Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ1994
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SfMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
FORMANN S SKIPTIHJA
FRAMSÓKNARFLOKKI
T^ORMANNSSKIPTI urðu í Framsóknarflokknum
sl. föstudag. Halldór Ásgrímsson, sem verið hafði
varaforrhaður flokksins í þrettán ár, tók þá við for-
mannsembættinu af Steingrími Hermannssyni, sem
nú hefur hafið störf sem seðlabankastjóri. Þó svo að
Halldór hafi verið í forystu Framsóknarflokksins í
nær hálfan annan áratug, er ljóst að þessi breyting
mun hafa töluverð áhrif á Framsóknarflokkinn og
stöðu hans á stjórnmálasviðinu.
Ef dæma má af framgöngu Halldórs Ásgrímssonar
undanfarna daga virðist Ijóst að hann ætli strax frá
upphafi að setja sitt eigið mark á Framsóknarflokk-
inn. Af ummælum hans er greinilegt að búast má
við töluverðum áherslubreytingum.
í fyrsta lagi hefur hinn nýi formaður Framsóknar-
flokksins slegið á mildari strengi í Evrópumálum.
Hann telur aðild að Evrópusambandinu ekki æskileg-
an kost en engu að síður eru viðhorf hans til sam-
starfs við Evrópusambandið um margt frábrugðin
viðhorfum forvera hans í embætti. í viðtali við Morg-
unblaðið um helgina sagði hann m.a., að hann teldi
að íslendingar ættu að leita leiða til að hafa áhrif
innan Evrópusambandsins án þess að gerast aðilar.
Þó að hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar um hvernig
koma eigi slíku samstarfi á séu óraunhæfar kveður
þó þarna við allt annan tón en hjá þeim framsóknar-
mönnum sem lögðust gegn aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu.
Þá hefur Halldór Ásgrímsson lýst því yfir að hann
telji að endurskoða verði vinnulöggjöf hér á landi til
að koma í veg fyrir að fámennir hópar geti í krafti
valds náð fram kjarabótum umfram láglaunafólk.
Ennfremur hefur formaður Framsóknarflokksins
lýst þeirri skoðun, að ekki verði lengra gengið í skatt-
heimtu og að áfram verði þörf á verulegu aðhaldi í
ríkisbúskapnum. Frekari hækkun skatta segir hann
verða til að kalla fram samdrátt og hefta verðmæta-
sköpun í þjóðfélaginu. Hann hefur jafnframt hvatt
til aukinnar fjárfestingar almennings í hlutabréfum
og mælt gegn því að skattaafsláttur vegna hluta-
bréfakaupa verði afnuminn.
Þessi dæmi sýna að það eru að verða verulegar
áherslubreytingar hjá Framsóknarflokknum. Á und-
anförnum áratugum hefur hann fyrst og fremst ver-
ið landsbyggðarflokkur með takmarkað fylgi á höfuð-
borgarsvæðinu. Að öllum líkindum mun hinn nýi for-
maður í auknum mæli reyna að afla flokknum fylgis
á höfuðborgarsvæðinu, en til að svo megi verða er
nauðsynlegt að ákveðin breyting verði á ímynd Fram-
sóknarflokksins.
Á undanförnum áratugum hefur Framsóknarflokk-
urinn oft reynzt flokka íhaldssamastur og staðið
gegn margvíslegum breytingum, sem til heilla hafa
horft. Yfirlýsingar hins nýja formanns flokksins vekja
upp áleitnar spurningar um, hvort Framsóknarflokk-
urinn eigi eftir að færast til í hinu pólitíska litrófi á
næstu árum. En jafnframt er ekki ólíklegt að við-
leitni nýrrar forystu að því marki muni kalla fram
sterka andstöðu innan flokksins, andstöðu, sem nú
þegar bryddir á. Halldór Ásgrímsson hefur lýst sjálf-
um sér sem stefnuföstum stjórnmálamanni. Fróðlegt
verður að sjá, hvort sú stefnufesta heldur þegar á
reynir.
