Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 30

Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Svar til fískifræðinga Yeiðimálastofnunar ÞRÍR fískifræðingar á Veiði- málastofnun, sem í vetur vöktu óskipta athygli fyrir nýstárlegar kenning- ar sínar um þarfleysi fiskveiðistjómunar, ^iafa nú svarað ítar- legri gagnrýni minni á málflutning sinn (Mbl. 29. apríl 1993, bls. 13). Að vísu snýst svar þeirra ekki nema að litlu leyti um fag- lega þætti gagnrýni minnar. Þess í stað eyða þeir mestu púðri í ásakanir um að ég vilji kæfa opinbera umræðu um nýtingu fiskistofna, • hafí í frammi stórar og óleyfilegar full- yrðingar um samhengi atburða í fískistofnum, torveldi þeim að út- vega sér fé til rannsóknastarfa, o.s.frv. í sama anda. Að auki gefa þeir einhliða og mjög villandi lýs- ingu á samskiptum mínum við forsprakka þeirra félaga, Þórólf Antonsson, og reyna að gera tor- tryggilega viðleitni mína til að aðstoða hann í fræðimennsku sinni. Öllum þessum ásökunum vísa ég á bug og hyggst nú í sem stystu máli fjalla um sumar þeirra. Röng túlkun —y Þeir félagar reyna að gera gagnrýni mína tortryggilega á þeirri forsendu að mér hafi verið kunnugt um efni greina þeirra fyrir birtingu en ekki komið gagn- rýni minni á framfæri fyrr en eft- ir birtingu. Þessu hafna ég alfarið. Sumarið 1992 las ég yfír hand- rit að grein þeirra félaga um sveifl- ur í veiði og nýliðun fískstofna (Ægir, 8. tbl.1992) og kom at- hugasemdum mínum á framfæri við Þórólf. Mér þótti efnið áhuga- vert, en gerði m.a. athugasemdir um að aðferðir þeirra og nið- urstöður leyfðu ekki þá túlkun sem þeir viðhefðu. Þeir félagar segja að ég hafi dregið þessi skrif þeirra í Ægi inn í umræðuna nú. Þetta er misskilningur hjá þeim: Það gerðu þeir sjálfir! Fyrir allnokkrum mánuðum sýndi Þó- rólfur mér myndir af gögnum um tengsl Barentshafs og Islandsm- iða. Jafnframt sagði hann mér frá því hvernig hann túlkaði þessi gögn og hvers vegna. Ég lýsti þá strax áhuga á þessu efni og hvatti hann til birtingar þess á vettvangi vísindanna, en gerði jafnframt al- varlegar og rökstuddar athuga- semdir við ályktanir hans - sömu athugasemdir að efni til og ég hef síðan gert opinberlega. Þórólfur tók þessar athugasemdir ekki til greina og ber ég enga ábyrgð á því. Um ósk um styrkfé frá LÍÚ Um ósk fiskifræðinga Veiði- málastofnunar um rannsókna- styrk frá LÍÚ get ég verið stutt- orður. Þórólfur hringdi í mig og bar upp þetta erindi og ræddum við málið nokkrum sinnum í síma. Ekki vildi ég gera honum þann óleik að gefa honum falskar vonir og sagði honum því hreinskilnis- lega hvað^ möguleika ég teldi hann eiga á slíkum fjárstyrk. Ég óskaði eftir því við Þórólf að hann sendi mér skriflegt erindi um mál- ið, ásamt rannsóknaáætlun, en þau gögn hafa ekki borist mér ennþá. Þangað til það gerist tel ég mér ófært að bera erindið upp við stjórn LÍÚ. Um meintar fullyrðingar Þeir félagar taka mig til bæna fyrir meintar hæpnar fullyrðingar, og er þá engu líkara en að þeir hafí lesið aðra grein en þá sem ég skrifaði og birti. Þannig taka þeir út úr samhengi sakleysislega setningu úr grein minni, svohljóð- andi: „Ráðið sem dugar er að stilla sókninni í hóf og tryggja þannig aukinn fjölda eldri og þyngri físka og stærri hrygningarstofn.“ Síðan spyrja þeir: „Því getur hann full- yrt að sóknin sé eini áhrifavaldur- inn? Hvað útilokar aðra áhrifa- valda?