Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, sonur, faðir, bróðir, tengdasonur og mágur, RONALD MICHAEL KRISTJÁNSSON, iést í Borgarspítalanum 9. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Auðbjörg Stella Eldar, Bella Sigurjónsson, Ellen Mjöll Ronaldsdóttir, Jóhanna Bella Ronaldsdóttir, Edda Rós Ronaldsdóttir, Sigurjón Helgi Kristjánsson, Jóhanna Ottósdóttir Bacher, Ottó Karl Eldar. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA KR. GUÐMUNDSDÓTTIR, Rauðalæk 35, Reykjavík, varð bráðkvödd að kvöldi 9. júní sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Hlíf Valdimarsdóttir, Guðmundur Valdimarsson, Valdimar Valdimarsson, Guðbjörg Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRYGGVI ÞORVALDSSON, Háaleitisbraut 105, frá Skúmsstöðum, Vestur-Landeyjum, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 8. júní. Jóhanna Rakel Jónasdóttir, Helga Stolzenwald, Ingólfur Helgi Tryggvason, Sigríður Birna Gunnarsdóttir, Jónas Tryggvason, Arna Garðarsdóttir, HávarðurTryggvason, Þórunn María Jónsdóttir, Dóra Tryggvadóttir, Karsten Lank Jensen, Ólöf Tryggvadóttir, Jón Garðar Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, RAGNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Ytri-Ey, Blönduhlíð 3, Reykjavík, andaðist á Borgarspítalanum 10. júní. Sigriður Þorvaldsdóttir, Bryndís Mc Rainy, Hrefna Ásmundsdóttir, Sofffa Þorgrímsdóttir, Guðbjörg Bjarman, Elenóra Sveinsdóttir. Friðrik Eiríksson, Gissur Þorvaldsson, Þráinn Þorvaldsson, Þór Þorvaldsson, Ásgeir Þorvaldsson, t Séra INGÓLFUR ÁSTMARSSON verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 14. júní kl. 14.00. Jarðsett verður frá Mosfellskirkju, Grímsnesi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjálparstofnun kirkjunnar. Rósa B. Blöndals, og aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NARFI WIUM málarameistari, Háaleitisbraut 69, Reykjavík, sem andaðist 29. maí sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudag- inn 13. júní kl. 13.30. Svanhvít Aðalsteinsdóttir, ÞórdísWium, Úlfar Þór Indriðason, Snorri Wium, Unnur María Þórarinsdóttir, HeimirWium, Asa Elmgren, Sólveig Wíum, Guðmundur Kr. Pétursson og barnabörn. BJARNIS. KRISTÓFERSSON + Bjarni Símonar- son Kristófers- son, var fjórða barn Kristófers Kristó- ferssonar og Ingi- bjargar Halldóru Gestsdóttur i Fremri-Hvestu í Arnarfirði, og þar var hann fæddur 30. september 1927. Eldri systkini hans voru Hákon Jóhann- es fæddur 1919, Kristrún fædd 1920 og Guðbjartur fæddur 1922. Guð- bjartur andaðist rétt tæplega 16 ára gamall 1938, en Hákon og Kristrún komust til aldurs en eru nú látin. Eftir fráfall Bjarna lifir nú úr systkinahópn- um aðeins Guðbjartur mennta- skólakennari í Reykjavík fædd- ur 1941. Kristófer faðir Bjarna var sonur Kristófers Sturluson- ar og Margrétar Hákonardóttur á Brekkuvelli á Barðaströnd og var sá tíundi í röð 17 systkina. Brekkuvallarsystkinin urðu flest háöldruð og er mikil ætt- kvísl frá þeim komin eins og lesa má um í bók Trausta Ólafs- sonar, Kollsvíkurættin. Kona Kristófers Kristóferssonar, Ingibjörg, var einnig af Barða- ströndinni, en mun hafa átt ætt- ir að rekja í Múlasveit og út í Breiðafjarðareyjar. Eftirlifandi eiginkona Bjarna er Ragnhildur Finnbogadóttir. Þau bjuggu lengst í Fremri-Hvestu. Börn þeirra eru 15. Utför Bjarna fer fram frá Bíldudalskirkju á morgun. BJARNI, tengdafaðir minn, var heit- inn eftir séra Bjarna Símonarsyni á Brjánslæk sem þar var mjög vin- sæll prestur í byijun aldarinnar og er þetta ekki eina dæmið að vestan frá þeirri tíð um að börn væru látin heita í höfuðið á vinsælum sálusorg- urum. Bjarni ólst upp í Fremri-Hvestu við algeng störf