Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ANTHONY Randazzo og Elisabeth Loscavio dansa í uppfærslu Helga Tómassonar á Svanavatninu. í sýningu íslenska dans- flokksins á Listahátíð nú í sumar munu þau dansa tvídans úr Þyrnirós sem Helgi Tómasson hefur einnig samið. Eigandi þessarar teikningar er beðinn um að hafa sam- band við Norræna húsið. Leitað að teikningum og málverk- um eftir Jón Eng'ilberts Á LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður haldin sýning á verkum Jóns Engil- berts í Norræna húsinu og í FIM- salnum í Garðastræti. Sýningin verður opnuð 4. júní og lýkur 3. júlí. Leitað var til eigenda listaverka eftir Jón Engilberts og voru við- brögð þeirra góð. A sýningunni er fyrirhugað að sýna teikningar sem Jón gerði við málverkið Vorgleði, sem er í eigu Búnaðarbankans. Ekki hefur tekist að hafa upp á öllum þessum frum- gerðum að málverkinu. Þess vegna er þeirri ósk komið hér með á framfæri að þeir sem eiga teikningar eða frumgerðir að Vorgleði hafi samband við Norræna húsið. Sérstaklega er beðið um að eigandi að teikningu þeirri sem hér birtist hafi samband. Ennfremur er óskað eftir málverkum sem lista- maðurinn málaði á tímabilinu frá 1935-1960. Vinsamlegast hafið samband við Norræna húsið, Ingi- björgu Björnsdóttur, milli kl. 10 og 16 alla virka daga. -----♦ ♦ ♦-- Sýning á karl- mannanælum í Galleríi Greip TINNA Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu á karlmannanælum í Galleríi Greip á morgun, laugardaginn 7. maí, kl. 16. Sýningin stendur til 18. maí og er opin frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Dansarar San Fran- cisco ball- ettsins á Listahátíð TVEIR af aðaldönsurum San Francisco ballettsins verða gestir á sýningu íslenska dans- flokksins á Listahátíð í Reykja- vík í sumar. Dansararnir, Anth- ony Randazzo og Elisabeth Loscavio, dansa tvídans úr Þyrnirós eftir Helga Tómasson, en uppfærsla hans á þessum fræga ballett hefur fengið lof- samlega dóma, nú síðast hjá Konunglega ballettinum í Kaup- mannahöfn. Anthony og Elisa- beth dönsuðu aðalhlutverkin í Rómeó og Júlíu eftir Helga, en ballettinn var frumsýndur í San Francisco í mars síðastliðnum. Á sýningu íslenska dansflokks- ins á Listahátíð verða frumsýnd þijú ný íslensk verk eftir þær KVIKMYNPIR Sagabíó KONUNGUR HÆÐARINNAR „THE KING OF THE HELL “ * * * Leikstjóri og handritshöfundur: Ste- ven Soderbergh. Byggð á endur- minningum A. E. Hotchners. Aðal- hlutverk: Jesse Bradford; Jeroen Krabbe, Karen Allen, Spalding Gray, Elizabeth McGovem. - 500 kr. BANDARÍSKI leikstjórinn Ste- ven Soderbergh var talinn til undrabarna kvikmyndanna eftir að hann kornungur gerði kynlíf, lygar og myndbönd, einhveija oflofuðustu mynd seinni ára. Næsta mynd hans, Kafka, hefur ekki verið sýnd hér, sjálfsagt þótt lítil hagnaðarvon í henni, en þriðja myndin hans, Konungur hæðar- innar, hefur nú verið frumsýnd í Sagabíó og með henni sýnir Soder- bergh að hann er svosem enginn aukvisi í bíómyndagerð. Konungur hæðarinnar er ljúfsár kreppusaga er segir af ungum dreng sem verður að bjarga sér Hlíf Svavarsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur og Maríu Gísladótt- ur, en verkin eru öll samin sér- staklega fyrir flokkinn. Allir dansarar Islenska dansflokks- sjálfur og hún er byggð á endur- minningum rithöfundarins A. E. Hotchners. Þetta er ekki átaka- mikil mynd en segir lipulega sögu af sjálfsbjargarviðleitni með kald- hæðnislegum broddi og hún er fjarska vel leikin. Einn helsti kost- ur Soderberghs er að vinna með leikurum og það sýnir sig vel hér og myndin sýnir einnig að hann kýs að takast á við mjög ólík efni í myndum sínum. Sögusviðið er bær í Suðurríkjum Bandaríkjanna og sögutíminn er upphaf ijórða áratugarins. Aðal- persónan er greindur strákur sem sér á eftir fjölskyldumeðlimum sín- um einum á fætur öðrum þar til hann stendur einn eftir. Foreldrar hans senda litla bróður hans til vandamanna, móðirin fer á heilsu- hæli og