“ Svarið við þessu er ein- falt: Ekkert útilokar aðra áhrifa- valda, þótt sóknin hafi veruleg áhrif, onda lagði ég mikla áherslu á það í grein minni að umhverfis- þættir hafa umtalsverð áhrif á nýliðun, en nýliðunin hefur að sjálfsögðu veruleg áhrif á stærð hrygningarstofns fáum árum síðar ef sóknin er mikil. Við ráðum hins vegar ekki við umhverfisskilyrðin, en sókninni má stjórna. Þeir eru ekki heldur sáttir við að ég skuli hafa sagt að „[ájhrif veiða á íslenska þorskstofninn kom[i] meðal annars fram í því að stofnstærðin sveiflast kringum sífellt lægri gildi“, og spyija: „Hvað kemur honum til að geta Kristján Þórarinsson Menn bera ábyrgð á því, sem þeir skrifa, seg- ir Kristján Þórarins- son, og vísindamenn bera meiri ábyrgð en aðrir þegar þeir skrifa um fagmenn. ályktað að þar sé sóknin ein að verki? Sama má segja um næstu fullyrðingar hans á eftir um nýlið- un og hrygningarstofn." Svarið er aftur það sama: Ég fullyrði ekki að sóknin sé ein að verki, heldur eingöngu að hún hafi haft afgerandi áhrif, og get ég í því sambandi m.a. vísað til skýrslna Hafrannsóknastofnunar á undan- förnum árum og alþjóðlegrar ráð- stefnu um þorsk pg veðurfars- breytingar sem haldin var í Reykjavík sl. sumar. En þar sem þeir félagar vísa til „næstu fullyrðinga ... á eftir“ ætla ég til fróðleiks að birta þær í heild (tilvísunum til númeraðra mynda sleppt): „Einnig eru vísbendingar um það, að léleg nýliðun undanfar- inna ára ... stafi að hluta af vönt- un á hrygningarfiski... og þá e.t.v. einkum af fækkun á eldri hrygn- ingarfiski... sem rekja má til mik- illar sóknar um langt árabil.“ Hér er nú ekki mikið fullyrt! Ég tel hins vegar skylt að taka þessar vísbendingar alvarlega, vegna þess hversu mikið er í húfi. Ef fiskifræðingar Veiðimálastofn- unar vilja horfa fram hjá þessum vísbendingum, þá skilur þar á milli okkar. Um tölfræði og fyrirrennarana Sérkennilegasta ásökun þeirra félaga er sú að ég „ ... kast[i] rýrð á mikið starf og stórar upp- götvanir líffræðinga sem störfuðu á fyrri hluta aldarinnar og fyrr“ með því að gera þá kröfu til starf- andi vísindamanna að þeir leitist við að nota bestu aðferðir sem völ er á á hveijum tíma og endurtaki ekki mistök liðinna tíma. Þvert á móti tel ég það vera lítilsvirðingu við fyrirrennarana að hunsa þær framfarir sem þeir hafa gert mögulegar. I svargrein sinni viðurkenna þeir félagar í raun að þeir hafi beitt röngum tölfræðiaðferðum - aðferðum sem ýkja stórlega þau veiku tengsl Barentshafs og ís- landsmiða sem gögnin virðast sýna - enda þótt þessi viðurkenn- ing þeirra sé hjúpuð þoku tækni- máls um „ ... rangan fjölda frít- alna við mat á marktækni við 3 ára keðjumeðaltöl." Þarf frekari vitnana við? Ekki falsanir Þeir félagar kvarta undan því að þeim hafí verið bornar á brýn falsanir. Ef svo er, þá er von að þeir kvarti, enda er varla hægt að bera vísindamenn þyngri sök- um. Ekki segja þeir félagar að ég hafí haft uppi slíkar ásakanir, en því miður mætti skilja umkvörtun þeirra svo. Ég vil því taka skýrt fram að það hefur aldrei hvarflað að mér að þeir hafi falsað eitt eða neitt. Þvert á móti hafa þeir greint nægilega skýrt frá vinnu sinni til þess að aðferðafræðilegar villur sem í henni felast eru flestum sér- fræðingum á þessu sviði augljósar og eiga þeir heiður skilinn fyrir það. Um nauðsyn umræðu Því fer víðs Ijarri að ég letji menn til að skrifa um fisk. Hins vegar bera menn ábyrgð á því sem þeir skrifa, og vísindamenn bera meiri ábyrgð en aðrir þegar þeir skrifa sem fagmenn. Ef vinnan sem skrifin byggjast á er gölluð og ályktanir út í bláinn verða menn að sætta sig við að þeim sé sagt það umbúðalaust. Höfundur er stofnvistfræðingur Itjá Lnndssnmbnndi íslenzkra útvegsmanna. Vernd og veiðar SÍÐUSTU dagana hafa skot- veiðimenn farið hamförum gegn . fj-umvarpi til laga um vernd, friðun og veiða á villtum fuglum og spen- dýrum, svokölluðu „villidýrafrum- varpi“. Nú