Morgunblaðið - 06.05.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 39
Ratleikur
á vímu-
varnar-
daginn
LIONSHREYFINGIN á íslandi
hefur ákveðið að fyrsti laugar-
dagurinn í maímánuði ár hvert
skuli tileinkaður vímuvörnum.
í tilefni af vímuvarnardeginum,
7. maí nk., gengst Lionessu-
klúbbur Njarðvíkur fyrir rat-
leik.
Strætó fer frá Grunnskóla
Njarðvíkur kl. 10.45 en leikur-
inn hefst við Safnaðarheimilið
í Innri-Njarðvík kl. 11. Strætó
mun svo fara frá Innri-Njarðvík
að Grunnskólanum að leik lokn-
um kl. 12.
Lionessur vonast til að
Njarðvíkingar ijölmenni og taki
þátt í skemmtilegum leik í fal-
legu umhverfi. Þess má geta
að ratleikurinn er framlag Lio-
nessuklúbbsins til dagskrár, á
ári fjölskyldunnar í Njarðvík.
Einnig munu félagar úr
Skátafélaginu Víkveija selja
túlipana í tilefni af vímuvarnar-
deginum.
Nýr formað-
ur Fjölnis
AÐALFUNDUR Fjölnis FUS
Rangárvallasýslu var haldinn í
félagsmiðstöðinni á Hellu 13.
apríl sl.
Sveinn Óskar Sigurðsson
baðst lausnar sem formaður og
bar upp tillögu þess efnis að
Davíð Guðjónsson frá Heliu
yrði næsti formaður og var
hann kjörinn.
Meðstjórnendur voru kjörnir
Magnús Örn Gylfason, Ölafur
Freyr Sigurðsson, Einar Ingi
Magnússon, Hulda Karlsdóttir,
Daníel Reynisson og Sverrir
Guðfinnsson.
Landsþing
ITC hefst í
dag
SUZANNE Shiflet, alþjóðafor-
seti ITC, og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, alþingismaður,
verða heiðursgestir á níunda
landsþingi Landssamtaka ITC
á íslandi, en þingið hefst í dag
og því lýkur á sunnudaginn.
Stef landsþingsins er „Enginn
keðja er sterkari en veikasti
hlekkur hennar."
Á lands-
þinginu verð-
ur fjallað um
ýmis mál.
Haldin verður
sérstök ræðu-
keppni, flutt
erindi um
samskipti og
samspil í
starfsum- „ e.._ .
i Suzanne Sniflet
hverfl, felag- alþjóðaforseti ITC
vitund og
ábyrga forystu, myndvarpa og
fleiri hjálpargögn og um radd-
beitingu. Þá mun Suzanne
Shiflet flytja erindi um forystu.
Landsþingið er öllum opið,
en það fer fram á Hótel Sögu
í Reykjavík.
ITC eru frjáls og óháð fé-
lagasamtök. í því eru aðilar
sem öðlast þekkingu til að fást
við ýmiss konar viðfangsefni
sem þeir voru kannski ekki í
stakk búnir áður en þeir gengu
í ITC. Félagsskapurinn er op
inn konum og körlum á öllum
aldri.
FRÉTTIR
Á myndinni eru f.v. í efri röð: Gústav Sigurðsson, Águst Sverrir
Egilsson, Þorsteinn Gunnarsson og Jón Hallsson, sem tók við
styrknum fyrir hönd ímu Þallar Jónsdóttur. I neðri röð f.v. Ingi-
björg Rósa Björnsdóttir, Vala Ágústsdóttir, sem tók við styrknum
fyrir hönd Þorleifs Ágústssonar, og Kristín Friðgeirsdóttir.
Námustyrkir úr
Námu Landsbankans
SJÖ námsmenn fengu styrk úr
Námunni, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands, 29. apríl sl.
Allir námsmenn sem eru félagar
í Námunni eiga rétt á að sækja
um þessa styrki. Tæplega 400
umsóknir bárust að þessu sinni
en félagar í Námunni eru tæp-
lega tíu þúsund.