Super
Puma
keypt
Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar ákveður á fundi
sínum næstkomandi þriðjudag, að kaupa
Super Puma björgunarþyrluna. Agnes
Bragadóttir reifar hér mismunandi sjónar-
mið í þessu máli og gagnrýni ríkisstjómarinn-
ar á vinnubrögð bandarískra stjórnvalda.
Akvörðun um kaup á Super
Puma björgunarþyrlu fyr-
ir Landhelgisgæsluna,
verður tekin á fundi ríkis-
stjórnar næsta þriðjudag.
Ekki gefst ráðrúm til þess að af-
greiða málið á stuttum ríkisstjórnar-
fundi síðdegis í dag, vegna sameigin-
legs fundar utanríkisráð- --------
herra Norðurlandanna hér
á landi. Ráðherrar ríkis-
stjórnarinnar hafa lýst yfír
óánægju sinni með vinnu- _________
brögð bandarískra stjóm-
valda. Öruggt er' talið, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, að
ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum
á þriðjudag harðorða ályktun, þar
sem skýrra og afdráttarlausra svara
Bandaríkjastjórnar verður krafist,
og jafnframt óskað eftir skýringum
Bandaríkjamanna á því, hvernig
staðið hefur verið að verki í sam-
bandi við viðræður við ís- _______
lendinga.
Ríkisstjórnin er sam-
mála um að mikið skorti
á, að Bandaríkjamenn hafi
komið fram við íslensk
stjórnvöld af fullri kurteisi undan-
farnar þrjár vikur. Það er raunar
hófsöm lýsing á afstöðu ríkisstjórn-
arinnar, þar sem ráðherrar hennar
hafa lýst framkomu bandarískra
stjórnvalda í þessum máli, sem
hreinum og klárum dónaskap í garð
íslendinga.
Svar Parkers Borg, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, þegar
blaðamaður Morgunblaðsins innti
hann eftir viðbrögðum bandarískra
stjórnvalda við þeirri gagnrýni sem
stjórnvöld hafa sett fram á þau
bandarísku var svohljóðandi:
„Sendiráðinu er kunnugt um efni-
sinnihald viðtala við ráðherra ríkis-
stjórnarinnar, sem birtust í Morgun-
Talið útilokað
að fresta
ákvörðun
Kapp lagt á
samningavíð-
ræður
blaðinu. Við viljum ekki tjá okkur
um viðtölin. Við höfum útvegað ís-
lenskum stjórnvöldum allt sem þau
hafa farið fram á, í sambandi við
þyrlur. Ástæða þess að einvörðungu
einn maður var í bandarísku sendi-
nefndinni, er sú að það var ekki fyrr
en síðastliðinn föstudag, sem sendi-
ráði Bandaríkjanna varð kunnugt
um þá ósk íslenskra stjómvalda, að
hingað kæmi bandarísk sendinefnd
eigi síðar en á þriðjudag í þessari
viku. Við höfum ekkert að segja um
efnislegt innihald viðræðna þeirra
sem farið hafa fram.“
Þyrlukaupamál hafa tekið á sig
hinar sérkennilegustu myndir að
undanfömu. Hvað eftir annað hefur
komið upp á yfirborðið ágreiningur
-------- á milli Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra og Þorsteins
Pálssonar dómsmálaráð-
_____ herra, þar sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra
hefúr miðlað málum.
Fyrir þremur vikum, þegar
Bandaríkjamenn höfðu dregið verð-
kynningu sína til baka og beðist
velvirðingar á eigin klúðri, taldi Þor-
steinn rétt að nú yrði tekið af skarið
og ákveðið að kaupa Super Puma.
Þá var það Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra, sem kvað upp úr með það,
að þriggja vikna frestur
yrði veittur, til þess að fá
botn í það, hvort samn-
ingsflötur væri fyrir hendi
um framtíð þyrlubjörgun-
arsveitarinnar í viðræðum
við Bandaríkjamenn.
