Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 32

Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ + Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og formaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar, var fædd á Efri- Steinsmýri í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu 8. ágúst 1921 og lést á Vífilsstaðaspítala 26. apríl síðastliðinn, 72 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sigurbergsdóttir og Bjarnfreður Ingimundarson. Aðalheiður ólst upp í Meðallandi í hópi 19 systk- ina: Björn Gísli verkamaður, f. 24.7. 1913, d. 30.4. 1980, Vilborg húsmóðir, f. 19.6. 1915, Sigur- bergur, sjómaður og verkamað- ur, f. 30.9. 1916. Haraldur sjó- maður, f. 23.12. 1917, d. 29.1. 1940, Guðjón garðyrkjumaður, f. 3.3.1919, Lárus málari, f. 18.5. 1920, d. 23.12. 1975, Jóhajina bókavörður, f. 27.12. 1922, Ólöf verkakona, f. 24.7. 1924, Ingi- björg húsmóðir, f. 16.8. 1925, d. 10.12. 1985, Eygerður sjúkra- hússtarfsmaður, f. 4.1. 1927, d. 4.4. 1991, Armann fiskmatsmað- ur, f. 30.3. 1928, d. 9.6. 1988, Aðalsteinn kaupmaður, f. 9.6. 1929, Steindór sjómaður, f. 26.6. 1930, Valdimar verkamaður, f. 13.2. 1931, Magnús fjölmiðla- maður, f. 9.2.1934, Sveinn Andr- és, f. 27.8. 1935, d. 17.1. 1941, Ólafur sjómaður, f. 28.12. 1936, Vilmundur Siggeir verkamaður, f. 3.9. 1939, d. 21.11. 1964 og Þóranna Halla, f. 7.9 1942, d. 31.1. 1981. Aðalheiður lauk barnaskólanámi árið 1934 og fór snemma að vinna fyrir sér. Hún var vinnukona í Reykjavík 1937-41, vann í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum 1941-44 og starfaði á Sjúkrahúsi Vesta- mannaeyja 1944-1949. Aðal- heiður starfaði sem verkakona í Reykjavik 1958-59 og aftur 1974-76. Hún vann við póstburð 1960-63 og vann við bústörf í Köldukinn í Holtum 1963-74. Aðalheiður var formaður Verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum 1944-49 og Starfs- mannafélagsins Sóknar 1976-87. Hún var kjörin alþing- ismaður fyrir Borgaraflokkinn árið 1987 og sat á Alþingi til ársins 1991. Aðalheiður sat í fjöl- mörgum nefndum og ráðum á starfsævi sinni. Hún sat m.a. í bankaráði Búnaðarbanka, stjórn Atvinnutryggingarsjóðs og _ í miðsljórn Alþýðusambands ís- lands. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðsteinn Þorsteins- son verkamaður og fyrrverandi bóndi. Aðalheiður eignaðist fimm böra og lifa fjögur móður sína: Ingigerður húsmóðir, f. 20. 6. 1945, Steinunn Biraa Magnús- dóttir húsmóðir, ættleidd, f. 22.1. 1947, Hlynur Þór, f. 2.5. 1949, d. 3.1.1951, Hlynur Þór, sjómað- ur og útgerðarmaður, f. 10.12. 1952, og Guðmundur Bergur verkamaður, f. 24.11. 1956. Minningarathöfn verður um Að- alheiði í Hallgrímskirkju í dag, en jarðarför hennar fer fram frá Stórólfshvolskirkju á morgun. MEÐ ÞESSUM fáu orðum ætla ég að kveðja hana ömmu mína, Aðal- heiði Bjamfreðsdóttur. Eftir liggur minningin um elskulega og hlýja manneskju. Árin 1968-1970, þ.e. þegar ég var 0-3 ára gamall, bjó ég hjá ömmu og afa í Köldukinn í Holtum í Rangár- vallasýslu. Næstu ár á eftir var ég tíður gestur í Köldukinn. Það sem ég man best eftir er fyrst og fremst lykt- in af heimabökuðu rúgbrauði og ómöl- uðum kaffibaunum. Amma Aðalheið- ^ur var dugleg að segja sögur af þess- 'um árum á Köldukinn og hafði maður alltaf jafn gaman af. Amma og afi fluttu til Reykjavíkur 1974. Það var alltaf gaman að koma f heimsókn til þeirra á Kleppsveg 134. Amma hafði þó yfirleitt orðið og það sem var svo sérstakt við skoð- anir hennar á hinum ýmsu málum _var það að hún var alveg fordóma- laus. Hún leit því alltaf hlutlaust á málin og var til í