til sjós’og lands. Ungur að aldri batt hann tryggð við eina af heimasætunum á Hóli í Bakkadal, bæ nokkru utar með firð- inum, Ragnhildi Finnbogadóttur. Fyrsta barn þeirra, Sigríður, fæddist sumarið 1945 og það næsta, Finn- bogi, ári síðar. Alls áttu þau Bjarni og Ragnhildur 15 börn og eru þau öll á lífi. Barnabörnin eru orðin 56 og barnabarnabörnin 7, það yngsta fætt sama dag og Bjarni var kistu- lagður. Börn þeirra Bjarna og Ragn- hildar eru: 1. Sigríður baðvörður í Hafnarfirði, 2. Finnbogi matsfulltrúi í Garðabæ, 3. Guðbjartur Ingi bóndi í Feigsdal í Arnarfirði, 4. Margrét starfsstúlka í Hafnarfirði, 5. Guð- björg verslunarmaður í Hafnarfirði, 6. Kristófer verkamaður í Hafnar- firði, 7. Marinó sjómaður á Tálkna- firði, 8. Jón bóndi í Grænuhlíð í Arnarfirði, 10. Elín dagmóðir í Hafn- arfirði, 11. Gestný starfsstúlka í Hafnarfirði, 12. Katrín húsmóðir í Hafnarfirði, 13. Gestur verkamaður í Sandgerði, 14. Dagur verkamaður á Seyðisfirði og 15. Ragnar Gísli bílamálari í Hafnarfirði, 20 ára ald- ursmunur er á elsta og yngsta bam- inu. Bjarni og Ragnhildur byijuðu bú- skap á Neðrabæ í Selárdal, en voru síðan nokkur ár á Bíldudal þar sem Bjarni fékkst aðallega við sjó- mennsku. 1952 fluttu þau að Fremri-Hvestu og hófu þar búskap, en þá var Kristófer faðir Bjama fluttur til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði sjó- mennsku. í Fremri- Hvestu bjó Bjami síðan til æviloka. í Hvestudal voru frá fornu fari tvær bújarð- ir: Neðri-Hvesta og Fremri-Hvesta, og samkvæmt fornu jarða- mati var verulegur munur á þessum jörð- um. Neðri-Hvesta var talin vera meira en helmingi verðmætari jörð en Fremri-Hvesta og eftir því land- meiri, enda var þar löngum tví- eða jafnvel þríbýlt meðan Fremri-Hvesta gerði sjaldnast meira en að fram- fleyta einu heimili. En þótt túnið í Fremri-Hvestu væri lítið og landar- eignin í heild ekki stór búnaðist þeim Bjarna og Ragnhildi þar nokkuð vel. Bjarni var einstakur forkur áð dugnaði, hann stækkaði túnið ár frá ári og hafði að lokum ræktað upp nánast allt ræktanlegt land Fremri- Hvestu, og auk þess aflaði hann heyja af öðrum jörðum sem þá voru fleiri og fleiri farnar að fara í eyði. Þannig óx búið samhliða vaxandi ómegð svo að hlutirnir gengu bæri- lega upp. Og þar kom að landareign- in stækkaði svo um munaði þegar Friðrik bóndi í Neðri-Hvestu brá búi og seldi Bjarna jörðina sem hann sameinaði sinni. Þá var Hvestudalur allur orðinn að einni jörð í fyrsta skipti síðan snemma á landnámsöld og um leið að einni stærstu bújörð á Vestfjörðum, (hvað sem það stoðar nú þegar markvisst er stefnt að því að leggja niður alla byggð í lands- fjórðungnum). Við sameiningu jarðanna þótti mörgum eðlilegt að forliðunum „fremri-“ og „neðri-“ yrði sleppt úr heiti bæjarins og hann einfaldlega kallaður Hvesta. En Bjarni var ekki þeirrar skoðunar. Hann hélt fast við það að jörðin bæri áfram heitið Fremri-Hvesta og þegar hann nokkrum árum síðar byggði nýtt og glæsilegt íbúðarhús valdi hann því ekki stað á gamla höfuðbólinu held- ur skammt frá gamla bæjarstæðinu í Fremri-Hvestu þar sem hátt bar og útsýn var mikil niður yfir dalinn. Þegar hlé var frá vinnu sat hann þar oft við glugga með kaffikönnu nálægt sér og fylgdist í sjónauka með lífríkinu umhverfís, mannaferð- um að sjálfsögðu en einnig og ekki síður með kindum, kúm og hrossum; fuglum og tófum og gróðri jarðar. Þegar ég kom í heimsókn í Fremri- Hvestu á síðari árum, sem var alltof sjaldan, fannst mér Bjarni oft minna mig á konunginn sem sat og horfði yfir ríki sitt, eins og talað er um í ævintýrunum. Ríkið sem Bjarni sat og horfði yfír hafði hann unnið sér með hörð- um höndum. Á fyrri búskaparárum sínum