Þorsteinn Pálsson tók þessari
ákvörðun forsætisráðherra ekki ýkja
vel, en ákvað engu að síður að una
henni. Ríkisstjórnin, einkum þeir
Davíð, Friðrik, Jón Baldvin og Sig-
hvatur, gerðu sér í framhaldi þessa,
vonir um að þriggja vikna fresturinn
yrði nýttur á þann veg, að hægt
væri að kveða upp úr með það, eigi
síðar en í dag, hvort grundvöllur
væri fyrir því, að óska eftir formleg-
um samningaviðræðum við banda-
rísk stjórnvöld um framtíð þyrlu-
björgunarsveitarinnar á Keflavíkur-
flugvelli og íslenska verktöku.
Nú telur ríkisstjórnin á hinn bóg-
inn ófært að bíða með ákvörðun um
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 27
alvara lægi að baki tilboðinu, en
ekki eitthvert innihaldsrýrt „snakk“.
Sú skoðun hefur á vissan hátt
verið að breytast, undanfarna daga
og vikur, þar sem engin skýr svör
hafa fengist frá Bandaríkjamönnum,
og engin niðurstaða í sjónmáli á
þeim bæ. Vissar efasemdir eru því
uppi nú, um hversu mikil alvara var
að baki þessu tilboði Perrys.
Ríkisstjórnin, með þá Davíð og Jón
Baldvin í fararbroddi, hefur lagt
kapp á að kannað yrði til hlítar,
hvort hægt sé að ná samningum um
framtíðarrekstur þyrlubjörgunar-
sveitar í Keflavík, þar sem Islending-
ar komi að rekstrinum með verk-
tökusamningum. Þar sem enn vantar
mikið á, að afstaða Bandaríkjanna
sé skýr og takmörkuð vinna virðist
hafa farið fram af þeirra hálfu, er
niðurstaðan sú, að ríkisstjórnin
ákveður á fundi sínum á þriðjudag,
að halda sig við þann kost að kaupa
Super Puma þyrluna, eins og dóms-
málaráðherra og þyrlukaupanefnd
leggja til.
Þó með því hugarfari, að slík kaup
setji á engan hátt strik í reikning-
inn, að því er varðar framhaldsvið-
ræður við Bandaríkjamenn. Ríkis-
stjórnin vill halda því opnu, að ef
viðunandi samningar takast á milli
íslands og Bandaríkjanna, verði
bundið þannig um hnúta í kaup-
samningi á Super Puma þyrlunni,
að þar verði einhver fyrirvari um
endursölu.
Það munu líða 12 til 14 mánuðir,
frá því að kaupsamningur er undir-
ritaður, þar til Super Puman verður
afhent. Við undirritun verða greidd-
ar 100 milljónir króna, en eftirstöðv-
ar við afhendingu. Áður en það verð-
ur, verður þyrlan tekin í nákvæma
yfirferð, þar sem hún verður tekin
í sundur og við samsetningu hennar
verður síðan bætt búnaði, sam-
kvæmt þeim kröfum sem Langhelg-
isgæslan gerir til útbúnaðar björgun-
arþyrlu.
Jón Baldvin hefur haft af því
áhyggjur, að ef ríkisstjórnin ákveður
að kaupa Super Puma, muni Banda-
ríkjamenn skoða slíka ákvörðun sem
vísbendingu um, að hér sé enginn
áhugi á því, að ganga til samninga
við Bandaríkin á grundvelli tilboðs
Perrys varnarmálaráðherra. Því
muni Bandaríkjamenn telja sig
óskuldbundna íslendingum og
ákveða að flytja þyrlubjörgunar-
sveitina heim til Bandaríkjanna við
næstu endurskoðun vamarsamnings
íslands og Bandaríkjanna.
