Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994 21
AÐSENDAR GREINAR
Leiðin til
útflutnings
Þorvaldur Gylfason
ERLEND viðskipti
hafa verið einn helzti
aflvaki efnahagslífsins
um allan heim á síðari
helmingi þessarar aldar.
Útflutningur og inn-
flutningur hafa aukizt
miklu örar en fram-
leiðsla víðast hvar með
aukinni verkaskiptingu,
sérhæfingu og hag-
kvæmni í framleiðslu.
Lækkun tolla og ann-
arra viðskiptahindrana
á vettvangi GATT hefur
átt mikilvægan þátt í
þessu.
Útflutningur
Hlutdeild útflutnings í heimsfram-
leiðslunni jókst um helming, úr 14%
í 21%, frá 1970 til 1991 samkvæmt
tölum Alþjóðabankans í Washington.
OECD-ríkin eru á svipuðu róli: þar
jókst útflutningshlutdeildin úr 13% í
19% á sama tímabili. Einstök lönd
hafa gert enn betur. írar juku hlut-
fall útflutnings af landsframleiðslu
sinni úr 37% í 62% á sama tíma,
Danir úr 28% í 36%, Hollendingar
úr 42% í 54% og Belgar úr 52% í
73%. Bandaríkjamenn tvöfölduðu
útflutning sinn miðað við landsfram-
leiðslu þessi ár, úr 6% í 11%, en er-
lend viðskipti Bandaríkjamanna eru
mun minni en utanríkisviðskipti
smærri þjóða vegna þess, að þeir
eiga svo mikil viðskipti hver við ann-
an innan lands. Hér er alls staðar
átt við útflutning bæði vöru og þjón-
ustu. Sömu sögu er að segja af fá-
tækum þróunarlöndum. Kínveijar og
Indveijar fímmfölduðu útflutning
sinn miðað við landsframleiðslu, úr
3% í 16%, frá 1970 til 1991. Lág-
tekjulönd í Afríku og Asíu þrefölduðu
útflutningshlutdeildina úr 7% í 19%
að jafnaði á sama tíma. Frá þessari
reglu eru tiltölulega fáar undantekn-
ingar.
Ein þeirra er ísland. Hér hefur
útflutningur vöru og þjónustu staðið
í stað miðað við landsframleiðslu síð-
ustu tvo áratugi. Útflutningshlutfall-
ið jókst að vísu úr 27% árið 1945 í
44% árið 1960, en lækkaði svo aftur
niður í 35% árið 1975 og var óbreytt
í 35% í fyrra, 1993. Myndin sýnir
útflutningsþróunina síðast liðna
hálfa öld. Stöðnun útflutnings stend-
ur framþróun hagkerfisins og lífs-
kjörum fólksins í landinu um leið
fyrir þrifum. Útflutningstregðan á
beinan þátt í auknu atvinnuleysi síð-
ustu ár.
Að réttu lagi ætti hlutdeild út-
flutnings í landsframleiðslu okkar
íslendinga að vera komin upp fyrir
60% nú að minnsta kosti. Þetta hefði
gerzt, hefði orðið eðlilegt framhald
á útflutningsvextinum frá 1945 til
1970 til þessa dags eins og ráða má
af myndinni. Þá hefði útflutnings-
hlutdeildin aukizt um helming hér
heima síðan 1970 eins og í heimsbú-
skapnum í heild. Þá væri betra
ástand og bjartara fram undan í
efnahagslifi landsins nú.
Veiðigjald og gengi
Útflutningstregðan stafar að
miklu leyti af því, að gengisstefna
stjórnvalda hefur verið röng í grund-
vallaratriðum áratugum saman.
Gengisskráningin hefur miðazt við
þarfir og óskir sjávarútvegs fyrst og
fremst án fulls tillits til annarra at-
vinnuvega. Þótt iðnaður, verzlun og
þjónusta, sem yfirgnæfandi hluti
fólksins í landinu (83%!) vinnur við,
þyrftu mun lægra gengi til að geta
náð traustri fótfestu hér, hefur geng-
inu ekki verið leyft að lagast að þörf-
um þessara atvinnuvega aðallega af
ótta við þann hagnað, sem þá hefði
myndazt í sjávarútvegi vegna ókeyp-
is aðgangs útvegsins að hráefni úr
sjó. Þetta er höfuðskýringin á hnign-
un íslenzks iðnaðar síðast liðin ár.
Og þetta er líka ein helzta ástæðan
til þess, hversu verzlun
og þjónusta af ýmsu
tagi eiga örðugt upp-
dráttar enn sem fyrr
hér heima.
