Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Fjárfestingarlán
Tap Iðnlánasjóðs
565milljónir kr.
á síðasta ári
Hagnaður 50,6 milljómr fyrstu þrja manuðma
TAP Iðnlánasjóðs á sl. ári nam alls um 565 milljónum króna samanborið
við 56 milljóna hagnað árið 1992. Þessi slaka afkoma sjóðsins orsakast
annars vegar af því að framlag í afskriftarreikning var stórhækkað og
nam 954 milljónum á árinu í stað 439 milljóna árið 1992. Hins vegar
lækkuðu hreinar fjármunatekjur fyrir framlög á afskriftarreikning úr um
648 milljónum 1992 í 469 milljónir 1993. Gert er ráð fyrir að afskriftar-
framlagið lækki verulega á þessu ári þannig að sjóðurinn skili hagnaði.
Um 50,6 milljóna hagnaður varð á
Ástæður fyrir lækkandi fjár-
magnstekjum fyrir framlög í af-
skriftarreikning eru þau að vaxta-
munur sjóðsins hefur lækkað sam-
hliða lækkandi vöxtum hér á landi.
Þá ber aukinn hluti af eignum sjóðs-
ins ekki vexti vegna eigna sem sjóð-
urinn hefur þurft að yfirtaka.
Tryggingar fyrir útlánum hafa
misst upphaflegt gildi sitt
Á árinu 1993 voru lagðar 720,6
milljónir á afskriftarreikning vegna
tiltekinna útlána sem talin eru í taps-
hættu og einnig vegna mismunar á
bókfærðu verði yfirtekinna eigna og
líklegs markaðsverðs þeirra. Að auki
var um að ræða almennt framlag á
afskriftarreikninginn af varúðará-
stæðum að fjárhæð 173,1 milljón eða
sem svarar til 2,25% af útlánum.
Endanlega voru hins vegar afskrifuð
útlán að fjárhæð 791 milljón.
sjóðnum fyrstu'þrjá mánuði ársins.
Bragi Hannesson, forstjóri Iðn-
lánasjóðs, rakti í sínu erindi á árs-
fundi sjóðsins í gær helstu ástæður
fyrir miklum afskriftum útlána á sl.
ári. „Efnahagslægð undanfarinna
ára er nú að koma niður á mörgum
iðnfyrirtækjum með vaxandi þunga.
Markaðsverð atvinnuhúsnæðis hefur
lækkað verulega og við það hafa
tryggingar misst upphaflegt gildi
sitt. Markaðsverð tækja hefur hrun-
ið í iðngreinum þar sem afkastageta
er orðin of mikil. Samdráttur í eftir-
spurn ýmissa vara og þjónustu hefur
kippt fótunum undan mörgum fyrir-
tækjum. Gengisfellingar og verð-
bólga hafa á undanförnum árum
hækkað höfuðstól lána á sama tíma
og markaðsverð atvinnuhúsnæðis
hefur lækkað. Gjaldþrot fyrirtækja
hafa komið hart niður á öðrum fyrir-
tækjum. Verktakastarfsemi og
mannvirkjagerð er í algjöru lág-
UMHVERFISVIÐURKENNING — Sæpiast hf á
Dalvík hlaut umhverfisviðurkenningu Iðnlánasjóðs fyrir árið 1993. Það
var Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra sem afhenti Kristjáni
Aðalsteinssyni, framkvæmdastjóra Sæplasts verðlaunin á ársfundi
sjóðsins í gær. Fyrirtækið þykir afar gengið á undan með góðu for-
dæmi bæði hvað varðar aðbúnað starfsmanna og urhhyggju fyrir
umhverfinu. Jafnframt hefur það leitast við að fullnægja kröfum neyt-
enda um vistvænar vörur. Þá er í húsakynnum Sæplasts fullkominn
mengunarvarnarbúnaður, stuðlað er að endurnýtingu hráefna og men-
guðum úrgangi komið til eyðingar.
marki enda verulegur samdráttur í
fjárfestingum."
