Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 15
VIÐSKIPTI
Flugfélög
Svartasta árið í
sögu Air France
Tap félagsins nam 8,5 milljörðum franka 1993
París. Reuter.
AIR FRANCE segir að nettótap fé-
lagsins hafi numið 8,48 milljörðum
franka (1,47 milljörðum dollara)
1993 og verið næstum því þrisvar
sinnum meira en tapið 1992, þegar
það nam 3,3 milljörðum franka.
„1993 var dekksta ár í sögu Groupe
Air France,“ segir í tilkynningu frá
félaginu.
Staða franska ríkisflugfélagsins
hríðversnaði á árinu á aðalmarkaði
þess í Frakklandi og alvarlegar
vinnudeilur voru því til trafala að því
er segir í yfirlýsingunni. Félagið
reynir nú að snúa baki við fortíðinni
og endurskipuleggja fyrirtækið til
þess að gera það samkeppnishæft á
markaði, þar sem samkeppni er hörð
og mun harðna enn meir á næstu
árum þegar höft verða afnumin í
evrópsku áætlunarflugi.
Eitt síðasta dæmið um harðnandi
samkeppni er yfirlýsing frá fram-
kvæmdastjórn Evópusambandsins
þess efnis að Frakkar verði beðnir
um að leyfa franska félaginu TAT,
sem er í eignartengslum við keppi-
nautinn British Airways, að halda
uppi ferðum frá Orly-flugvelli við
París til Lundúna, Marseilles og To-
ulouse. Þetta mun valda auknum
þrýstingi á innalandsflugfélag Air
France, Air Inter, sem hefur haft
einokun á þessum vinsælu ferðum.
Vinnudeilur
í október varð Air France fyrir
alvarlegu verkfalli, sem leiddi til af-
sagnar Bernards Attalis þáverandi
stjórnarformanns, sem vildi endur-
skipuleggja félagið og segja 4.000
manns upp störfum.
Eftirmaður Attalis, Christian
Blanc, hóf langvinnar sanmingaum-
leitanir til þess að tryggja samstöðu
um sparnaðaráætlun. Þegar um 14
verkalýðsfélög um 40.000 starfs-
manna Air France höfðu hafnað
áætluninni efndi Blanc til atkvæða-
greiðslu um áætlunina meðal starfs-
mannanna. Á óvart kom að 81 af
hundraði þeirra samþykkti áætlun-
ina, sem hefur verið tengd beiðni
félagsins til ríkisins um 20 milljarða
franka ríkisstyrk til þess að endur-
fjármagna félagið og grynnka á 37
milljarða franka skuld þess.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur til athugunar hvort
enduríjármögnunin samrýmist sam-
keppnireglum Rómarsáttmálans.
Samkvæmt áætlun Blancs verður
5.000 mönnum sagt upp á þremur
árum, vinnutími verður lengdur og
laun fryst til þess að auka framleiðni
og samkeppnishæfni. Skrifstofufólki
verður fækkað, svo og flugvélum.
Hoogovens
Hagurinn
vænkast
Beverwyk, Stokkhólmi. Reuter.
BÚIST er við, að hagnaður verði af
rekstri hollenska stórfyrirtækisins
Hoogovens á þessu ári eftir verulegt
tap þijú ár í röð. Er það einkum
mikill stálútflutningur til Bandaríkj-
anna, sem veldur umskiptunum.
Hoogovens hefur tapað nærri hálf-
um milljarði dollara á þremur árum
en vegna efnahagsbatans í Banda-
ríkjunum hefur eftirspurn eftir unnu
og hálfunnu stáli aukist töluvert. Sú
hækkun, sem orðið hefur á álverði
að undanförnu, hefur það hins vegar
í för með sér að álframleiðslan er nú
í járnum.
QuarkXPress námskeið
94022
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
Uta n k j ö rstaðaskr if stof a
Sjálfstæðisflokksins
Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð. Símar: 91-880900, 880901,880902.
Utankjörfundar atkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík,
Ármúlaskóla, virka daga kl. 10-12,14-18 og 20-22.
Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosningum
Aðstoð við kjörskrárkærur.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins! Vinsamlega látið okkur vita um
aila kjósendur sem ekki verða heima á kjördag, 28. maí n.k.
Reyltjavík
€>
flBSiíKir "tQ* i ék Golfvörur
í miklu
HH íív.'.'Í’T/- »wr. úrvali
! Wftgy&þ ' ‘V s,Æt - iMfy. ‘ • ,3Í HPnE jJr ’ Í j > ^ ^ m Opið föstudag frá kl. 9-18.30 Laugardag frá kl. I0-I3
mmLL :t,mmúTiLíFmm I GLÆSIBÆ • SÍMl 812922
• jf % |
mmanon 1
Teykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 i p ■ 1
Silk Lux dragtirnar eru komnar,
jakkar, pils, buxur og vesti. wmm
1 Einnig margar gerðir af drögtum, blússum, peysum, vestum og bolum. I’ v|||!£
| Opið frá kL 10 til 18. Lokað á laugaráögum. 1
Með
einkaþotu
urocard tii
fyrir aðeins
25.820 kr,
eða minna á mann!
• r r
.-5. jum
Nú átt þú kost á að
slást í för með glað-
beittum handhöfum __________________________
Eurocard til Hamborgar í þotu á vegum Samvinnuferða-Landsýnar.
Og þú hefur sannarlega ástæðu til að hlakka til: Framundan eru þrír
heilir dagar í hinni gróðursælu og fögru Hamborg þar sem færi
gefst á að njóta alls þess sem hin fjöruga borg hefur upp á að bjóða.
Og verðið er frábært: Aðeins 25.820 kr. á mann.
f þú ert handhafi ATLAS- eða gullkorts frá
arocard færðu þar að auki 4000 kr. afslátt því
'sláttarávísunin gildir einnig fyrir þessa ferð.*
Hamborg býður upp á ótal möguleika: Sigling á Alstervatninu
eða gönguferð um þröng stræti gamla borgarhlutans þar sem
ilminn leggur frá notalegum veitingahúsum og ævafornar bjórkrár
eru á hverju strái. Það er gott að versla í Hamborg. I nýju,
fjölbreyttu verslanahverfi sem tengist aðaljárnbrautarstöðinni,
skammt frá hótelinu, er hægt að versla fram á kvöld bæði
laugardag og sunnudag.
♦ Flogið verður frá Keflavík kl. 6.45 á föstudagsmorgni og til baka
frá Hamborg kl. 20.00 á sunnudagskvöldi. Gist verður á fyrsta
flokks hóteli, Holiday Inn Crowne Plaza, morgunverður innifalinn
og íslenskur fararstjóri verður með hópnum.
Innifalið í verði: Flug, gisting, morgunverður, fararstjórn, akstur til og frá
flugvelli erlendis, skattar og gjöld.
Hafðu strax samband við Samvinnuferðir-Landsýn
°g tryggðu þér sæti í þessa einstöku ferð.
Samvinnuíerúip
Lanásýn