að taka rökum. Oft spjölluðum við um póli- tík og hafði hún miklar áhyggjur af því að ég væri að verða íhalds- maður eins og hún orð- aði það. Best var að tala við hana um persónuleg málefni og vandamál sem allir þurfa einhvem- tíma að glíma við þar sem alltaf mátti treysta á góð og holl ráð. Eftir harða baráttu við berkla á sínum yngri árum voru lungu hennar illa starfandi, það háði ömmu í mörgu sem hún tók sér fyrir hendur. Andlega var hún stálhress og hélt því allt til dauðadags. Það var bara fyrir nokkrum dögum að við lögðum drög að ákveðnu verkefni sem átti að klá- rast fyrir haustið. Amma var alltaf hugsandi um framtíðina og vildi iðulega hafa eitt- hvað fyrir stafni. Hún var nýbúin að læra á tölvu og í mars á þessu ári sendi hún mér tölvuritað bréf. Fyrsta línan í bréfínu sýnir staðfesu hennar í að tileinka sér nýja siði og tækni: „Láttu þér ekki bregða, nafni minn, ég er nú bara að æfa mig á tötvuna." Elsku amma, takk fyrir allar sam- verustundimar, takk fyrir allan stuðn- inginn og hollu ráðin. Hvíl í friði. Aðalsteinn Heiðar Magnússon. Þann 26. apríl sl. andaðist móð- ursystir okkar, Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, eða Heiða frænka eins og við vorum vanar að kalla hana. Heiða var ættrækin enda var hún ein af okkar uppáhalds frænkum. Ekki var nóg að hún sinnti gleði- stundunum heldur var hún einatt fyrst til að hafa samband ef einhver átti erfítt og bjóða aðstoð sína. Einn helsti eiginleiki frænku okkar var að hún mátti ekkert aumt sjá. Heiða var ein af tuttugu systkin- um. Hún var mjög opin og einlæg og með henni fengum við góða inn- sýn í aðstæður þessara systkina. Um síðustu hvítasunnu fómm við með móður okkar suður í Steinsmýri ogskoðuðum bæjarrústirnar þar sem systkinin fæddust og vora fyrstu æviárin. I okkar augum var þetta lítill túnblettur umkringdur Eld- hrauninu á aðra vegu og vötnum á hina. Fannst okkur ótrúlegt að hægt hafí verið að framfleyta þama öllum þessum fjölda. Á þessum tíma munu Steinsmýrarbæirnir hafa verið fímm og þessi fjölmenna fjölskylda ekki sú eina sem þurfti að framfleyta sér þama. Á heimleiðinni var komið við hjá Heiðu og Guðsteini á Hvolsvelli. Heiða tók eins og ætíð vel á móti okkur þrátt fyrir að hún væri greini- lega orðin talsvert þjáð af veikindum sínum. Á þessari stuttu en dýrmætu stundu tók hún fram gamlar ljós- myndir og sýndi okkur, gaf okkur jurtate af jurtum sem hún hafði safn- að og lét í ljós skoðanir sínar á mönn- um og málefnum. - Eins og alltaf. Það var dýrmætt að fá að kynn- ast konu eins og Heiðu sem gaf jafn mikið af sjálfri sér. Hún var sjálfri sér trú, gieymdi ekki uppruna sínum og var alltaf „bara“ Heiða - stórkost- lega Heiða. Við viljum votta eftirlifandi eigin- manni, Guðsteini, okkar innilegustu samúð. Ennfremur börnúm hennar og fjölskyldum þeirra. Blessuð sé minning hennar. Sigp*ún, Dóra Hlín og Svanhvít Eygló Ingólfsdætur. Hún Heiða amma er farin yfír móðuna miklu eftir langvarandi veik- indi. Mikil sorg ríkti í hjörtum okkar systkinanna þegar við fréttum af andláti hennar. Þrátt fyrir veikindi sín var hún alltaf sterk og bjartsýn. Það sem hjálpar okkur mest í sorg- inni era minningamar um góðu stundirnar sem við áttum saman. Alltaf ríkti mikil eftirvænting þeg- ar von var á ömmu og afa úr Reykja- vík í heimsókn. Stundum komu þau með bláan ópal til að stinga upp í litla munna. Þegar við voram lítil fengu þau varla að klára úr fyrsta kaffibollanum áður en við drógum þau með okkur útí fjós að skoða kálfa, heimaalninga og jafnvel klifraði amma upp á hlöðuloft til að skoða kettlinga. En þegar