Ríkisstjórnin ætlar að leggja
áherslu á það, í kjölfar ákvörðunar
um kaup á Super Puma, að þessi
ákvörðun sé á engan hátt vísbending
um slíkt áhugaleysi íslenskra stjórn-
valda. Þvert á móti sé einhugur inn-
an ríkisstjórnarinnar, um að það
verði forgangsverkefni á næstunni
að leita eftir samningum við Banda-
ríkin.
Raunar er það viðhorf uppi innan
ríkisstjórnarinnar, að seinagang
bandarískra stjórnvalda í þessu máli
megi skýra á þann veg, að Banda-
ríkjamenn hafi litið þannig á, að við-
ræðugrundvöllur sá sem dr. Perry
bauð upp á, að því er varðar þyrlur
varnarliðsins, væri mál sem ætti að
skoðast rækilega af hálfu beggja
aðila, á þeim tveimur árum, sem
varnarsamningurinn nær til, en ekki
innan þröngra tímamarka.
Sé það raunin, verður vissum
þrýstingi létt af stjórnvöldum, með
því að ákveða Super Puma kaupin
og þannig ætti að gefast svigrúm
til viðræðna við Bandaríkjamenn,
þegar stjórnvöld eru laus við hina
háværu kröfu þingheims, almenn-
ings og Landhelgisgæslu um að
ganga þegar í stað frá þyrlukaupum.
Þetta er að vísu undir því komið,
að stirðleikar í samskiptum banda-
rískra og íslenskra stjórnvalda verði
ekki viðvarandi, vegna þess vand-
ræðagangs sem ítrekað hefur komið
upp í samskiptum ríkjanna að undan-
förnu. Ríkisstjórn íslands gerir sér
vonir um, að sú óánægja sem hún
hefur látið í ljós með vinnubrögð
þeirrar bandarísku, geti orðið til
þess, að Bandaríkjamenn komi af
krafti til viðræðna, með skýra af-
stöðu og greinargóð svör.
ÞYRLUMÁL
Parker Borg Dr. William Perry
þyrlukaup lengur, enda liggur fyrir,
að Þorsteinn Pálsson myndi ekki ljá
máls á því að ákvörðun yrði frestað
enn einu sinni. Jón Baldvin hefur
gefið í skyn, að nauðsynlegt sé að
fresta ákvörðun enn um sinn, en
hann hefur ekki fylgi til slíks í ríkis-
stjórninni. Forsætisráðherra er sam-
mála dómsmálaráðherra, að ekki
komi til greina að fresta ákvörðun.
Auk þess hefur Alþingi kveðið upp
úr um það, að þyrla skuli keypt og
þrýstingur er mikill á ríkisstjórnina
frá fjölmörgum þingmönnum, al-
menningi og starfsmönnum Land-
helgisgæslunnar, að þeirri ákvörðun
þingsins verði nú hrint í framkvæmd.
Ríkisstjórnin telur að sá kostur
sem dr. William Perry, þá starfandi
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
nú varnarmálaráðherra, bauð upp á
hér á landi, í janúarbyrjun, sé mjög
álitlegur. Perry bauð upp á þennan
kost, bæði á fundi sem hann átti
með forsætisráðherra og á fundi með
utanríkisráðherra.
Ríkisstjórnin taldi, að þetta hátt-
settur starfsmaður bandaríska vam-
armálaráðuneytisins gæti ekki boðið
upp á kost sem þennan, nema full
Neitar að tjá
sig um gagn-
rýni íslenskra
stjórnvalda.
Segir banda-
rísk stjórnvöld
hafa veitt þær
upplýsingar
sem um var
beðið.
Reifaði í árs-
byrjun tilboð
um samstarf og
verktöku ís-
lendinga, varð-
andi rekstur
þyrlubjörgunar-
sveitarinnar.
Tilboðið fæst
ekki staðfest
Taldi ófært að
fresta ákvörðun
eina ferðina enn.
Vill upplýsingar
um afstöðu
Bandaríkja-
manna.
