Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 1

Morgunblaðið - 12.06.1994, Side 1
80 SÍÐUR B/C/D 131. TBL. 82.ARG. SUNNUDAGUR 12. JUNI1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gífurlegur fjárlagahalli veldur sljórn Carls Bildts vanda Boðar aukinn niðurskurð velferðarkerfis í Svíþjóð Stokkhólmi. Reuter. ANNE Wibble fjármálaráðherra hefur lagt til að bætur úr almannatryggingakerfinu verði lækkaðar og sögðu sænskir hagfræð- ingar í gær að endalok velferðarkerfisins, sem byggt hefur verið upp á síðustu tveim- ur áratugum, væru staðreynd, það væri einfaldlega ekki hægt að fjármagna það. í tillögum Wibble sem hún kynnti í þing- inu á föstudag er gert ráð fyrir því að dreg- ið verði saman á öllum sviðum velferð- arkerfisins til þess að draga úr halla á ríkis- sjóði. Ætlun minnihlutastjórnar Carls Bildts forsætisráðherra er að draga ríkisút- gjöld saman um sem nemur 100 milljörðum sænskra króna á ári. Meðal annars verði ellilífeyrir, sjúkrabætur og atvinnuleysis- bætur lækkaðar. Ellilífeyrir, sjúkra- bætur og atvinnu- leysisbætur lækkaðar Á því fjárlagaári sem lýkur 30. júní næstkomandi er talið að halli á fjárlögum ríkisins verði 198 milljarðar sænskra króna. Hefur það leitt til vaxtahækkana að und- anförnu. Anne Wibble sagði að tækist ekki að snúa þróun ríkisútgjalda við og draga úr ríkisskuldum myndu vaxtahækkanir veita velferðarkerfinu náðarhöggið. „Að óbreyttu verða skuldir það eina sem börn okkar og barnabörn fá í arf,“ sagði hún. Jafnaðarmannaflokkurinn sænski, sem er í stjórnarandstöðu, hefur sagt nauðsyn- legt að draga úr ríkisútgjöldum án þess að leggja fram tillögur þar að lútandi. Göran Persson, talsmaður flokksins í ríkis- fjármálum, gagnrýndi hins vegar áform Wibble um niðurskurð velferðakerfisins harkalega. Samkvæmt skoðanakönnunum bendir flest til að Jafnaðarmannaflokkurinn komist til valda eftir þingkosningar, sem fram fara 18. september. Uggur er í sér- fræðingum á sænskum fjármálamarkaði vegna hugsanlegrar valdatöku jafnað- armanna. Loforð um að draga úr atvinnu- leysi væri einungis hægt að efna með fjár- málastefnu sem hefði í för með sér út- þenslu og þar með vaxtahækkanir. Sænsk- ir hagfræðingar sögðu á föstudag að ný stjórn kæmist ekki hjá því að draga seglin saman í ríkisbúskapnum fyrr en seinna. FERÐAMÖNNUM stendur nú til boða að sigla niður Jökulsá vestri í Vesturdal í Skagafirði á vegum skagfirskra bænda í ferðaþjónustu. Leiðin liggur um 8 kíló- Gljúfrasigling metra löng gljúfur frá Goðdalabrúnni og niður í Héraðsvötn að Villinganesi. Á leið- Morgunblaðið/RAX inni er áð á kletti þar sem 90° heitt vatn sprettur upp úr jörðinni. Þar blönd- uðu stúlkumar á myndinni sér funheitt kakó og meðlætið var kex. Flug-freyjur KLM þungar HOLLENSKA flugfélagið KLM líður flugfreyjuskort um þessar mundir og á í erfiðleikum með að fullmanna þotur sínar. Ástæðan er sú að óvenju hátt hlutfall af flugfreyjum KLM, eða 275 talsins, eru þungaðar. Af þessum sökum hefur félagið orðið að auglýsa eftir nýjum freyjum. Rannsaka and- lát Presleys NÝ RANNSÓKN er hafin á hvernig andlát Elvis Presleys, konungs rokks- ins, bar að garði. Efast er um að úr- skurður réttarlæknis á sínum tíma um að hann hafi fengið hjartaáfall sé réttur. Framburður vitna þykir benda til að áralöng ofneysla hans á margs konar fíkniefnum hafi dregið hann til dauða. Fjöldamorð framið í Falun SÆNSKUR 24 ára gamall hermaður gekk berserksgang í skógarveislu í útjaðri borgarinnar Falun í fyrrinótt. Skaut hann án afláts með sjálfvirkum AK5 herriffli á veislugesti í dágóða stund en hljóp síðan á brott. Myrti hann sjö manns, aðallega stúlkur, og særði fjölda manns, einn þeirra lífs- hættulega. Lögreglan elti fjöldamorð- ingjann uppi og handsamaði hann klukkustund síðar. Ástæður ódæðis- verksins voru ókunnar í gær. Mafíósi gefur sig aftur fram MARIO Santo Di Matteo, uppljóstrari úr röðum ítölsku mafíunnar, gaf sig fram í fyrrinótt í bænum Terni á miðri Ítalíu en hann hvarf í Róm á fimmtudag. Ottast er að mafian sé að hefja blóðuga sókn í stríði sínu við yfirvöld og var talið að hvarfið tengd- ist þeim áformum. Di Matteo var handtekinn í júní í fyrra og liefur játað þátttöku í morðinu á dómaran- um Giovanni Falcone á Sikiley 1992. Vitnisburður hans er talinn mikilvæg- ur í máli á hendur 18 mafíósum, þar á meðal leiðtoga mafíunnar Salvatore ’Toto’ Riina. íslenskir læknar í Bosníu 18 10 Tíurnar sem verða í sviðsljósinu ó HM í Bandaríkjunum 46 Stoltur of Framsóknar- áratugnum Komum með börnin á Þingvöll 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.