amma fór að eldast létum við okk- ur nægja að hlusta á hana segja sögur af barnæsku sinni í Meðal- landi og ævintýri um álfa og huldufólk. Á hveiju sumri fórum við systkinin upp í sumarbústaðinn þeirra til að gróðursetja tré. Sumar- bústaðurinn og allur gróður var ömmu mjög hugleikinn. Amma var alltaf með eina litla hagamús í fæði hjá sér. Hún var mikið sár og skildi ekkert í því að músin beit hana í fing- urinn þegar hún reyndi að klappa henni. Jólin gengu ekki í garð heima fyrr en amma og afí komu á aðfangadag. Við krakkamir höfðum gaman af því hvað hún rak á eftir þegar verið var að lesa á jólapakkana. Amma var mikið jólabam. Amma starfaði lengi að ýmsum félagsmálum. Hún var mjög stolt af starfí sínu hjá Sókn og talaði mikið um það við okkur. Amma gerði alltaf allt sem hún gat fyrir fólk sem var í vanda statt. Amma mun alltaf á einn eða ann- an hátt vera fyrirmynd okkar í lífínu og við munum alltaf reyna að gera ömmu stolta af okkur þó að hún sé farin. Allir sem kynntust ömmu á einhvem hátt dáðust að henni og lærðu mikið af því að umgangast hana. Allar stundir okkar hér er mér Ijúft að muna, fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. Sigurlín, Hildur og Júlíus Bjargmundsböra. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir var einstök manneskja. Hún var skarp- greind og tilfínningarík, mótuð af sterkri réttlætiskennd og kynnum af erfíðri lífsbaráttu. Hún vissi alltaf hvar hún stóð í stéttabaráttunni, fremst í slagnum fyrir þá sem erfíð- ast áttu. Henni þótti vænt um fólk, ekki bara hópa heldur einnig ein- staklinga. Félagsstarf hennar og stjómmálaþátttaka markaðist af öll- um þessum þáttum. Eg kynntist Aðalheiði í þann mund er hún tók við sem formaður Sóknar og þótt aldursmunurinn væri mikill, tókst strax með okkur traust vin- átta. Ég var þá hagfræðingur Al- þýðusambandsins og samningahópi félagsins til ráðuneytis. Aðalheiður var kröfuhörð, eins og fleiri hundóá- nægð með þau kjör sem láglauna- fólki vora búin, tilbúin til átaka en raunsæ og tók ákvarðanir af yfirveg- un. Henni rann til rifja hvernig hið auðuga íslenska þjóðfélag misskipti gögnum sínum og gæðum. Hún brann af reiði gagnvart yfirgangi eignastéttarinnar og gagnvart því samstöðuleysi verkalýðsstéttarinnar sjálfrar sem kom í veg fyrir að hún megnaði að ryðja óréttlætinu úr vegi. Aðalheiður var mikil kvenréttinda- kona. Fyrir henni var kvenréttinda- baráttan hluti af almennri jafnréttis- baráttu. Hún gekk fram af þunga og krafti og miklum tilfinningahita fyrir sínum málstað. Þegar hún tók til máls var hlustað. Það komst eng- inn undan því að veita orðum hennar athygli og taka tillit til þeirra. Ein- föld, skýr framsetning og afdráttar- laus afstaða stillti jafnt samherjum sem andstæðingum þannig upp að þeir urðu að bregðast við. Innan verkalýðshreyfíngarinnar var hún sjálfsögð til forustu. Hún hafði misst trúna á stjórnmálaflokkana sem allir með tölu snérast eins og skoppara- kringlur, með kauphækkunum og réttindabótum í stjórnarandstöðu og hikandi og tregir þegar þeir fengu ráðin í ríkisstjórn. Þegar hún hljóp Albert til hjálpar í uppreisn hans gegn forustu sjálfstæðisflokksins var það því ekki það stílbrot sem mörgum fannst. Þó ég væri ekki sáttur við það, skildi ég, að hún mat það svo, að þar væri einmitt aðstaða til þess að ýta áhugamálunum fram. Á Al- þingi fannst mér hún hins vegar aldr- ei fínna sjálfa sig. Ég ætla ekki að gera hér tilraun til þess að rekja feril eða lífshlaup Aðalheiðar. Sú saga er skráð. Núna þegar hún er öll, minnist ég vinkonu minnar sem ég sótti svo margt til og lærði