Bragi gerði ennfremur grein fyrir
endurbótum á starfi Iðnlánasjóðs
undanfarin ár sem miðað hefðu að
því að gera starf sjóðsins öruggara
og árangursríkara. Hann rifjaði upp
að rekstur IðnJánasjóðs hefði verið
gerður sjálfstæður í upphafi árs
1990 en þegar á árinu 1989 hefði
verið gerður samningur við Price
Waterhouse/IKO um úttekt á skipu-
lagsmálum sjóðsins. Lánanefnd
vinnur eftir sérstöku lánareglum
sem stjórn sjóðsins setur og tekur
stjórn t.d. ákvörðun um afgreiðslu
umsókna sem eru hærri en 30 millj-
ónir. Þar að auki hefur sérstök
stefnumótunarnefnd unnið að verk-
efnum í tengslum við útlán og trygg-
ingar sem miða að því að vanda
afgreiðslu lánsumsókna og bæta
Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Iðnlánasjóðs, um útlánatapsvandann
Kröfur lánastofnana um upp-
lýsingagjöf alltof vægar
Iðnlánasjóður, Fjárfestingarlánadeild:
Afskriftir 1991-93, flokkað eftir atvinnugreinum
Húsgagna- og tréiðnaður (1 6)' F*oldl fynrtækia
20,1%
GEIR A. Gunniaugsson, stjómarformaður Iðnlánasjóðs, telur kröfur ís-
lenskra banka og fjármálastofnana um upplýsingagjöf fyrirtækja alltof
vægar. Ársuppgjöri sé oft ekki skilað fyrr en hálfu eða heilu ári eftir lok
rekstrarárs og eigi þetta ekki síst við um þau fyrirtæki sem eigi í erfíðleik-
um. Hann segir jafnframt ljóst að íslenskar fjármálastofnanir hljóti í fram-
tíðinni að gera auknar kröfur um eigið fé þeirra fyrirtækja sem þær lána
til. Þetta kom fram í ræðu Geirs á ársfundi Iðnlánasjóðs í gær.
Lagmetisiðnaður (6)
Jámiðnaður(16)
Gleriðnaður(l)
Plastefmnaiðnaður (3)
prentiðnaöur (8)
Annað (25)
Afskriftarreikningur í ársbyrjun 1993
Framlag vegna tilgreindra útlána
Almennt framlag hækkað 2,25%
Endanlega afskrifað 1993
Staða afskriftareiknings í árslok
Mllljónlr kr.
586,50
+720,60
+173,10
-791,10
689,10
) 10,7%
„Miðað við þá vitneskju og
reynslu sem ég hef af rekstri fyrir-
tækja erlendis eru kröfur þær sem
íjármálastofnanir í fjölmörgum öðr-
um löndum gera til eigin fjár og
um upplýsingagjöf fyrirtækja mun
meiri en hér tíðkast. Mjög algengt
er að fyrirtækin verði að senda
bönkum og fjármálastofnunum
mánaðarlegar upplýsingar um
rekstur. Á þetta ekki hvað síst við
ef tap er á rekstri eða hann gengur
illa. Berist þessar upplýsingar ekki,
eru lán gjaldfelld," sagði Geir m.a.
i ræðu sinni.
Fjárfestingarbankinn
Hann sagðist telja að íslenskir
bankar og fjármálastofnanir ættu
að gera auknar kröfur um upplýs-
ingar frá fyrirtækjum og gera mun
fyrr kröfur til fyrirtækja um aðgerð-
ir til endurbóta í rekstri en gert
væri. „I mjög mörgum tilfellum má
minnka það tjón sem yfirvofandi er
ef gripið er til aðgerða strax.“
- kjarni málsins!
Geir gagnrýndi í ræðu sinni á
ársfundinum að frumvarp um stofn-
un íslenska fjárfestingarbankans
hf. með samruna Iðnlánasjóðs og
Iðnþróunarsjóðs hefði ekki náð
fram að ganga. I frumvarpinu var
gert ráð fyrir því að hagsmunasam-
tök í iðnaði eignuðust hlut í ís-
lenska fjárfestingarbankanum á
móti ríkissjóði sem síðan yrði heim-
ilt að selja sinn hlut í bankanum.
„Talið var að allgóð samstaða hefði
tekist um þetta mál því með því
hefði verið stigið mikilvægt skref
til eflingar íslenskum iðnaði, stofn-
aður hefði verið öflugur fjárfesting-
arbanki og tryggð hefðu verið fram-
lög til vöruþróunarverkefna. Því
miður hefur þetta mál strandað á
andstöðu nokkurra aðila sem beitt
hafa áhrifum sínum.“
Hann sagði mikilvægt að mál
þetta fengist leyst eftir þeim megin-
leiðum sem frumvarpið gerði ráð
fyrir. „Með sameiningu fjárfesting-
arlánasjóða iðnaðarins á að nást
fram aukin hagræðing sem leitt
getur til lækkandi vaxta. Þá er
nauðsynlegt í ástandi doða og
kreppu að tryggja aukin framlög
til vöruþróunar og markaðsmála og
rétt að nota hlut og ávöxtun eigin
fjár Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar-
sjóðs í því sambandi."
verklagsreglur við lögfræðilega inn-
heimtu, skuldbreytingar og mál í
sérstakri skoðun. Meðal annarra
breytinga var stofnun sérstakrar
lánaeftirlits- og eignadeildar sem
hefur frá árinu 1992 haft skipulags-
bundið eftirlit með stöðu einstakra
útlána Iðnlánasjóðs.
