga. „Þeir hafa gert
sér grein fyrir því að greiðslugeta
okkar er undir því komin,“ sagði
Þorsteinn.
Halldór sagðist ekki geta lofað
því að 800 milljónum yrði varið til
vegaframkvæmda á Reykjavíkur-
svæðinu á hveiju ári á næstu árum
eins og vegamálastjóri lagði til
grundvallar í erindi á ráðstefnunni.
Engu að síður mætti fara ýmsar
leiðir að því markmiði, m.a. með
svæðisbundnu gjaldi á orkugjafa.
Halldór gat þess að á meðan lögð
hefði verið áhersla á samgöngubæt-
ur úti á landi hefði borgin stækkað
og umferð orðið þyngri. Engu að
síður hefðu framlög til vegafram-
kvæmda lengi verið í lágmarki.
Nokkur stígandi hefði orðið frá 1989
en betur mætti ef duga skyldi.
Astæða væri til að gera vegafram-
kvæmdir í höfuðborginni að næsta
stórverkefni í vegaáætlun.
Framkvæmdir við aðalæðar í
borginni séu dýrar en dragi úr slysa-
hættu, töfum og óþægindum, og séu
þess vegna mjög arðsamar. Hann
nefndi gatnamót Hafnfjarðarvegar á
Arnarneshæð. Þar hefðu orðið 27
til 28 slys með meiðslum að meðal-
tali á ári fjögur ár áður en mislæg
gatnamót hefðu verið fullbúin árið
1991. Ári eftir hefðu orðið 6 óhöpp
á gatnamótunum og enginn meiðst.
Nú renna 370 milijónir af vegafé í
ríkissjóð, með því að nýta markaða
tekjustofna til fulls næðust 450 millj-
ónir króna og loks má hugsa sér
svæðisbundið gjald á orkugjafa,
bensín og díselolíu, sem nýttist til
vegagerðar á viðkomandi svæði.
Þessar leiðir, einhver þeirra eða sam-
bland þeirra koma vissulega til
greina," sagði Halldór í þessu sam-
bandi í samtali við Morgunblaðið.
Hvað forgangsverkefni varðaði
sagði hann að lögð yrði áhersla á
að tvöfalda Ártúnsbrekku niður að
Elliðaám, tvöfalda Reykjanesbraut
til Hafnarfjarðar og koma upp mis-
lægum gatnamótum á nokkrum
stöðum í borginni.
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablaðið „Utspil“
frá Tæknivali.
Norrænir
ráðherrar í
Reykjavík
FUNDUR utanríkisráðherra
Norðurlandanna hófst í Reykja-
vík í gær og heldur áfram í
dag. I frétt frá utanríkisráðu-
neytinu segir að ráðherrarnir
muni m.a. fjalla um öryggismál
og stöðugleika í Norður-Evr-
ópu, einkum ástandið í Rúss-
landi og Eystrasaltslöndunum.
Aðild nýrra ríkja að Evrópu-
sambandinu verður einnig á
dagskrá svo og umræður um
Ráðstefnuna um samvinnu og
öryggi í Evrópu (RÖSE), nor-
ræna þátttöku í friðargæslu-
sveitum Sameinuðu þjóðanna í
fyrrverandi Júgóslavíu, friðar-
viðræður þar og neyðarhjálp
Morgunblaðið/Sverrir
RÁÐHERRARNIR Jón Baldvin Hannibalsson, Margareta af 1
Ugglas frá Svíþjóð og Niels Helveg Pedersen frá Danmörku.
og uppbyggingarstarf. Einnig ræða um ástandið í Mið-Austur-
munu utanríkisráðherrarnir löndum og Suður-Afríku.
í MORGUNBLAÐINU þessa
dagana taka lesendur eftir nokkr-
um breytingum á niðurröðun
efnis blaðsins. Markmiðið er að
færa saman tengda efnisþætti,
þannig að þeir verði aðgengilegri
Breytt efnisskipan í Morgunblaðinu
fyrir lesendur. Á myndinni hér að
neðan er sýnt hvar helstu efnis-
þætti er að finna. Dagskrá ljós-
vakamiðlanna er nú á öftustu
opnu blaðsins ásamt dagbók og
veðurkorti. íþróttaopnan færist
Viðskipti/Atvinnulff
fram um eina opnu. Teikning
Sigmunds verður á sama stað og
áður — á blaðsíðu 8 — innan um
■ Listir
innlendar fréttir. Staksteinar
verða aftarlega í blaðinu í grennd
við Bréf til blaðsins, Velvakanda
og Víkverja og ýmsa þjónustu-
tengda þætti.
Leiðari
Baksíða,J Dagbók-
innlendar Veður
fréttir Krossgáta
Utvarp/
Sjónvarp
Kvikmynda-
auglýsingar
fréttum Víkverji
Bréftil
blaðsins
39
Myndasögur
Staksteinar -
36 35
Minningargreinar-
Þjónusta Afmæli
Sérblöð dagsins eru Fasteignir og Daglegt líf