svo margt af. Ég minnist morgnana þegar ég renndi mér til hennar með vínarbrauð í poka, heimtaði kaffi og sat svo yfír henni með einhver vandamál sem vora mér óleysanleg. Ég minnist gleðistund- anna þegar allt gekk í haginn og ég minnist erfiðu augnablikanna eins og þegar allt fór í bál á Kleppi og Kópavogshæli og henni fannst hún standa ein með óleysanlegan hnút. Ég. minnist heilsutæprar og oft þreyttrar konu sem upptendruð af eldmóði lagði allt sem hún átti í sam- fellt starf fyrir betri heim. Jafnréttis- hugsjón hennar og óbilandi trú á að baráttan muni skila árangri hlaut að draga okkur með. Ég þakka fyrir samfylgdina og þær minningar sem lifa. Öllum að- standendum sendi ég samúðarkveðj- ur. Ásmundur Stefánsson, fyrrver- andi forseti ASI. Ég hringdi í Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur rétt fyrir síðustu áramót. Ástæðan var heimildavinna vegna sjónvarpsmyndar um berklaveiki á íslandi: hvíta dauðann. Síðan hitt- umst við í eldhúsinu hjá Aðalheiði á Hvoisvelli og hún byijaði á að spyija mig um frænda minn sem hún hafði einu sinni kynnst sem viðsemjanda í samningalotu. „Hann Guðmundur," saði hún, „er góður drengur." - „Það hlýtur að vera sitthvað gott í þér líka, fyrst þú ert skyldur honum.“ Svo brosti Aðalheiður — og hún brosti bæði með munnvikunum og augun- um, þó svo að það virtist eitthvað traflast við það, súrefnistækið, sem hún var bundin við. Síðar sagði hún mér ástæðuna fyrir því að hún minntist samskipt- anna við frænda minn, Guðmund, með svo mikilli hlýju. Samningalot- an, sem fór fram í húsakynnum hans, hafði þanist inn í nóttina og allir orðnir lúnir. Aðalheiður var sjálf orð- in mjög þreytt — og þá bauð viðsemj- andinn henni að leggja sig inni á skrifstofu hans í sófa nokkurn, sem þar stóð í einu hominu. — „Guð- mundur er drengskaparmaður," sagði Aðalheiður: „Viðsemjandinn, sem leyfði mér að leggjast í sófann sinn — en hvíldi sig þar ekki sjálfur þessa nótt.“ Drengskapur, það er einmitt orð, sem ég vil sjálfur nota núna, fyrst allra orða, þegar ég minnist Aðal- heiðar Bjarnfreðsdóttur. Við hitt- umst ekki oft, raunar afar sjaldan, og aðeins til að rifja upp þennan tíma, þegar Aðalheiður var með berkla. Hvemig var það fyrir unga móður að verða að yfírgefa börnin sín, geta ekki hitt þau vegna smithættu, búa við þá óvissu að sjá þau kannski aldr- ei aftur? Það er ein af þeim spuming- um, sem þýðir ekkert að reyna að svara. Berklar vora ólæknandi sjúkdóm- ur þegar Aðalheiður Bjamfreðsdóttir veiktist. Þá var ekki um annað að ræða en fara á Vífilsstaði og verða hluti af einangruðum, fjarlægum heimi, sem samt var ekki lengra en raun bar vitni frá höfuðstaðnum í kílómetram talið. Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, baráttukonan, þessi sterka manneskja, hún brotnaði nið- ur — í eitt af örfáum skiptum á ævinni — fyrsta daginn þegar hún kom í hvíta húsið í hrauninu, þegar hún sá vonleysið í augum sjúkling- anna í útileguskálanum með hrákad- allana við hlið sér, þegar hún skynj- aði nálægðina við dauðann. Á Vífilsstaði töldu menn sig komna til að deyja. En Aðalheiður gafst auðvitað ekki upp, hún sigrað- ist á sjúkdómi sínum — og hún þakk- aði það ekki aðeins sjálfri sér og baráttukrafti sínum; hún þakkaði það h'ka Helga Ingvarssyni lækni, sem útvegaði henni undralyfíð íson- íasíð undrafljótt, og raunar fyrr en flestir læknar stóru landanna hefðu gert, og Helgi Ingvarsson var eins og hún orðaði það drengskaparmað- ur. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir var drengskaparmaður. Hún var kona sem barðist fyrri umbjóðendur sína, ekki sem verktaki, heldur sem ein af þeim. Hún var kona, sem átti sér afl, þrótt, gangvirki í eigin þjáningu og skildi þess vegna bágindi ann- arra. Hún hélt sína mestu ræðu á Kvennafrídaginn 1975, varð fræg um allar byggðir Islands á auga- bragði, og undirritaður, átta ára smádrengur, komst ekki hjá því að heyra þá sögu, sem gekk um landið, að ræðan hefði verið flutt blaða- laust, þetta langa tal, og síðan þegar blaðamenn vildu fá hana og birta, þá hefði Aðalheiður bara flutt hana aftur fyrir þá. Ég spurði þá í barns- legri forandran: „Hvernig er hægt að muna svona langa ræðu?“ Ég veit það núna, hvernig Aðal- heiður fór að því að muna ræðuna; hennar starf, hennar barátta, það var hennar gangvirki, það var hún sjálf. Hún var baráttumaður af hug- sjón — og hugsjónaorðin vora hennar eiginlegu orð, ræðan sú, hún var bara Aðalheiður sjálf. Því miður getur ekki orðið af því að Aðalheiður Bjamfreðsdóttir komi fram í sjónvarpsmyndinni um berkl- ana, en hún verður þar samt, hún verður þar alls staðar, það er alveg ljóst. Síðast þegar við hittumst var hún mjög veik, hún átti erfítt um andardrátt. Hún taldi samt ekki eft- ir sér að fara með mér yfír handrit- ið, leiknu atriðin, endursköpun heims, sem hún þekkti af eigin raun, og hún sagði: „Þetta hefur tekist.“ Ég trúi því að „þetta“ hafí tekist af því að Aðalheiður sagði mér það. Því orð hennar höfðu vægi, jafnvel þótt hún ætti erfítt með að segja þau út af súrefnistækinu, sem hún var með. Aðalheiður Bjamfreðsdóttir var það sem hún hafði reynt, það sem hún hafði þolað og orð hennar vora það líka. Mér er ofarlega í huga síðasta minningin frá nýliðnum marsdegi; liðsinnið, lipurlegheit þeirra hjón- anna, Aðalheiðar og Guðsteins, við þennan mann sem réðst inn á þau með erfiðum spumingum og þau þekktu nánast ekki neitt og hafði þar að auki lent í vandræðum með bílinn sinn nálægt Hvolsvelli. Um þá hjálp er aðeins til eitt orð og það er drengskapur. Guðsteini og öðram ættingjum Aðalheiðar Bjamfreðsdóttur votta ég dýpstu samúð mína. Einar Heimisson. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fyrr- verandi alþingismaður er horfin yfír móðuna miklu. Ekkert þýðir að reyna að setja sig í spor þeirrar baráttu sem svo stór fjölskylda sem hennar hefur háð fyr- ir tilvera sinni á fyrri hluta aldarinn- ar. Dugnaður og samstaða og gefast aldrei upp voru aðalsmerki aldamóta- kynslóðarinnar og einhver ný úrræði féllu til með hverju bami sem bætt- ist í hópinn. Aðalheiður var sterkt mótuð af því uþpeldi sem hún hlaut á góðu heimili í samhentum systkina- hópi. Snemma runnu henni til riíja kjör alþýðunnar og fátæktin sem setti mark sitt á mörg heimili. Hún var tilbúin að fara fyrir liði verka- fólks og ekki síst kvenna enda for- maður Snótar í Vestmannaeyjum og Sóknar í Reykjavík um skeið. Hér verða ekki rakin hin miklu störf Aðaðheiðar í verkalýðshreyf- ingunni heldur minnst með þakklæti samvera á Alþingi og í Búnað- arbanka íslands. Okkur skaut báðum inn á Alþingi í sömu kosningum, hún gekk til liðs við nýja hreyfingu sem myndaðist í kringum Albert Guð- mundsson og ekki er vafi að sú ákvörðun hennar að bjóða sig fram styrkti mjög Borgaraflokkinn. Enda var þetta nýja afl í íslenskum stjórn- málum sigurvegari kosninganna. Tvennt hefur Aðalheiði gengið til, annars vegar rann henni til rifja meðferðin á Alberti Guðmundssyni af hálfu Sjálfstæðisflokksins sem bæði var heiðarlegur gagnvart ís- lenskri verkalýðshreyfingu og lagði dag við nótt til að greiða götu þeirra MINNINGAR AÐALHEIÐUR BJARNFREÐSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.