Álagning veiðigjalds
myndi leysa þennan
hnút. Með veiðigjaldi
myndu skapast skilyrði
til þess að skrá gengi
krónunnar rétt án þess,
að óeðlilegur og órétt-
mætur hagnaður mynd-
aðist í sjávarútvegi, og
án þess, að gengislækk-
unin færi beint út í
verðlagið. Án veiði-
gjalds er á hinn bóginn
alvarleg hætta á því,
að íslenzkt atvinnulíf falli í suður-
ameríska gryfju, því að of hátt gengi
ásamt langvarandi verðbólgu er ein-
mitt ein höfuðskýringin á efnahags-
hnijgnun marga landa þar suður frá.
I Suðaustur-Asíulöndunum hafa
Hlutdeild útflutnings í landsframleiðslu, 1945-93
Hlutfall útflutnings í
landsframleiðslu íslend-
inga ætti, að mati Þor-
valds Gylfasonar, að
réttu lagi að vera komið
upp fyrir 60%.
stjómvöld þvert á móti gætt þess
vandlega að halda verðbólgu í skefj-
um og skrá gengið rétt yfirleitt. I
Hong Kong jókst útflutningshlut-
deildin úr 92% í 141% frá 1970 til
1991. í Singapúr jókst hlutdeiíd út-
flutnings í landsframleiðslu úr 102%
i
I
I
I
I
I
I
I
NÚ FERÐUMST VIÐ
INNANLANDS í SUMAR!
í 185% á sama tíma. Þessi lönd hafa
búið við meiri hagvöxt en nokkur
önnur iðnríki þennan tíma.
Á fundum eða frjálsum
markaði?
Það er samt ekki nóg að gera sér
grein fyrir þeim skaða, sem útflutn-
ingsstöðnunin hér heima hefur valdið
á löngum tíma. Menn verða líka að
átta sig á því, hvaða leiðir eru greið-
færastar út úr vandanum. Það er til
að mynda engin allsheijariausn að
ætla sér að efla útflutning á fundum,
það er að segja með átaki, atvinnu-
stefnu eða áætlunarbúskap. Sum
Suðaustur-Asíulönd, einkum Singap-
úr og Kórea, hafa að vísu fylgt mark-
vissri atvinnustefnu, en ævinlega
með öflugan markaðsbúskap að leið-
arljósi. Leiðin til útflutnings í okkar
heimshluta verður ekki vörðuð á
fundum, heldur á fijálsum markaði
fyrst og fremst.
Þetta er einmitt einn höfuðkostur
veiðigjalds. Það skapar skilyrði til
raunhæfrar og réttlátrar gengis-
skráningar og greiðir fyrir fjöl-
breyttri atvinnuuppbyggingu um allt
land um leið. Þetta þarf að gerast
að frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra
í skjóli skynsamlegrar gengisskrán-
ingar, sem endurspeglar raunveru-
legt verðmæti erlends gjaldeyris og
beinir gjaldeyrisöflun og gjaldeyri-
snotkun í hagkvæman farveg með
því móti án íhlutunar stjórnvalda.
Það er langbezta leiðin til útflutn-
ings. Þeir, sem standa í vegi fyrir
veiðigjaldi, standa um leið í vegi fyr-
ir auknum útflutningi og aukinni
atvinnu handa fólkinu í landinu.
Þeir virðast trúa því sumir, að
útvegurinn hafi ekki efni á veiði-
gjaldi. Samt hafa útvegsfyrirtæki
greitt hver öðrum fjallháar fúlgur
fjár fyrir aflaheimildir nú í nokkur
ár. Veiðigjaldi er einmitt ætlað að
draga úr sóun í sjávarútgerð og
minnka sóknina á miðin á hagkvæm-
an og réttlátan hátt. Vel reknar út-
gerðir geta sannarlega greitt gjald
fyrir afnot af miðunum, sem þjóðin
á öll í sameiningu. Þær gera það nú
þegar í stórum stíl, nema gjaldið
rennur í rangar hendur.
Höfundur er prófessor
í Háskóla Ísíands.
Nýttu þér frábær tilboð
á hjólhýsum.tjaldvögnum og
fellihýsum fvrir 15 maí.
PARADISO FELUHVSl
Allt að: 75.000,- krónur!
í ókeypis aukahlutum þegar þú kaupir
Paradiso fellihýsi. Örugglega bestu kaupin!
Sama verð og í fyrra!
HOBBV HJÓLHVSl
Verð aðeins frá kr. 1.072.600,-
fyrir nýtt glæsilegt Hobby hjólhýsi
Sama verð og í fyrra!
GÍSU JÓNSSONHF
Bíldshöfða 14, 112 Reykavík, s. 686644. Umboðsmenn: BSA, Akureyri; Bíiasalan Fell, Egilstöðum
Einn ástsælasti tjaldvagn hér á landi býðst nú
með 5% afslætti. Er fullkomnasti tjaldvagninn
nú einnig á lang-besta verðinu? Gildir til 15/5.
Óbreytt verð frá því fyrra!
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I