faðirinn í langa söluferð en stráksi verður eftir í litlu íbúð- inni í niðumýddu hótelinu þar sem fjölskylda hans hefur brotlent og ýmsir furðufuglar eru gestir og gangandi. Konungur hæðarinnar er þroskasaga um hvernig strákurinn vaknar til vitundar um heiminn í ins taka þátt í sýningunni, sem verður í Borgarleikhúsinu dag- ana 11. og 12. júní. Miðasala er þegar hafin hjá Listahátíð í Reykjavík. kringum sig og hvernig hann axl- ar ábyrgð, sem hann vart stendur undir. Soderbergh kvikmyndar í einhverskonar roða minninganna og endurskapar á mjög raunsann- an hátt krepputíma með natni við smáatriði í bæði búningum og leik- myndum sérstaklega og hann leggur sömu natnina í persónu- sköpun, sem verður að teljast að- all myndarinnar. Hópur góðra leikara fer með helstu hlutverk; Jeroen Krabbe leikur sífellt áhyggjufullan föður stráksins, Karen Allen er um- hyggjumsöm og skilningsrík kennslukona, Elizabeth MacGov- ern er bitur gleðikona og Spalding Grey leikur heims- og mennta- mann sem virðist á hraðleið í ræs- ið. Allt verða þetta ljóslifandi per- sónur í höndum góðra leikara und- ir athugulum augum Soderberghs. Þá er ónefndur drengjaleikarinn Jesse Bradford sem stendur sig með stakri prýði og lýsir vel stað- festu og einurð piltsins í veröld sem verður fyrir sífelldum svipt- ingum þar til hann stendur eftir einn og einangraður. Þetta er mynd sem lætur ekki mikið yfír sér, er hljóðlát bæði og hógvær í framsetningu, og því gætu menn misst alltof auðveld- lega af henni. Það væri verra. Þess má að lokum geta að þýð- ingin er mjög vel unnin. Arnaldur Indriðason Um helgina MYNDLIST Sýning Soffíu framlengd SÝNING Soffíu Sæmundsdóttur, „Leysingar" á Skólavörðustíg 6 b, hefur verið framlengd til laugar- dagsins 14. maí. Þar sýnir hún þrykk unnin 1993. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Ketill Larsen sýnir í Reykhólasveit KETILL Larsen heldur málverka- sýningu í samkomuhúsinu á Reyk- hólum í Reykhólasveit 7.-8. maí. Sýninguna nefnir hann „Kliður frá öðrum heimi“ og er þetta 21. einkasýning hans. Á sýningunni eru um 50 olíu- og akrýlmyndir. Ketill málar aðallega blóma- og landslagsmyndir en einnig myndir sem lýsa hugmyndum hans um annan heim, t.d. fljúgandi skip, segir í fréttatilkynningu. Sýningin verður opin iaugardag frá kl. 14-22 og sunnudag kl. 14-19. Myndlistarsýning nemenda í Hafnarfirði MYNDLISTARSKÓLINN í Hafn- arfirði gengst fyrir myndlistasýn- ingum á verkum nemenda sem unnin hafa verið á vorönn á morg- un, laugardag og sunnudag. Sýn- ing nemenda yngri en 16 ára verð- ur haldin í húsnæði skólans á Strandgötu 50, 2. hæð, og sýning nemenda í framhaldsdeild skólans verður haldin í Listamiðstöðinni í Straumi við Reykjanesbraut. Sýn- ingarnar verða opnar frá kl. 14-18 báða dagana og eru allir velkomn- ir. Þrjár sýningar á Listasafninu ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. maí, kl. 16.00 og standa þær til 1. júní næstkom- andi. I austursal safnsins sýnir Klaus Dieter Francke ljósmyndir frá ís- landi og er þar um loftljósmyndir að ræða. Hann hefur starfað sem lausamaður í Ijósmyndun og unnið fyrir þekkt ferðatímarit. I miðsal eru sýnd verk úr eigu Akureyrarbæjar, nýlegar myndir sem Menningarsjóður Akureyrar- bæjar hefur fest kaup á, m.a. eftir Eyjólf Einarsson, Birgi S. Birgis- son, Kristínu Gunnlaugsdóttur, -Guðmund Á. Siguijónsson og Tryggva Ólafsson. í vestursal er sýningin „Hin mannlega mósaikmynd" sem er verkefni sem hófst í Bandaríkjun- um og hefur þróast og breiðst út til margra annarra landa. Listasafnið á Akureyri er opið frá kl. 14.00 til 18.00 alla daga nema mánudag en þá er safnið iokað. Konungur á krepputímum Þorgrímur Þráinsson ritstjóri Erna Hrólfsdóttir flugfreyja Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður R55!l!S^^5,!S5HSHSRKCff5!,5l55!lllI?3R?5!!ff5r!R L styðjum [ Sigurður Guðmundsson læknir Anna Soffía Hauksdóttir prófessor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.