Morgunblaðið - 06.05.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 41
BREF TIL BLAÐSIIMS
Kirkjan á ári fjölskyldunnar
Brýnasta verkefnið að
leggja grunn að heil-
steyptri fjölskyldustefnu
Frá hr. Ólafi Skúlasyni:
FIMMTA sunnudag eftir páska
kallar kirkjan söfnuð saman til að
fela guði ákveðið málefni, sem sér-
staklega er helgað í fyrirbæninni.
Þegar bænarefni liðinna ára eru
skoðuð, kemur fram lýsing á ís-
lenskri þjóð, vanda hennar á hverj-
um tíma, vonum sem vonbrigðum.
Og ekki hefur verið látið svo, sem
eyjan okkar skýli fyrir áhrifum frá
veröld allri eða að nálægð við aðr-
ar þjóðir skipti engu. í bænarefn-
um sést umhyggja fyrir hag ann-
arra, hvort heldur stríð hrjáir eða
hungur sverfur að.
Það kemur engum á óvart, þótt
ég hafi kosið að biðja söfnuði að
sameinast á bænadegi um málefni
fjölskyldunnar. Hvert ár í kirkjunni
er vitanlega ár fjölskyldunnar og
aldrei erum við jafn sterkt minnt
á það eins og við fermingar vors-
ins. Þá gengur ekki aðeins ferm-
ingarbarnið fram fyrir söfnuð og
krýpur við altari, heldur íjölskyld-
an öll, þá allt er sem hestl vonum
við og væntum.
En þetta ár er sérstaklega til-
greint sem ár fjölskyldunnar að
beiðni Sameinuðu þjóðanna. Við
fögnum því víðtækum stuðningi
annarra aðila við þetta höfuðverk-
efni kirkjunnar og helgum bæna-
daginn umfjöllun um fjölskylduna
og fyrirbæn fyrir heill hennar og
samstöðu.
Á síðasta kirkjuþingi var ein-
róma samþykkt ályktun, þar sem
lögð er áhersla á sérstöðu kirkj-
unnar í þessu máli, þrátt fyrir sjálf-
sagða samvinnu við aðila, með því
að kalla þetta ár ár fjölskyldunn-
ar í kirkjunni. Og ennfremur seg-
ir þar m.a.: „Markmið árs fjöl-
skyldunnar í kirkjunni er að styrkja
stöðu fjölskyldunnar sem grun-
neiningar í mannlegu samfélagi.
Kirkjan tekur heils hugar undir
þau sjónarmið, að eitt brýnata
verkefnið til að ná því markmiði
sé að leggja grunn að heilsteyptri
fjölskyldustefnu. Slík stefna, sé
hún meira en orðin tóm, boðar
róttækt endurmat á verðmæta-
mati, nánast hvar sem borið er
niður í hina samfélagslegu skipan,
í uppeldis- og skólamálum, at-
vinnumálum, efnahagsmálum,
húsnæðismálum, heilbrigðis- og
félagsmálum, svo að nokkuð sé
nefnt. Hér er með öðrum orðum
vikið að þeim ytri búnáði, sem
hvað mestu ræður um hagsæld
fjölskyldunnar í bráð og lengd.
„En þótt hagsæld vegi þungt
þá ræðst farsæld fjölskyldunnar
af fleiri þáttum, sem vafalaust
valda enn meiru en lífslánið. Þá
beinast sjónir að hinni innri gerð
fjölskyldulífsins, hvernig þau sem
fjölskyldan mynda, á öllum æviske-
iðum, eru undir það búin að sálar
og siðferðisstyrk og atgervi öllu
að ganga saman lífsgönguna, er
hefst með fæðingu og lýkur með
dauða.“
„Sé farsæld íjölskyldunnar
skoðuð í þessu heildarsamhengi
ytri búnaðar og innri gerðar, þá
kemur í ljós, að þann styrk sem
fjölskyldan þarfnast til að „lifa af“
jafnt í meðlæti sem mótlæti, sækir
hún til þess innri styrks í andlegum
skilningi, sem hún hefur sér til
stuðnings. Samræmd, heilsteypt
ijölskyldustefna er reist í senn á
ytri og innri búnaði fjölskyldunnar
og gagnkvæmri viðurkenningu á
mikilvægi hvors tveggja fyrir
heilladrjúgt fjölskyldulif."
Markmiðið með ári fjölskyldunn-
ar í kirkjunni er mótun fjölskyldu-
stefnu á grunni kristinnar trúar
og lífsskoðunar.
Ég bið því presta og söfnuði að
sameinast á bænadegi í fyrirbæn
fyrir fjölskyldum öllum, samstöðu
þeirá og styrkingu í trú. En einnig
hvet ég til þess, að nú þegar sé
farið að huga að því við undirbún-
ing vetrarstarfsins að taka þessi
mál sérstaklega fyrir. Mæli.ég með
efni því, sem er að finna í Gjörðum
kirkjuþings 1993 og því öðru, sem
nefnd sú, sem kirkjuráð skipaði í
samræmi við samþykktir kirkju-
þings til að vinna að mótun fjöl-
skyldustefnu kirkjunnar, mun
senda frá sér.