Vildi ákvörðun
um kaup á Super
Puma og fær
hana.
Davíð
Oddsson
Jón Baldvin
Ilannibalsson
Þorsteinn
Pálsson
Fáleikar milli
ríkjanna um stund
EITT HJARTA
MÚ SÍKALSKT
Það hlýtur fleirum en mér að blöskra, segir Þuríður
Pálsdóttir, að Helgi Hálfdanarson skuli bannfæra
opinberlega íslenskt tónverk og flytjendur þess
og heimta að Ríkisútvarpið útskúfi verkinu til
að þjóna lund hans. Þar sem mér er málið nokkuð
skylt, fæ ég ekki orða bundist.
Þuríður Pálsdóttir
HÚN VAR köld kveðjan sem
Helgi Hálfdanarson sendi
tónskáldinu Jórunni Við-
ar í sumarbyijun. í inn-
rammaðri grein í Morgunblaðinu lít-
ilsvirðir hann gullfallegt sönglag
Jómnnar við ljóð eftir Stein Steinarr
og niðurlægir þá söngvara sem flutt
hafa umrætt lag.
Hann gengur svo langt að krefjast
þess að Ríkisútvarpið „afræki allan
flutning“ á ljóði og lagi.
Það hlýtur fleirum en mér að
blöskra að Helgi Hálfdanarson skuli
bannfæra opinberlega
íslenskt tónverk og
flytjendur þess og
heimta að Ríkisútvarp-
ið útskúfi verkinu til
að þjóna lund hans. Þar
sem mér er málið nokk-
uð skylt, fæ ég ekki
orða bundist.
Það var árið 1961
sem ég frumflutti fal-
legt og einkar söng-
hæft lag eftir Jóranni
Viðar við ljóð Steins
Steinars, Vort líf, vort
líf. Tilefni flutnings
þessa lags sem ég flutti
ásamt tónskáldinu, var
tónskáldakynning í
Ríkisútvarpinu. Fleiri tónverk Jór-
unnar voru flutt við sama tækifæri
og kynnti Páll ísólfsson tónskáldið
áður en tónflutningurinn hófst.
Hann sagði meðal annars: „Gáfur
hennar komu mjög snemma í ljós,
sérstaklega vakti óskeikul heyrn
hennar athygli þegar á barnsaldri.
Listin er henni í blóð borin og fant-
asía hennar og hugarflug sívak-
andi, enda kemur það vel í ljós þeg-
ar hún töfrar fram verk meistar-
anna á píanótónleikum sínum eða
skrifar eigin hugsanir á nótnapapp-
írinn, eins og nú mun best koma í
ljós. “
Lögin sem ég flutti á tónskálda-
kynningunni voru Gestaboð um
nótt, ljóð Einar Bragi, Ung stúlka,
ljóð Hannes Pétursson, Unglingur-
inn í skóginum, ljóð Halldór Lax-
ness, Júnímorgunn, Ijóð Tómas Guð-
mundsson, Mamma ætlar að sofna,
ljóð Davíð Stefánsson, og Vort líf,
vort líf, ljóð Steinn Steinarr. Ég
man enn hughrifin sem þessi lög
og ljóð vöktu með mér og hve sterkt
þau höfðuðu til sönggleðinnar. Enda
fengu lögin vængi og eru nú dýr-
mætar og vinsælar söngperlur.
Lagið og ljóðið, Vort líf, er hríf-
andi listaverk. Lagið lyftir ljóðinu.
Það er samið í 3/4 takti og með
flúrsöng sem undirstrikar að ljóðið
er ort um tónlistarmann, sem gerir
sönglagið afar skemmtilegt og fag-
urt. Jórunn valdi þau erindi sem hún
vildi hafa þegar hún samdi lagið
og sleppti þriðja og fimmta erindi
ljóðsins. Ekkert erindi hefur sömu
laglínu, heldur fylgir laglínan
stemmningu hvers erindis fyrir sig.