vantar einungis herslu- muninn á að frumvarpið verði að lögum á þessu þingi, eftir erfíðar fæðingarhríðir síðustu þijú árin. Frumvarpið er tilraun til að setja heildarlöggjöf um friðun og nýt- Munið trúlofunarhringa litmyndalistann ýÓuUN:#>ll{Ufl)/{ 'I.augavegi 35 • Sínii 20620 ingu fugla og spendýra og koma þessum hlutum í nútímalegt horf og til samræmis við það sem tíðk- ast meðal siðaðra þjóða. Sorglegast í þessu máli er kú- vending Skotveiðifélag íslands (Skotvís) sem fram á síðustu vik- urnar hefur stutt frumvarpið og talið það framfaramál. Skotvís hefur m.a. átt fulltrúa í nefnd þeirri sem er að semja þær fjöl- mörgu reglugerðir sem setja þarf á grundvelli frumvarpsins. Hingað til hefur Skotvís sýnt ábyrgð og frumkvæði í þessum málum. Hug- myndin um veiðikort og veiðigjald var upphaflega hugmynd Skotvíss, sett fram fyrir um áratug. I um- sögn um frumvarpið fyrir um- hverfisnefnd Alþingis dags. 14. apríl 1992 segir: „Stjórn Skotvís lýsir stuðningi sínum við þá tilraun sem í frumvarpinu felst, til þess að taka heildstætt á friðun, vernd og veiðum fugla og spendýra. Hluti þessa máls er veiði- kortið sem reyndar er bráðum áratugar gömul tillaga Skot- víss.“ í umsögn frá 31. mars 1993 er því fagnað að lögin geri ráð fyrir hæfnisprófi fyrir veiðimenn og lýst yfir stuðningi við veiðigjald sem renni til rannsókna. Nú ári síðar fer Skotvís hamförum gegn frum- varpinu og finnur því allt til for- áttu. Erfítt er að sjá hvers vegna. Hér virðist þó andstaða við sam- einingu Náttúrufræðistofnunar ís- lands og veiðistjóra vega þungt, svo og flutningur veiðistjóra til Akureyrar. Til að auðvelda fram- gang málsins hefur umhverfisráð- herra fallið frá því að sameina stofnanirnar. Eftir stendur flutn- ingurinn. Hann er þó frumvarpinu óviðkomandi og því ómálefnalegt að leggjast gegn frumvarpinu á þeim forsendum. Skotveiðimenn í Reykjavík ættu einnig að huga að því að mikil andstaða við flutning stofnunar til Akureyrar mun ekki afla þeim samúðar á landsbyggðinni. Landsbyggðin — sér- staklega Akureyring- ar — mun einnig fylgj- ast vandlega með því hvort strengjabrúður skotveiðimanna á Al- þingi haldii áfram til- raunum sínum til að drepa frumvarpið af þessari ástæðu. Skotveiðimenn ættu að hugsa sinn gang. Frum- varpið setur veiðum ákveðinn ramma sem þeim hefur hingað til þótt ásættanlegur. Frumvarpið tryggir stórauknar rannsóknir og betri stýringu á veiðunum. Eins og glögglega kom í ljós í deilum um ijúpnaveiðar á síðasta hausti, vantar víða rannsóknir á stofn- stærð og veiðiþoli. Umhverfisráð- herra hefur því veitt 4,5 millj. kr. til ijúpnarannsókna á þessu ári og munu á næstu þremur árum fara 12-15 millj. kr. í rannsóknir á ijúpu. Þessar rannsóknir fara Birgir Hermannsson Skotvís fer hamförum gegn „villidýrafmm- varpinu,“ fullyrðir Birg- ir Hermannsson, sem finnst erfitt að sjá hvers vegna. fram á vegum Náttúrufræðistofn- unar íslands. Frumvarpið kemur þessum málum í vitlegan og nú- tímalegan farveg og því satt best að segja furðulegt að sjá Ólaf Karvel Pálsson fiskifræðing og helsta sérfræðing Hafrannsókna- stofnunar í þorskveiðum leggjast gegn frumvarpinu. Sem vísinda- maður er Ólafur fylgjandi veiði- stjórnun á þorski, en sem formað- ur Skotvíss virðist hann telja eftir- Iit með skotveiðum og stjórnun á þeim í eðli sínu gerræðislegt fyrir- bæri. í þeim málum er þó vart gert annað en að fylgja tillögum Skotvíss! Höfundur er aðstoðarmaður umhverfisráðherra. hagstœð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar » IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík simi: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.