Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skoðanakönnun
Þú ættir að láta dýralækni líta á merina, Sólrún mín. Það er nefnilega farið að frussast
úr nösunum á henni.
Verkstæðin óánægð með hlut sinn í Bílgreinasambandinu
Hætta talin á klofningi
innan sambandsins
ÚTLIT er fyrir að Hallgrímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis hf. og
stjórnarmaður í Bflgreinasambandinu, verði einn í kjöri til formanns
á aðalfundi sambandsins á morgun. Sigfús Sigfússon, forstjóri
Heklu hf. og núverandi formaður, lætur þá af formennsku. Júlíus
Vífill Ingvarsson, varaformaður Bílgreinasambandsins, lætur einnig
af varaformennsku og sæti í stjóm sambandsins. Júlíus segir að
fulltrúar verkstæðanna í Bílgreinasambandinu séu mjög óánægðir
með sinn hlut og hætta sé á klofningi innan sambandsins.
„Mér þykir vænt um að ótrúleg-
ur fjöldi manna innan bílgreinar-
innar hefur haft samband við mig
á undanförnum dögum, eða eftir
að ljóst var að sitjandi formaður
myndi ekki gefa kost á sér. Ég hef
hins vegar verið í stjórn og varafor-
maður Bílgreinasambandins í sex
ár og finnst það satt að segja nægi-
legur tími,“ sagði Júlíus Vífíll.
Júlíus Vífíll segir Bílgreinasam-
bandið á miklum tímamótum og
geti brugðið til beggja vona með
framtíð þess. „Þær raddir hafa
heyrst innan Bílgreinasambandsins
að málefnum verkstæða væri betur
komið innan sérstaks félags eða
félagadeildar innan Bílgreinasam-
bandsins. Það má að vissu leyti
rökstyðja það. Ég tel þó að báðar
fylkingarnar hafi notið góðs af því
að vinna saman í einu félagi og
því væri betra að hugsa málið vand-
lega áður en farið væri ut í það
að skipta Bílgreinasambandinu upp
í félag verkstæðiseigenda og inn-
flytjenda,“ sagði Júlíus Vífíll.
Júlíus Vífíll segir að það sé veik-
leiki í Bílgreinasambandinu að bif-
reiðainnflytjendur sem eru um 10
talsins og greiði nálægt helming
félagsgjalda hafi aðeins 6% at-
kvæðisvægi. Innflytjendur hafi
hver fyrir sig eitt atkvæði á móti
hverju verkstæði sem eru sum hver
mjög lítil og jafnvel eins manns
fyrirtæki. Verkstæðin séu um
160-170 talsins fyrir utan vara-
hlutasala sem eru um 15.
Leitað sé sátta
Hallgrímur Gunnarsson sagði að
leitað hefði verið til sín um að hann
gæfi kost á sér í kjöri til formanns
í sambandinu nk. laugardag. Hann
kvaðst taka undir það með Júlíusi
Vífli að visst misvægi væri í því
að hver félagsmaður hefði eitt at-
kvæði hvort sem að baki væri stórt
eða lítið fyrirtæki. „Hingað til hef-
ur sambandinu tekist vel að halda
sátt innan sinna raða og svona
misvægi gerir þær kröfur til allra
aðila að þeir fari fram af mikilli
nærgætni og það sé um leið trygg-
ing fyrir því að menn séu nauð-
beygðir til að leita sátta um hin
ýmsu mál,“ sagði Hallgrímur.
Morgunblaðiö/Kristinn
Meðferðarheimilið
Tindar fær styrk
MEÐFERÐARHEIMILIÐ Tindar á Kjalarnesi fékk nýlega um
200.000 krónur að gjöf sem söfnuðust í hádegisverði kvenna
á Hótel Sögu nýlega. Þar ávarpaði frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, forseti Islands, konurnar. A myndinni er Sigrún Magnús-
dóttir, forstöðumaður Tinda, að taka við styrknum úr hendi
Hildar Jónsdóttur. Tindar er meðferðarheimili fyrir unglinga
sem eiga við vímuefnavanda að stríða. I ræðu Sigrúnar Magn-
úsdóttur á fundinum kom fram að meðalaldur skjólstæðinga
heimilisins er 15. 85 unglingar voru lagðir þar inn á síðasta
ári, 40 drengir og 45 stúlkur. Fjöldi skjólstæðinga meðferðar-
heimilisins jókst um 30% milli áranna 1992 til 1993.
Healey lávarður um heimsmálin
Gullöld þjóð-
ríkisins liðin
Denis Healey
Denis Healey, einn
helsti leiðtogi breska
Verkamanna-
flokksins á síðari hluta
þessar aldar, flutti í gær-
kvöldi kvöldverðarræðu á
ráðstefnu fyrir íslenska
stofnanafjárfesta sem
breska fjármálafyrirtækið
Kleinwort & Benson gekkst
fyrir á Hótel Sögu. Healey,
sem að mestu hefur hætt
beinum afskiptum af
stjórnmálum, segist gera
nokkuð af því nú að flytja
kvöldverðarræður af þessu
tagi hjá ýmsum hópum
áhrifamanna. „Það er líka
aldrei að vita nema að ég
skrifi bók sem yrði eins
konar grófur leiðarvísir að
þeirri óreiðu sem nú ríkir á sviði
heimsmála,“ segir Healey.
Söguleg þáttaskil
Hann segir endalok kalda
stríðsins marka endalok þess tíma
mannkynssögunnar er þjóðríkið
var í fyrirrúmi. Þetta hafi verið
söguleg þáttaskil á svipaðan hátt
og franska byltingin var á sínum
tíma. „Ég held að margir þættir
séu nú að grafa undan þjóðríkinu.