Sjálf hefur Jórunn aldrei notað
titilinn, Til minningar um misheppn-
aðan tónsnilling, heldur ber lagið
yfirskriftina Vort líf. í ljóði Steins
kemur fram glöggur skilningur á
kjörum listamanna. Þar er orðað
allt sem einkennt hefur líf hérlendra
listamanna í aldanna rás, - hæfí-
leikar, vilji til að gera vel, minni-
máttarkennd, húmor, vonbrigði, fá-
tækt og fálæti samborgaranna. Nið-
urstaðan birtist í gullfallegu lokaer-
indi ljóðsins:
Og sízt vér munum syrgja
hve smátt að launum galzt.
An efa í æðra Ijósi
expert og virtuose
mun Herrann hærra setja
eitt hjarta músíkalskt.
Það sem máli skipti var hið ljóð-
ræna, myndræna og
músíkalska hjarta lista-
mannsins. Sú staðreynd
að hann átti ekki ann-
arra kosta völ en að
lúta sinni listagyðju.
Þannig skilja flestir
listamenn ljóð Steins
Steinars. Söngvarar
sækjast eftir að syngja
það og finna til innlif-
aðrar samúðar og hlýju
til Jóns Pálssonar við
flutninginn, skilja hann
og finnst þeir á ein-
hvern hátt deila með
honum kjöram. Slíkir
eru töfrar þessa lags.
Ekkert er fjarri flytj-
endum en háð og spé. Um það get
ég vitnað eftir áratuga starf með
íslenskum einsöngvurum.
Ekki þekkti ég persónulega Jón
Pálsson, en heyrði að hann væri
músíkalskt ljúfmenni. Helgi Hálf-
danarson skrifar um dapurleg enda-
lok Jóns, en um þau yrkir Steinfi
ekki.
Ég álít ekki rétt að Steinn Stein-
arr hafi mjög fljótt verið viður-
kenndur sem eitt af fremstu skáld-
um þjóðarinnar, eins og Helgi held-
ur fram. Hann var þvert á móti
mjög umdeildur. Það voru ekki síst
skáldbræður hans sumir hveijir, og
menntamenn sem voru tregir til að
viðurkenna list hans. Einnig er vert
að gefa því gaum, að á þeim tíma
sem Halldór Laxness skrifar ritdóm
þann um Stein sem Helgi nefnir,
var Halldór sjálfur ekki alls staðar
í náðinni.
Kristján Karlsson hefur varið ljóð
Steinars og er það maklegt. Þeír
gáfumennirnir hafa skrifast á, aðal-
lega um eintölu og fleirtölumerk-
ingu í ljóðinu. Ávirðingar á Jórunni
Viðar virðast litlu máli skipta. Er
snilldarkvæði Steins ef til vill sífellt
að sanna sig:
vor list var lítils metin,
og launin eftir því.
Jórunn er eitt okkar fremsta sam-
tímatónskáld. Hún er frábær píanó-
leikari og hefur helgað sig tónlistac-
starfí frá unga aldri, er afar tón-
elsk, hefur yndi af nútímaskáldskap
og semur gjarnan tónverk við nú-
tímaljóð. Hún hefur einnig unnið
mikið úr íslenskum þjóðlögum, eink-
um þulum, sem hún hefur beinlínis
lyft úr öskustónni. Jórunn Viðar er
hógvær listamaður sem hefur unnið
að list sinni af lítillæti og óþreyt-
andi eljusemi og nýtur nú heiðurs-
launa frá alþingi.