Þeir sem hlutu Námustyrkinn
eru: Ágúst Sverrir Egilsson, í
doktorsnámi í stærðfræði við
U.C. Berkeley í Kaliforníu, Þor-
leifur Ágústsson, í doktornámi
í dýralífeðlisfræði við Gauta-
borgarháskóla, Kristín Frið-
geirsdóttir, nemandi á 3. ári í
vélaverkfræði við Háskóla fs-
lands, Þorsteinn Gunnarsson,
nemandi á fimmta ári í læknis-
fræði við Háskóla íslands,
Gústav Sigurðsson, nemandi á
tónlistar- og náttúrufræðibraut
við Menntaskólann við Hamra-
hlíð og á 8. stigi í klarínettuleik
við Tónlistarskólann í Reykja-
vík, Ingibjörg Rósa Björnsdótt-
ir, nemandi á fjórðu önn í félags-
fræðibraut við Fjölbrautaskóla
Suðurlands á Selfossi og íma
Þöll Jónsdóttir, fiðlunemandi
hjá herra og frú Vamos í Oberl-
in Ohio í Bandaríkjunum.
í dómnefndinni sem sá um val
á styrkþegum voru: Dr. Gylfi
Þ. Gíslason, fyrrverandi ráð-
herra, Haraldur Hallgrímsson,
formaður skólafélags Mennta-
skólans við Hamrahlíð, Sverrir
Hermannsson, bankastjóri,
Kjartan Gunnarsson, formaður
bankaráðs, og Kristín Rafnar,
útibússljóri Vesturbæjarútibús
Landsbanka íslands.
Hjónin Signý og Loftur fyrir framan bústaðinn sem þau hlutu
í vinning hjá Happdrætti DAS.
Vinningnr afhentur
DREGIÐ var í Happdrætti DAS 9.
apríl sl. í vorpottinum. Aðalvinning-
urinn, sumarbústaður í Hraunborg-
um í Grímsnesi, kom á miða nr.
14230 í laufi. Eigandi miðans er
Signý Ágústa Gunnarsdóttir, Jöldu-
gróf 7, Reykjavík. Var bústaðurinn
afhentur fyrir skömmu.
Signý og Loftur Jens Magnússon
hjá Strætisvögnum Reykjavík, eig-
inmaður hennar, sögðust ætla að
eiga bústaðinn og njóta hans með
börnum og barnabörnum en þau
eiga 7 uppkomin börn. Loftur hefur
dyttað að ferðabíl sem hann hefur
átt í mörg ár'og ferðast mikið um
landið en nú gæti hann hætt því
og farið að njóta lífsins í bústaðnum.
Hátíð harmonikunnar
HÁTÍÐ harmonikunnnar verður
haldin á Hótel íslandi í kvöld,
föstudagskvöld 6. maí. Dagskrá
hefst kl. 20.15 og lýkur kl. 3.
Dagskrá hátíðarinnar er viðameiri
en dæmi eru um hérlendis. Tónleik-
ar verða frá kl. 20.15 til u.þ.b. 23.
Að loknu stuttu hléi hefst síðan
harmonikuballið og stendur til kl.
3.
Börn hefja tónleikana kl. 20.15.
Kl. 21 tekur við stórsveit Harmon-
ikufélags Reykjavíkur. Stjórnandi
er Karl Jónatansson. Einnig koma
fram hljómsveitir frá harmonikufé-
laginu Léttum tónum undir stjórn
Karls Adólfssonar og frá Harmon-
ikufélagi Rangæinga undir stjórn
Grétar Geirssonar. Þá koma fram
ýmsir harmonikuleikarar í einleik
og samleik.
Heiðursgestur kvöldsins er að
þessu sinni danski harmonikusnill-
ingurinn Filip Gade, en langafi
Filips var tónskáldið Jakob Gade
sem m.a. samdi hið heimsþekkta
verk, Tango-Jalousie. Að loknum
tónleikunum hefst harmoniku-
dansleikur.
Ríkisútvarpið er með beina út-
sendingu af fyrri hluta tónleikanna
og fyrri hluta dansleiksins.
Hafnar-
dagurí
Hafnar-
firði
HAFNARDAGUR verður í Hafn-
arfirði á morgun, laugardag.
Hafnardagurinn hefst við smá-
bátahöfnina með því að formaður
hafnarstjórnar, Eyjólfur Sæ-
mundsson, opnar Kænumarkað-
inn. Lúðrasveit Tónlistarskóla
Hafnaríjarðar leikur, hestar
verða teymdir undir börnum og
fiskabúr og botndýraker verða á
staðnum. Efnt verður til torfæru-
keppni á hjólum. Til sýnis verður
stangveiðibátur sem gerður verð-
ur út frá Hafnarfirði í sumar og
siglingaklúbburinn Þytur mun
bjóða fólki í siglingu. Félagar í
björgunarsveitinni Fiskakletti
sýna köfun o.fl. Fjörunesið verð-
ur með skemmtisiglingar milli
kl. 11 og 16.