Augljósir utanaðkomandi þættir
eru t.d. alþjóðavæðing fjármála-
viðskipta og það að umhverfis-
mengun þekkir engin landamæri.
Við erum enn að slátra sauðfé í
norðurhluta Englands vegna
Tjernóbílslyssins. Þá er það sú
staðreynd að ný tpskni gerir
mönnum kleift að framleiða vörur
með einungis broti af því vinnu-
afli sem áður þurfti. Það hefur
reynst mjög erfitt að fínna því
fólki vinnu innan þjónustugeir-
ans, sem fær ekki vinnu í fram-
leiðslugeiranum. Sérstakt vanda-
mál í okkar landi er að í stað
fulls starfs fyrir karlmann kemur
hlutastarf fyrir konu. Það grefur
enn frekar undan ijölskyldunni,
sem er mikið áhyggjuefni."
Aukin alþjóðleg glæpastarf-
semi er einnig að mati Healey
mjög alvarlegt vandamál. „Stund-
um held ég að framtíð Evrópu
muni ráðast af lokaorrustunni um
Berlín milli sikileysku
og tsjetsjen-mafíunnar.
Og þar er ég ekki að
gera að gamni mínu,“
segir Healey.
Innan þjóðríkjanna
segir hann einnig gæta mikils
óöryggis sem grafi undan þeim.
Fólk óttist um grundvallaratriði
á borð við vinnu og húsnæði. Þá
valdi minnihlutahópar innan þjóð-
ríkjanna spennu. Versta dæmið
sé Bosnía, en það sama sé að
gerast t.d. í Afríku og fyrrum
Sovétríkjunum.
Ekki svæðisbundin vandamál
„Ég held að mesti vandinn sé
sá að ekki er lengur hægt að finna
vandamál sem eru svæðisbundin.
Flest er þau að finna innan landa-
mæra þjóðríkis. Þess vegna eiga
Sameinuðu þjóðirnar svo erfitt
með að ákveða hvað beri að gera
í Rúanda, Angóla, Mósambík eða
Bosníu.“ Hann segir nauðsynlegt
að stjórnvöld beini sjónum sínum
að þessum vandamálum í auknum
mæli en það sé erfitt þegar þau
séu jafn upptekin af innanlands-
vandamálum og raun ber vitni,
ekki síst Bandaríkin. Þá skorti
sárlega forystu á Vesturlöndum.
- Þú nefnir skort á forystu. Er
það sökum þess að Bandaríkja-
►Healey lávarðar er fæddur
árið 1917. Hann var fyrst kjör-
inn á breska þingið fyrir
Verkamannaflokkinn árið
1952 og sat þar til ársins 1992.
Hann var varnarmálaráðherra
Bretlands á árunum 1964-70
og fjármálaráðherra 1974-
1979. Hann var talsmaður
Verkamannaflokksins í sljórn-
arandstöðu í efnahagsmálum
1979- 80 og í utanríkismálum
1980- 87. Healey situr nú í
lávarðadeild breska þingsins.
Hann hefur ritað fjölmargar
bækur á undanförnum áratug-
um, flestar þeirra um utanrík-
is- og öryggismál.
stjórn sýnir ekki nægilega for-
ystu?
„Það er að mínu mati mjög
óréttlátt að kenna Bandaríkja-
mönnum einvörðungu um. Innan
Evrópusambandsins búa nú fleiri
en í Bandaríkjunum og efnahags-
mátturinn er svipaður. Ef forysta
hefði verið fyrir hendi hefði ESB
átt að láta vandann í fyrrverandi
Júgóslavíu til sín taka án banda-
rískrar aðstoðar. Afskipti Banda-
ríkjamanna hafa leitt til afskipta
Rússa, sem hafa haft bæði sínar
góðu og slæmu hliðar. Mér verður
stundum hugsað til ástands mála
fyrir tuttugu árum. Þá var Helm-
ut Schmidt við völd í
Þýskalandi og styrk og
örygg foyrsta í Frakk-
landi og að mínu mati
Bretlandi einnig. Það
hefur ekki verið að
finna nógu skýra forystu í Banda-
ríkiunum frá því Nixori var for-
seti.“
En telur Healey að ESB geti
orðið að afli á alþjóðavettvangi?
Hann segist telja að Evrópusam-
bandið geti stækkað en að það
muni ekki dýpka á þann hátt sem
stofnendur þess sáu fyrir sér. „Ég
vona þó að stærstu aðildarríkin,
Þýskaland, Frakkland og Bret-
land, geti gert eitthvað ef þar
verður forysta fyrir hendi. Að
mínu mati hafa Þjóðverjar sýnt
meiri forystu en menn viðurkenna
almennt, þrátt fyrir gífurlegar
efnahagslegar byrðar vegna sam-
einingarinnar. Þá veita þeir 90%
allrar erlendrar aðstoðar til Rússa
og stóran hluta aðstoðarinnar til
Austur-Evrópu. Við verðum ein-
ungis að sætta okkur við að þeir
muni ávallt eiga hagsmuna að
gæta í austri jafnt sem vestri.
Það væri jákvætt ef við myndum
veita Þjóðveijum aukinn stuðn-
ing. Frakkar eiga við mikinn inn-
byrðis vanda að etja og mér skilst
að jafnvel í London eigi stjórnin
í vandræðum."
„Skortir
sárlega for-
ystu“