„Með þessum aðgerðum og miklu
varúðarframlagi í afskriftarreikning
útlána verður ekki séð að þörf verði
á endurtekningu afskriftarframlags
í líkingu við það sem varð á árinu
1993. Samkvæmt áætlun mun Iðnl-
ánasjóður vera rekinn með hagnaði
á þessu ári. Fyrir liggur árshlutaupp-
gjör Iðnlánasjóðs fyrir fyrstu þijá
mánuði ársins 1994 sem stjórn sjóðs-
ins hefur fjallað um og endurskoð-
endur hafa kannað og áritað. Sýnir
það hagnað upp á 50,6 milljónir eft-
ir framlag til afskriftarreiknings og
skatta," sagði Bragi.
Lánsfjár aflað innanlands
Rekstrarkostnaður Iðnlánasjóðs
varð alla samkvæmt reikningum
sjóðsins 122,5 milljónir en í þessari
tölu er 7,5 milljóna kostnaður sem
einkum er vegna reksturs yfirtekinna
eigna. Rekstrarkostnaður að frátöld-
um þessum lið varð 115 milljónir en
var 120 milljónir árið áður. Er stefnt
að áframhaldandi lækkun á rekstrar-
kostnaði sjóðsins á árinu 1994.
Stefnt er að því að nýta lántöku-
heimildir Iðnlánasjóðs sem eru 2.600
milljónir á þessu ári með öflun lánsfj-
ár á innlendum lánamarkaði. Þegar
hefur verið aflað 550 milljóna með
skuldabréfaútboði. Þá hafa verið
sett á markaðinn bréf að fjárhæð
300 milljónir en það íjármagn verður
notað til að greiða innlent lán með
8,65% vöxtum.
Heildarútlán í árslok voru 13.767
milljónir. Eigið fé í árslok var 2.694
milljónir og eiginfjárhlutfall 24%
samkvæmt Bis-reglum.
Slagur um
söluhæsta
lyfiðí
heiminum
London. Reuter.
BREZKA lyfjafyrirtækið Glaxo
hefur höfðað mál til þess að
koma í veg fyrir að ein rekstrar-
eining keppinautarins Ciba-
Geigy selji ódýra eftirlíkingu af
metsölulyfinu Zantac, sem er
notað gegn magasári, í Banda-
ríkjunum.
Málið höfðar Glaxo til þess
að halda gífurlegum tekjum sín-
um af Zantac fyrir dómstóli í
New Jersey gegn fyrirtækinu
Geneva Pharmaceuticals, sem
er sakað um brot á einkaleyfi.
Glaxo segir að frá 1996 ætli
Geneva að selja gerð af Zantac-
lyfinu með efni úr upphaflegu
formúlunni, sem var notuð, og
að það sé brot á einkaleyfi Glaxo
til ársins 2002 á nýrri formúlu,
sem nú er notuð. Tekjur Glaxo
af Zantac nema 2,2 milljörðum
punda á ári.
Sala á lyfinu nemur 44% af
allri sölu Glaxo og sérfræðingar
telja að 2A af hagnaði fyrirtæk-
isins eigi rætur að rekja til lyfs-
ins.
Geneva-fyrirtækið lét til skar-
ar skríða gegn einkaleyfi Glaxos
í síðasta mánuði með því að
leggja fram umsókn um að selja
Zantac, og kvaðst hafa fundið
leið til þess að framleiða efnið í
upphaflegu formúlunni — virka
efnafræðilega efnið í Zantac -
sem bryti ekki gegn einkaleyfi
Glaxos á síðari formúlunni.
Nú hefur Glaxo svarað fyrir
sig. Þar sem Glaxo lét skríða til
skarar áður en 45 dagar eru liðn-
ir síðan Genfar-fyrirtækið lagði
fram umsókn sína verður um-
sóknin lögð til hliðar. Sam-
kvæmt bandarískum lögum er
líklegt að umsóknin verði ekki
samþykkt í 30 mánuði.