Svo er spurningin: Hvers vegna
er Helgi Hálfdanarson núna fyrst
Helgi
Halfd;
anarson
VORT LIF, VORT LÍF
Hvað eílir annað er Rík-
isutvarpið að gæða hlustum
landsmanna á sönglagi Jórunnar
Viðar við kvæði Steins Steinars,
sem hefst á ^jóðllnunum: „Vort
líf, vort líf, Jón Pálsson, / er líkt
og nóta fölsk.“
Illa tríii óg |>ví, að ég sé einn
um að hneykslast á þessari list-
kynningu. Þó að Steinn Steinarr
sé eitl af eftirlætis-skáldum inln-
um, gongið verr en
illa honum
manns, sem þeim, er til þekktu,
ber saman um, að veriö hafi
vammlaus, fáskipiinn öðlingur,
öllum góðviljaður. Sár vonbrigði
urðu þeim manni um megn, og
hann fannst rekinn á fjöru við
Örfirisey. Eftirmælin kórónar
skáldið meö fyrírsögninni: „Til
minningar um misheppnaðan
tónsnilliiig.“ Með vafasömum
rótti hefur vcrið reynt að kalla
þi'lta gys „góðlátlegt“, og gerir
það tóninn f kvæðinu einungis
j>eim mun naprari.
ti ég hiðja menn að bera
^nnan kv^ðskap Steins
fails Jóns Pálssonar; það stað-
fesli Tórnas sjálfur í mín eyru.
Sleini Steinari er sízt með þrí
greiði gi»rður, að þessari smekk-
leysu sé á loft. haldið. Satt að
segja furðar mig, að svo prýði-
legur lisUmaður sem Jórunn
Viðar skyldi í það sinn ekki finna
sér verðugra viðfangsefni; og ég
undrast, að sæmilegir sötigvarar
skuli vilja spreyta sig á þessy
naglaskaupi um látinn listbróður
sinn öðru frcmur.
Út. yfir tekur þó, að Ríkisút-
varpið skuli gera sér það U1 van-
_sæmdar að^Ujgf^a þessu upp f
líær væri, að
Þegar ég var lítil telpa og bjó á
æskuheimili mínu að Mímisvegi 2 í
Reykjavík, var mér eitt sinn sagt
að hafa hægt um mig, því að fræg-
ur listamaður myndi koma og æfa
á flygilinn sem stóð í stofunni. Og
næstu daga sat alvörugefinn hvít-
hærður maður og lék tímunum sam-
an stórkostlega tónlist. Þessi maður
var Ignaz Friedman, heimsfrægur
píanóleikari og talinn fremsti Chop-
in-túlkandi heims. Hann hélt þrenna
tónleika í Reykjavík og koma hans
var stórviðburður í tónlistarlífi bæj-
arins. Friedman var vissulega bæði
„expert“ og „virtuose“ og það er
öruggt að „hæðnishláturinn“ var
ekki að list Jóns Pálssonar eins og
Helgi Hálfdanarson heldur fram,
heldur er miklu fremur átt við
hæðnishlátur Jóns sjálfs að svo
ójöfnum samanburði.
Vér lékum Tarantella,
Noctume, La Campanella.
Svo gall við hæðnishlátur:
Hvað hefði Friedman sagt?
að geðvonskast yfír ljóði sem Steinn
Steinarr orti fyrir meira en hálfri
öld? Og yfír lagi sem var frumflutt
fyrir þrjátíu og þremur árum? Lagi
sem flutt hefur verið af fjölmörgum
söngvurum bæði í útvarpi, á hljóm-
leikum og á hljómplötum. Hvað
dvaldi hann öll þessi ár?
Vitað er, að Helgi Hálfdanarson
á erfitt með að leggja frá sér penn-
ann þegar hann leggst í blaðaskrif.
Skrif hans, sem og hann sjálfur,
hafa jafnan notið verðskuldaðrar
virðingar. Ég treysti því, að virðing-
arleysi það sem hann sýnir viður-
kenndu íslensku tónskáldi og ís-
lenskum söngvurum, hafí verið án
ásetnings. Ég vil svo gjarnan trúa
því, að í bijósti hans bærist það sem
Steinn Steinarr svo fagurlega orð-
ar, - eitt hjarta músíkalskt.
Höfundur er söngvari.