Færi bænadagurinn 8. maí nk.
fjölskyldur fram fyrir Guð og fylgi
blessun hans íslenskri þjóð í far-
sælu fjölskyldulífi, sem byggist á
trú í kærleika og tillitssemi.
ÓLAFUR SKÚLASON,
biskup.
Stórfrétt
fyrir
foreldra
Frá Brynjólfi Lárentínusarsyni:
EIN AF stórfréttum síðari hluta
aprílmánaðar lét ekki mikið yfir
sér og sumir ijölmiðlar sáu ekki
einu sinni ástæðu til að fjalla um
hana. En ég veit að foreldrar barna
og unglinga fögnuðu því sem þar
kom fram.
SÁÁ og Reykjavíkurborg til-
kynntu um samstarf um aðgerðir
til að stemma stigu við áfengis-
neyslu unglinga. Það kom fram
hjá þeim Þórarni Tyrfingssyni,
formanni SÁÁ, og Árna Sigfús-
syni, borgarstjóra, að markmiðin
eru skýr. Það á að leita leiða til
að koma alfarið í veg fyrir áfengis-
neyslu unglinga.
Þarna taka höndum saman tveir
aðilar sem ég bind miklar vonir
við að hafi árangur sem erfiði.
SAÁ hefur fagþekkingu í þessum
efnum og Reykjavíkurborg hefur
sinnt margvíslegu forvamastarfi,
ekki síst með því að leggja mikla
áherslu á uppbyggingu íþrótta-
starfs fyrir böm og unglinga.
Þúsundir foreldra um allt land
hafa miklar áhyggjur af því hvern-
ig áfengis- og fíkniefnaneysla nær
sífellt til yngri aldurshópa. Allt
umhverfið otar vímugjöfunum að
unglingunum og þá skortir þekk-
ingu og þroska til að sporna á
móti.
Á okkur sem eldri erum hvílir
sú ábyrgð að veita börnunum
FLESTAR alvarlegar líkamsárásir eru gerðar af unglingum
einhvers konar vímuástandi.
fræðslu og aðhald til að standast
áfengi og fíkniefni og að stöðva
framboð slíkra efna til unglinga.
Nánast daglega eltast ijölmiðlar
við æsifréttir sem tengjast mis-
notkun unglinga á vímuefnum.
Nýlega kom fram að flestar alvar-
legar líkamsárásir eru gerðar af
unglingum í einhvers konar vímu-
ástandi. Ég ætla að vona að fjölm-
iðlarnir sýni_ hinu gagnmerka
frumkvæði SÁÁ og Reykjavíkur-
borgar ekki minni áhuga.
BRYNJÓLFUR
LÁRENTÍNUSSON,
fomaður unglingaráðs Vals.
Laugavegi45 - simi 21255
I kvöld:
Skráning í hina árlegu
Presleykeppni
í karaoke. Upphitun
og undanrásir.
Laugardagskvöld:
Úrslit í hinni árlegu
Presleykeppni
Tveggja vina og
Presleyklúbbsins.
Gömlu dansarnir
föstudagskvöld fró kl. 21.00.
Hljómsveit Þorvaldar Björnssonar
og Kolbrún.
Drcmgey,
Stakkahlíð 17, sími 685540.
VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090
Gömlu og nýju dansarnir
íkvöld frá kl. 22-3
Hljómsveitin Túnis leikur
Hljómsveitin Gleðigjafamir
ásamt Andra Bachmann og
Ellý Vilhjálms skemmta í kvöld
Sími 686220
... , ..,.,Ö'
Hátíðartónleikar og stórdansleikur
íkvöldkl 20.15 til 03.00
Dagskrá:
Kl. 20.15 Barnatónleikar. Kynnir: Aldís Arinbjarnardóttir.
Kl. 21.00 Tónleikar. Stórsveit Harmónfkufélag Reykjavíkur
undir stjórn Karls Jónatanssonar, hljómsveit frá
Harmonikufélaginu Léttir tónar undir stjórn Karls
Adolfssonar og hljómsveit Harmonikufélags
Rangæinga undir stjórn Grétars Geirssonar.
Einleikarar: FILIP GADE frá Danmörku, Jóna Einars-
dóttir, Sveinn Rúnar Bjömsson, Garðar Olgeirs-
son, Grétar Geirsson og Ólafur Þ. Kristjánsson
Kynnir: Örn Arason.
Kl. 23.30 Dansleikur. Hijómsveitin Neistar ásamt Hjördísi
Geirs, hljómsveit Jónu Einarsdóttur, léttsveit
Ulrich Falkners, léttsveit Björns Ólafs Hallgrfms-
sonar og léttsveit H.R. ásamt einleikurum
kvöldsins á léttum nótum.
Forsölumiðar hjá félögum i H.R.
kr. 1.000 lýkurkl. 17.30.
Verð við inngang kr. 1.200
Húsið opnao kl. 20.00.
Adgangur fyrir börn yngri en 12
ára ókeypis á bamatónieika.
Eitt blab fyrir alla!
- kjarni málsins!