■ RANI Sebíistiiui kemur til
landsins helgina 6.-8. maí á veg-
um safnaðarins Orðs lífsins.
Rani Sebastian
er frá Malasíu
en býr sem
stendur í Sví-
þjóð og kennri
þar á biblíuskó-
lanum Livets
Ord Bibelcenter
í Uppsölum,
stærsta biblíu-
skóla Evrópu. Á
kvöldbiblíuskóla
Orðs lífsins 6. maí mun Rani
Sebastian kenna um náðargjafir
Heilags anda, hveijar þær eru
og hvernig þær virka í lífi okk-
ar. Kennslan hefst kl. 20, vægt
námskeiðsgjald og veitingar inni-
faldar. Ollum er heimil þátttaka.
Almennar samkomur með Rani
Sebastian verða laugardaginn 7.
maí kl. 20.30 og sunnudaginn
8. maí kl. 11 og 20.30. Allir eru
velkomnir. Allar samverur fara
fram í húsakynnum Orðs lífsins
á Grensásvegi 8 í Reykjavík.
■ FARIÐ verður í vorferð fjöl-
skyldunnar laugardaginn 7. maí
en hún er skipulögð af mæðra-
og feðramorgnum í Laugar-
neskirkju. Brottför verður frá
Laugarneskirkju kl. 10 árdegis.
Að þessu sinni er ferðinni heitið
í Vatnaskóg en þar verður farið
í leiki og höfð samvera.
■ STJÓRN Landsamtaka
hjartasjúklinga hefur ákveðið
að efna til merkjasölu dagana
6. og 7. maí og valdi kjörorð-
ið: Vinnum saman, verndum
hjartað. Á myndinni sést for-
maður LHS, Sigurður Helga-
son, afhenda Guðmundi Árna
Stefánssyni, heilbrigðisráð-
herra, fyrsta merkið. Merkið sem
selt verður er rauða hjartað á
pijóni til að stinga í barminn eins
og verið hefur áður og kostar
merkið 300 kr.
■ OPIÐ hús verður í leikskól-
um og skóladagheimilum í Graf-
arvogi laugardaginn 7. maí frá
kl. 10.30 til 12.30. Með opnu
húsi gefst tækifæri til að koma
í Grafarvoginn og kynna sér
starfsemi leikskólanna. Börn á
leikskólaaldri, foreldrar, systkini,
ömmur og afar eru öll velkomin.
■ í VÖRSLU lögreglunnar er
margt óskilamuna svo sem reið-
hjól, barnakerrur, fatnaður,
lyklaveski, lyklakippur, seðla-
veski, handtöskur, úr, gleraugu
o.m.fl. Þeim sem slíkum munum
hafa glatað er bent á að hafa
samband við skrifstofu óskila-
muna Borgartúni 33 (inngang-
ur sjávarmegin) frá kl. 10-12
og kl. 14-16 alla virka daga.
Oskilamunir sem hafa verið í
vörslu lögreglunnar í ár eða leng-
ur verða seldir á uppboði í upp-
boðssal Vöku á Eldshöfða 4-6
laugardaginn 7. maí. Uppboðið
hefst kl. 13.30.
■ SVEINSPRÓF í framreiðslu
og matreiðslu voru haldin 4., 5.
og 6. maí í Hótel- og veitinga-
skóla íslands á Suðurlandsbraut
2. Framreiðslunemar sýna veislu-
borð af ýmsu tilefni og mat-
reiðslunemar sýna rétti úr ýms-
um hráefnistegundum, listræna
og fagurskreytta. Sýningin á
sveinsprófsverkefnum er opin al-
menningi í dag frá kl. 14 til kl.
15.
SUMARÁÆTLUN M/S HERJÓLFS
Gildir frá 6. maí til 4. sept. 1994.
Frá Frá
Vestmannaeyjum Þorlákshöfn
Alla daga 08.15 12.00
Föstudaga og sunnudaga 15.30 19.00
Auk þess á fimmtudögum í júní og júlí 15.30 19.30
Ferðir skipsins falla niður 22. maí (hvítasunnudag)
og 5. júní (sjómannadag).
Annan í hvítasunnu verða tvær ferðir eins og
á sunnudögum.
Þá getur áætlunin breyst dagana 29. júlí til 1. ág-
úst vegna Þjóðhátfðar Vestmannaeyja.
Heriólfur h(.
Sími 98-12800, myndsendir 98-12991
Vestmannaeyjum.