vann hann oft myrkranna á milli ogjafnvel sólarhringum saman ef því var að skipta. Hann þótti stundum vera kröfuharður við aðra, en kröfuharðastur var hann þá ávallt við sjálfan sig. Þessu fylgdi mikið álag og undir því álagi reis hann lengi, en að því kom að hann fór að þreytast. Hann varð slitinn maður fyrir aldur fram, sjúkdómar tóku að hijá hann, en samt bjóst enginn við því að ævi hans lyki jafnskjótt og t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, KARL H. KARLSSON verslunarmaður, Reynihvammi 9, lést á sjúkrahúsi 29. maí sl. Útför hefur farið fram. Dóra Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og systir. raun hefur nú á orðið. Með Bjarna S. Kristóferssyni er genginn maður sem er ógleymanleg- ur þeim sem af honum höfðu kynni. Hans verður sárt saknað af mörgum. Kristján Bersi Olafsson. Elsku Bjarni, megi algóður Guð varðveita þig og veita þér hvíld og frið, mildi og kærleika. Vertu sæll og farðu í friði. Guð blessi minningu þína. 0, dauði, fyrir skugga þínum skelfur vor skynjun líkt og svipult hrævarlogn. í döprum fjarska hrynja húmsins elfur. Við heyrum feijumannsins áratog. Þá skygpumst við í átt út á sundin, og ef til vill með trega skilst oss þá, hve heimþrá vor er veröld þeirri bundin, sem við eigum í nótt að deyja frá (Tómas Guðmundsson.) Eg veit að söknuður stórrar fjöl- skyldu er mikill. Guð gefi okkur öll- um styrk í okkar sorg. Bjarni er farinn, en minning hans lifír í hjört- um okkar. Elsku Ragna mamma, systkini og tengdafólk, Guð blessi ykkur öll. Nína og fjölskylda. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föður míns, Bjarna S. Kristóferssonar frá Fremri-Hvestu, Arnarfírði. Þegar ég sest niður og skrifa þessi orð þá eru orðin eitthvað svo lítils megnug. Þegar kallið kemur þá er svo ótrúlegt að trúa því að þetta sé rétt. Það verður eflaust ótrúlegt að koma í sveitina og sjá þetta sæti autt. Það er stórt skarð höggvið í fjölskylduhópinn. Þegar ég hugsa um sveitina, þá hugsa ég alltaf um þig, elsku pabbi, mömmu og sveitina sem eina heild. Ég er Guði þakklát hvað ég gat tjáð þér elsku pabbi síðustu árin, að mér þótti vænt um þig þó sérstaklega í síðustu heimsókninni til þín og mömmu vestur í Hvestu. Þú varst svo hijúfur á yfirborðinu en mér tókst oft að komast í gegn og gat talað um litla strákinn sem var innra með þér sem fékk ekki að vera fijáls. Hann var fjötraður af vinnuhörku því þú varst svo ósérhlífinn og dug- legur alla tíð. Það sýnir sig best á barnahópnum þínum stóra. Það hef- ur eflaust verið erfítt að ala upp 15 böm og koma þeim til manns. En nú ert þú genginn á vit feðranna. Ég horfí á eftir þér með söknuði og veit að þér líður vel þar sem þú ert. Elsku pabbi, megi Guð styrkja þig, leiða og blessa. Eg bið algóðan Guð að styrkja mömmu og hópinn þinn stóra í okkar djúpu sorg. Þetta er þungt áfall en vissan um að þér líð- ur vel núna, gerir þessa stund létt- bærari. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elín Bjarnadóttir. Elsku vinur, mér var brugðið er ég fékk þá harmafregn að þú vær- ir dáinn. Ekki óraði mig fyrir því fyrir nokkrum dögum er þú hringd- ir til mín að það yrði okkar síðasta samtal. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var hestamennska. Er við hittumst var óþijótandi um- ræða um hesta og allt sem að þeim sneri. Eitt af þínum áhugamálum var ræktun hrossa. Það var oft erfitt svona langt úr alfaraleið, en það stoppaði þig ekki eisku vinur. Þú framkvæmdir það sem þú ætlaðir af dugnaði eins og allt annað sem þú tókst þér fyrir hendur. Elsku Rögnu og öllum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Smári Adólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.